Rótarýhreyfingin fagnar 120 ára afmæli sínu hinn 23. febrúar n.k. og af því tilefni er Rótarýdagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim. Þá gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér hvernig starf Rótarý fer fram og hvað í því felst.
Fram kemur meðal annars í bréfi sem Valérie Haye, forseti Renew Europe, þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins, hefur sent Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, að tímabært sé að sambandið verði að stórveldi (e. superpower) og komi sér enn fremur upp eigin sjálfstæðri hernaðargetu. Með öðrum orðum eigin her. Þá er kallað eftir inngöngu Íslands og Noregs í Evrópusambandið.
Þann 17. febrúar sl. kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í hinu „seinna pizzaostmáli“ Danóls ehf. á hendur íslenska ríkinu.
Um þetta mál hefur verið fjallað áður fyrir dómstólum og ítrekað hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að flokka ætti vöruna í 4. kafla tollskrár. Danól krafðist þess nú enn á ný að varan skyldi flokkuð í 21. kafla tollskrárinnar en tapaði málinu og var dæmt til að greiða ríkinu 950 þús. kr. í málskostnað.
Mistök varðandi skil á utankjörstaðaatkvæðum virðast hafa verið einhver í nýlega afstöðnum kosningum. Herra Hundfúll er pínu hissa að það virðist sem þetta sé bara ekkert mál, ef marka má viðbrögð, bara svona óheppilegt og ekkert við þessu að gera samkvæmt leikreglunum.