Íþróttir

Júdó er ekki bara fyrir stráka! :: Íþróttagarpurinn Jóhanna María Íslandsmeistari í júdó

Jóhanna María Grétarsdóttir Noack, varð Íslandsmeistari í júdó í flokki U13 á Íslandsmeistaramóti yngri flokka sem fram fór hjá júdódeild Ármanns í Reykjavík þann 21. maí síðastliðinn. Varð sigurinn einkar glæsilegur þar sem Jóhanna þurfti að glíma við drengi þar sem hún var eina stúlkan í sínum flokki eins og Feykir greindi frá á sínum tíma.
Meira

Orri Már í 12 manna lokahóp U-18 sem fer til Finnlands

Norðurlandamótið í körfubolta U16 og U18 landsliða drengja og stúlkna fer fram nú um mánaðamótin í Kisakallio í Finnlandi og er hinn bráðefnilegi leikmaður Tindastóls, Orri Már Svavarsson, í tólf manna lokahópi U-18.
Meira

Eyþór Bárðar í lokahóp á EM U20 í körfubolta

Einn leikmaður Tindastóls, Eyþór Lár Bárðarson, hefur verið valinn í tólf manna lokahóp karlalandsliðs Íslands í körfubolta sem þátt tekur í Evrópumóti FIBA U20 í næsta mánuði. Mótið fer fram dagana 15.-24. júlí í Tbilisi í Georgíu og leikur Íslenska liðið í A-riðli með Eistlandi, Hollandi, Lúxemborg og Rúmeníu.
Meira

Góður sigur gegn liði Augnabliks í kuldanum á Króknum

Lið Tindastóls og Augnabliks mættust í Lengjudeildinni í knattspyrnu á Króknum í kvöld. Leikurinn var bragðdaufur framan af en gestunum gekk betur að nota boltann þó ekki hafi þeir skapað mikla hættu við mark Stólanna. Föst leikatriði reyndust heimastúlkum drjúg og snemma í síðari hálfleik var ljóst að Stólastúlkur tækju stigin þrjú. Lokatölur 3-0 og Stólastúlkur deila nú efsta sæti deildarinnar með liði FH sem á leik til góða.
Meira

Iðnaðarsigur Stólastúlkna í Grafarvoginum

Stólastúlkur spiluðu í dag við lið Fjölnis á Extra vellinum í Grafarvogi í sjöundu umferð Lengjudeildarinnar. Lið heimastúlkna hafði fyrir leikinn aðeins krækt í eitt stig en lið Tindastóls hefur hniklað vöðvana í baráttunni um sæti í Bestu deildinni að ári. Stólastúlkur byrjuðu leikinn vel og gerðu fljótt tvö mörk en náðu ekki að bæta við og unnu á endanum 0-2 sigur sem fleytti liðinu upp í annað sæti deildarinnar.
Meira

Stólarnir á toppnum með 14 stig í koppnum...

Tindastólsmenn tróðust suður í sollinn í dag og mættu SR-ingum á Þróttarvellinum í borgarblíðunni. Fyrir leik stóðu Stólar á toppi B-riðils 4. deildarinnar með ellefu stig en lið SR var um miðjan riðil með sjö stig. Eftir að hafa skotið gestunum skelk í bringu á upphafsmínútunum réttu Donni og félagar kúrsinn og kræktu í stigin þrjú sem í boði voru. Lokatölur reyndust 3-5 og Stólarnir nú með 14 stig og enn taplausir í riðlinum.
Meira

Eyfirðingar reyndust sterkari þegar þeir mættu Kormáki/Hvöt

Lið Kormáks/Hvatar heimsótti Dalvík í gær þar sem sameinaðir Húnvetningar mættu sameinuðum Árskógsstrendingum og Dalvíkingum. Heimamenn hafa farið vel af stað í 3. deildinni og tróna á toppnum eftirsótta. Þeir slógu ekkert af í gærkvöldi og gerðu nánast út um leikinn á fyrstu 25 mínútunum. Þegar upp var staðið höfðu þeir sigrað 4-2 og sendu Kormák/Hvöt niður í fallsæti.
Meira

Maddie Sutton til Akureyrar

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við bandaríska framherjann Maddie Sutton um að leika með liðinu í 1. deild kvenna næsta tímabil og verður þar af leiðandi ekki með Tindastól á næsta tímabili
Meira

Bess ekki með Tindastól á næsta tímabili

Bakvörður Tindastóls í Subway deild karla Javon Bess mun ekki verða með liðinu á næstu leiktíð.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls semur við Taiwo Hassan Badmus

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Taiwo Hassan Badmus að leika annað tímabil með Tindastól.
Meira