Íþróttir

Elísa Bríet með sigurmarkið

Íslenska U17 stúlknalandsliðið í knattspyrnu tekur nú þátt í æfingamóti í Portúgal og eru fyrstu leikirnir í dag. Auk íslenska liðsins eru það Danmörk, Wales og heimaþjóðin Portúgal sem leiða saman hesta sína og fyrr í dag mætti íslenska liðið einmitt liði Portúgala og vann leikinn 1-2.
Meira

Tvíhöfði í Síkinu

Fimmtudaginn 23.janúar næstkomandi eru 60 ár frá því fyrst var keppt í körfubolta undir merkjum Tindastóls.
Meira

Birgitta og Elísa Bríet í landsliðshópi U17

Þær stöllur og sparksnillingar frá Skagaströnd, Birgitta Rún Finnbogadóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir, slá ekki slöku við í boltanum. Þær hafa verið viðloðandi U17 landsliðshóp Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara Íslands síðustu misserin og nú þegar æfingamót í Portúgal stendur fyrir dyrum dagma 20.-29. janúar þá eru þær að sjálfsögðu í hópnum sem ætti að öllu jöfnu að hafa lagt land undir fót í dag.
Meira

Lið Njarðvíkur hafði betur gegn Stólastúlkum í VÍS bikarnum

Stólastúlkur urðu að bíta í það súra epli að detta út úr VÍS bikarnum í gær en þá sóttu þær lið Njarðvíkur heim. Um var að ræða leik í átta liða úrslitum og hefði sannarlega verið spennandi fyrir stuðningsmenn Tindastóls að fylgja liðinu í Laugardalshöllina í undanúrslitin. Lið heimastúlkna var lengstum yfir í leiknum en lokamínúturnar voru æsispennandi en heimavöllurinn reyndist drjúgur og Njarðvík hafði betur. Lokatölur 80-73.
Meira

Stólarnir náðu sér ekki á strik í Hafnarfirði

Tindastólsmenn skruppu í Hafnarfjörð síðastliðið föstudagskvöld en þar beið þeirra botnlið Hauka. Kvöldið áður hafði topplið Stjörnunnar lotið í parket í Skógarselinu gegn sprækum ÍR-ingum og Stólarnir höfðu því gullið tækifæri til að jafna Stjörnunar að stigum og komast á toppinn. Það er hins vegar enginn leikur gefinn í Bónus deildinni og Hafnfirðingar unnu að lokum eins stigs sigur, 100-99, og voru vel að sigrinum komnir.
Meira

Ismael Sidibé skrifar undir samning við Kormák/Hvöt

Það er talsvert meira að frétta úr fótboltanum vestan Þverárfjalls en austan þess og svo mikið að gerast á Aðdáendasíðu Kormáks að þar vinna menn í akkorði. Þar hafa verið kynntir til sögunnar allir leikir sumarsins og sagt frá samningum við unga og efnilega knattspyrnumenn í hinu víðfema Húnaþingi. Í gær var síðan sagt frá því að markaskorarinn fílbeiníski, Ismael Sidebé, hafi endurnýjað samning sinn við lið Kormáks/Hvatar.
Meira

Grátlegt tap gegn sterku liði Þórs

Það var norðlensk rimma í Síkinu í gærkvöldi þar sem lið Tindastóls tók á móti meistaraefnunum í liði Þórs frá Akureyri. Leikurinn var lengst af hnífjafn og æsispennandi en það var rétt í þriðja leikhluta sem gestirnir tóku völdin. Stólastúlkur svöruðu fyrir sig og komust yfir á ný á lokamínútunum en það voru gestirnir sem gerðu fimm síðustu stigin í leiknum og unnu því 80-83.
Meira

Það er risaleikur í Síkinu í kvöld

Það er stórleikur í Síkinu í kvöld þegar grannaliðin Tindastóll og Þór mætast á hefðbundnum körfuboltatíma. Bæði lið hafa komið skemmtilega á óvart í vetur en lið Þórs er í öðru sæti Bónus deildarinnar á meðan lið Tindastóls er í fimmta sæti en þó nunar aðeins tveimur stigum á liðunum.
Meira

Hermann kom, sá og sigraði

Það er alltaf líf og fjör í kringum Pílukastfélag Skagafjarðar og þar er mikill metnaður fyrir því að kynna galdur pílunnar fyrir áhugasömum, ungum sem eldri. Á Facebook-síðu PKS er sagt frá því að í gær hélt félagið mót fyrir krakka í 1.-5. bekk og var um að ræða fyrsta mótið sem félagið heldur eingöngu fyrir börn. Ágætis mæting var en ellefu krakkar úr 3.-5. bekk mættu til leiks.
Meira

Júdódeild Tindastóls 30 ára í fyrra

Karl Lúðvíksson byrjaði að kenna júdó í Varmahlíð 1985 og árið 1994 stofnaði hann Júdódeild innan Tindastóls og fagnaði því deildin 30 ára afmæli sínu í fyrra. Í byrjun fékk deildin mikla hjálp frá Akureyringum og þá helst frá Jóni Óðinn Óðinssyni. Fyrsta húsnæðið sem var leigt undir starfið var hin svokallaða „Hreyfing“ frá Eddu íþróttakennara.
Meira