A-Húnavatnssýsla

Árstíðir með tónleika í Blönduóskirkju

Hljómsveitin Árstíðir fagnar útgáfu nýjustu breiðskífu sinnar “VETRARSÓL” með því að halda tónleika í Blönduóskirkju sunnudaginn 6. apríl kl. 17:00. Forsala miða er á tix.is en einnig verður selt inn við hurð og er miðaverð 4.900 kr.
Meira

Jólahúnar styrkja Hollvinasamtök HSB

Stjórn Hollvinasamtaka heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduós mætti í fundarsal HSB þann 19. mars sl. Tilefni fundarins var að formaður Jólahúna 2024 hún Árný Björk Brynjólfsdóttir kom til fundar við stjórnina og færði henni að gjöf kr. 750.000 sem er afrakstur tónleika sem haldnir voru í desember sl.
Meira

„Þau kynni gengu aðallega út á að hlýja sér þegar maður kom hálf frosinn neðan úr Slipp“

Hann Björn J. Sighvatz býr á Sauðárkróki og nær því að vera einn af orginölunum á Króknum samkvæmt skilgreiningu Binna Júlla. Bjössi er giftur henni Drífu sinni og eiga þau tvö börn. Bjössi hefur unnið við kennslu í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra síðastliðin þrjátíu ár.
Meira

Framkvæmdir við höfnina ganga ágætlega

„Framkvæmdir við Ásgarð ganga vel, Borgarverk er langt komið með sinn verkhluta. Þeir hafa verið með 4-5 starfsmenn á Skagaströnd og stórvirkar vinnuvélar og bíla eftir þörfum síðan þeir byrjuðu fyrir alvöru í september. Þeir luku við að reka niður stálþilið, rétta það af, fylla og þjappa efni í garðinn 6. mars sl.," segir Baldur Magnússon hafnarstjóri á Skagaströnd þegar Feykir forvitnaðist um hvernig framkvæmdir gengju fyrir sig.
Meira

Opið fyrir skráningar á skákmótið á Blönduósi sem fer fram dagana 15.-21. júní

Skáksamband Íslands ætlar að bregða á leik í sumar í tilefni af 100 ára afmæli sínu segir á fréttavefnum huni.is. En haldið verður Icelandic Open - Opna Íslandsmótið í skák á Blönduósi dagana 15.-21. júní. Tefldar verða níu umferðir á sjö dögum í Krúttinu í gamla bænum. Skákhátíðin hefst með aðalfundi sambandsins sem fram fer laugardaginn 14. júní og lýkur með sterku hraðskákmóti, Blönduós Blitz, sem fram fer 22. júní. Búið er að opna fyrir skráningu í mótið. Góð verðlaun verða á mótinu og verða þau gerð opinber í vikunni. Alls konar skemmtilegir hliðarviðburðir fara fram mótinu samhliða en þeir verða auglýstir síðar.
Meira

Er í lagi með brunavarnirnar á þínu heimili?

Í upphafi árs framkvæmdi HMS árlega skoðanakönnun um brunavarnir heimilanna. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að reykskynjarar eru á 96 prósent heimila landsins, helmingur þeirra landsmanna sem eru með slökkvitæki á heimilum sínum yfirfara tækin ekki og 45 prósent íbúða á leigumarkaði eru ekki með eldvarnarteppi. Niðurstöður könnunarinnar sýna að ástand brunavarna á heimilum er almennt gott. Einn eða fleiri reykskynjarar eru á 96 prósent heimila, 80 prósent heimila eru með slökkvitæki og 66 prósent með eldvarnarteppi.
Meira

Verkefnið "Gleði í gömul hjörtu" gladdi svo sannarlega

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er mjög iðið við að segja frá verkefnum sem hafa hlotið styrk úr Uppbyggingasjóði. Nú á dögunum sögðu þau frá fallegu og góðu verkefni sem er gott dæmi um hvernig list og menning geta sameinað kynslóðir og fært gleði inn í daglegt líf fólks. Helgina 15.-16. mars hélt kvartett frá Skagaströnd tónleika fyrir íbúa nokkurra öldrunarstofnana á Norðurlandi vestra og hét verkefnið því fallega nafni "Gleði í gömul hjörtu". Verkefnið snérist um að færa eldri kynslóðinni lifandi tónlist með skemmtilegum og léttum lögum sem margir þekkja. Kvartettinn hélt tónleika á HSN á Sauðárkróki, Hjúkrunarheimilinu Sæborg á Skagaströnd, HSN á Blönduósi og HVE á Hvammstanga.
Meira

900 þús. úr Hvatasjóði til Norðurlands vestra

Á umfi.is segir að þrjátíu verkefni um allt land hljóta styrki upp á samtals 20,3 milljónir króna úr Hvatasjóði íþróttahreyfingarinnar. Þetta var í fyrsta skiptið sem veitt er úr sjóðnum, sem styrkir verkefni sem stuðla eiga að útbreiðslu íþróttastarfs og þátttöku allra barna á Íslandi. Næsti umsóknarfrestur verður nú í vor en alls eru 70 milljónir króna í sjóðnum árlega.
Meira

Mislitir sokkar til að fagna fjölbreytileikanum

Á morgun er alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis en 21. mars ár hvert er tileinkaður heilkenninu og honum fagnað víða um heim. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 2011 að 21. mars ár hvert skuli vera Alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis en eitt barn af hverjum sjö hundruð sem fæðast í heiminum er með Downs-heilkenni.
Meira

Lára Sigurðardóttir söng sig inn á Samfés

Síðastliðinn föstudag, 14. mars, fór fram Norður Org, söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi, fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Var þetta í fyrsta skipti sem þessi keppni er haldin á Króknum og voru þar samankomin um 550 ungmenni frá félagsmiðstöðvum víðsvegar af Norðurlandi til þess að fylgjast með sínum fulltrúum spreyta sig á sviðinu.
Meira