Íþróttir

Hornfirðingar lögðu Húnvetninga

Kormákur/Hvöt spilaði á Hornafirði í dag við lið Sindra í 3. deildinni. Húnvetningar voru í öðru sæti deildarinnar að loknum þremur leikjum en máttu lúta í gras í dag. Lokatölur 2-1.
Meira

Stólarnir gerðu jafntefli gegn Úlfunum

Tindastóll og Úlfarnir mættust í dag á Sauðárkróksvelli í B-riðli 4. deildar. Lið Úlfanna er einskonar b-lið Fram og að miklu leiti skipað strákum um tvítugt sem komu upp í gegnum öflugt yngri flokka starf Fram. Það sýndi sig að þeir gátu spilað fótbolta og leikurinn var ágætlega spilaður og bæði lið vonsvikin með jafntefli í leikslok. Lokatölur 2-2.
Meira

Gullkorn frá Murr og þrjú góð stig í hús

Stólastúlkur spiluðu þriðja heimaleik sinn í Lengjudeildinni í kvöld, enn einn leikurinn í ísköldum maímánuði og stuðningsmenn flestir frosnir við stúkuna. Í kvöld mættu Haukar úr Hafnarfirði í heimsókn og reyndist leikurinn ekki sérlega rismikill. Kannski var smá skjálfti í heimastúlkum eftir tap heima gegn HK í síðustu umferð, í það minnsta var fátt um færi framan af leik en eitt gullkorn frá Murr dugði til sigurs. Lokatölur 1-0.
Meira

Hilmar Rafn fékk að spreyta sig í lokaleik Venezia

Mbl.is segir frá því að Hilm­ir Rafn Mika­els­son, 18 ára guttinn frá Hvammstanga, hafi í gærkvöldi fengið tæki­færi með liði Venezia í lokaum­ferð ít­ölsku A-deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu. Feykir sagði frá því í ágúst síðastliðnum að Hilm­ir Rafn hafi gengið til liðs við Venezia frá Fjölni í Grafar­vogi eft­ir að hafa spilað með Fjölni í Lengjudeildinni sumarið 2021.
Meira

KS færði Stólunum veglegan styrk á uppskeruhátíð – Dagur Þór segir reynt að halda svipuðu liði áfram

Eins og flestir vita lauk körfuknattleikstímabilinu síðastliðið miðvikudagskvöld þegar Tindastóll lét í minni pokann fyrir Völsurum í oddaleik í úrslitum Subway deildarinnar. Haldin var uppskeruhátíð sl. föstudagskvöld í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og slegið upp balli í kjölfarið. Í tilefni velgengni Tindastóls í körfunni færðu fulltrúar Kaupfélags Skagfirðinga deildinni eina milljón krónur að gjöf.
Meira

Úrslit í Skólahreysti 2022

Úrslit í Skólahreysti 2022 fóru fram í kvöld 21.maí í Íþróttahöllinni í Garðabæ oftast nefnd Mýrin. Keppnin var í beinni útsendinu á Rúv og þeir sem misstu af útsendingunni geta kíkt á hana í leit á Rúv.
Meira

WR Hólamótinu lokið

Fram kemur á Eidfaxi.is að WR Hólamótinu sé lokið.
Meira

Arnar Geir í fyrsta sinn á Íslandsmótið í pílukasti

Íslandsmót í pílukasti var haldið helgina 14. og 15. maí síðastliðinn og mættu um 70 manns til að taka þátt, meðal þeirra var Arnar Geir Hjartarson sem keppti fyrir hönd pílu og bogfimideildar Tindastóls. Í tilefni þess sendi blaðamaður Feykis Arnari nokkrar spurningar þessu tengdar.
Meira

Lið Afríku átti ekki séns gegn Stólunum

Tindastólsmenn heimsóttu Afríku í dag á OnePlus völlinn en þeir Afríkumenn hafa lengi baslað í 4. deildinni. Þeir náðu að halda aftur af Stólunum fyrsta hálftímann en staðan var 0-2 í hálfleik. Í síðari hálfleik opnuðust hins vegar flóðgáttirnar og gestirnir bættu við tíu mörkum. Donni þjálfari var hæstánægður með framlag Spánverjans Basi sem leikur í fremstu víglínu en kappinn gerði fimm mörk og lagði upp þrjú til viðbótar. Lokatölur semsagt 0-12 og góður sigur staðreynd.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar vann öruggan sigur á ókátum Káramönnum

Lið Kormáks/Hvatar tók á móti Skagamönnum í liði Kára á Sauðárkróksvelli í dag í 3. deild karla í knattspyrnu. Liðin voru bæði í efri hluta deildarinnar fyrir leik en það varð fljótt ljóst að Skagamennirnir voru eitthvað pirraðir og voru farnir að segja dómara og aðstoðarmönnum hans til strax í byrjun. Það endaði með því að þeir bæði töpuðu leiknum og hausnum en lið Hínvetninga sýndi og sannaði að það á góða möguleika á að koma á óvart í 3. deildinni í sumar. Lokatölur 3-0 og úrslitin í heildina sanngjörn.
Meira