Velkomin heim

Hefði verið til í að taka með sér skjólið á Krókinn | Velkominn heim

Síðustu ár hafa fjölmargar fjölskyldur flutt norður þar sem annar makinn er uppalinn í Skagafirði og er það mjög ánægjuleg þróun. Valdimar Pétursson og hans fjölskylda er ein af þeim og hafa komið sér vel fyrir á Bárustígnum á Króknum. Valdimar er fæddur og uppalinn á Króknum en hann er sonur Péturs Valda og Rögnu Jóhannsdóttur. Konan hans Valdimars er Eva Kuttner og er hún frá Leipzig í Þýskalandi.
Meira

Frá Álaborg aftur heim í Skagafjörð

Heiða B. Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir á HSN á Sauðárkróki og á Blönduósi er fædd og uppalin á Sauðárkróki. Heiða er gift Árna Gísla Brynleifssyni og eiga þau börnin Louisu Lind 18 ára, Ingólf Snæ 11 ára og Evu Líf sjö ára. Heiða og Árni fluttu úr Skagafirði í ágúst 2014 og fluttu svo heim sléttum sjö árum síðar upp á dag. Feykir býður þau að sjálfsögðu velkomin heim.
Meira

Gaman að geta stokkið með í Skagafjörðinn

Sigríður Jónína Helgadóttir var alin upp á Úlfsstöðum í Blönduhlíð og flutti heim aftur eftir áratugi á höfuðborgarsvæðinu ásamt Snorra Snorrasyni sínum ekta manni. Þau hafa komið sér vel fyrir í Hólabrekku í Lýdó hinum forna. Börnin sem þau hjón eiga eru sex talsins og barnabörnin orðin níu. Börnin þeirra Siggu og Snorra eru flogin úr hreiðrinu en ævintýrin kölluðu og var það dóttir Siggu Jónu, Inga Sigríður, sem tók af skarið og ákvað að veita kvennaliði Tindastóls í körfunni krafta sína þegar þær voru í 1. deild 2023-2024 og því var gaman að geta bara stokkið með.
Meira

Velkomin heim - Helga Einarsdóttir

Helga Einarsdóttir er yngst þriggja systra, dóttir Lillu frá Stóru Seylu, sem kannski ekki allir vita að heitir Margrét Erna Halldórsdóttir, og Einars Sigurjónssonar sem flutti ungur í Skagafjörðinn úr Garðabænum. Betri helmingur Helgu er hrein- ræktað borgarbarn og heitir Daníel Fjeldsted og eru börnin tvö, Kolbrún Ósk 4 ára og Viktor Einar 2 ára. Helga og Danni eins og hún kallar hann fluttu „heim“ í Helgu tilfelli fyrir rétt tæpu ári síðan. Helga er rekstrarverkfræðingur og starfar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Meira