V-Húnavatnssýsla

Fræðandi fundir með eldri borgurum

SSNV stóð fyrir fræðsluröð um umhverfismál í góðu samstarfi við félög eldri borgara á Norðurlandi vestra en tveir stjórnarmeðlimir úr ALDINI, eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, þau Halldór Reynisson og Sigrún Björnsdóttir, hittu eldri borgara í Húnaþingi vestra, Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði dagana 13. og 14. október sl.
Meira

Kósý haustveður í kortum helgarinnar

Veðurstofan gerir ráð fyrir skaplegu veðri um helgina, stilltu og nokkuð hlýju en svo kólnar heldur í næstu viku. Þennan föstudagsmorguninn eru allir vegir greiðfærir á Norðurlandi vestra nema hvað að hálkublettir eru á Öxnadalsheiði þó líklegt sé að þeir hverfi um leið og hitinn hækkar.
Meira

Útgáfuhóf Sýslu- og sóknalýsinga Húnavatnssýslu haldið í Breiðholtskirkju

Útgáfuhóf vegna endurskoðaðrar útgáfu Sýslu- og sóknalýsinga Húnavatnssýslu fór fram laugardaginn 11. október sl. í safnaðarheimili Breiðholtskirkju. Sögufélag stóð að viðburðinum í samstarfi við Húnvetningafélagið í Reykjavík og var dagskráin bæði fjölbreytt og fróðleg.
Meira

Vantar þig stuðning?

Ráðgjafi frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins verður á Sauðárkróki fimmtudaginn 23. október. Viðtölin verða á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Viðtölin eru í boði bæði fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein, aðstandendur og syrgjendur.
Meira

Íbúafundur um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar

Í dag, miðvikudaginn 15. október, kl. 17 verður haldinn íbúafundur um mögulega sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Kynningin í upphafi verður send út á Teams og hægt er að senda inn spurningar í spjallinu.
Meira

12 nýsköpunarteymi hefja þátttöku í Startup Landinu

Viðskiptahraðall landsbyggðarinnar var settur af stað og hófst formlega 18. september sl.Tólf nýsköpunarteymi hvaðanæva af landinu taka nú þátt í viðskiptahraðlinum Startup Landið. Þetta er í fyrsta sinn sem öll landshlutasamtök utan höfuðborgarsvæðisins sameinast um að standa að sameiginlegum hraðli. Hingað til hafa landshlutasamtökin haldið hraðla í sitthvoru lagi, en nú er kraftur þeirra sameinaður til að skapa metnaðarfullan og öflugan vettvang fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni.
Meira

Opin fræðsla Píeta á Sauðárkróki

Opinn fræðslufundur um starfsemi, þjónustu og forvarnarstarf Píeta verður á Sauðárkróki þriðjudaginn 21.október nk. klukkan 14:00-15:00 í Húsi Frítímans - efri hæð
Meira

Fimmtán kúluhús að rísa í Víðidalnum

Í Víðidalnum hefur fyrirtækið Aurora Igloo hafist handa við uppbyggingu fimmtán gegnsærra kúluhúsa sem eiga eftir að auka fjölbreytnina og framboð í gistiþjónustu á Norðurlandi vestra og væntanlega styrkja ferðaþjónustuna á svæðinu um leið. Þetta er ekki fyrsta svæðið sem fyrirtækið byggir upp álíka þjónustu á en það er einnig með starfsemi á Hellu.
Meira

Kjörstjórnir skipaðar vegna íbúakosninga um sameiningu

Á fundum sveitarstjórna Dalabyggðar og Húnaþingsvestra í síðustu viku var skipuð sameiginleg kjörstjórn til að hafa yfirumsjón með íbúakosningum um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra sem fram fara 28. nóvember til 13. desember næstkomandi. Samkvæmt samkomulagi sveitarfélaganna skipaði Húnaþing vestra tvo fulltrúa í nefndina og einn til vara en Dalabyggð einn fulltrúa og tvo til vara.
Meira

Grunnskóli Húnaþings og austan Vatna aftur í Málæði

Nú hefur það verið gefið út hvaða skólar verða með í Málæði þetta árið. Málæði er skapandi keppni á vegum verkefnisins List fyrir alla, þar sem nemendum alls staðar af landinu gefst kostur á að senda inn eigin tónverk og texta.  Nú er það orðið ljóst að bæði Grunn- og Tónlistarskóli Húnaþings vestra og Grunnskóli austan Vatna hafa verið valdir til þátttöku annað árið í röð. Munu þau Friðrik Dór og Birgitta Haukdal ásamt Vigni Snæ mæta í grunnskólana tvo í vikunni.
Meira