Arnar með landsliðinu í undankeppni HM
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
11.11.2022
kl. 14.06
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik leikur tvo landsleiki í landsliðsglugganum sem nú er hafinn í undankeppni HM 2023. Liðið hefur æft saman síðustu daga og í kvöld, 11. nóvember, mæta strákarnir landsliði Georgíu í Laugardalshöllina. Leikurinn hefst kl. 19:30 og verður í beinni á RÚV en uppselt er á leikinn. Einn leikmaður Tindastóls, Arnar Björnsson, var valinn í landsliðshóp Íslands og fær vonandi að láta ljós sitt skína.
Meira