Íþróttir

Elísa Bríet er íþróttamaður ársins hjá USAH

Elísa Bríet Björnsdóttur, fótboltakona frá Skagaströnd, var í gær kjörin íþróttamaður ársins 2024 hjá Ungmennasambandi Austur-Húnvetninga. Kjörinu var lýst við hátíðlega athöfn í Félagsheimilinu á Blönduósi að viðstöddu fjölmenni. Elísa leikur með meistaraflokki Tindastóls. Hún gerði fyrr á árinu þriggja ára samning við félagið og hefur staðið sig frábærlega, segir á huni.is
Meira

María Dögg Jóhannesdóttir Íþróttamaður Skagafjarðar

Árleg uppskeruhátíð UMSS var haldin hátíðleg fimmtudagskvöldið 19. desember í Húsi frítímans að viðstöddu margmenni. Þar voru veitt hvatningarverðlaun fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk, styrkir veittir úr Afrekssjóði UMSS og landsliðsfólki UMSS veittar viðurkenningar. Hápunktur hátíðarinnar var þegar lið ársins, þjálfari ársins og íþróttamaður ársins voru tilkynnt og að þessu sinni var kvennalið Körfuknattleiksdeildar Tindastóls valið lið ársins. Finnbogi Bjarnason var valinn þjálfari ársins og Íþróttamaður ársins í Skagafirði 2024 er María Dögg Jóhannesdóttir frá Knattspyrnudeild Tindastóls en hún hefur leitt lið Tindastóls í efstu deild þar sem Tindastóll er komið til að vera.
Meira

Kormákur Hvöt semur við Dominic og Sigurð

Aðdáendasíða Kormáks Hvatar sagði frá því í vikunni að meistaraflokksráðið hafi ráðið enska þjálfarann Dominic Louis Furness til starfa fyrir leiktíðina 2025. Dominic, sem kemur frá Middlesborough í Norður-Jórvíkurskíri, þjálfaði lið Tindastóls síðastliðin tvö sumur, þar sem hann þótti brydda upp á skemmtilegum bolta. Sigraði liðið til að mynda 4. deildina í sumar með talsverðum yfirburðum. Einnig hafa þeir samið við Sigurður Pétur Stefánsson fyrir keppnistímabilið 2025 en hann spilaði með Kormáki/Hvöt á síðasta tímabili og var einn af mikilvægustu leikmönnum tímabilsins, spilaði flesta leiki allra leikmanna og steig þar í stóra skó á miðri miðjunni.
Meira

Hver hlýtur titilinn Íþróttamaður ársins í Skagafirði?

Þann 19. desember nk. mun Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) og sveitarfélagið Skagafjörður halda sína árlegu hátíðarsamkomu þar sem tilkynnt verður hver hlýtur kosningu íþróttamanns ársins, lið ársins og þjálfara ársins. Á þessari hátíðarsamkomu er öllum þeim sem eru tilnefnir af sínum íþróttafélögum boðaðir og þeim veitt viðurkenningar en einnig fá þeir krakkar sem hafa verið tilnefnd til Hvatningarverðlauna UMSS sínar viðurkenningar.
Meira

Bjarni Jónasson knapi ársins hjá Skagfirðingi

Uppskeruhátíð Skagfirðings fór fram sl.sunnudag  þar sem knapar ársins hjá félaginu voru verðlaunaðir. Útnefndir knapar í hverjum flokki ásamt hluta af þeirra árangri í sumar.  Árið 2024 var gott ár hjá Bjarna Jónassyni en hann var útnefndur KNAPI ÁRSINS hjá Hestamannafélaginu Skagfirðingi 2024
Meira

Dregið í VÍS-bikarnum í gær

Dregið var í 8-liða úrslitum í VÍS-bikarnum í gær og leikið verður dagana 18.-20. janúar 2025. Stólastúlkur fengu verðugan andstæðing þegar þær voru dregnar á móti Njarðvík en þær sitja í dag í 3. sæti í Bónus-deildinni með sjö sigra og þrjú töp á meðan Stólastúlkur sitja í því 5. með sex sigra og fjögur töp eftir tíu umferðir. Þessi lið mætast næst í Bónus-deildinni þann 4. janúar í Síkinu og svo í VÍS-bikarnum í IceMar-höllinni þann 18. eða 19. janúar. Þetta ættu því að verða æsispennandi leikir ef allir haldast heilir því þegar þessi lið mættust þann 15. okt. sl. sigruðu Stólastúlkur með minnsta mögulega mun, 76-77. 
Meira

Leikdagur í Síkinu í kvöld og hvað gerum við þá?

Jú við förum í rétta dressið - peppum okkur upp og mætum í Síkið. Meistaraflokkur karla tekur á móti Njarðvík og byrjar leikurinn á slaginu 19:15. Ef þú átt ekkert til að fara í þá verður Tindastólsbúðin opin og nú með keppnistreyjur til sölu svo verða að sjálfsögðu hamborgarar á grillinu frá kl. 18:30.
Meira

Fjölmennum í Síkið í boði K-Taks

Kvennalið Tindastóls í körfubolta hefur spilað afar vel það sem af er tímabili, spilað skemmtilegan körfubolta og sýnt það að þær gefast aldrei upp. Í kvöld, þriðjudag, hefst seinni umferðin í Bónus-deild kvenna þegar Aþenukonur koma í heimsókn. Frítt er á völlinn í boði K-Taks og því um að gera að fjölmenna á völlinn, sýna kvennaliðinu þann stuðning sem þær eiga skilið og senda skýr skilaboð um það hversu stolt við erum af þessum frábæru íþróttakonum.
Meira

Meistaraflokkur karla spilar við Keflavík í VÍS bikarnum í kvöld kl. 19:15

Það er leikdagur í dag hjá meistaraflokki karla en þeir mæta eldspræku liði Keflavíkur í Blue-höllinni kl. 19:15. Stólastrákar spiluðu reyndar við þá sl. föstudag og við skulum bara ekkert tala um þann leik því það er lítið frá honum að segja þar sem Keflavík pakkaði þeim saman og var með yfirhöndina allan leikinn. Við skulum vona að þeir fari ekki eins illa með okkur í kvöld því það væri mjög sætt að komast áfram í bikarkeppninni eins og stelpurnar náðu að gera á laugardaginn þegar þær mættu Evu og stelpunum í liði Selfoss í Vallarhúsinu á Selfossi og unnu sannfærandi sigur 60-102. 
Meira

Allir í stuðningsmannafatnaðinn í kvöld

Já það er leikur í kvöld hjá meistaraflokki karla á móti Keflavík kl. 19.15 í Blue höllinni og því um að gera að klæða sig upp í stuðningsmannafatnaðinn, setja á sig hattinn og rífa sig í gang fyrir framan sjónvarpið eða skella sér á leikinn ef þið eruð stödd á Reykjavíkursvæðinu. Í gær kom reyndar niðurstaða frá Aga og úrskurðarnefnd KKÍ sem hljóðaði þannig að Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindstóls, fær eins leiks bann og fær því ekki að stýra liðinu í kvöld en strákarnir láta það nú ekki á sig fá því Friðrik Hrafn stígur upp og klárar málið með þeim. 
Meira