Matgæðingar

Pastaréttur og kókóskjúklingur | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 43, 2024, var Sigfríður Inga Karlsdóttir, ljósmóðir á Akureyri, en hún er alin upp á Sauðárkróki og hefur enn sterkar tengingar við Krókinn, en faðir hennar, Karl Holm, og tvö systkini, Fanney Ísfold og Guðjón, búa þar.
Meira

Ritz-kex bollur og Taco-baka | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 42, 2024, var Ísabella Guðmundsdóttir, dóttir Ernu og Guðmundar í Eyrartúninu á Króknum. Ísabella býr í Kópavoginum en hún ásamt fjölskyldu þurftu að yfirgefa heimilið sitt í Grindavík þann 10. nóvember fyrir réttu ári. Ísabella er gift Jens Valgeiri og eiga þau saman Matthildi Móu og ekki má gleyma loðbarninu, hundinum Öglu.
Meira

Þriggja rétta máltíð að hætti Önnu Jónu | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 40, 2024, var engin önnur en Anna Jóna Guðmundsdóttir sem flutti til Vestmannaeyja sl. haust til unnusta síns. Eftir 17 ára starf við skólastjórnun ákvað hún að fara inn á deild og starfa sem deildarstjóri inni á gólfi með börnunum. Anna Jóna segir að hún eigi margar góðar minningar úr skólastjórastarfinu, ekki síst frá þeim níu árum sem hún starfaði í Ársölum á Króknum.
Meira

Grísk kjúklingalæri og finnsk bláberjabaka | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 39, 2024 var Ásta Júlía Hreinsdóttir, dóttir Camillu Jónsdóttur hjúkrunarfræðings og Hreins Jónssonar húsasmíðameistara á Trésmiðjunni Borg og síðar húsvarðar í Barnaskóla Sauðárkróks. Ásta Júlía ólst upp á Smáragrundinni en hún býr núna ásamt eiginmanni sínum Ágústi Magna Þórólfssyni í Kópavoginum eins og æskuvinkona hennar Hjördís Stefánsdóttir sem skoraði á hana að taka við þessum þætti.
Meira

Ómótstæðilegir saltfiskréttir | Matgæðingur Feykis

Hjördís Stefánsdóttir, systir Ómars Braga, tók mjög ánægð við áskoruninni um að vera næsti matgæðingur Feykis og deilir hér mjög góðum uppskriftum með áskrifendum sem birtust í tbl. 38, 2024. Hjördís er að sjálfsögðu fædd og uppalin á Sauðárkróki.
Meira

Risarækjupasta og eplakaka | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 37, 2024, voru Kristveig Anna Jónsdóttir og Atli Jens Albertsson. Kristveig er fædd og uppalin á Sauðárkróki og starfar sem rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Atli Jens er fæddur og uppalinn á Akureyri og er Þórsari í húð á hár. Atli starfar sem málari hjá Betri Fagmenn ehf. og eru þau búsett á Akureyri ásamt börnum tveim þeim Hilmi Breka og Ýr.
Meira

Er hægt að fara á þorrablót án sultu?

Þegar þetta er skrifað þá er bóndadagurinn, 24. janúar, og þorrablótin að fara á fullt skrið í öllum sínum sjarma og skemmtilegheitum en þegar þetta er birt þá er aðeins vika eftir að þorranum og niðurstöður sýnatöku á hópsmiti sem varð í lok janúar byrjun febrúar orðnar opinberar og fyndið en ekki fyndið að hér eru uppskriftir af bæði sviða- og grísasultu ásamt rófustöppu.
Meira

Ferskur forréttur og lambakótilettur | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 36, 2024, voru María Björk Ingvadóttir og Ómar Bragi Stefánsson en þau búa í Gilstúninu á Króknum. María starfar í dag sem framkvæmdastjóri Félagsráðgjafafélags Íslands og Ómar Bragi er framkvæmdastjóri móta og viðburða hjá UMFÍ.
Meira

Íslensk kjötsúpa og Baileys ís | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 35, 2024, voru Lilja Dóra Bjarnadóttir og Friðrik Andri Atlason. Lilja Dóra er fædd og uppalin á Mannskaðahóli í Skagafirði og Friðrik Andri er fæddur og uppalinn á Syðri Hofdölum í Skagafirði. Þau byggðu sér hús á Hofdalalandinu sem heitir Fagraholt. Þau eru bæði búfræðimenntuð og saman eiga þau tvo stráka, Veigar Már, fæddur 2021, og Ívar Darri, fæddur 2023.
Meira

Saltfiskur og pönnukökueftirréttur | Matgæðingar Feykis

Matgæðingarnir að þessu sinni fengu áskorun frá Ragnheiði og Halldóri sem voru í tbl. 32, 2024. En það eru þau Erla Kjartansdóttir fv. skólabókasafnskennari og Óskar G. Björnsson skólastjóri í Árskóla á Sauðárkróki sem búa í Háuhlíðinni á Króknum sem tóku við þættinum og birtist hann í tbl. 34 í fyrra.  
Meira