Íþróttir

Er hættur að treysta veðurspánni

„Já, við komum hingað til að spila fótbolta, það var planið en í raun vissum við ekki svo mikið um hvert við værum að fara eða um gæði liðsins. Ég er ánægður með að við enduðum í liði Tindastóls!“ segir Anton Örth, annar sænsku tvíburanna sem spila með liði Tindastóls í 4. deildinni nú í sumar.
Meira

Bræðurnir snúa bökum saman

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við heimamennina og bræðurna Viðar Ágústsson og Ragnar Ágústsson. Viðar, sem hefur alla tíð spilað með liði Tindastóls, skrifar undir þriggja ára samning og yngri bróðir hans, Ragnar, sem hefur spilað með liði Þórs á Akureyri síðustu misserin, skrifaði undir til tveggja ára.
Meira

U18 karla hefja leik gegn Dönum

U18 ára landslið drengja í körfubolta leikur nú gegn Danmörku á Evrópumótinu í Rúmeníu.
Meira

Kári hafði betur gegn Kormáki/Hvöt í hörkuleik

Lið Kormáks/Hvatar spilaði í Akraneshöllinni í gærkvöldi þar sem Kári beið þeirra. Heimamenn höfðu greinilega reiknað með erfiðum leik og lögðu allt í sölurnar til að vinna hann og bættu við sig fimm leikmönnum áður en leikmannaglugginn lokaði. Hvort það var það sem skóp sigurinn skal ósagt látið en Akurnesingarnir höfðu betur að þessu sinni og unnu 3-2 og jöfnuðu þar með lið Húnvetninga að stigum í 3. deildinni.
Meira

Paolo Gratton er síðasta púslið í karlalið Tindastóls

Bandaríski Ítalinn Paolo Roberto Gratton er genginn til liðs við Tindastól og verða hann og Nacho Falcón klárir í slaginn eftir mánaðamótin en næsti leikur er 5. ágúst. Er þá innkaupmánuði Donna þjálfara lokið í bili og bæði meistaraflokkslið Tindastóls væntanlega sterkari en áður.
Meira

Fyrirhuguð stækkun Hlíðarendavallar

Nýlega var samþykkt deiliskipulag þar sem fram kemur að stækka eigi Hlíðarendavöll. Lengi hafa kylfingar sem nýta sér völlinn haft orð á því að gaman væri að stækka völlinn.
Meira

Nacho Falcón verður í fremstu víglínu hjá Stólunum

Argentíski Ítalinn Juan Ignacio Falcón, eða í stuttu máli Nacho Falcón, hefur skrifað undir samning við 4. deildar lið Tindastóls.Hann kemur í stað Jordán Basilo Meca (Basi) sem var í markahróksformi með Stólunum í sumar eða allt þar til hann meiddist og var það sameiginleg ákvörðun hans og Tindastóls að hann héldi heim.
Meira

Jafntefli í hörkuleik í Kórnum

Það var stórleikur í Kórnum í Kópavogi í gærkvöldi þegar liðin í öðru og þriðja sæti Lengjudeildar kvenna mættust í hörkuleik og skiptu stigunum á milli sín. Eins og leikir Stólastúlkna að undanförnu var þessi ekki frábrugðinn að því leyti að leikur liðsins var kaflaskiptur – fyrri hálfleikur slakur en síðari hálfleikur mun betri. Jafnteflið þýðir að stað þriggja efstu liða er óbreitt en nú geta liðin í fjórða og fimmta sæti blandað sér enn frekar í toppbaráttuna nái þau hagstæðum úrslitum. Lokatölur í Kórnum voru 1-1.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls semur við nýjan þjálfara

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur samið við hinn króatíska Vladimir Anzulovic um að taka við þjálfun meistaraflokks karla auk þess sem hann mun koma að þjálfun unglingaflokks og stjórna Körfuboltakademíu FNV.
Meira

Melissa Garcia og Rakel Sjöfn til liðs við Stólastúlkur

Á Tindastóll.is segir frá því að nýr bandarískur leikmaður, Melissa Alison Garcia, sé gengin í raðir kvennaliðs Tindastóls í Lengjudeildinni en Melissa er einnig með ríkisborgararétt í Lúxemborg.Hún er fædd árið 1991 og er kunnug næst efstu deild á Íslandi en árið 2020 spilaði hún með Haukum en eftir að hafa spilað einungis fjóra leiki með Hafnfirðingum sleit hún krossbönd og kom ekki meira við sögu.
Meira