Norð-vestlensku liðin áttu góðan dag í gær
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
31.07.2025
kl. 09.12
Kormákur/Hvöt skruppu á Akranes og spiluðu við Kára í 2. deildinni og gerðu sér lítið fyrir og unnu 2 – 3. K/H komst í 2-0 með mörkum frá Abdelhadi Khalok El Bouzarrari og Goran Potkozarac. Börkur Bernharð Sigmundsson minkaði muninn fyrir Kára en Abdelhadi Khalok El Bouzarrari kom K/H í 3-1. Sigurjón Logi Bergþórsson klóraði aðeins í bakkann í restina en leikurinn endaði því 2-3 fyrir Kormák/Hvöt og sitja þeir núna í 6. sæti í deildinni.
Meira