Þórður Ingi fyrsti pílukastmeistarinn

Jón Oddur Hjálmtýsson, Þórður Ingi Pálmarsson og Hannes Ingi Másson.  MYND AF FB
Jón Oddur Hjálmtýsson, Þórður Ingi Pálmarsson og Hannes Ingi Másson. MYND AF FB

Pílukastfélag Skagafjarðar var stofnað á aðventunni og í kjölfarið boðað til jólamóts, í samstarfi við FISK Seafood, sem haldið var þann 28. desember í aðstöðu félagsins á Borgarteig 7 á Sauðárkróki. Opið var fyrir 24 þátttakendur og fylltist í mótið fyrir jól.

Á Facebooksíðu félagsins segir að fjöldi áhorfenda hafi komið til að kíkja á keppnina sem heppnaðist í alla staði mjög vel en keppt var í sex riðlum og að þeim loknum tók við útsláttur. Allir keppendur kepptu a.m.k. fjóra leiki en eftir spennandi keppni var það Þórður Ingi Pálmarsson sem sigraði í mótinu eftir að hafa unnið Hannes Inga Másson í úrslitum. Jón Oddur Hjálmtýsson varð í þriðja sæti.

Ef einhver er að velta fyrir sér hver meistarinn er, þ.e.a.s. Þórður Ingi, þá rekur hann ættir sínar í Egg í Hegranesi, býr nú á Króknum en vinnur alla jafna við að keyra mjólkurbíl. Samkvæmt heimildum Feykis eru rétt rúmlega þrjú ár síðan kappinn hóf að kasta pílu.

Hér má finna myndir frá mótinu á Facebooksíðu Pílukastfélags Skagafjarðar og fleiri upplýsingar um starfseminu >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir