V-Húnavatnssýsla

Framúrskarandi verkefni 2024

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa ákveðið úthlutun styrkja til framúrskarandi verkefna á árinu 2024. Þrjú verkefni hlutu styrk að þessu sinn en það voru Menningarfélag Húnaþings vestra fyrir stofnun Dansskóla Menningarfélags Húnaþings vestra, Foodsmart fyrir nýja framleiðsluaðferð á sæbjúgu og Jón Daði Gíslason fyrir jólatónleikana Jólin heima.
Meira

Undirritun á samningi vegna Orkuskipti í Húnaþingi vestra

Á dögunum var undirritaður samningur milli Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Húnaþings vestra fyrir verkefnið Orkuskipti í Húnaþingi vestra sem hlaut 7,2 milljóna kr. styrkveitingu. Það voru þær Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir framkvæmdastjóri SSNV sem undirrituðu samninginn en SSNV er umsjónaraðili fjárveitingarinnar fyrir hönd Byggðastofnunar.
Meira

Líf og fjör í Lengjubikarnum

Lið Kormáks&Hvatar og Tindastóls spiluðu um helgina leiki í Lengjubikarnum í knattspyrnu. Tindastólsmenn fóru austur á firði og gerðu góða ferð þangað á meðan að lið Húnvetninga mátti þola fjórða tapið í fjórum leikjum þegar þeir mættu Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ.
Meira

Skelltu í vöfflur í dag

Í dag er alþjóðlegi vöffludagurinn og því er tilvalið að skella í vöfflur. Ég ætla að deila með ykkur fjölskylduuppskriftinni sem hefur verið notuð síðan sautjánhundruð og súrkál og klikkar aldrei. Nú ef þið nennið ekki að setja í þessa auðveldu uppskrift þá mæli ég með Vilko pakkavöfflunum.
Meira

„Þau kynni gengu aðallega út á að hlýja sér þegar maður kom hálf frosinn neðan úr Slipp“

Hann Björn J. Sighvatz býr á Sauðárkróki og nær því að vera einn af orginölunum á Króknum samkvæmt skilgreiningu Binna Júlla. Bjössi er giftur henni Drífu sinni og eiga þau tvö börn. Bjössi hefur unnið við kennslu í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra síðastliðin þrjátíu ár.
Meira

Áfram slátrað í sláturhúsinu á Hvammstanga

Bændablaðið sagði frá því í dag á fréttavefnum sínum að slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður með svipuðu sniði á þessu ári og verið hefur. Ákvörðun um að hætt yrði að slátra á Hvammstanga hafði aldrei formlega verið tekin en áform voru uppi um að slátruninni yrði hætt þar, sem liður í hagræðingu vegna kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska.
Meira

Opið fyrir skráningar á skákmótið á Blönduósi sem fer fram dagana 15.-21. júní

Skáksamband Íslands ætlar að bregða á leik í sumar í tilefni af 100 ára afmæli sínu segir á fréttavefnum huni.is. En haldið verður Icelandic Open - Opna Íslandsmótið í skák á Blönduósi dagana 15.-21. júní. Tefldar verða níu umferðir á sjö dögum í Krúttinu í gamla bænum. Skákhátíðin hefst með aðalfundi sambandsins sem fram fer laugardaginn 14. júní og lýkur með sterku hraðskákmóti, Blönduós Blitz, sem fram fer 22. júní. Búið er að opna fyrir skráningu í mótið. Góð verðlaun verða á mótinu og verða þau gerð opinber í vikunni. Alls konar skemmtilegir hliðarviðburðir fara fram mótinu samhliða en þeir verða auglýstir síðar.
Meira

Er í lagi með brunavarnirnar á þínu heimili?

Í upphafi árs framkvæmdi HMS árlega skoðanakönnun um brunavarnir heimilanna. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að reykskynjarar eru á 96 prósent heimila landsins, helmingur þeirra landsmanna sem eru með slökkvitæki á heimilum sínum yfirfara tækin ekki og 45 prósent íbúða á leigumarkaði eru ekki með eldvarnarteppi. Niðurstöður könnunarinnar sýna að ástand brunavarna á heimilum er almennt gott. Einn eða fleiri reykskynjarar eru á 96 prósent heimila, 80 prósent heimila eru með slökkvitæki og 66 prósent með eldvarnarteppi.
Meira

Norðurbraut loks komin á sinn stað

Nú fyrir helgi tókst húsið Norðurbraut í Húnaþingi vestra á við enn eitt ferðalagið en það var reyndar ekki langt í þetta skiptið. Húsið er þekkt sem ein af fyrstu vegasjoppum landsins og stóð þá við vegamót Norðurlandsvegar og vegarins inn að Hvammstanga. Síðar var það flutt að Ásunum ofan Hvammstanga en síðsumars árið 2022 var því skellt á vörubílspall og flutt á athafnasvæði Tveggja smiða við höfnina á Hvammstanga. Nú var því skutlað smáspol innan bæjar þar sem það mun væntanlega standa til langs tíma.
Meira

Verkefnið "Gleði í gömul hjörtu" gladdi svo sannarlega

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er mjög iðið við að segja frá verkefnum sem hafa hlotið styrk úr Uppbyggingasjóði. Nú á dögunum sögðu þau frá fallegu og góðu verkefni sem er gott dæmi um hvernig list og menning geta sameinað kynslóðir og fært gleði inn í daglegt líf fólks. Helgina 15.-16. mars hélt kvartett frá Skagaströnd tónleika fyrir íbúa nokkurra öldrunarstofnana á Norðurlandi vestra og hét verkefnið því fallega nafni "Gleði í gömul hjörtu". Verkefnið snérist um að færa eldri kynslóðinni lifandi tónlist með skemmtilegum og léttum lögum sem margir þekkja. Kvartettinn hélt tónleika á HSN á Sauðárkróki, Hjúkrunarheimilinu Sæborg á Skagaströnd, HSN á Blönduósi og HVE á Hvammstanga.
Meira