Íþróttir

Sex af Norðurlandi vestra í æfingahópi yngri landsliða KKÍ

KKÍ hefur ráðið þjálfara yngri liða Íslands fyrir komandi verkefni í sumar og munu þau öll taka þátt í verkefnum drengja og stúlkna líkt og síðasta sumar. Þá hefur NM U20 liða verið bætt við í samstarfi Norðurlandanna líkt og hefur verið með U16 og U18 liðin á undanförnum árum. Fimm hafa verið boðuð til æfinga úr röðum Tindastóls og ein frá Kormáki.
Meira

Viggó og Gunnar Björn sæmdir gullmerki SKÍ

Á skíðaþingi Skíðasambands Íslands, sem fram fór í Reykjavík dagana 18. og 19. nóvember sl. voru þeir Viggó Jónsson og Gunnar Björn Rögnvaldsson sæmdir gullmerki sambandsins fyrir að hafa unnið skíðaíþróttinni ómetanlegt starf um árabil.
Meira

Vængbrotnar Stólastúlkur máttu sín lítils gegn Hamar/Þór

Lið Tindastóls og sameinaðs liðs Hamars og Þórs úr Þorlákshöfn mættust í Síkinu í gær. Gestirnir hafa gert ágæta hluti í 1. deildinni í vetur og það var ekki vandamál hjá þeim að leggja vængbrotið lið Stólastúlkna að þessu sinni. Lokatölur 46-74.
Meira

Jayla Johnson kemur í stað Chloe Wanink

Körfuknattleiksdeild Tindastóls tilkynnti fyrr í dag að gerðar hefðu verið mannabreytingar hjá kvennaliði Tindastóls. Bandaríski leikmaðurinn Chloe Wanink, sem einnig þjálfaði yngri flokka félagsins, hefur haldið heim á leið en í hennar stað er komin önnur bandaríska stúlka, Jayla Johnson. Jayla er 185cm á hæð, framherji, öflugur stigaskorari og frákastari. Hún verður 24 ára nú milli jóla og nýárs.
Meira

Kormákur Hvöt endurnýjar samning sinn við Aco Pandurevic

Stjórn meistaraflokksráðs Kormáks Hvatar hefur endurnýjað samning sinn við Aco Pandurevic og mun hann stýra skútunni sumarið 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni fyrr í kvöld.
Meira

„Þórsarar voru ekkert að fara að leggjast niður og gefast upp," segir Helgi Freyr eftir nauman sigur Tindastóls gegn Þór Þorlákshöfn

„Eftir mjög erfitt tap í síðasta leik var liðið ákveðið í að koma til baka og sækja sigur í Síkinu,“ segir Helgi Freyr Margeirsson, einn þjálfara Tindastóls, eftir leik liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í gærkvöldi. Þrátt fyrir að heimamenn hafi komið sér í ákjósanlega stöðu strax eftir fyrsta leikhluta þar sem Stólar leiddu með 30 stigum gegn 12.
Meira

Þórsarar mæta í Síkið í kvöld

Það er körfuboltaleikur í kvöld í Síkinu en þá mæta kappar úr Þorlákshöfn til leiks gegn liði Tindastóls. Leikurinn hefst kl. 19:15 en svangir geta mætt svolítið fyrr og smellt á sig djúsí hammara. Stólarnir þurfa að koma sér í gírinn á ný eftir móralskan skell í Hafnarfirði og þá er ekkert mikilvægara en kröftugur stuðningur í Síkinu.
Meira

Tveir leikir hjá 10.fl. drengja

Það voru fáir leikir á dagskrá hjá yngri flokkum Tindastóls um helgina, einungis tveir leikir, og voru það drengirnir í 10.fl. sem spiluðu á móti Hetti í MVA-höllinni á Egilsstöðum. Fyrri leikurinn var spilaður á laugardeginum og seinni á sunnudeginum.
Meira

Tilkynning frá körfuknattleiksdeild Tindastóls

Nú er fallinn dómur áfrýjunardómstóls KKÍ í máli okkar Tindastólsmanna gegn Haukum og má segja að niðurstaðan sé gríðarleg vonbrigði enda trúðum við alltaf að dómstólar myndu átta sig á hversu gölluð reglugerð KKÍ um fjölda erlendra leikmanna er. Því miður hafa dómstólar KKÍ lokið málinu.
Meira

Arnar Geir í hörkukeppni um Íslandsmeistaratitilinn í pílukasti

Á morgun ráðast úrslitin í Úrvalsdeildinni í pílukasti, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fjórir keppendur eru komnir í úrslit eftir undanriðlana en þar á meðal er Skagfirðingurinn Arnar Geir Hjartarson sem hefur gert garðinn frægan þrátt fyrir að stutt er síðan hann fór að kasta pílunum.
Meira