Stebbi Jóns meistari á Jólamóti Molduxa
Jólamót Molduxa fór fram annan dag jóla en þar áttust við 14 lið misliðugra körfuboltakempna af öllum kynjum. Tókst mótið með ágætum og fjöldi fólks sem lagði leið sína í Síkið til að hvetja sitt lið eða bara til að hitta mann og annan.
Leikið var í fjórum riðlum og lék hvert lið þrjá leiki áður en stigasöfnun var skoðuð. Þau tvö lið sem stóðu hæst léku til úrslita, Stebbi Jóns og Kkd. Íbishóls. Fór svo eftir æsilegan úrslitaleik að Stebbi Jóns hafði betur en litlu mátti muna. Í báðum liðum léku fyrrum úrvalsdeildarleikmenn og aðrir sem hefðu gjarnan mátt vera í úrvalsdeildarliðum.
Það voru ekki síðri kanónur í Kkd. Íbishóls, sem endaði
í öðru sæti, Friðrik Þór, Finnbogi Bjarna og Ingvi Rafn
Ingvarsson, svo einhverjir séu nefndir.
Þar sem meistaraflokksleikmenn Tindastóls dæma leikina og krakkar í barna- og unglingaráði sjá um ritaraborðin rennur allur ágóði mótsins 350.000, krónur til deildanna, auk sjoppuinnkomu og útgangseyris.
Stefnt er svo á að endurtaka leikinn á páskum en fyrsta páskamótið var haldið síðasta vor.
Svo óheppilega vildi til að rangt lið var sett í annað sætið í Feykisblaði vikunnar og er beðist velvirðingar á því.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.