Byggðakvóti Skagastrandar skerðist um 115 tonn
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
24.01.2025
kl. 15.15
Á vef Sveitarfélagsins Skagastrandar segir í fréttaskoti, sem var birt 24. janúar, að mikil vonbrigði hafi verið þegar Matvælaráðuneytið birti úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2024-2025 en úthlutun til sveitarfélagsins fer úr 170 tonnum í 55 tonn vegna fiskveiðiársins 2023-2024 í nýjustu úthlutun sem samsvarar 115 tonna skerðingu. Þegar úthlutanir fyrir önnur bæjarfélög á Norðurland vestra eru skoðuð þá fær Hvammstangi(130 tonn), Blönduós(15 tonn), Sauðárkrókur(130 tonn) og Hofsós(15 tonn) sömu úthlutun og í fyrra og er því Skagaströnd eina bæjarfélagið sem verður fyrir skerðingu á svæðinu.
Meira