Íþróttir

Hilmar Þór krækti í stig fyrir Kormák/Hvöt

Það var leikið á Blönduósvelli í gærkvöldi í tíundu umferð 3. deildar. Þá tóku heimamenn í Kormáki/Hvöt á móti Kópavogspiltum í liði Augnabliks. Það fór svo að liðin sættust á skiptan hlut og eru Húnvetningar nú í níunda sæti deildarinnar með 11 stig. Úrslit leiksins voru 1–1.
Meira

Kópavogspiltar höfðu betur í toppslagnum

Það var toppslagur í B-riðli 4. deildar í gærkvöldi þegar Tindastólsmenn sóttu kappana í liði KFK heim. Leikið var í Fagralundi í Kópavogi og ljóst að sigurliðið væri komið í lykilstöðu í riðlinum. Liðin höfðu gert 1-1 jafntefli á Króknum í fyrstu umferðinni í sumar og þá var ljóst að mótherjinn hafði á að skipa vel spilandi liði. Það fór svo í gær að þeir reyndust örlítið sterkari á svellinu og uppskáru 3-2 sigur.
Meira

Gott stig sótt í Garðabæinn

Lið Kormáks/Hvatar spændi suður í Garðabæ í gær og lék í Miðgarði við lið heimamanna í KFG sem sátu á toppi 3. deildarinnar áður en 9. umferðin fór í gang. Húnvetningar hafa aftur á móti verið að berjast á hinum enda deildarinnar, náðu að vinna góðan sigur í síðustu umferð og nú nældu þeir í gott stig í Garðabæinn. Lokatölur reyndust 1-1.
Meira

Helgi Margeirs ráðinn verkefnastjóri hjá unglingaráði kkd. Tindastóls

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur ráðið Helga Freyr Margeirsson sem verkefnastjóri unglingaráðs. „Ég er bara mjög spenntur að taka við þessu starfi sem verkefnastjóri hjá Unglingaráði. Það er svo gaman að starfa í körfuboltakreðsunni hérna í Skagafirði, ótrúlegur áhugi á starfinu hvar sem maður kemur og einhvernveginn alltaf eitthvað í gangi,“ sagði Helgi þegar Feykir spurði hvernig verkefnið legðist í hann.
Meira

Svíinn Pat Ryan tekur við kvennaliði Tindastóls í körfunni

Sagt er frá því á FB-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls að samið hefur verið við sænska þjálfarann Patrick Ryan um að taka við þjálfun meistaraflokks kvenna. Patrick er reynslumikill þjálfari, en hann hefur þjálfað frá 1991, m.a. bæði karla- og kvennalið í efstu deildum Svíþjóðar auk þess að hafa þjálfað mörg yngri landslið Svíþjóðar.
Meira

Stólastúlkur hársbreidd frá sigri í Hafnarfirði

Lið FH og Tindastóls mættust í Kaplakrika í Hafnarfirði í gærkvöldi í toppleik Lengjudeildarinnar. Bæði lið hafa verið sterk varnarlega í sumar og höfðu fyrir leikinn aðeins fengið á sig fjögur mörk og það má því segja að ekki hafi komið sérstaklega á óvart að lítið var skorað í leiknum. Lið Tindastóls komst yfir snemma í leiknum en heimastúlkur náðu að jafna um tíu mínútum fyrir leikslok og liðin deildu því stigunum. Lokatölur 1-1.
Meira

Bjarki Már tekinn við liði Reynis í Sandgerði

Knattspyrnukappinn Bjarki Már Árnason, sem búið hefur á Hofsósi til fjölda ára, hefur nú fært sig um set en hann hefur verið ráðinn þjálfari hjá 2. deildar liði Reynis í Sandgerði. Bjarki er búinn að spila meistaraflokksfótbolta í 25 ár, hóf leik í Keflavík 1997 og lék nú síðast með liði Kormáks/Hvatar en hann var þó lengstum í herbúðum Tindastóls.
Meira

Stórsigur Stólanna á Stokkseyri

Tindastólsmenn skelltu sér suður í gær og léku við lið heimamanna á Stokkseyri í sjöundu umferð B-riðils 4. deildar. Það er skemmst frá því að segja að Stólarnir buðu upp á markaveislu og sáu heimamenn í liði Stokkseyrar aldrei til sólar í leiknum því Jóhann Daði kom gestunum yfir á fyrstu mínútu og þegar upp var staðið hafði markvörður heimamanna hirt boltann níu sinnum úr netinu. Lokatölur því 0-9.
Meira

ÓB-mótið tókst með ágætum þrátt fyrir kuldabola og bleytu

Nú um liðna helgi fór ÓB-mótið í knattspyrnu fram á Króknum. Þátttakendur voru 10 ára gamlar stúlkur sem komu víðs vegar að af landinu. Mótið heppnaðist með miklum ágætum, þátttakendur voru tæplega 700 og komu frá 23 félögum sem tefldu fram alls 110 liðum. Veðrið var reyndar ekki upp á marga fiska, örfá hitastig, norðanátt og rigning mestan partinn og sennilega hafa margir sárvorkennt þátttakendum að þurfa að standa í tuðrisparki við þessar aðstæður.
Meira

Ingvi Rafn með þrennu í mikilvægum sigurleik

147 áhorfendur mættu á Blönduósvöll í dag og væntanlega hafa þeir flestir verið á bandi heimamanna í Kormáki/Hvöt sem tóku á móti Elliða úr Árbæ í 3. deildinni í knattspyrnu. Eftir fjóra tapleiki í röð var eiginlega alveg nauðsynlegt fyrir Húnvetningana að spyrna við fótum og krækja í sigur. Það var einmitt það sem þeir gerðu en úrslitin voru 3-2 og Ingvi Rafn Ingvarsson fór mikinn í leiknum og gerði öll þrjú mörk heimamanna.
Meira