A-Húnavatnssýsla

Rætt við Grím Rúnar í tilefni 100 ára afmælishátíðar Hvatar á laugardaginn

Það stendur mikið til á Blönduósi nú á laugardaginn því þá fagnar Ungmennafélagið Hvöt 100 ára afmæli sínu með pompi og prakt. Það er því við hæfi að leggja nokkrar spurningar fyrir formann félagsins en það er Grímur Rúnar Lárusson. Grímur er innfæddur Blönduósingar og býr þar, er löglærður fulltrúi sýslumanns að aðalstarfi en í hjáverkum er hann sveitarstjórnarfulltrúi í Húnabyggð og formaður Umf. Hvatar.
Meira

Rótarýklúbburinn býður til ókeypis jólahlaðborðs í tíunda sinn

Það styttist í aðventuna og í Skagafirði verða ljós tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi laugardaginn 30. nóvember. Sama dag standa Rótarýfélagar fyrir jólahlaðborði í íþróttahúsinu en þangað er öllum boðið og borða saman hangikjöt eða hamborgarhrygg og annað sem nauðsynlegt er. „Okkur Rótarýfélögum finnst þetta afskaplega gefandi, skemmtilegt og mikilvægt verkefni þar sem við sýnum í verki að við viljum láta gott af okkur leiða fyrir samfélagið,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, forseti Rótarýklúbbs Sauðárkróks, í spjalli við Feyki.
Meira

Óvissa í kjölfar niðurstöðu héraðsdóms varðandi undanþágu frá samkeppnislögum

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu sl. mánudag að breytingar á búvörulögum, þar sem framleiðendafélögum var veitt undanþága frá ákvæðum samkeppnislaga, sem samþykktar voru á Alþingi í mars síðastliðnum, hefðu strítt gegn áskildum fjölda umræðna á Alþingi og hafi af þeim sökum ekki lagagildi. Eins og greint hefur verið frá þá keypti Kaupfélag Skagfirðinga í kjölfarið Kjarnafæði - Norðlenska og var langt komið með að kaupa B.Jensen í Eyjafirði.
Meira

Horfði á alþingisrásina eftir skóla

María Rut Kristinsdóttir er oddviti Viðreisnar í Norðvestur kjördæmi. María er gift Ingileif Friðriksdóttur, eiga þær saman þrjú börn og einn hund. Búsettar í Reykjavík en alltaf með annan fótinn á Flateyri og Ísafirði. María hef starfað sem aðstoðarmaður formanns Viðreisnar síðan 2017 (með stuttu hléi).
Meira

Engin eftirspurn eftir vindorkuverum | Eldur Smári Kristinsson skrifar

Vindorka hefur verið eitt af gæluverkefnum fráfarandi ríkisstjórnar sem hefur notið góðs af þeim opna krana sem hefur verið úr ríkissjóði til handa þeim sem telja sig vera ómissandi. Í þessari kosningabaráttu sem er nú að ná hámarki hefur þessu umræðuefni brugðið fyrir þegar orkuþörf Íslendinga og loftslagsmálin eru rædd á meðal frambjóðenda.
Meira

Kosningar til Alþingis | Högni Elfar Gylfason skrifar

Undanfarið hefur mikill hamagangur verið í landsmálunum og pólitíkinni. Hin ólánlega ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sprakk með látum og boðað hefur verið til alþingiskosninga. Ekki er með góðu móti hægt að halda því fram að landsmenn hafi orðið hissa eftir óstjórn og síendurtekin átök innan stjórnarinnar. Reyndar gerði nýr formaður Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir, tilraun til að telja fólki trú um að hún hefði orðið hissa, en þær tilraunir hafa í besta falli vakið mönnum kátínu eftir þær yfirlýsingar og afarkosti sem hún og landsfundur VG settu samstarfsflokkum sínum fyrir skemmstu.
Meira

Kjördæmaþáttur RÚV í beinu streymi á Feyki

Klukkan 18:10 í kvöld hefst fundur oddvita allra framboða í Norðvesturkjördæmi sem bjóða fram til kosninganna 30. nóvember nk. Þátturinn verður sendur út frá Ráðhúsi Akraneskaupstaðar en umfjölluninni stýra fréttamenn Ríkisútvarpsins, Freyr Gígja Gunnarsson og Gréta Sigríður Einarsdóttir. Allir oddvitar hafa boðað komu sína.
Meira

Ragnhildur sigraði Söngkeppnina á Menningarkvöldi NFNV

Menningarkvöld NFNV var haldið sl. föstudagskvöld í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Mikill metnaður var settur í að gera kvöldið sem allra flottast. Ekki verður hægt að segja að veðrið hafi verið með nemendum í liði þetta kvöld, því veturinn skall á með látum og víða óveður og vetrarfæri sem setti þó ekki meira strik í reikninginn en það að rétt tæplega tvöhundruð manns létu veðrið ekki stoppa sig.
Meira

Börn á Íslandi, best í heimi!

Ef marka má tímann sem fer í samfélagsumræðu fullorðins fólks um aðstæður, líf og framtíð barna og ungmenna mætti ætla að börn hefðu aldrei haft það betra og að það að vinna með börnum og ungmennum séu mikilvægustu störf þjóðarinnar. Að vera foreldri og sinna fjölskyldulífi með börnum og ungmennum sé sannkallað virðingarhlutverk en ekki baggi á atvinnulífinu sem þurfi að leysa á sem ódýrastan hátt.
Meira

Himnastiginn tók flugið á ný

Feykir sagði í fyrra frá því stórskemmtilega verkefni í Húnabyggð að byggja stiga upp á Skúlahól í Vatnsdalnum. Nú í byrjun september fauk stiginn, sem er kallaður Himnastiginn, hins vegar í sunnan hvassviðri og brotnaði en honum var fljótlega komið fyrir á ný. Nú fyrir helgi var bálhvasst í Vatnsdalnum og himnastiginn tók flugið á ný – mætti halda að hann sé í samkeppni við flugfélögin í áætlanarflugi.
Meira