Velkomin heim

Bíða spennt eftir að nýja laugin á Króknum opni | Velkomin heim

Viðmælendur í þættinum Velkomin heim að þessu sinni eru þau Steinunn Jónsdóttir og Hafþór Haraldsson en þau búa í Ártúninu á Króknum og eru bæði alin upp þar. Þau fluttu heim í fyrra en bjuggu áður í Grafarholtinu í dásamlegu hverfi sem er umvafið náttúru og má segja að minni svolítið á Krókinn. Foreldrar Steinunnar eru Jón Svavarsson og Linda Hlín Sigurbjörnsdóttir og foreldrar Hafþórs eru Sigríður Káradóttir og Gunnsteinn Björnsson. Steinunn og Hafþór eiga saman tvö börn, Styrmi Örn átta ára og Aríu Mist tveggja ára.
Meira

„Ég sé ekki eftir því í eina sekúndu að hafa flutt” segir Gunnar oft | Velkomin heim

Skagfirðingurinn og tvíburinn Sólrún Harpa Heiðarsdóttir flutti til Reykjavíkur árið 2008 en er nú komin aftur heim á Krókinn ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Oddi Halldórssyni. Foreldrar Sólrúnar eru þau Anna Kristjánsdóttir frá Skatastöðum og Heiðar Borgar Björnsson frá Borgargerði. Sólrún á þrjú systkini, eldri bróður sem heitir Kristján Ingibergur, tvíburabróðurinn Tómas Pétur og yngri systur hana Unni Fjólu. Sólrún og Gunnar eiga saman þrjú börn, Guðbjörgu Heru, Daníel Guðna og Vigdísi Heklu og hafa þau komið sér vel fyrir í Nestúninu. Sólrún vinnur á Leikskólanum Ársölum (yngra stig) og Gunnar vinnur hjá Íslenska gámafélaginu.
Meira

Ekki skorti uppátækjasemina | Velkominn heim

Stefán Árnason er fæddur árið 1986 og er sonur hjónanna Árna Stefánssonar og Herdísar Klausen. Stefán er giftur Guðbjörgu Halldórsdóttur og eiga þau saman þrjá syni, þá Árna Heiðar (2011), Ívar Helga (2016) og Bjart Atla (2018).
Meira

Hefði verið til í að taka með sér skjólið á Krókinn | Velkominn heim

Síðustu ár hafa fjölmargar fjölskyldur flutt norður þar sem annar makinn er uppalinn í Skagafirði og er það mjög ánægjuleg þróun. Valdimar Pétursson og hans fjölskylda er ein af þeim og hafa komið sér vel fyrir á Bárustígnum á Króknum. Valdimar er fæddur og uppalinn á Króknum en hann er sonur Péturs Valda og Rögnu Jóhannsdóttur. Konan hans Valdimars er Eva Kuttner og er hún frá Leipzig í Þýskalandi.
Meira

Frá Álaborg aftur heim í Skagafjörð | Velkomin heim

Heiða B. Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir á HSN á Sauðárkróki og á Blönduósi er fædd og uppalin á Sauðárkróki. Heiða er gift Árna Gísla Brynleifssyni og eiga þau börnin Louisu Lind 18 ára, Ingólf Snæ 11 ára og Evu Líf sjö ára. Heiða og Árni fluttu úr Skagafirði í ágúst 2014 og fluttu svo heim sléttum sjö árum síðar upp á dag. Feykir býður þau að sjálfsögðu velkomin heim.
Meira

Gaman að geta stokkið með í Skagafjörðinn | Velkomin heim

Sigríður Jónína Helgadóttir var alin upp á Úlfsstöðum í Blönduhlíð og flutti heim aftur eftir áratugi á höfuðborgarsvæðinu ásamt Snorra Snorrasyni sínum ekta manni. Þau hafa komið sér vel fyrir í Hólabrekku í Lýdó hinum forna. Börnin sem þau hjón eiga eru sex talsins og barnabörnin orðin níu. Börnin þeirra Siggu og Snorra eru flogin úr hreiðrinu en ævintýrin kölluðu og var það dóttir Siggu Jónu, Inga Sigríður, sem tók af skarið og ákvað að veita kvennaliði Tindastóls í körfunni krafta sína þegar þær voru í 1. deild 2023-2024 og því var gaman að geta bara stokkið með.
Meira

Velkomin heim - Helga Einarsdóttir

Helga Einarsdóttir er yngst þriggja systra, dóttir Lillu frá Stóru Seylu, sem kannski ekki allir vita að heitir Margrét Erna Halldórsdóttir, og Einars Sigurjónssonar sem flutti ungur í Skagafjörðinn úr Garðabænum. Betri helmingur Helgu er hrein- ræktað borgarbarn og heitir Daníel Fjeldsted og eru börnin tvö, Kolbrún Ósk 4 ára og Viktor Einar 2 ára. Helga og Danni eins og hún kallar hann fluttu „heim“ í Helgu tilfelli fyrir rétt tæpu ári síðan. Helga er rekstrarverkfræðingur og starfar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Meira

Þykir óskaplega vænt um sveitina sína | Velkomin heim

Sigurbjörg Þorsteinsdóttir er dóttir hjónanna Aðalheiðar Böðvarsdóttur og Þorsteins Sigurjónssonar sauðfjár- og ferðaþjónustubænda að Reykjum í Hrútafirði. Sigurbjörg er í sambúð með Andra Steini Guðjónssyni kvikmyndaklippara og eiga þau þrjár dætur, Aðaheiði Lilju sex ára, Sigurlín Lóu fjögurra ára og Steinunni Önnu eins og hálfs árs. Svo það er örugglega óhætt að segja að það sé nóg að gera hjá Sigurbjörgu sem vinnur sem hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Sigurbjörg er nú flutt heim aftur með fjölskylduna sína og býr nú í Reykjaskóla í Hrútafirði.
Meira

Þurfti að hrökkva eða stökkva! | Velkomin heim

Rakel Kemp Guðnadóttir, dóttir Kristbjargar Kemp og Guðna Kristjánssonar, er fædd og uppalin á Sauðárkróki, kona Maríu Önnu Kemp Guðmundsdóttur og eru þær mæður þriggja drengja, elstur er Stefán Þór þrettán ára, Davíð Örn er níu ára og yngstur er Guðni Freyr fjögurra ára.
Meira