Elísa Bríet er íþróttamaður ársins hjá USAH
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
20.12.2024
kl. 17.21
Elísa Bríet Björnsdóttur, fótboltakona frá Skagaströnd, var í gær kjörin íþróttamaður ársins 2024 hjá Ungmennasambandi Austur-Húnvetninga. Kjörinu var lýst við hátíðlega athöfn í Félagsheimilinu á Blönduósi að viðstöddu fjölmenni. Elísa leikur með meistaraflokki Tindastóls. Hún gerði fyrr á árinu þriggja ára samning við félagið og hefur staðið sig frábærlega, segir á huni.is
Meira