Ég hef í þessum áramótapistlum mínum síðustu árin reynt að varðveita hátíðarskapið og meta stöðuna og framtíðarhorfur hverju sinni af yfirvegun gagnvart því sem hvorki við í FISK Seafood né þjóðin öll höfum nokkra stjórn á. Á meðal þess er margt sem skiptir afkomu hvers árs miklu máli; veðurfar og gæftir, verð á erlendum mörkuðum, heimsmarkaðsverð á olíu, breytingar í neyslumynstri fólks á okkar stærstu markaðssvæðum o.s.frv.
Eftir töluverða yfirlegu og fjölmargar áskoranir hefur Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi.
Briet leigufélag og Flúðabakki ehf. skrifuðu í dag undir kaupsamning um kaup Bríetar á 6 íbúðum við Flúðabakka 5 af Flúðabakka ehf. Iða Marsibil Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bríetar segir kaupin vera hluta af uppbyggingu og styrkingu leigumarkaðar og falli að markmiðum Bríetar að stuðla að nýsköpun og uppbyggingu þar sem þörf er á því á landsbyggðinni.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Í þessari jólaútgáfu af Tón-lystinni er það brottfluttur Skagfirðingur, Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur við Akureyrarkirkju, sem situr fyrir svörum. Hildur Eir, fædd 1978, ólst upp í Laufási við Eyjafjörð til 13 ára aldurs en bjó á Hólum í Hjaltadal þangað til hún fór 16 ára gömul í Menntaskólann á Akureyri. Hildur Eir lærði á fiðlu, orgel og gítar sem barn, lengst þó á fiðlu, en um helstu tónlistarafrek sín segir hún: -Það var visst afrek að hafa ekki gert fjölskyldu mína vitstola af fiðluleiknum en annars er nýjasta tónlistarafrekið það að hafa stofnað prestatríó með séra Oddi Bjarna og séra Hannesi Blandon, við tróðum upp á Handverkshátíðinni á Hrafnagili í ágúst síðastliðnum.