Íþróttir

Friðrik Henrý pílaði til sigurs

Það var mikið um að vera hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar sl. fimmtudag en þá mætti Haraldur Birgisson (Halli Birgis) unglingalandsliðsþjálfari í heimsókn til að kíkja á yngstu pílukastara PKS og taka út hið flotta barna- og unglingastarf sem PKS stendur fyrir. Í tilefni heimsóknarinnar var hennt í grillveislu og svo í alvöru mót eftir matinn.
Meira

Leikurinn gegn Völsungi gefur góð fyrirheit

Feykir sagði frá því um helgina að Tindastólsmenn urðu að sætta sig við tap gegn Lengjudeildarliði Völsungs í Mjólkubikar fótboltans. Úrslitin réðust í æsispennadi og dramatískum bráðabana í vítaspurnukeppni. „Ég var mjög ánægður með leik minna manna, við sýndum mikinn vilja og dugnað,“ sagði Konráð Freyr Sigurðsson (Konni), þjálfari Tindastóls þegar Feykir spurði hann út í leikinn.
Meira

Páskamót Molduxa 2025 er á laugardaginn

Glöggir hafa eflaust tekið eftir því að það styttist í páskana og allir vita hvað gerist á páskum... jú, Páskamót Molduxa. Það verður haldið í Síkinu á Sauðárkróki laugardaginn 19. apríl og ótrúlegt en satt þá er þetta aðeins fjórða Páskamótið en áður var vormót Molduxa í Sæluvikunni. Molduxum þykir rétt að áhugasamir dusti rykið af stökkskónum og skrái lið til leiks – núna strax!
Meira

Húnvetningar lögðu Sandgerðinga í Lengjubikarnum

Lið Kormáks/Hvatar spilaði loks síðari heimaleik sinn í Lengjubikarnum í dag og var leikið í Skessunni í Hafnarfirði. Um var að ræða frestaðan leik en mótherjinn var lið Reynis Sandgerði sem var sæti ofar Húnvetningum í riðli 1 í B-deild keppninnar – með eitt stig. Heimaliðið hafði því tapað öllum fjórum leikjum sínum hingað til en þeir nældu í fyrsta sigur undirbúningstímabilsins og lögðu Sandgerðinga 3-2.
Meira

Völsungur hafði betur í vító

Tindastóll og Völsungur Húsavík mættust í Mjólkurbikarnum á Króknum í dag í fínu fótboltaveðri. Tvær deildir skilja liðin að þar sem Húsvíkingar spila í Lengjudeildinni í sumar en Stólarnir í 3. deild. Það var akki að sjá á spilamennsku liðanna lengi leiks. Það fór svo að leikurinn fór í vító og þar höfðu gestirnir betur í bráðabana, nýttu sjö af níu spyrnum sínum eða einni meira en Stólarnir.
Meira

Húsvíkingar heimsækja Stóla í Mjólkurbikarnum

Á morgun, laugardaginn 12. apríl kl. 14:00, verður flautað til leiks á Sauðárkróksvelli en þá taka Tindastólsmenn á móti liði Völsungs frá Húsavík í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Tindastólsmenn tefla fram liði í 3. deild Íslandsmótsins en Húsvíkingar gerðu sér lítið fyrir í fyrra og tryggðu sér sæti í Lengjudeildinni (1. deild) og því ætti að öllu jöfnu að vera talsverður getumunur á liðunum.
Meira

Íslandsmeistaratitill norður og alls þrjú á verðlaunapalli

Íslandsmót unglinga í badminton fór fram í húsakynnum TBR um nýliðna helgi. Badmintondeild Tindastóls sendi tólf keppendur til leiks og átti fulltrúa í öllum aldursflokkum. Í frétt á heimasíðu Tindastóls segir að aldrei hafi fleiri keppendur tekið þátt fyrir hönd Tindastóls! Tindastólskrakkarnir, sem margir hverjir voru að taka þátt í sínu fyrsta móti, stóðu sig með stakri prýði og náðu frábærum árangri á mótinu.
Meira

Kúst og fæjó í Síkinu

Tindastólsmönnum reyndist ekki flókið að tryggja sig áfram í undanúrslit í úrslitakeppni Bónus deild karla þegar þeir tóku á móti liði Keflavíkur í þriðja leik liðanna. Einhvernveginn virkuðu gestirnir annars hugar og gerðu sig á köflum seka um vandræðaleg mistök. Stólarnir leiddu frá furstu körfu og gestirnir virkuðu aldrei líklegir til stórræða. Lokatölur 100-75 og nú er bara beðið eftir að sjá hverjir andstæðingar Tindastóls verða í undanúrslitunum.
Meira

Keflvíkingarnir koma!

Það er leikdagur! Tindastóll og Keflavík mætast í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum í úrslitakeppni Bónus deildar karla í Síkinu í kvöld. Leikurinn hefst á slaginu sjö í kvöld en stemningin og upphitun er í þann mund að hefjast í partýtjaldinu góða þar sem Helgi Sæmundur kemur öllum í gírinn.
Meira

Jón Oddur komst í átta manna úrslit á Akureyri Open

Um síðustu helgi var haldið stærsta, fjölmennasta og flottasta pílumót ársins á Íslandi, Akureyri Open, sem fram fór í Sjallanum. Skráðir keppendur voru 222 talsins, 192 karlar og 30 konur. Pílukastfélag Skagafjarðar átti að sjálfsögðu sína keppendur á þessu móti, fjóra í karlaflokk og tvo í kvennaflokki.
Meira