Íþróttir

Emese Vida til liðs við leikmannahóp Stólastúlkna í körfunni

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur samið við hina serbnesk-ungversku Emese Vida um að leika með kvennaliðinu næstkomandi vetur. Vida er 29 ára og kemur með dýrmæta reynslu í ungt og efnilegt Tindastólsliðið. Hún er líka 1,90m á hæð og kemur því inn í lið Tindastóls með sjaldséða sentimetra.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar á bullandi siglingu

„Heitasta lið 3. deildar komið í 5. sætið með sigrinum í kvöld. Fullt af fastamönnum frá en aðrir stíga upp. Ósigraðir í síðustu sex leikjum. Gaman!“ segir á aðdáendasíðu Kormáks en þar má fylgjast með helstu fréttum af leikjum Kormáks/Hvatar og ævintýrum þeirra í fótboltanum. Í gærkvöldi spilaði lið Húnvetninga á Hvammstangavelli og sá til þess að Vængir Júpiters náðu ekki að hefja sig til flugs. Lokatölur 2-0.
Meira

Stefnt að því að styrkja bæði karla- og kvennalið Tindastóls fyrir átökin framundan

Senn lokar leikmannaglugginn í íslenska fótboltanum og ljóst að Tindastóll hefur stefnt að því að styrkja bæði karla- og kvennalið félagsins fyrir átökin framundan. Feykir hafði samband við Donna Sigurðsson, þjálfara beggja liða, og spurði hann út leikmannamálin og hvort hann hafi verið sáttur við úrslit helgarinnar hjá sínum liðum.
Meira

Sjö mörk skoruð í dag og álagið full mikið fyrir vallarkynninn

Lið Tindastóls tók á móti köppum í Knattspyrnufélagi Ásvöllum úr Hafnarfirði í 4. deildinni í dag í glampandi sól á Sauðárkróksvelli. Yfirburðir heimamanna voru talsverðir en gestunum til hróss má segja að þeir hafi spriklað eins og nýveiddir laxar í síðari hálfleik og tekist að trufla Tindastólsmenn við að draga inn stigin þrjú sem í boði voru. Það dugði þó skammt því Stólarnir unnu 5-2 sigur og sennilega má segja að þeir hafi tryggt sér eitt af tveimur efstu sætunum í B-riðli í leiðinni.
Meira

Sterkt lið Fylkis náði í stig gegn Stólastúlkum

Lið Tindastóls og Fylkis mættust í Lengjudeild kvenna á Sauðárkróksvelli í gærkvöldi og úr varð spennuleikur eins og jafnan hjá Stólastúlkum í sumar. Liðið kom örlítið laskað til leiks en Aldís María og Hrafnhildur gátu ekki hafið leik. Á meðan að lið heimastúlkna er í toppbaráttunni hafa Árbæingar verið í tómu ströggli í sumar en hafa nú styrkt lið sitt og verið að næla í stig í síðustu umferðum, m.a. jafntefli gegn HK. Það fór svo í gær að liðin skiptust á jafnan hlut, lokatölur 1-1.
Meira

Claudia Valetta kemur til Stólastúlkna frá Ástralíu

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við Claudiu Valletta um að leika með Tindastóli út tímabilið en hún er Áströlsk en er einnig með vegabréf frá Möltu. Claudia er fædd árið 2003 en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún mikla reynslu.
Meira

Jón sigraði á Húnavökumótinu

Húnahornið segir af því að Húnavökumót Golfklúbbsins Óss á Blönduósi fór fram síðastliðinn laugardag á Vatnahverfisvelli í ljómandi góðu veðri. Fimmtán keppendur voru skráðir til leiks og var mótið bæði skemmtilegt og spennandi frá upphafi til enda. Það fór svo að lokum að Jón Jóhannsson úr GÓS stóð uppi sem sigurvegari með 38 punkta.
Meira

Rebekka og Inga Sólveig verða með Stólastúlkum í vetur

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við heimakonurnar Rebekku Hólm Halldórsdóttur og Ingu Sólveigu Sigurðardóttur um að leika með kvennaliðinu komandi tímabil. Níu lið eru skráð til leiks í 1. deild kvenna og verður spiluð þreföld umferð. Fyrsti leikur Tindastóls verður í Síkinu 23. september en þá kemur b-lið Breiðabliks í heimsókn.
Meira

Chloe Wanink til liðs við Stólastúlkur í körfunni

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina bandarísku Chloe Wanink um að leika með kvennaliði Tindastóls næsta vetur. Chloe er öflugur bakvörður og skytta en hún spilaði síðast fyrir University of Mary þar sem hún var fyrirliði liðsins og með 47,4% þriggja stiga nýtingu. Hún er frá Cameron í Wisconsin, er 25 ára gömul og 170 sm á hæð.
Meira

Knattspyrnudeild Hvatar óskar eftir þjálfara fyrir yngri flokka félagsins

Knattspyrnudeild Hvatar á Blönduósi leitar nú að þjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Leitað er eftir einstaklingi með brennandi áhuga á knattspyrnuþjálfun.
Meira