V-Húnavatnssýsla

Byggðakvóti Skagastrandar skerðist um 115 tonn

Á vef Sveitarfélagsins Skagastrandar segir í fréttaskoti, sem var birt 24. janúar, að mikil vonbrigði hafi verið þegar Matvælaráðuneytið birti úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2024-2025 en úthlutun til sveitarfélagsins fer úr 170 tonnum í 55 tonn vegna fiskveiðiársins 2023-2024 í nýjustu úthlutun sem samsvarar 115 tonna skerðingu. Þegar úthlutanir fyrir önnur bæjarfélög á Norðurland vestra eru skoðuð þá fær Hvammstangi(130 tonn), Blönduós(15 tonn), Sauðárkrókur(130 tonn) og Hofsós(15 tonn) sömu úthlutun og í fyrra og er því Skagaströnd eina bæjarfélagið sem verður fyrir skerðingu á svæðinu. 
Meira

Húnaþing vestra kallar eftir ábendingum

Nú stendur yfir vinna við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Hvammstanga, Laugarbakka og Borðeyri. Fyrir nokkrum árum var sambærileg vinna unnin fyrir vegi í dreifbýli og allir vegir myndaðir og hættur skoðaðar á vegum SSNV. Sambærileg vinna fer nú í gang fyrir þéttbýlisstaði í sveitarfélaginu segir á vef Húnaþings vestra. 
Meira

Sautján nýburagjafir gefnar í Húnaþingi vestra í fyrra

Á vef Húnaþings vestra segir að frá árinu 2023 hefur nýbökuðum foreldrum í sveitarfélaginu verið færð lítil gjöf til að bjóða nýfædda íbúa velkomna í heiminn og voru gefnar 17 gjafir á árinu 2024.
Meira

Bændur fá styrk vegna kaltjóns

Fram kom í fréttum fyrr í þessum mánuði að talið væri að tjón bænda á Norðurlandi vegna óhagstæðs veðurs á síðasta ári næmi rúmlega milljarði króna. Afurðatjón sauðfjárbænda væri mest en uppskerubrestur og kalskemmdir væru einnig að vega þungt.
Meira

Gleðilegan bóndadag

Bóndadagurinn er í dag sem þýðir að þorrinn er formlega hafinn. Einhverjir búnir að fara í búð og verða sér út um hákarl og súra punga. Þegar blaðamaður fór að afla sér upplýsinga um bóndadaginn þá segir alnetið lítið vera til af heimildum um þennan dag og siði honum tengdum og því þykir erfitt að ráða í aldur hans og hverju hann í raun tengist.
Meira

Farskólinn með spennandi og fjölbreytt námskeið nú á vorönn

Farskólinn býður upp á spennandi námskeið á vorönn 2025 en þau eru blanda af vefnámskeiðum sem hægt er að sækja hvaðan sem og staðnámskeiðum sem eru í boði á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki. Námskeiðin hafa aldrei verið fleiri eða fjölbreyttari en í ár og eru öllum opin. Eins og áður eru þau gjaldfrjáls fyrir félagsmenn stéttarfélaganna Öldunnar, Kjalar, Sameykis, Samstöðu og Verslunarmannafélags Skagafjarðar segir á huni.is
Meira

Yngri Stólastúlkur fá kærkomin tækifæri í Kjarnafæðimótinu

Kvennalið Tindastóls hefur spilað þrjá leiki í Kjarnafæðimótinu nú síðustu vikurnar en mótið hófst fyrri partinn í desember. Liðin eru oftar en ekki þunnskipuð á þessum árstíma, erlendir leikmenn sjaldnast mættir til æfinga fyrr en um það leyti þegar Lengjubikarinn hefst í febrúar og alvara Íslandsmótsins nálgast.
Meira

Skaplegt veður næstu daga en smá vindskot í dag

Veðurútlit næstu daga er með ágætum ef mið er tekið af árstímanum. Í dag verður þó skipt úr frosti yfir í allt að sex stiga hita þegar líður á daginn. Vaxandi hita fylgir nokkur vindstrengur og þá þykknar upp en bjart er framan af degi. Ekki er spáð úrkomu en vindur gæti hlaupið í um 15 m/sek þegar verst lætur en sums staðar eitthvað meira.
Meira

Þorramatur er ekki skemmdur matur!

Þegar ég prufaði að Googla orðið þorramatur þá var mér bent á pistil á síðunni hjá alberteldar.is en þar skrifar hann um þorramat. Þar segir Albert að orðið þorramatur sé ekki svo gamalt í málinu, innan við hundrað ára. Í nútímanum heyrist stundum að þorramaturinn sé skemmdur matur og ekki mönnum bjóðandi, ekki veit hann hvernig sá misskilningur varð til.
Meira

Handbendi brúðuleikhús hlýtur styrk úr Sviðslistasjóði

Þann 21. janúar var tilkynnt um úthlutun úr Sviðslistasjóði árið 2025. Úthlutað var 98 milljónum króna til 12 atvinnusviðslistahópa og að auki 102 mánuðum úr launasjóði sviðslistafólks.
Meira