feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
21.03.2025
kl. 11.09
siggag@nyprent.is
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er mjög iðið við að segja frá verkefnum sem hafa hlotið styrk úr Uppbyggingasjóði. Nú á dögunum sögðu þau frá fallegu og góðu verkefni sem er gott dæmi um hvernig list og menning geta sameinað kynslóðir og fært gleði inn í daglegt líf fólks. Helgina 15.-16. mars hélt kvartett frá Skagaströnd tónleika fyrir íbúa nokkurra öldrunarstofnana á Norðurlandi vestra og hét verkefnið því fallega nafni "Gleði í gömul hjörtu". Verkefnið snérist um að færa eldri kynslóðinni lifandi tónlist með skemmtilegum og léttum lögum sem margir þekkja. Kvartettinn hélt tónleika á HSN á Sauðárkróki, Hjúkrunarheimilinu Sæborg á Skagaströnd, HSN á Blönduósi og HVE á Hvammstanga.
Meira