Matgæðingar

Afrískur pottréttur og snickerskaka | Matgæðingur Feykis

Það er Helga Kristín Sigurðardóttir sem fékk áskorun frá dóttur sinni, Kristjönu Pálsdóttur, að taka við matgæðingaþætti Feykis fyrir tölublað 44 í fyrra og auðvitað tók Helga henni. Helga og maðurinn hennar, Páll Jóhannsson, eru bæði fædd og uppalin í Reykjavík, en móðurfjölskylda Helgu er frá Sólheimum í Sæmundarhlíð.
Meira

Rjómalagað pasta og ólífubrauð | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 42 í fyrra voru Kristjana Sigríður Pálsdóttir og Óskar Ingi Magnússon. Kristjana og Óskar eiga þrjú börn; Nadíu Lind 12 ára, Rúrik Dalmann 8 ára og Bríeti Völu 2 árs. Kristjana er fædd og uppalin í Reykjavík og Óskar er úr Hegranesinu en þau eru búsett á Króknum. Kristjana vinnur í FNV en Óskar vinnur hjá Vörumiðlun á Króknum. „Við erum miklir matgæðingar og elskum að prufa eitthvað nýtt," segir Kristjana.
Meira

Eldað í Air-fryer - blómkálsvængir og kanilsnúningar

Þá er komið að því að kynna tvo nýja rétti sem hægt er að græja í air fryer og verður boðið upp á blómkálsvængi með hlynsírópsgljáa og kanilsnúninga…. Mmmmm nammi namm...
Meira

Mexíkósúpa og gamaldags karamella

Það er Inga Jóna Sigmundsdóttir sem er matgæðingur Feykis í tbl 33 í fyrra. Inga er fædd á því herrans ári 1970 og er alin upp á besta staðnum, Sauðárkróki, eins og hún orðaði það sjálf. Þar hefur hún alltaf búið fyrir utan fjögur ár, tvö ár á Akranesi og tvö ár í Moelven í Noregi. Inga er leikskólaliði á leikskólanum Ársölum og á fjögur börn, Sævar 27 ára, Ásrúnu 26 ára, Eyþór 19 ára og Evu Zilan 11 ára. 
Meira

Ítalskur pastaréttur og panna cotta

Matgæðingur í síðustu viku var Fanney Birta Þorgilsdóttir en hún er fædd og uppalin á Hofsósi. Fanney hefur búið í Reykjavík síðustu fimm ár en flutti á heimaslóðirnar með manninum sínum, Fandam, síðasta haust. Þau eiga saman fjögurra mánaða strák sem heitir Ísak. „Okkur finnst einstaklega gaman að borða ítalskan mat og þegar við fáum fólk í matarboð slær þessi pastaréttur alltaf í gegn, bæði hjá börnum og fullorðnum.“ 
Meira

Eldað með Air fryer

Nú ætlar Feykir að mæla með nokkrum Air fryer uppskriftum því annað hvort heimili er komið með svona snilldar græju. En það eru samt margir hræddir við að nota hann svona fyrst en það er um að gera að láta vaða og prufa sig áfram. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Air fryer lofsteikingarpottur sem er blanda af bakstursofni og djúpsteikingarpotti, fyrst og fremst hannað til að líkja eftir djúpsteikingu án þess að sökkva matnum í olíu. Vifta dreifir heitu lofti á miklum hraða og framleiðir stökkt lag en heldur matnum safaríkum.
Meira

Pepperóní pastasalat og eplakaka

Matgæðingar vikunnar í tbl. 21 á þessu ári voru þau Lovísa Heiðrún og Þórður Grétar en þau búa á Sæmundargötunni á Króknum. Lovísa og Þórður eiga saman fjögur börn, Veroniku Lilju, Víking Darra, Kormák Orra, Yl Myrkva og svo má ekki gleyma heimilishundinum henni Þoku sem passar upp á alla. 
Meira

„Sindra kjúlli“ og hrísgrjónaréttur

Matgæðingur vikunnar í tbl. 31 í fyrra var í þetta sinn Elísabet Jóna Gunnarsdóttir sem er fædd og uppalin á Sauðárkróki og af hinum stórfína 70 árgangi. Elísabet hefur búið á Króknum alla sína ævi fyrir utan fimm ár er hún bjó í Reykjavík og er í fjarbúð með Málfríði Hrund Einarsdóttur sem býr í Hafnarfirði. Elísabet starfar hjá RH endurskoðun og á tvíburana, Ólöfu Ósk og Gunnar Stein, sem eru 22 ára.
Meira

Ostasalat og kjúklingur með pestó og paprikusnakki

Matgæðingar þessa vikuna eru Freyja Rut Emilsdóttir og Helgi Jóhannesson en þau búa á Króknum ásamt börnum sínum; Emmu Katrínu 16 ára, Júlíu Marín alveg að verða 13 ára og tvíburunum Aroni Elmari og Jóel Darra sem eru 7 ára. Sú elsta, Laufey Helga, býr í Reykjavík.
Meira

Fyllt grísalund og Oreo ostakaka

Matgæðingar vikunnar eru Gestur Sigurjónsson, kennari í Árskóla, og Erna Nielsen, bókari hjá RH endurskoðun. Gestur og Erna búa á Skagfirðingabraut ásamt fjórum af sex börnum þeirra. Kristu Sól (21), Sigurjóni Elís (10), Brynju (7) og Freyju (7) og hundinum Kappa (2).
Meira