Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum?
feykir.is
Hr. Hundfúll
11.02.2013
kl. 09.42
Það eru uppáhaldsdagar einhverra þessa vikuna. Herra Hundfúlum þykir vænt um bolludaginn enda þykir flestu fólki nokkuð vænt um að kýla vömbina fulla af rjóma og fíneríi. Í kjölfarið fylgir svo sprengidagurinn en þá er einmitt ofát í hávegum haft; saltkjöt og baunir en Hundfúll fær nú varla flís af feitum sauð fyrir túkallinn. Síðan kemur öskudagurinn en þá er börnum ekið á drossíum milli fyrirtækja, verslana og stofnana eins og virðulegum innheimtumönnum sem fá skattinn sinn í skiptum fyrir nýjustu fréttir af Gamla Nóa og beljunum frá Bjarnastöðum. – Þetta eru skrítnir dagar en skelfilega væri leiðinlegt ef þá vantaði í dagatalið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.