Matgæðingar

Hvít pizza og vegan marengsterta | Feykir mælir með....

Í janúar er alltaf svokallaður Veganúar og fannst mér tilvalið að koma með tvo vegan rétti í matgæðingaþætti Feykis að því tilefni. Á heimasíðunni veganistur.is er að finna fullt af girnilegum vegan réttum sem ég efast ekkert um að séu góðir. Hef ekki ennþá fengið þá löngun að verða vegan en ætti í raun að vera það miðað við allt fæðuofnæmið sem ég er með. En það væri efni í langan og leiðinlegan leiðara sem enginn myndi nenna að lesa. En við skulum vinda okkur í fyrri uppskriftina. 
Meira

Sveppafyllt ravioli að hætti Ítala | Matgæðingar Feykis

Fyrstu matgæðingar Feykis á þessu fallega ári voru Þóra Rut Jónsdóttir og Jón Haukur Jónsson. Þóra er uppalin á Sauðárkróki og starfar sem forstöðumaður sjálfbærni og umbóta hjá Advania og Jón Haukur er úr Reykjavík og er hagfræðingur sem starfar sem gröfuverktaki. Þóra og Jón Haukur eru nú búsett í Kópavogi en foreldrar hennar eru Jón Eðvald og Linda Nína í Háuhlíðinni á Króknum.
Meira

Fiskisúpa og mömmu konfektkaka | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 47, 2024, var Fanney Ísfold Karlsdóttir en hún starfar sem sjúkraþjálfari á HSN á Króknum og hefur gert í töluvert mörg ár. Áhugi hennar á hreyfingu og hollu mataræði hefur fylgt henni lengi og er eitt af áhugamálum fjölskyldunnar að elda og borða góðan og hollan mat, helst að “elda frá grunni”, prófa nýjar uppskriftir og þróa eigin.
Meira

Rækjupasta og bruschetta með tómötum | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 45, 2024, var Rakel Svala Gísladóttir, dóttir Gísla og Lýdíu í Drekahlíðinni á Króknum. Rakel Svala er þrítug og er búsett í Garðabæ ásamt Hilmari Ástþórssyni og Ástþóri Breka Hilmarssyni syni þeirra. Rakel starfar sem hjúkrunarfræðingur á miðstöð meltingalækninga. 
Meira

Purusteik og tortillahjúpaðar kjúklingalundir | Feykir mælir með.....

Það er komið að því að bjóða upp á tvær uppskriftir sem hægt er að elda í air fryer tryllitækinu sem er komið á annað hvert heimili í dag. Farskólinn hefur verið iðinn við að bjóða upp á námskeið þar sem eldaðir eru gómsætir réttir en það er snillingurinn Ásta Búadóttir sem heldur utan um þau. Þessar uppskriftir eru samt sem áður upp úr þeirri góðu bók Eldað með air fryer og vonandi eru einhverjir sem hafa áhuga á að prufa. 
Meira

Pastaréttur og kókóskjúklingur | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 43, 2024, var Sigfríður Inga Karlsdóttir, ljósmóðir á Akureyri, en hún er alin upp á Sauðárkróki og hefur enn sterkar tengingar við Krókinn, en faðir hennar, Karl Holm, og tvö systkini, Fanney Ísfold og Guðjón, búa þar.
Meira

Ritz-kex bollur og Taco-baka | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 42, 2024, var Ísabella Guðmundsdóttir, dóttir Ernu og Guðmundar í Eyrartúninu á Króknum. Ísabella býr í Kópavoginum en hún ásamt fjölskyldu þurftu að yfirgefa heimilið sitt í Grindavík þann 10. nóvember 2024. Ísabella er gift Jens Valgeiri og eiga þau saman Matthildi Móu og ekki má gleyma loðbarninu, hundinum Öglu.
Meira

Þriggja rétta máltíð að hætti Önnu Jónu | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 40, 2024, var engin önnur en Anna Jóna Guðmundsdóttir sem flutti til Vestmannaeyja sl. haust til unnusta síns. Eftir 17 ára starf við skólastjórnun ákvað hún að fara inn á deild og starfa sem deildarstjóri inni á gólfi með börnunum. Anna Jóna segir að hún eigi margar góðar minningar úr skólastjórastarfinu, ekki síst frá þeim níu árum sem hún starfaði í Ársölum á Króknum.
Meira

Grísk kjúklingalæri og finnsk bláberjabaka | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 39, 2024 var Ásta Júlía Hreinsdóttir, dóttir Camillu Jónsdóttur hjúkrunarfræðings og Hreins Jónssonar húsasmíðameistara á Trésmiðjunni Borg og síðar húsvarðar í Barnaskóla Sauðárkróks. Ásta Júlía ólst upp á Smáragrundinni en hún býr núna ásamt eiginmanni sínum Ágústi Magna Þórólfssyni í Kópavoginum eins og æskuvinkona hennar Hjördís Stefánsdóttir sem skoraði á hana að taka við þessum þætti.
Meira

Ómótstæðilegir saltfiskréttir | Matgæðingur Feykis

Hjördís Stefánsdóttir, systir Ómars Braga, tók mjög ánægð við áskoruninni um að vera næsti matgæðingur Feykis og deilir hér mjög góðum uppskriftum með áskrifendum sem birtust í tbl. 38, 2024. Hjördís er að sjálfsögðu fædd og uppalin á Sauðárkróki.
Meira