A-Húnavatnssýsla

Árlega garðfuglahelgin framundan

Hin árlega garðfuglahelgi að vetri verður 24.-27. janúar að öllum fjórum dögum meðtöldum. Um er að ræða helgi þegar fuglaáhugafólk um land allt telur fuglategundir í görðum.
Meira

Chili con carne og hafrabollur | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 3, 2024, voru þau Sveinbjörg Rut Pétursdóttir og Matthías Rúnarsson en þau búa á Hvammstanga ásamt dóttur þeirra, Ragnheiði. Sveinbjörg og Matthías vinna bæði hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), Matthías sem bókari og Sveinbjörg sem atvinnuráðgjafi. Matthías er menntaður sem löggiltur bókari og Sveinbjörg er með master í alþjóðaviðskiptum. „Við Matti gerum þessa mjög oft enda einfalt að elda en umfram allt mjög bragðgóð.“
Meira

Birgitta og Elísa Bríet í landsliðshópi U17

Þær stöllur og sparksnillingar frá Skagaströnd, Birgitta Rún Finnbogadóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir, slá ekki slöku við í boltanum. Þær hafa verið viðloðandi U17 landsliðshóp Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara Íslands síðustu misserin og nú þegar æfingamót í Portúgal stendur fyrir dyrum dagma 20.-29. janúar þá eru þær að sjálfsögðu í hópnum sem ætti að öllu jöfnu að hafa lagt land undir fót í dag.
Meira

Öxnadalsheiði og Siglufjarðarvegur lokaðir

Leiðindaveður er víða um land á þessum mánudegi og þannig er gul veðurviðvörun á Norðurlandi vestra og er reiknað með að henni verði aflétt undir kvöldmatarleytið í dag. Hvasst er á Skaga og nyrst á Tröllaskaga og reiknað er með auknum vindi í nágrenni Blönduóss. Vegir úr Skagafirði yfir í Eyjafjörð eru lokaðir sem stendur. Appelsínugul viðvörun er sem stendur á Auaturlandi og þar hafa nokkur hús á Seyðisfirði og í Neskaupstað verið rýmd.
Meira

Óvænt vorveður veldur usla

Það er óhætt að segja að veðrið hafa tekið minnsta kosti tvær U beygjur síðastliðna viku þegar það snögg hlýnaði og „vorleysingar“ komu með látum. Jakahlaup varð í Vesturdalnum sem ekki hefur gerst í áratugi og Héraðsvötnin flæddu yfir og allt umkring. Sem er svo sem ekki að gerast í fyrsta skipti en magnið var óvanalega mikið að þessu sinni og fór svo að þau flæddu yfir þjóðveginn fyrir neðan bæinn Miðhús í Blönduhlíð. Feykir hafði samband við Guðrúnu Helgu bónda í Miðhúsum og tók púlsinn.
Meira

Áfram Tinder ... stóll! | Leiðari 2. tbl. Feykis

Þá erum við landsmenn komnir í sæng með Valkyrjunum eldhressu og nú verður gengið vasklega til verks, ermar verða uppbrettar, framtíðin björt og lífið fallegt. Þær Kristrún Frosta, Þorgerður Katrín og Inga Sæland komu, sáu og sigruðu – já, jafnvel Sigurjón digra – í alþingiskosningunum í lok nóvember og þær mynduðu síðan stjórn fyrir jól.
Meira

Ismael Sidibé skrifar undir samning við Kormák/Hvöt

Það er talsvert meira að frétta úr fótboltanum vestan Þverárfjalls en austan þess og svo mikið að gerast á Aðdáendasíðu Kormáks að þar vinna menn í akkorði. Þar hafa verið kynntir til sögunnar allir leikir sumarsins og sagt frá samningum við unga og efnilega knattspyrnumenn í hinu víðfema Húnaþingi. Í gær var síðan sagt frá því að markaskorarinn fílbeiníski, Ismael Sidebé, hafi endurnýjað samning sinn við lið Kormáks/Hvatar.
Meira

Þórhallur Ásmundsson látinn

Þórhallur Ásmundsson, fyrrverandi ritstjóri Feykis til rúmra 16 ára, lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar þann 14. janúar síðastliðinn. Hann lætur eftir sig eiginkonu, tvö uppkomin börn og þrjú fósturbörn ásamt barnabörnum og barnabarnabörnum. Starfsfólk Feykis sendir hlýjar kveðjur til fjölskyldu Þórhalls og vina.
Meira

Sveitarstjóri óskar eftir fundi með innviðaráðuneytinu og Fjarskiptastofu

Sagt hefur verið frá því að aðfaranótt 15. janúar hafi í annað skiptið á stuttum tíma allt fjarskiptasamband rofnaði við Skagaströnd vegna strengslits á stofnstreng milli Skagastrandar og Blönduóss.
Meira

Enn einu sinni rofnaði ljósleiðarinn við Skagaströnd

Síma- og netsamband lá niðri á Skagaströnd frá miðnætti og fram undir morgun. Í frétt á RÚV segir að þetta sé í þriðja skiptið á rúmu ári sem ljósleiðarastrengur fer í sundur í leysingum í Hrafnsá. Bráðabirgðaviðgerð var gerð á strengnum í sams konar bilun í desember en í leysingum í gærkvöldi felldi klakastykki annan staurinn sem hélt ljósleiðarnum uppi við ána.
Meira