Þá erum við landsmenn komnir í sæng með Valkyrjunum eldhressu og nú verður gengið vasklega til verks, ermar verða uppbrettar, framtíðin björt og lífið fallegt. Þær Kristrún Frosta, Þorgerður Katrín og Inga Sæland komu, sáu og sigruðu – já, jafnvel Sigurjón digra – í alþingiskosningunum í lok nóvember og þær mynduðu síðan stjórn fyrir jól.
Í upphafi hvers árs er mikið um að vera hjá ferðaþjónustufólki sem kemur saman til að ráðfæra sig við hvert annað, finna nýjar hugmyndir og skapa verðmæti. Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er haldið í Kópavogi og samhliða því er heil vika af spenn...
Nú þegar við siglum inn í nýja árið er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg og flýtur hugur þá oftar en ekki til æskuáranna, heim í Skagafjörðinn, þar sem landfestar lífs okkar margra eru sjálfsagt enn bundnar. Þegar ég hugsa til þessara tíma er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa alist upp í samfélagi sem ég fann að ég var partur af, með fólki sem veitti mér rými til þess að vera ég sjálf, á sama tíma og það gaf mér tækifæri til að efla mig, vaxa og rækta sem manneskju.
Mistök varðandi skil á utankjörstaðaatkvæðum virðast hafa verið einhver í nýlega afstöðnum kosningum. Herra Hundfúll er pínu hissa að það virðist sem þetta sé bara ekkert mál, ef marka má viðbrögð, bara svona óheppilegt og ekkert við þessu að gera samkvæmt leikreglunum.