Skagafjörður

Stólarnir tryggðu sigurinn á lokamínútunum í Stykkishólmi

Það verður Skagfirðingapartý bikarhelgina miklu hvenær og hvar sem hún nú verður því karlalið Tindastóls fylgdi í fótspor Stólastúlkna, sem unnu KR í VÍS bikarnum í gær, og tryggðu sér sömuleiðis sæti í undanúrslitum með sigri á liði Snæfells í Stykkishólmi. Fyrirfram var reiknað með öruggum sigri Stólanna en heimamenn í Snæfelli gáfu Stólunum hörkuleik og það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem gestirnir sýndu mátt sinn og megin. Lokatölur 98-115.
Meira

Stólastúlkur komnar í undanúrslit í VÍS bikarnum

Lið Tindastóls og KR mættust fyrr í kvöld í átta liða úrslitum VÍS bikarsins í Síkinu á Sauðárkróki. Reiknað var með hörkuleik en lengstum var það nú ekki raunin því heimastúlkur sýndu hreint frábæran leik ... allt þar til átta mínútur voru eftir þegar gestirnir náðu 20-0 kafla á sex mínútum og minnkuðu muninn í eitt stig. Þá var nú alveg ágætt að vera með eitt stykki Maddie Sutton í sínu liði og hún sá til þess að sigurinn var Tindastóls og tryggði Stólastúlkur í fyrsta sinn í undanúrslit í bikarnum. Lokatölur 72-68.
Meira

Umræðan og samstarfið | Friðbjörn Ásbjörnsson skrifar

Ég hef í þessum áramótapistlum mínum síðustu árin reynt að varðveita hátíðarskapið og meta stöðuna og framtíðarhorfur hverju sinni af yfirvegun gagnvart því sem hvorki við í FISK Seafood né þjóðin öll höfum nokkra stjórn á. Á meðal þess er margt sem skiptir afkomu hvers árs miklu máli; veðurfar og gæftir, verð á erlendum mörkuðum, heimsmarkaðsverð á olíu, breytingar í neyslumynstri fólks á okkar stærstu markaðssvæðum o.s.frv.
Meira

Það er stórleikur hjá stelpunum í Síkinu klukkan sex

Það er bikarhelgi í körfunni og bæði karla- og kvennalið Tindastóls verða í eldlínunni en um er að ræða leiki í átta llið úrslitum. Á morgun (sunnudag) mæta strákarnir liði Snæfells og fer leikurinn fram í Stykkishólmi og hefst kl. 16:00. Stólastúlkur fá hins vegar lið KR í heimsókn alla leið úr Vesturbæ Reykjavíkur og hefst leikurinn kl. 18:00 og því alveg upplagt að fjölmenna í Síkið og styðja okkar lið til sigurs.
Meira

Skipulagslýsing fyrir Hofsós - Plássið, Sandinn, Brekkuna og Bakkann

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 44. fundi sínum þann 10. desember 2025 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulags fyrir Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn á Hofsósi skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hér er sett fram skipulagslýsing vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir Hofsós – Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn. Tilgangurinn með gerð skipulagslýsingar er að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að skipu-lagsferlinu á fyrstu stigum þess, auka gagnsæi, tryggja betra upplýsingaflæði og skila betri og markvissari skipulagsvinnu.
Meira

Sumarið mest spilaða lagið á Spotify

Feykir hafði samband við Arnar Guðjónsson þjálfara Tindastóls í körfubolta og bað hann að gera upp árið þó ekki körfuboltaárið. Arnar gaf sér tíma til að svara þrátt fyrir að vera á fullu að pakka niður heimili sínu á Selfossi og búa fjölskylduna undir flutninga í Skagafjörðinn. Arnar er giftur Dröfn Hilmarsdóttur og á með henni þrjú börnin Iðunni (10), Bjarka (8) og Styrmir (4). Arnar er fæddur og uppalinn í Reykholti í Borgarfirði, en er formlega að flytja í Skagafjörðinn frá Selfossi til að starfa fyrir körfuknattleiksdeild Tindastóls.
Meira

Blaðamaður fór á tónleika

„Fórst þú á tónleikana með Karlakórnum Heimi í gærkvöldi?“ Já ég fór (eins og alltaf)– gætir þú skrifað um tónleikana? Eru spurningar sem blaðamaður fékk frá ritstjóra þegar mætt var til vinnu morguninn eftir tónleikana. Get ég skrifað um tónleika með Karlakórnum Heimi?
Meira

Fór ekki til Tene á árinu

Rósanna Valdimarsdóttir er fædd á Sauðárkróki en flutti fljótlega í Varmahlíð og þaðan svo í Fitja í Lýtingsstaðahrepp þar sem hún býr einnig í dag með Viðari Ágústssyni og dóttur þeirra Védísi Björgu, en þau eru að kaupa jörðina af foreldrum Rósönnu. „Ég er menntuð frá Hólaskóla sem reiðkennari og tamningarkona en starfa núna sem ,,hótelstýra” á gistiheimili sem við keyptum árið 2022 á Steinstöðum.“
Meira

Kosningu um Mann ársins á Norðurlandi vestra lýkur á sunnudagskvöldið

Við minnum á að valið á Manni ársins á Norðurlandi vestra 2025 stendur enn yfir en kosningu lýkur á miðnætti aðfaranótt mánudagsins 12. janúar. Hægt er að kjósa á milli níu aðila; átta einstaklinga og einna hjóna. Þátttaka í kosningunni hefur verið með ágætum en enn er hægt að hafa áhrif.
Meira

Skipulagslýsing fyrir Laufblaðið, Sauðárkróki,íbúðabyggð og opið svæði

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 44. fundi sínum þann 10. desember 2025 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir Laufblaðið, Sauðárkróki, íbúðarbyggð og opið svæði skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hér er sett fram skipulagslýsing vegna gerðar nýs deiliskipulags fyrir suðurhluta Túnahverfis, Laufblaðið, Sauðárkróki, Íbúðabyggð og opið svæði. Tilgangurinn með gerð skipulagslýsingar er að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að skipulagsferlinu á fyrstu stigum þess, auka gagnsæi, tryggja betra upplýsingaflæði og skila betri og markvissari skipulagsvinnu.
Meira