Íþróttir

Þórður Ingi fyrsti pílukastmeistarinn

Pílukastfélag Skagafjarðar var stofnað á aðventunni og í kjölfarið boðað til jólamóts, í samstarfi við FISK Seafood, sem haldið var þann 28. desember í aðstöðu félagsins á Borgarteig 7 á Sauðárkróki. Opið var fyrir 24 þátttakendur og fylltist í mótið fyrir jól.
Meira

Það verður skíðað í Stólnum um helgina

Snjókoma í byrjun október varð til þess að skíðavinir gerðu sér vonir um góðan skíðavetur í Tindastólnum. Skíðagöngufólk spratt úr spori og opnað var í lyftur fyrir æfingahópa í október en síðan gufaði snjórinn upp og varla hægt að segja að krítað hafi í fjöll fram að jólum. Það hafa því verið rólegheit á skíðasvæðum landsmanna en nú horfir betur til skíðatíðar og stefnt er á að opna í Stólnum um helgina, í það minnsta á meðan veður leyfir.
Meira

Frábær lið og fallegir dómarar í Síkinu í kvöld

Áfram heldur körfuboltinn að skoppa og í kvöld er sannkallaður stórleikur í Síkinu því þá mæta Keflvíkingar í heimsókn. Subway-deildin er jöfn og skemmtileg og aðeins Íslandsmeistarar Vals sem virðast vart tapa leik. Lið Keflavíkur er í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig að loknum ellefu leikjum en Stólarnir eru með 12 stig í sjöunda sæti og hafa ekki alveg fundið taktinn það sem af er móti en meiðsli og veikindi hafa sett strik í reikninginn hjá okkar mönnum.
Meira

Í landsliðshópi Frjálsíþróttasambandsins eru tvö úr UMSS

Tvö úr UMSS eru í landsliðshópi Íslands í frjálsum íþróttum en afrekssvið og verkefnisstjóri A-landsliðsmála völdu hópinn með hliðsjón af árangri keppenda á árinu 2022. Einn af hápunktum sumarsins verður Evrópubikarkeppni landsliða sem fram fer í Silesia, Póllandi 20-22. júní og er markmiðið að halda sæti liðsins í 2. deild og ljóst er að það er verðugt verkefni.
Meira

Naumt tap Stólastúlkna í spennuleik

Kvennalið Tindastóls í körfunni spilaði fyrsta leik sinn á nýju ári í gærkvöldi en þá heimsóttu þær lið Aþenu/Leiknis/UMFK í Austurberg. Kanaskipti hafa orðið hjá Stólastúlkum en Jayla Johnson spilaði í gær sinn fyrsta leik en hún er allt öðruvísi leikmaður en Chloe Wanink sem var með liðinu fyrir áramót. Leikurinn í gær var jafn og spennandi en það voru heimstúlkur sem reyndust sterkari í fjórða leikhluta og unnu þriggja stiga sigur. Lokatölur 73-70.
Meira

Stebbi Jóns meistari á Jólamóti Molduxa

Jólamót Molduxa fór fram annan dag jóla en þar áttust við 14 lið misliðugra körfuboltakempna af öllum kynjum. Tókst mótið með ágætum og fjöldi fólks sem lagði leið sína í Síkið til að hvetja sitt lið eða bara til að hitta mann og annan.
Meira

Elísa Bríet og Katla Guðný æfa með U15

30 manna leikmannahópur hefur verið valinn til að taka þátt í úrtaksæfingum U15 ára landsliðs kvenna. Tvær Tindastólsstúlkur komust í gegnum nálaraugað en þær Katla Guðný Magnúsdóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir hafa verið kallaðar til æfinga dagana 11.-13. janúar.
Meira

Ismael Sidibé genginn í raðir Kormáks Hvatar

„Kormákur Hvöt hefur gengið frá samningum við fílbeinska/spánska sóknarmanninn Ismael Sidibé og mun hann leika í bleiku á komandi keppnistímabili,“ segir í tilkynningu á aðdáendasíða Kormáks í fótboltanum. Ismael hefur áður leikið í 3. deild á Íslandi, árið 2021 þegar hann kom á miðju sumri til Einherja á Vopnafirði og skoraði 10 mörk í 13 leikjum - þar af tvær þrennur.
Meira

Mættum flatir í þennan leik, segir Helgi Rafn um tap Stóla í gær

Valsmenn gerðu góða ferð í Skagafjörðinn í gær þegar þeir kræktu í sigur í Síkinu gegn Stólum í Subway deildinni. Leikurinn var ansi kaflaskiptur þar sem Valsarar náðu góðu forskoti í fyrsta leikhluta 17 - 28 sem reyndist heimamönnum að jafna. Það gerðu þeir þó í fjórða leikhluta og höfðu sigurinn í höndum sér í lokin en lokaskotið geigaði sem þýddi framlengingu.
Meira

Sigríður Soffía Þorleifsdóttir íþróttamaður USAH 2022

Sigríður Soffía Þorleifsdóttir var kjörin íþróttamaður USAH fyrir árið 2022 en frá því var greint á samkomu í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi í gær. Sigríður Soffía keppti fyrir Umf. Bólstaðarhlíðarhrepps í frjálsum íþróttum á árinu, bæði á Héraðsmóti USAH og Meistaramóti Íslands í öldungaflokki sem fram fór á Sauðárkróki 27. ágúst. Þar gerði hún sér lítið fyrir og setti Íslandsmet í hástökki í sínum aldursflokki 55-59 ára.
Meira