Það verður skíðað í Stólnum um helgina

Snjór, snjór, snjór og meiri snjór. Mynd af skíðasvæðinu í Tindastóls frá því í gærkvöldi. MYND AF FB
Snjór, snjór, snjór og meiri snjór. Mynd af skíðasvæðinu í Tindastóls frá því í gærkvöldi. MYND AF FB

Snjókoma í byrjun október varð til þess að skíðavinir gerðu sér vonir um góðan skíðavetur í Tindastólnum. Skíðagöngufólk spratt úr spori og opnað var í lyftur fyrir æfingahópa í október en síðan gufaði snjórinn upp og varla hægt að segja að krítað hafi í fjöll fram að jólum. Það hafa því verið rólegheit á skíðasvæðum landsmanna en nú horfir betur til skíðatíðar og stefnt er á að opna í Stólnum um helgina, í það minnsta á meðan veður leyfir.

Sjá má á Facebook-síðu Skíðadeildar Tindastóls í dag að snjógirðingarnar á svæðinu hafa enn og aftur sannað hversu mikilvægar þær eru. „Við stefnum á að hafa opið um helgina frá 11-16 (meðan veður leyfir). Töfrateppi verður því miður lokað um helgina, göngubraut og neðri lyfta opin.“

Veðurstofan spáði í gær hellidembu framan af sunnudegi og síðan snjókomu í kvölfarið með norðan hvassviðri en það hefur ræst úr spánni, nú er bara -2 til -4 stiga frost í helgarkortunum og minni vindur og ekki úrkomu að sjá fyrr en á mánudag. Skíðavinir ættu því að geta skellt í breitt bros um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir