V-Húnavatnssýsla

Dansskóli Menningarfélags Húnaþings vestra – eitt af framúrskarandi verkefnum Uppbyggingarsjóðs

Á dögunum veitti framkvæmdastjóri SSNV, Sveinbjörg R. Pétursdóttir, formanni Menningarfélags Húnaþings vestra, Sigurði Líndal, viðurkenningu fyrir hönd stjórnar SSNV, Dansskóla Menningarfélagsins, sem valinn var eitt af framúrskarandi verkefnum Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra árið 2024.
Meira

Ráðstefna um menningarferðaþjónustu og ferðamálastefnu til 2030

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG), sem Háskólinn á Hólum er stofnaðili að, stendur að ráðstefnunni Menningarauðlind ferðaþjónustunnar. Í frétt á vef Háskólans á Hólum segir að ráðstefnan sé um menningarferðaþjónustu og nýja ferðamálastefnu til 2030. Ráðstefnan erður haldin þann 14. maí í Hofi á Akureyri.
Meira

Efling stafrænnar getu í ferðaþjónustu á Norðurlandi

Samtök ferðaþjónustunnar, Markaðsstofa Norðurlands og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stóðu nýlega fyrir áhugaverðum viðburði sem haldinn var með það að markmiði að efla stafræna getu ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi. Fundarstjóri var Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, framkvæmdastjóri SSNV. Davíð Jóhannsson, ráðgjafi SSNV á sviði ferðamála, var einnig meðal þeirra fjölmörgu sem mættu á viðburðinn.
Meira

Það lengist í gulu veðurviðvöruninni

Nokkuð snjóaði í snarpri norðanátt í nótt hér Norðvestanlands en þó ekki meira en svo að varla er hægt að tala um hvíta jörð í byggð. Reiknað var með að gul veðurviðvörun dytti niður upp úr hádegi í dag en Veðurstofan hefur framlengt í þeirri viðvörun sem stendur nú fram á aðfaranótt þriðjudags. Veðrið gengur að mestu niður í dag en áfram verður hvasst á Ströndum fram yfir miðnætti og af þeim sökum hangir viðvörunin inni.
Meira

Boðað til samverustundar í FNV á þriðjudaginn

Drengirnir fjórir sem lentu í alvarlegu umferðaóhappi við Grafará í fyrrakvöld voru allir lagðir inn á gjörgæslu á Landspítalanum. Mbl.is hefur eftir Þorkeli V. Þorsteinssyni, settum skólameistara FNV, að þrír piltanna séu nemendur við skólann. Skólinn hefur því boðað til samverustundar í Bóknámshúsinu á Sauðárkróki þriðjudaginn 15. apríl kl. 17 og er öllum velkomið að mæta.
Meira

Húnvetningar lögðu Sandgerðinga í Lengjubikarnum

Lið Kormáks/Hvatar spilaði loks síðari heimaleik sinn í Lengjubikarnum í dag og var leikið í Skessunni í Hafnarfirði. Um var að ræða frestaðan leik en mótherjinn var lið Reynis Sandgerði sem var sæti ofar Húnvetningum í riðli 1 í B-deild keppninnar – með eitt stig. Heimaliðið hafði því tapað öllum fjórum leikjum sínum hingað til en þeir nældu í fyrsta sigur undirbúningstímabilsins og lögðu Sandgerðinga 3-2.
Meira

Veður versnar í kvöld og færð gæti spillst

Gul veðurviðvörun tekur gildi á Norðurlandi vestra og Ströndum nú kl. 18:00 en Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan 13-20 m/s á svæðinu með snjókomu og skafrenning, einkum til fjalla. Búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Viðvörunin stendur til kl. 14:00 á morgun, mánudag.
Meira

„Hann skildi fá peysu í jólagjöf þó það væri ekki nema partar af henni“

Ása Björg Ingimarsdóttir er hornóttur Skagfirðingur og býr á Sauðárkróki ásamt kærasta og barnsföður sínum honum Grétari Þór Þorsteinssyni, hreinræktuðum Skagfirðingi langt aftur (ef hann væri hross fengist örugglega mikið fyrir hann, segir Ása), ásamt kærleikskraftaverkunum þeirri þremur og tíkinni Þoku. Ása er kvikmyndagerðarmaður frá Kvikmyndaskóla Íslands, ferðamálafræðingur og viðburðastjórnandi frá Háskólanum á Hólum. Þau fjölskyldan fluttu aftur heim á Sauðárkrók seint á Covid-árinu 2020, eftir margra ára búsetu í Reykjavík og Keflavík.
Meira

Ragnhildur Sigurlaug og Skandall taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram á morgun, laugardaginn 12. apríl, í Háskólabíó. Keppnin verður í beinni útsendinu í Sjónvarpinu og verður mikill metnaður lagður í keppnina í ár. Allt stefnir í glæsilega hátíð framhaldsskólanema en í það minnsta tvö atriði eru rösklega tengd Norðurlandi vestra. Fulltrúi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra er Blöndhlíðingurinn Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir og síðan er það hljómsveitin Skandall sem keppir fyrir hönd MA en hún er að hálfu leyti skipuð húnvetnskum stúlkum.
Meira

LNV og Sýslumaður hlutu Byggðagleraugun 2025

Á ársþingi SSNV sem fór fram í Gránu á Sauðárkróki síðastliðinn miðvikudag voru Byggðagleraugun 2025 afhent. Að þessu sinni kom viðurkenningin í hlut tveggja skildra aðila; Lögreglunnar á Norðurlandi vestra og Sýslumannsembættisins á Norðurlandi vestra. Björn Hrafnkelsson staðgengill sýslumanns, Ásdís Ýr Arnardóttir sérfræðingur og Pétur Björnsson yfirlögregluþjónn tóku við viðurkenningunni fyrir hönd embættanna.
Meira