A-Húnavatnssýsla

Meirihluti þeirra sem sagt var upp á Blönduósi kominn með aðra vinnu

RÚV segir frá því að rúmlega helmingur þeirra 22 sem misstu vinnuna í hópuppsögn sláturhússins á Blönduósi hafi fengið aðra vinnu og ætli að vera um kyrrt í sveitarfélaginu. Pétur Arason sveitarstjóri Húnabyggðar segir það hafa gengið vonum framar að halda í fólkið áfram.
Meira

Ráðstefna um menningarferðaþjónustu og ferðamálastefnu til 2030

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG), sem Háskólinn á Hólum er stofnaðili að, stendur að ráðstefnunni Menningarauðlind ferðaþjónustunnar. Í frétt á vef Háskólans á Hólum segir að ráðstefnan sé um menningarferðaþjónustu og nýja ferðamálastefnu til 2030. Ráðstefnan erður haldin þann 14. maí í Hofi á Akureyri.
Meira

Efling stafrænnar getu í ferðaþjónustu á Norðurlandi

Samtök ferðaþjónustunnar, Markaðsstofa Norðurlands og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stóðu nýlega fyrir áhugaverðum viðburði sem haldinn var með það að markmiði að efla stafræna getu ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi. Fundarstjóri var Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, framkvæmdastjóri SSNV. Davíð Jóhannsson, ráðgjafi SSNV á sviði ferðamála, var einnig meðal þeirra fjölmörgu sem mættu á viðburðinn.
Meira

Tónleikar í Hólaneskirkju í kvöld

Sjaldan hefur jafn stór hópur framhaldsnemenda verið í flautusamspili Tónlistarskólans á Akureyri. Dagana 24.-29. apríl ætla sex nemendur þaðan og einn píanónemandi að fara til Frakklands í tónleika- og menningarferð. Kennararnir Petrea Óskarsdóttir (flauta) og Þórarinn Stefánsson (píanó) hafa undirbúið nemendurna fyrir tónleikana og verða fararstjórar. Hópurinn hélt tónleika í Akureyrarkirkju miðvikudaginn 9. apríl sl. og á Skagaströnd í kvöld og hitar upp fyrir utanlandsferðina.
Meira

Það lengist í gulu veðurviðvöruninni

Nokkuð snjóaði í snarpri norðanátt í nótt hér Norðvestanlands en þó ekki meira en svo að varla er hægt að tala um hvíta jörð í byggð. Reiknað var með að gul veðurviðvörun dytti niður upp úr hádegi í dag en Veðurstofan hefur framlengt í þeirri viðvörun sem stendur nú fram á aðfaranótt þriðjudags. Veðrið gengur að mestu niður í dag en áfram verður hvasst á Ströndum fram yfir miðnætti og af þeim sökum hangir viðvörunin inni.
Meira

Boðað til samverustundar í FNV á þriðjudaginn

Drengirnir fjórir sem lentu í alvarlegu umferðaóhappi við Grafará í fyrrakvöld voru allir lagðir inn á gjörgæslu á Landspítalanum. Mbl.is hefur eftir Þorkeli V. Þorsteinssyni, settum skólameistara FNV, að þrír piltanna séu nemendur við skólann. Skólinn hefur því boðað til samverustundar í Bóknámshúsinu á Sauðárkróki þriðjudaginn 15. apríl kl. 17 og er öllum velkomið að mæta.
Meira

Húnvetningar lögðu Sandgerðinga í Lengjubikarnum

Lið Kormáks/Hvatar spilaði loks síðari heimaleik sinn í Lengjubikarnum í dag og var leikið í Skessunni í Hafnarfirði. Um var að ræða frestaðan leik en mótherjinn var lið Reynis Sandgerði sem var sæti ofar Húnvetningum í riðli 1 í B-deild keppninnar – með eitt stig. Heimaliðið hafði því tapað öllum fjórum leikjum sínum hingað til en þeir nældu í fyrsta sigur undirbúningstímabilsins og lögðu Sandgerðinga 3-2.
Meira

Veður versnar í kvöld og færð gæti spillst

Gul veðurviðvörun tekur gildi á Norðurlandi vestra og Ströndum nú kl. 18:00 en Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan 13-20 m/s á svæðinu með snjókomu og skafrenning, einkum til fjalla. Búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Viðvörunin stendur til kl. 14:00 á morgun, mánudag.
Meira

Skandall sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd MA

Söngkeppni framhaldsskólanna fór fram í kvöld í Háskólabíói í Reykjavík. Í fyrra var það Emelíana Lillý sem söng til sigurs fyrir FNV en hljóðneminn góði fór ekki langt því stúlknabandið Skandall, sem er hálfhúnvetnskt og keppti fyrir hönd MA, gerði sér lítið fyrir og sigraði með lagið Gervi ástin mín sem MUSE gerðu vinsælt undir nafninu Plug In Baby. Til hamingju Skandall!
Meira

„Hann skildi fá peysu í jólagjöf þó það væri ekki nema partar af henni“

Ása Björg Ingimarsdóttir er hornóttur Skagfirðingur og býr á Sauðárkróki ásamt kærasta og barnsföður sínum honum Grétari Þór Þorsteinssyni, hreinræktuðum Skagfirðingi langt aftur (ef hann væri hross fengist örugglega mikið fyrir hann, segir Ása), ásamt kærleikskraftaverkunum þeirri þremur og tíkinni Þoku. Ása er kvikmyndagerðarmaður frá Kvikmyndaskóla Íslands, ferðamálafræðingur og viðburðastjórnandi frá Háskólanum á Hólum. Þau fjölskyldan fluttu aftur heim á Sauðárkrók seint á Covid-árinu 2020, eftir margra ára búsetu í Reykjavík og Keflavík.
Meira