Íþróttir

Helgi Sigurjón tekur þátt í hæfileikamótun N1 og KSÍ

Hinn þrettán ára gamli Helgi Sigurjón Gíslason fótboltakappi í Tindastól hefur verið boðaður til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir drengi á Norðurlandi en æfingin fer fram miðvikudaginn 18. janúar næstkomandi í Boganum á Akureyri.
Meira

Ísak Óli Íslandsmeistari í sjöþraut í fimmta sinn

Ísak Óli Traustason (UMSS) var um helgina krýndur Íslandsmeistari í sjöþraut karla á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum. Hann hlaut alls 5074 stig og er þetta í fimmta sinn sem Ísak verður Íslandsmeistari í greininni.
Meira

Uppskeruhátíð íþróttafólks í Skagafirði

Uppskeruhátíð íþróttafólks í Skagafirði fór fram þann 28. desember sl. þar sem veitt voru verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan árangur, ástundun og framfarir á árinu sem nú er nýlokið auk þess sem hvatningarverðlaun UMSS voru veitt fyrir tvö árin á undan, sem ekki hafði verið framkvæmt vegna Covid-takmarkana.
Meira

Pavel ráðinn þjálfari Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls gekk í dag frá samningi við Pavel Ermolinskij um að hann taki nú þegar við sem þjálfari meistaraflokks karla. Pavel er einn sigursælasti leikmaður sem íslenskur körfuknattleikur hefur nokkurn tíma átt. Hann byrjaði enda snemma og lék fyrsta leik sinn í úrvalsdeild KKÍ með ÍA árið 1998, þá aðeins ellefu ára gamall. Það er væntanlega met sem seint eða aldrei verður slegið!
Meira

Erfiðir þriðju leikhlutar hjá 10.fl.karla um helgina í Síkinu

Um helgina mættust Tindastóll og ÍR í tveim leikjum í 10.fl.karla og var fyrri leikurinn spilaður á laugardeginum og seinni á sunnudeginum. Fyrir leikinn voru ÍR-ingar í fyrsta sæti og okkar strákar í öðru sæti svo búast mátti við hörkuleikjum um helgina.
Meira

Hulda Þórey kölluð til æfinga með U16 landsliði Íslands

Hulda Þórey Halldórsdóttir úr Tindastóli hefur verið kölluð til æfinga með U-16 landsliði Íslands í knattspyrnu. Magnús Örn Helgason og Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfarar U16 kvenna, hafa nýverið tilkynnt hóp fyrir æfinglotu sem fram fer dagana 18.-20. janúar í Miðgarði í Garðabæ.
Meira

Eyfirðingar lögðu Stólana á Kjarnafæðismótinu

Karlalið Tindastóls spilaði í Kjarnafæðismótinu nú á laugardaginn og mætti sameinuðu liði Dalvíkur og Reynis Árskógsströnd. Leikið var í Boganum á Akureyri og var jafnt í hálfleik, bæði lið gerðu eitt mark. Í síðari hálfleik máttu Stólarnir sín lítils manni færri og töpuðu leiknum 4-1.
Meira

Helga Una kjörin Íþróttamaður USVH 2022

Helga Una Björnsdóttir, knapi frá Syðri-Reykjum í Húnaþingi vestra, hefur verið kjörin Íþróttamaður Ungmennasambands Vestur Húnvetninga árið 2022. Í frétt á vef USVH segir að Helga, sem býr á Selfossi, keppi í Meistaradeild Líflands sem er sterkasta innanhúss mótaröðin á Íslandi. Hún hefur verið í landsliðshóp Íslands í nokkur ár og var valin kynbótaknapi ársins 2022.
Meira

Vlad þjálfari hættur

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls og Vladimir Anzulovic hafa komist að samkomulagi um að hann hætti störfum sem aðalþjálfari meistaraflokks karla. Þetta kemur fram í tilkynningu deildarinnar á Facebook síðu hennar fyrr í kvöld.
Meira

Stólarnir þurfa að leiðrétta kúrsinn

Tindastólsmenn tóku á móti góðu Keflavíkurliði í Síkinu í gærkvöldi og vonuðust stuðningsmenn Stólanna eftir því að leikmenn hefndu ófaranna gegn Val á dögunum, kæmu ákveðnir til leiks og sýndu Keflvíkingum í tvo heimana. Ekki gekk það eftir. Heimamenn leiddu í hálfleik en í síðari hálfleik gekk hvorki né rak og Keflvíkingar unnu þægilegan sigur. Lokatölur 75-84. Nú er komið að því að hrökkva eða stökkva, lið Tindastóls er vel skipað en eitthvað er augljóslega ekki að virka.
Meira