A-Húnavatnssýsla

Norð-vestlensku liðin áttu góðan dag í gær

Kormákur/Hvöt skruppu á Akranes og spiluðu við Kára í 2. deildinni og gerðu sér lítið fyrir og unnu 2 – 3. K/H komst í 2-0 með mörkum frá Abdelhadi Khalok El Bouzarrari og Goran Potkozarac. Börkur Bernharð Sigmundsson minkaði muninn fyrir Kára en Abdelhadi Khalok El Bouzarrari kom K/H í 3-1. Sigurjón Logi Bergþórsson klóraði aðeins í bakkann í restina en leikurinn endaði því 2-3 fyrir Kormák/Hvöt og sitja þeir núna í 6. sæti í deildinni.
Meira

Kormákur/Hvöt með fjórða sigurinn í röð

Það var hátíðarbragur á liði Kormáks Hvatar í gær enda tilefni til þegar það atti kappi við topplið 2. deildar, Ægi frá Þorlákshöfn. Leikurinn fór fram á Hvammstanga þar sem bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi fer fram. Kormákur Hvöt gerði sér lítið fyrir og sigraði toppliðið í skemmtilegum leik 3-2. Moussa Ismael Sidibe Brou skoraði fyrstu tvö mörkin fyrir Kormák Hvöt en Ægir minnkaði muninn áður en flautað var til hálfleiks.
Meira

Bríet frábær í Gránu

Tónlistarkonan góðkunna Bríet hélt tónleika á Króknum í gærkvöldi ásamt meðspilurum sínum þeim Magnúsi Jóhanni og Bergi Einari. Heimamaðurinn Atli Dagur hitaði upp.
Meira

Loks mátti lið Akureyringa lúta í gras á Króknum

Það urðu talsvert tíðindi í kvöld þegar lið Tindastóls tók á móti vinum okkar í Þór/KA í Bestu deildinni í knattspyrnu. Stólastúlkur höfðu aldrei borið sigurorð af grönnum sínum í leik á Íslandsmóti en á því varð kærkomin breyting og þetta var enginn heppnissigur. Heimaliðið skapaði sér betri færi í leiknum með góðri pressu og snöggum og hnitmiðuðum skyndisóknum á meðan að gestirnir voru meira með boltann en sköpuðu fá ef einhver færi. Lokatölur 2-0 og þrjú góð stig í sarpinn.
Meira

Opið hús hjá Nes listamiðstöð á sunnudag

Öllum er velkomið að kíkja við í kaffi í Nes listamiðstöð á Skagaströnd nú á sunnudaginn en opið hús verður þar frá kl. 16-18. Níu listamenn dvelja nú á Skagaströnd og þróa og stunda list sína sem er af margvíslegum toga. teikningar, málun, vaxþol litun (rōzome), pin-holuljósmyndun, textagerð, ljóðlist, kvikmyndagerð og skúlptúr ásamt öðrum miðlum.
Meira

Akureyringarnir koma!

Það er leikur í kvöld. Grannar okkar frá Akureyri, lið Þórs/KA, mæta á Krókinn og spila við Stólastúlkur í Bestu deildinni en þetta er fyrsti leikur liðanna að loknu EM fríi. „Leikirnir við Þ/K undanfarin ár hafa verið mjög skemmtilegir og spennandi oft á tíðum. Síðustu tvö ár höfum við gert jafntefli hér á heimavelli á móti þeim svo við vonumst til að geta breytt því í sigur í dag,“ sagði Donni þjálfari þegar Feykir spurði hann út í viðureignina.
Meira

Breytingar í starfsmannahaldi hjá Kormáki/Hvöt

Tveir leikmenn hafa í vikunni samið við Kormák/Hvöt um að spila með liðinu út tímabilið nú þegar leikmannaglugginn hefur opnað. Það eru Federico Ignacio Russo Anzola sem lék áður með KF og Bocar Djumo sem ku hafa raðað inn mörkum í 4. deild í Þýskalandi. Á móti kemur að Acai Elvira Rodriguez og Jaheem Burke hafa hoppað af húnvetnska vagninum sem og Ingvi Rafn Ingvarsson fyrrum þjálfari liðsins.
Meira

Bríet í Gránu og Krúttinu

Bríet hefur ferðast um landið í sumar með vinum sínum Magnúsi Jóhanni og Bergi Einari og spila þau fyrir ykkur uppáhalds lögin ykkar og kynna fyrir ykkur glæný lög í leiðinni.
Meira

„Algerlega sturlað flott hjá þeim að vera taplausar í sumar“

Það var stúlknaleikur á Sauðárkróksvelli í gær þegar lið Tindastóls/Hvatar(Kormáks tók á móti Hafnfirðingum í sameinuðu liði FH/ÍH í B-deild 2. flokks. Þegar kom að þessum leik hafði liðið okkar unnið alla fimm leiki sína í sumar og sat í efsta sæti deildarinnar. Gestirnir komust snemma í forystu en heimastúlkur jöfnuðu og lokatölur 2-2.
Meira

Mikil ánægja með Húnavöku

Húnavaka var haldin 17. – 20. júlí á Blönduósiog tókst með eindæmum vel til. Feykir hafði samband við Kristínu Lárusdóttur, menningar og tómstundaráðgjafa í Húnabyggð, og spurði út þessa metnaðarfullu og fjölbreyttu bæjarhátíð.
Meira