Íþróttir

Stólastúlkur sóttu ekki gull í greipar Snæfells

Stólastúlkur mættu sterku liði Snæfells í Stykkishólmi sl. miðvikudagskvöld í 1. deild kvenna. Emese Vida, ungverski risinn í liði Stólanna, var enn fjarri góðu gamni og það veikir liðið mikið. Hólmarar náðu heljartökum á leiknum strax í fyrsta leikhluta og unnu öruggan sigur, 92-56.
Meira

Stólarnir misstu flugið og Haukarnir gripu bráðina

Lið Hauka er ekki í sérstöku uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Tindastóls eftir tvöfaldan sigur í gær. Fyrst féll kærumálið Haukum í hag og þeim dæmdur sigur í leik liðanna í VÍS bikarnum og í gærkvöld náðu þeir að vinna Stólana í leik liðanna í Subway-deildinni með mögnuðum viðsnúning í fjórða leikhluta. Lengi vel leit allt út fyrir öruggan sigur Stólanna en þeir köstuðu sigrinum frá sér á ögurstundu. Lokatölur 80-75.
Meira

Áfrýjunardómstóll KKÍ dæmdi Haukum sigur

Niðurstaða áfrýjunardómstóls KKÍ liggur nú fyrir í litla svindlmálinu sem Haukar, sem sögðust ekki vilja kæra lögbrot Tindastólsmanna, kærðu engu að síður Tindastólsmenn fyrir að hafa teflt fram fjórum erlendum leikmönnum í enga sekúndu í bikarleik liðanna sem fram fór í október. Niðurstaða dómsins var á þá leið að Tindastóll hefði brotið regluna og er Haukum því dæmdur 0-20 sigur í leiknum, sem þeir töpuðu , og Tindastóll skal borgar 250 þúsund króna sekt.
Meira

Átta krakkar úr Tindastóli á æfingu með norðlenskum úrvalshópi U16

Í dag fór fram æfing úrvalshóps U16 í Boganum á Akureyri þar sem stelpur og strákar af Norðurlandi komu saman og æfðu knattspyrnu. Það var Magnús Örn Helgason, þjálfari U17 kvenna, sem stýrði æfingunni. Jafnt var í hópunum, 24 stúlkur og 24 strákar, en af þeim 48 sem þátt tóku í æfingunni voru átta krakkar frá Umf. Tindastóli sem verður að teljast magnað.
Meira

Fjórir fulltrúar frá Tindastóli sóttu ungmennaþing KSÍ

Fyrsta ungmennaþing Knattspyrnusambands Íslands fór fram síðastliðinn sunnudag en þá komu saman um 60 ungmenni frá um 20 félögum. Þátttakendur voru á aldrinum 12-18 ára og fékk hvert félag að senda fjögur ungmenni á þingið. Markmið þingsins var að gefa ungmennum landsins sem spila fótbolta rödd með stofnun ungmennaráðs.
Meira

Tólf útileikir hjá yngri flokkum Tindastóls um helgina

Fyrir helgi fóru þrjú lið frá yngri flokkum Tindastóls af stað út fyrir Skagafjörðinn að spila alls tólf leiki og voru þetta 8. fl. stúlkna, 8.fl. drengja og svo MB11 strákar. Af þessum tólf leikjum voru fimm sigrar og sjö töp þar sem allir gerðu sitt besta og voru sér og Tindastól til sóma.  
Meira

Blikar í bóndabeygju í Síkinu

Blikar komu í Síkið í kvöld og mættu þar liði Tindastóls í sjöundu umferð Subway-deildarinnar. Reikna mátti með hörkuleik þar sem Stólarnir hafa verið að ná vopnum sínum að undanförnu eftir meiðslahrjáða byrjun á mótinu en lið Breiðabliks hefur aftur á móti leikið vel og sat fyrir leikinn í efsta sæti deildarinnar ásamt Íslandsmeisturum Vals. Þegar til kom reyndust Stólarnir mun sterkari aðilinn og eftir að hafa unnið annan leikhluta 34-8 þá var í raun aldrei spurning hvort liðið tæki stigin sem í boði voru. Lokatölur voru 110-75.
Meira

Emeselausar Stólastúlkur lutu í parket gegn Ármanni

Stólastúlkur léku við lið Ármanns í Kennaraháskólanum í gær í elleftu umferð 1. deildar kvenna. Þetta er í annað sinn í vetur sem liðiin mætast þar og líkt og í fyrra skiptið þá voru það heimastúlkur sem höfðu betur. Lið Tindastóls lék á Emese Vida sem er meidd og mátti liðið illa við því að vera án hennar. Líkt og oft áður í vetur byrjaði lið Tindastóls vel og leikurinn var spennandi fram í miðjan annan leikhluta en þá skildu leiðir. Lokatölur reyndust 89-61.
Meira

Leikir helgarinnar hjá yngri flokkum Tindastóls

Það voru nokkrir leikir á dagskrá hjá yngri flokkum Tindastóls um helgina ásamt því að Þór Akureyri stóð fyrir Hreinsitæknimóti sem ætlað var krökkum frá 1.bekk upp í 6.bekk.
Meira

Góður sigur á grjóthörðum Grindvíkingum

Tindastólsmenn héldu til Grindavíkur í gær þar sem hálf lemstraðir heimamenn biðu þeirra með einn erlendan leikmann í sínum röðum þar sem einn var í banni og annar ekki kominn með leikheimild. Þrátt fyrir það voru heimamenn sprækir og börðust allt til síðasta blóðdropa en á endanum voru Stólarnir of sterkir og héldu glaðbeittir heim á Krók með stigin tvö í pokahorninu. Lokatölur 83-94 og bæði lið með sex stig að loknum sex umferðum.
Meira