Matgæðingar

Tveir fjölskylduvænir réttir | Feykir mælir með...

Erum við ekki alltaf að leita að einhverju nýju til þess að hafa í matinn? Eitthvað sem stórir sem smáir borða vel af en tekur ekki langan tíma að útbúa? Þessir réttir eru báðir algerlega fullkomnir þar sem þeir sameina þetta tvennt og Feykir mælir að sjálfsögðu með að þið prufið. Báðir réttirnir koma úr smiðju gottimatinn.is.
Meira

Ítalskt pizzadeig og gelato | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 24 fengu áskorun frá Guðbjörgu Einarsdóttur, kennara í FNV, en það eru þau Lilja Gunnlaugsdóttir, matreiðslukennari í Árskóla, og Valur Valsson, starfsmaður HMS á brunavarnasviði. Lilja og Valur búa í Áshildarholti rétt fyrir utan Sauðárkrók og voru á þessum tíma nýkomin heim frá Ítalíu. Þau skelltu sér að sjálfsögðu á námskeið í þessari ferð þar sem þau lærðu að gera pizzu og gelato og þá er tilvalið fyrir þau að deila þeim uppskriftum með lesendum Feykis.
Meira

Kotasæluvefja og baunapylsur | Feykir mælir með

Í tbl. 23 á þessu ári var Feykir að mæla með tveimur girnilegum uppskriftum frá vinkonu okkar Berglindi Hreiðarsdóttur sem er með heimasíðuna Gotteri og gersemar. Var á þeim tíma ekki búin að prufukeyra þá og er ekki enn.... en það hlítur að styttast í að ég gefi mér tíma í það enda virka þeir auðveldir í framkvæmd og efast ekki um að þeir eigi eftir að vera bragðgóðir. 
Meira

Folald í heimabökuðu pítubrauði og fljótandi eftirréttur | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 22 á þessu ári voru Sigurður Pétursson og Telma Dögg Bjarnadóttir. Sigurður er ættaður frá Vindheimum í Skagafirði og Telma er frá Skagaströnd og eiga þau saman tvo stráka þá Mána Snæ og Alvar Áka. Fjölskyldan er búsett á Skagaströnd og starfar Sigurður sem smiður og Telma er hárgreiðslukona.
Meira

Þriggja rétta í boði Guðbjargar | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 21 var Guðbjörg Einarsdóttir kennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra en hún hefur verið kennari við skólann síðastliðin 20 ár. Guðbjörg hefur verið búsett á Sauðárkróki frá 1990 en hafði þó vetrarsetu í höfuðborginni nokkur ár meðan hún gekk menntaveginn í Háskóla Íslands.
Meira

Kjúklingasalat og rabarbarapæ | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 20 var Helena Mara Velemir sem er búsett á Skagaströnd og starfar sem matreiðslumaður á Harbour restaurant & bar. Helena býr með honum Elvari Geir Ágústssyni sem starfar sem háseti á Þerney. „Við erum bæði fædd og uppalin á Skagaströnd. Saman eigum við hundinn Mola og síðan á ég á eina dóttir fyrir hana Láreyju Maru.“
Meira

Hollir og góðir grautar ásamt orkumiklum hádegismat | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 19 var Guðbjörg Bjarnadóttir, íslensku- og jógakennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Króknum og er hún gift Sigurjóni Arthuri Friðjónssyni. Guðbjörg hefur frá því um tvítugt haft mikinn áhuga á öllu því sem stuðlar að heilbrigði og þá ekki síst á hollu og hreinu mataræði, stundum við litla hrifningu annarra fjölskyldumeðlima. Til dæmis þegar hún var að prófa sig áfram með baunarétti og sojakjöt hér á árum áður.
Meira

Spicy vodka pasta og brownies | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 18 er Skagfirðingurinn Hrafnhildur Ósk Halldórsdóttir sem nú er búsett í Grafarvogi. Hrafnhildur er í sambúð með Birki Frey Gunnarssyni frá Skagaströnd og starfar Hrafnhildur sem iðjuþjálfi á Reykjalundi í Mosfellsbæ en Birkir er háseti á frystitogara.
Meira

Nautaþynnusalat Rósar | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 17 er Sigurrós Ingimarsdóttir en hún er dóttir Ingimars og Ossýjar. Sigurrós er fædd og uppalin á Króknum, bjó á Sauðárkróki til 1991 en flutti þá til Kaupmannahafnar og bjó þar í fimm ár. Þaðan lá svo leiðin í borg óttans, Reykjavík. „Í góðærinu kviknaði sú hugmynd að byggja hús á Akranesi og þangað flutti ég ásamt fjölskyldunni árið 2008.“
Meira

Gyros og nachos í Air fryer | Matgæðingur Feykis

Skagfirðingurinn Bergrún Sóla Áskelsdóttir er matgæðingur vikunnar í tbl. 16 en hún er búsett í Kópavogi og er í sambúð með Sigvalda Helga Gunnarssyni frá Löngumýri. Bergrún starfar á ferðaskrifstofu en Sigvaldi vinnur í Tækniskólanum og þess á milli hafa þau mjög gaman af tónlist og ferðalögum. Þau hafa ferðast töluvert og vita fátt skemmtilegra en að smakka framandi mat í nýjum löndum.
Meira