Íþróttir

Líf og fjör í Lengjubikarnum

Lið Kormáks&Hvatar og Tindastóls spiluðu um helgina leiki í Lengjubikarnum í knattspyrnu. Tindastólsmenn fóru austur á firði og gerðu góða ferð þangað á meðan að lið Húnvetninga mátti þola fjórða tapið í fjórum leikjum þegar þeir mættu Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ.
Meira

Stólastúlkur með sigur í síðustu umferð Lengjubikarsins

„Við erum mjög ánægð með leikinn í gær heilt yfir. Fylkir féll í fyrra og hefur misst nokkra öfluga leikmenn en voru þó með hörku leikmenn i gær og úr varð mjög flottur leikur,“ sagði Donni þjálfari Sigurðsson þegar Feykir spurði hann hvað honum hefði fundist um leikinn en lið Tindastóls bar sigurorð af Fylki í lokaumferð riðlakeppni Lengjubikarsins á sunnudaginn. Lokatölur 2-0.
Meira

Dagur Þór heiðraður með Silfurmerkinu

Þann 15. mars sl. fór fram Körfuknattleiksþing KKÍ á Grand Hótel í Reykjavík en þingið er haldið annað hvert ár. Á þessu þingi sitja fulltrúar frá aðildarfélögum og sambandsaðilum KKÍ og er stjórn KKÍ kosin á þessu þingi. Þá eru einnig veitt heiðursviðurkenningar og var Dagur Þór Baldvinsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Tindastóls, heiðraður með Silfurmerkinu að þessu sinni. Þeir sem hljóta Silfurmerkið þurfa að hafa unnið vel og dyggilega að eflingu körfuknattleiksíþróttarinnar í áratug eða lengur. Feykir óskar Degi til hamingju með viðurkenninguna.
Meira

Gestirnir höfðu betur í baráttuleik

Það var boðið upp á markaveilsu í blíðunni á Króknum í dag þegar lið Tindastóls tók á móti sameinuðu liði Hattar/Hugins að austan í Lengjubikarnum. Jafnt var í hálfleik, 1-1. en fjör færðist í markaskorunina í síðari hálfleik og fór svo á endaum að gestirnir unnu leikinn 3-4 eftir mark í uppbótartíma.
Meira

Njarðvíkingar brugðu fæti fyrir lið Tindastóls

Tindastólsmenn spiluðu í gær við lið Njarðvíkur í spunkunýju Ljónagryfjunni í næstsíðustu umferðinni í Bónus deildinni þennan veturinn. Umræðan hjá spekingum hefur mestmegnis verið á þá leið að það væri nánast formsatriði fyrir Stólana að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en útileikur í Njarðvík og heimaleikur gegn Val eru ekki beinlínis léttasta leiðin að deildarmeistaratitlinum þegar allt er í járnum. Það fór svo að Njarðvíkingar voru frískari og þá sér í lagi byrjunarlið þeirra sem skoraði öll stig liðsins utan einhverra sex sem SnjólfurStefánsson gerði. Lokatölur voru 101-90.
Meira

Þriðja mótið í Skagfirsku mótaröðinni framundan

Þriðja mótið í Skagfirsku mótaröðinni verður haldið í Svaðastaðahöllinni 22.mars næstkomandi kl 10:00. Keppt verður í Tölti og skeiði.
Meira

Úrslitakeppnin verður ótrúleg!

Feykir sagði frá því í morgun að Stólastúlkurnar hans Israel Martin hefðu í gær tryggt sæti sitt í efstu deild og sömuleiðis þátttökurétt í úrslitakeppni Bónus deildarinnar sem hefst um mánaðamótin næstu. Þær eiga þó enn eftir að spila við lið Stjörnunnar hér heima og þá kemur í ljós hverjir andstæðingarnir verða í úrslitakeppninni og dreymir örugglega marga að öflugt lið Þórs á Akureyri verði andstæðingurinn – í það minnsta upp á stemninguna. Israel Martín svaraði nokkrum spurningum Feykis í morgun.
Meira

Langþráður og mikilvægur sigur Stólastúlkna

Það var mikið undir í gærkvöldi þegar lið Tindastóls og Grindavíkur mættust í B-riðli Bónus deildar kvenna í næst síðustu umferð deildarkeppninnar. Það mátti líka greina það á leikmönnum sem voru ansi mistækir og mikið um tapaða bolta. Allt stefndi þó í sigur Tindastóls sem hafði tíu stiga forystu þegar þrjár mínútur voru til leiksloka en þá gerðu gestirnir tíu stig í röð og jöfnuðu leikinn þannig að það þurfti að framlengja. Lið Tindastóls reyndist heldur sterkara og landaði mikilvægum sigri. Lokatölur 88-85.
Meira

Spánverjar höfðu betur gegn Íslandi

Íslenska U17 landslið stúlkna lék annan leik sinn í seinni umferð riðlakeppninnar í dag þegar þær mættu liði heimastúlkna frá Spáni. Þær spænsku höfðu talsverða yfirburði í leiknum en tókst aðeins að koma boltanum í mark Íslands í eitt skipti. Lokatölur því 1-0 fyrir Spán og Ísland hefur því tapað báðum leikjum sínum hingað til með eins marks mun.
Meira

Frábær árangur Tindastólskrakka á badmintonmótum undanfarið og nóg framundan

Á Facebook-síðu Badmintondeildar Tindastóls segir að um nýliðna helgi fór Landsbankamót ÍA fram á Akranesi þar sem keppt var í einliðaleik og tvenndarleik. Tindastóll sendi fjóra keppendur til leiks, þau Sigurbjörgu Sól og Víking Tý sem kepptu í U13, Júlíu Marín sem keppti í U15 og Emmu Katrínu sem keppti í U17. Tindastólskrakkarnir stóðu sig frábærlega og unnu öll til verðlauna á þessu móti.
Meira