Matgæðingar

Graskerssúpa og ofureinfaldar hafraköku | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 12 var Pála Margrét Gunnarsdóttir en hún fékk áskorun frá frænku sinni Malen Áskelsdóttur sem var í tbl. 10. Pála Margrét er gift Sveinbirni Traustasyni sem er ættaður frá Flateyri og Skálholtsvík í Hrútafirði og saman eiga þau tvær dætur, Signýju Rut, þriggja ára, og Bergdísi Lilju, eins árs. Til að svala ættfræðiþyrstum einstaklingum þá er Pála Margrét elsta dóttir Guðnýjar Guðmunds og Gunna Gests í Eyrartúninu á Króknum.
Meira

Sushi skál og páskaungakökur | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 11 var Hrafnhildur Eiðsdóttir en hún fékk áskorun frá vinkonu sinni, Helgu, sem var í tbl. 9. Hrafnhildur er fædd og uppalin á Grundarstígnum á Króknum, er kennari og kennir leirmótun við Menntaskólann við Sund. Hrafnhildur er gift Einari Arnarsyni kaupmanni í Hókus Pókus og eiga þau samtals sex börn og þrjú barnabörn.
Meira

Vorrúllur og Mango Sticky Rice | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 10 voru þau Malen Áskelsdóttir og Bjarki Bernardsson. Malen er dóttir Völu Báru og Áskels Heiðars í Brekkutúninu á Króknum. Bjarki er alinn upp á Akureyri og er hálfur Hollendingur. Malen og Bjarki kynntust sem unglingar í Borgarfirði eystri en þau eiga bæði tengingu við það svæði og hafa búið þar mörg sumur.
Meira

Byggréttur og einföld ostakaka | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 9 var Helga Jóhanna Stefánsdóttir sem er fædd og uppalin á Sauðárkróki, nánar tiltekið á Öldustígnum, úr þeim góða árgangi 1969. Helga býr í 101 Reykjavík, á einn upp kominn son og starfar sem deildarstjóri stoðþjónustu í Landakotsskóla.
Meira

Sushi pizza og litlar franskar súkkulaðikökur | Matgæðingur Feykis

Það er Kristín Gunnarsdóttir sem er matgæðingur Feykis í tbl 8 en hún er fædd og uppalin á Króknum en býr í dag í Reykjavík. Kristín á þrjú börn og fimm barnabörn og hefur Kristín lengst af unnið sem kokkur.
Meira

Uppskriftir að hætti Jóhanns Daða | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur Feykis í tbl 7 var Jóhann Daði en hann er 24 ára Skagfirskur viðburðastjóri, fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Foreldrar hans eru Gísli Sigurðsson og Lydía Ósk Jónasdóttir. Jóhann býr fyrir sunnan, nánar tiltekið í Kópavogi, og vinnur sem sölumaður hjá Sýn. Jóhann spilar knattspyrnu með Tindastól og er trommuleikari í þeirri víðfrægu hljómsveit Danssveit Dósa.
Meira

Grænmetis lasagna og tómatasalat | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 6 var að þessu sinni Guðbjörg Gunnarsdóttir en hún er gift Sigurjóni Sæland. Guðbjörg er fædd og uppalin á Króknum en flutti í Reykholt í Bláskógarbyggð 1998. Guðbjörg og Sigurjón eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. Guðbjörg starfar sem deildarstjóri á leikskólanum Álfaborg og hefur unnið þar í 15 ár.
Meira

Smjörkjúllinn hans Einars | Matgæðingur Feykis

Matgæðingurinn í tbl 5 á þessu ár var Einar Helgi Guðlaugsson en hann er fæddur og uppalinn á Króknum. Foreldrar hans eru Bryndís Aðalsteinsdóttir og Guðlaugur Elinn Einarsson og áttu þau heima í Furuhlíðinni lengi vel. Kærasta Einars er Rósbjörg Jenný Magnúsdóttir sem er Siglfirðingur og eru foreldrar hennar Hrönn Fanndal og Magnús Stefán Jónasson og ólst hún upp á Hvanneyrabrautinni.
Meira

Bóndabrie og þorskhnakkar | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 4 á þessu ári var Arndís Brynja, gift Guðmundi Óla Hartmannssyni, en þau eru bæði fædd og uppalin á Króknum. Þau eiga þrjá uppkomna syni og eitt barnabarn og eru öll búsett í Reykjavík. Arndís starfar hjá Landhelgisgæslunni sem bryti á varðskipinu Þór og eldar fyrir mannskapinn.
Meira

Lasagna í sparifötum og pesto | Matgæðingur Feykis

Svana Berglind Karlsdóttir var matgæðingur Feykis í tbl 3 á þessu ári og er hún fædd og uppalin á Króknum, er dóttir Kristínar Guðjónsdóttur og Karls Holm og systir Fanneyjar Ísfoldar, Sigfríðar Ingu og Guðjóns Sigmars. Svana er gullsmiður og er nýlega flutt til Akureyrar frá Hafnarfirði þar sem hún bjó flest sín fullorðinsár.
Meira