V-Húnavatnssýsla

Fátt betra en að gleyma sér yfir sentimetrum og millimetrum

Stefán Vagn Stefánsson oddviti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki giftur Hrafnhildi Guðjónsdóttur félagsráðgjafa og á með henni þrjú börn, Söru Líf, Atla Dag og Sigríði Hrafnhildi (Lillu). Tvö barnabörn, Rebekku og Stefán Brynjar (og eitt á leiðinni).
Meira

Vertu sól | Leiðari 44. tbl. Feykis

Kosningar færast óðfluga nær og hjá sumum ríkir töluverð eftirvænting, spenna eða jafnvel þórðargleði en aðrir eru fyrir löngu orðnir hundleiðir á þessari tík og vildu helst lóga henni.
Meira

Fannst tilvalið þegar hún var 14 ára gömul að sauma skírnarkjól

Fanney Rós er fædd og uppalin á Sauðárkróki og býr í Raftahlíðinni með syni sínum, Sebastían Leó. Fanney Rós vinnur í Árskóla og er umsjónarkennari í 3. bekk.
Meira

Enskunemar sóttu Harry Potter heim

Í vetur lagði hópur nemenda frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra af stað í heillandi ævintýraferð inn í heim enskra bókmennta og breskrar menningar, allt í gegnum linsu hinna ástsælu Harry Potter sagna.
Meira

Nörd sem elskar að spila tölvuleiki

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er oddviti Pírata í Norðvestur kjördæmi. Ugla er frá Stóra-Búrfelli í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu. Þar sem hún er fædd og uppalin ásamt bræðrum sínum. Hún flutti á Akureyri til að fara í menntaskóla og síðar suður í háskóla. Bjó í Bretlandi um tíma en er núna búsett fyrir sunnan – með annan fótinn heima í sveit. Eins og er þá er hún sjálfstætt starfandi og starfar við fræðslu og ráðgjöf í tengslum við jafnréttismál og sinnir líka fræðslu t.d. hjá Samtökunum ‘78.
Meira

Hressandi að skella sér í sjósund

Ingibjörg Davíðsdóttir er oddviti Miðflokksins frá bænum Arnbjargarlæk í Þverárhlíð í Borgarbyggð, fædd á Akranesi 1970 og á einnig ættir að rekja til Breiðafjarðareyja, Reykhóla og Múla á Barðaströnd. Ingibjörg á eina uppkomna dóttur og á heima í sveitinni og Garðabæ. Hún er sendiherra og stjórnarformaður Íslenska fæðuklasans. Hefur starfað í utanríkisþjónustunni í ríflega 25 ár, meðal annars sem sendiherra Íslands í Noregi, ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum ásamt því að starfa í sendiskrifstofum Íslands í Genf, Vínarborg og London. Ingibjörg tók sér leyfi frá utanríkisþjónustunni í fyrra og stofnaði Íslenska fæðuklasann.
Meira

Ætlaði að verða prestur

Eldur Smári er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og er fæddur á Sauðárkróki í nóvember 1979. Foreldrar hans eru Edda Lilja Hjalta-dóttir, frá Keflavík og Kristinn Jónas Björnsson frá Nýjabæ á Hofsósi. Hann er giftur Stuart Grahame Deville sem fæddur er í Lower Hutt á Nýja-Sjálandi. Þeir giftu sig í Ráðhúsinu í Kaupmannahöfn 2019. Þeir eru barnslausir en miklir dýravinir.
Meira

Eflum ferðaþjónustu í Norðvesturkjördæmi | Heiðdís Rós Eyjólfsdóttir skrifar

Ferðaþjónustan hefur verið ein af leiðandi ástæðum fyrir vaxtaþrótti íslensks samfélags undanfarin ár og eftirspurn eftir íslenskri ferðaþjónustu hefur vaxið af miklum krafti þótt jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafi leitt til ákveðinnar hnignunar. Þrátt fyrir allt hefur fjöldi erlendra ferðamanna á fyrstu níu mánuðum ársins verið lítillega yfir fjölda síðasta árs en fjöldi gistinátta hefur hins vegar dregist saman. Eins og kemur fram í þjóðhagsspá Hagstofunnar í nóvember er búist við því að fjöldi erlendra ferðamanna haldist stöðugur á næsta ári í 2,3 milljónum.
Meira

Þeir sem að minna mega sín | Jónína Björg Magnúsdóttir skrifar

Okkar minnstu bræður sem að ekki ná að hugsa um sig sjálf sökum fötlunar og munu þurfa einhverskonar aðstoð allt sitt líf eru mér ofarlega í huga. Fyrst og fremst vegna þess að í mínu nærumhverfi eru einstaklingar og ömmubörn sem að munu þurfa á slíkri þjónustu að halda. Ég hef unnið mikið með fötluðum bæði hér heima og þegar að ég bjó í Svíþjóð í 8 ár en þar vann ég á heimili fyrir fjölfatlaða.
Meira

Samfylkingin og ég ... | Bryndís Kristín Williams Þráinsdóttir skrifar

Ég trúi því að Samfylkingin sé með gott plan og ætli að fylgja því eftir komist hún í ríkisstjórn. Samfylkingin sem slík gerir þó ekki marga hluti, heldur fólkið sem hefur ákveðið að starfa undir hennar hatti. Þessi hópur, undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, hefur sett sér markmið um ýmsa málaflokka sem sjá má á heimasíðu flokksins. Skoðum örfá alvöru dæmi.
Meira