Skagafjörður

Árlega garðfuglahelgin framundan

Hin árlega garðfuglahelgi að vetri verður 24.-27. janúar að öllum fjórum dögum meðtöldum. Um er að ræða helgi þegar fuglaáhugafólk um land allt telur fuglategundir í görðum.
Meira

Chili con carne og hafrabollur | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 3, 2024, voru þau Sveinbjörg Rut Pétursdóttir og Matthías Rúnarsson en þau búa á Hvammstanga ásamt dóttur þeirra, Ragnheiði. Sveinbjörg og Matthías vinna bæði hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), Matthías sem bókari og Sveinbjörg sem atvinnuráðgjafi. Matthías er menntaður sem löggiltur bókari og Sveinbjörg er með master í alþjóðaviðskiptum. „Við Matti gerum þessa mjög oft enda einfalt að elda en umfram allt mjög bragðgóð.“
Meira

Birgitta og Elísa Bríet í landsliðshópi U17

Þær stöllur og sparksnillingar frá Skagaströnd, Birgitta Rún Finnbogadóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir, slá ekki slöku við í boltanum. Þær hafa verið viðloðandi U17 landsliðshóp Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara Íslands síðustu misserin og nú þegar æfingamót í Portúgal stendur fyrir dyrum dagma 20.-29. janúar þá eru þær að sjálfsögðu í hópnum sem ætti að öllu jöfnu að hafa lagt land undir fót í dag.
Meira

Fiskur í pestósósu og súkkulaðikaka | Matgæðingur vikunnar

Matgæðingur vikunnar í tbl 2, 2024, var Elma Hrönn Þorleifsdóttir sem er fædd og uppalin á Þorleifsstöðum í Skagafirði. Elma bý með Inga Birni Árnasyni á Marbæli í Skagafirði og eiga þau þrjú börn. Elma starfar í mötuneyti Varmahlíðarskóla en er samt sem áður alls ekki mikið fyrir að elda mat heima hjá sér. 
Meira

Öxnadalsheiði og Siglufjarðarvegur lokaðir

Leiðindaveður er víða um land á þessum mánudegi og þannig er gul veðurviðvörun á Norðurlandi vestra og er reiknað með að henni verði aflétt undir kvöldmatarleytið í dag. Hvasst er á Skaga og nyrst á Tröllaskaga og reiknað er með auknum vindi í nágrenni Blönduóss. Vegir úr Skagafirði yfir í Eyjafjörð eru lokaðir sem stendur. Appelsínugul viðvörun er sem stendur á Auaturlandi og þar hafa nokkur hús á Seyðisfirði og í Neskaupstað verið rýmd.
Meira

Chili con carne og bananabrauð | Matgæðingar vikunnar

Matgæðingar vikunnar í fyrsta tbl árins árið 2024 voru Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir og Kristófer Már Maronsson. Ólöf Lovísa er fædd og uppalin á Sauðárkróki og starfar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga en Kristófer er fæddur og uppalinn á Akranesi og starfar sem formaður fræðslunefndar í Skagafirði. 
Meira

Lið Njarðvíkur hafði betur gegn Stólastúlkum í VÍS bikarnum

Stólastúlkur urðu að bíta í það súra epli að detta út úr VÍS bikarnum í gær en þá sóttu þær lið Njarðvíkur heim. Um var að ræða leik í átta liða úrslitum og hefði sannarlega verið spennandi fyrir stuðningsmenn Tindastóls að fylgja liðinu í Laugardalshöllina í undanúrslitin. Lið heimastúlkna var lengstum yfir í leiknum en lokamínúturnar voru æsispennandi en heimavöllurinn reyndist drjúgur og Njarðvík hafði betur. Lokatölur 80-73.
Meira

Stólarnir náðu sér ekki á strik í Hafnarfirði

Tindastólsmenn skruppu í Hafnarfjörð síðastliðið föstudagskvöld en þar beið þeirra botnlið Hauka. Kvöldið áður hafði topplið Stjörnunnar lotið í parket í Skógarselinu gegn sprækum ÍR-ingum og Stólarnir höfðu því gullið tækifæri til að jafna Stjörnunar að stigum og komast á toppinn. Það er hins vegar enginn leikur gefinn í Bónus deildinni og Hafnfirðingar unnu að lokum eins stigs sigur, 100-99, og voru vel að sigrinum komnir.
Meira

Wellingtonsteik og epla crumble | Matgæðingar vikunnar

Matgæðingar vikunnar í tbl 48, 2023, voru Jóel Þór Árnason og konan hans, Íris Hrönn Rúnarsdóttir. Jóel vinnur í Blöndustöð og Íris starfar á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki. Jóel og Íris búa á Suðurgötunni á Króknum ásamt fimm börnum, Margréti Rún, Alexöndru Ósk, Viktoríu Ösp, Frosta Þór og Ými Frey og einnig hundinum Móra.
Meira

Óvænt vorveður veldur usla

Það er óhætt að segja að veðrið hafa tekið minnsta kosti tvær U beygjur síðastliðna viku þegar það snögg hlýnaði og „vorleysingar“ komu með látum. Jakahlaup varð í Vesturdalnum sem ekki hefur gerst í áratugi og Héraðsvötnin flæddu yfir og allt umkring. Sem er svo sem ekki að gerast í fyrsta skipti en magnið var óvanalega mikið að þessu sinni og fór svo að þau flæddu yfir þjóðveginn fyrir neðan bæinn Miðhús í Blönduhlíð. Feykir hafði samband við Guðrúnu Helgu bónda í Miðhúsum og tók púlsinn.
Meira