Íþróttir

Njarðvíkingar unnu öruggan sigur

Stólastúlkur léku við Njarðvík í Njarðvík í gærkvöldi og lutu í lægra haldi gegn sterkum andstæðing. Enn vantaði Alejöndru og Rannveigu í lið Tindastóls og Martín mætti því á ný til leiks með átta leikmenn á skýrslu. Heimaliðið náði forystunni strax í byrjun og lét hana aldrei af hendi og hafði í raun betur í öllum fjórum leikhlutunum. Lokatölur 92-70.
Meira

„Stemningin í gær var algjörlega stórkostleg“

Fyrsti Evrópuleikurinn var spilaður í Síkinu í gær þegar Tindastóll mætti liði Gimle frá Bergen. Það kom á daginn að talsverður getumunur var á liðunum og vann Tindastóll einn glæstasta sigur í sögu klúbbsins þegar Norðmennirnir fengu á baukinn en lokatölur voru 125-88. „Það var margt jákvætt í okkar leik en eins og alltaf margt sem má betur fara,“ sagði Arnar þjálfari Guðjónsson þegar Feykir spurði hann í morgun hvort hann hafi verið ánægður með frammistöðu sinna manna.
Meira

Gönguferð í garðinum

Tindastólsmenn spiluðu fyrsta Evrópuleik sinn í Síkinu í kvöld en andstæðingarnir voru góðir gestir i liði Gimle frá Bergen í Noregi. Það má kannski segja að menn hafi rennt nokkuð blint í ENBL-deildina og ekki gott að segja til um styrkleika andstæðinganna svona fyrirfram. Óvæntur og öruggur sigur í Bratislava gaf mönnum vonir um að Stólarnir ættu að geta lagt Gimle í parket en að sigurinn yrði svona afgerandi eins og raun bar vitni, því áttu örugglega ekki margir von á. Lokatölur 125-88 og Stólarnir með fullt hús stiga að loknum tveimur leikjum.
Meira

Friðrikarnir komu, sáu og sigruðu

Í gær var haldið annað krakkamót Pílukastfélags Skagafjarðar á tímabilinu. Keppt var í Partý tvímenningi og voru 19 hressir krakkar sem mættu til leiks til að taka þátt í þessu móti. Til að gera langa sögu stutta þá voru það þeir nafnar Friðrik Elmar og Friðrík Henrý sem fóru með sigur af hólmi.
Meira

Full mannað lið hjá Tindastól í kvöld

Fyrsta Evrópukvöldið í Síkinu er í kvöld, miðasalan hefur farið fram á Stubb, demantskorthafar sækja sína miða í gegnum Stubb appið. Frítt er fyrir grunnskólanema á leikinn. Leikurinn hefst 19:15 og fyrir þá sem ekki eiga heimangengt í Síkið verður leikurinn sýndur á Tindastóll TV og það er að sjálfsögðu Gulli Skúla sem lýsir leiknum af sinni alkunnu snilld. 
Meira

Bercedo og Pettet valin best

Lokahóf knattspyrnudeildar Tindastóls fór fram síðastliðið laugardagskvöld þar sem leikmenn voru verðlaunaðir fyrir frábært tímabil og væntanlega hafa knattspyrnumenn og -konur gert sér glaðan dag. Bestu leikmennirnir voru Grace Pettet hjá stelpunum og David Bercedo hjá strákunum.
Meira

Ómar Bragi sæmdur gullmerki UMFÍ

Þau Klara Bjarnadóttir, formaður Ungmennafélags Grindavíkur, og Ómar Bragi Stefánsson voru sæmd Gullmerki UMFÍ á Sambandsþingi UMFÍ í gær. Ómar Bragi hlýtur Gullmerkið fyrir sjálfboðaliðastarf sitt fyrir knattspyrnudeild Tindastóls á Sauðárkróki.
Meira

Uppskeruhátíð Æskulýðsdeildar Skagfirðings

Uppskeruhátíð Æskulýðsdeildar Skagfirðings fór fram í Tjarnarbæ 12.október sl. þar sem veitt voru verðlaun fyrir tímabilið. Knapar ársins í unglingaflokki og barnaflokki, knapar æskulýðsdeildarinnar fengur veittar viðurkenningar og einnig pollarnir. 
Meira

Góður sigur í sjö marka sýningu á Króknum

Lið Tindastóls lék síðasta leik sinn í Bestu deild kvenna í bili í dag þegar lið FHL kom að austan í lokaumferð neðri hluta efstu deildar. Bæði lið voru þegar fallin og höfðu því um lítið að spila annað en stoltið. Bæði lið ætluðu þó augljóslega að gera sitt besta í dag og var leikurinn opinn og fjörugur og gerðu liðin sjö mörk. Niðurstaðan var 5-2 sigur Tindastóls og efsta deildin því kvödd með góðum sigri.
Meira

Hefur bæði spilað með Tindastól og Gimle í Bergen

Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir ein af íþróttagoðsögnum Skagafjarðar er (nú kemur fullyrðing án heimilda) sú eina sem bæði hefur orðið Íslandsmeistari í fótbolta og Noregsmeistari í körfubolta sama árið. Það er eitthvað sem væri ekki hægt í dag. Blaðamaður fékk ábendingu með hvaða liði Dúfa var að spila í Noregi þegar hún varð Noregsmeistari en það var einmitt lið Gimle sem væntanlegt er á Krókinn á þriðjudaginn næsta til að leika á móti mfl.karla í körfunni í Evrópukeppninni. Dúfa er því sennilega sú eina sem hefur spilað bæði með Tindastól og Gimle.
Meira