A-Húnavatnssýsla

Stórskemmtilegir tónleikar „Heima í stofu“

Heima í stofu - tilraunaverkefnið hans Áskels Heiðars var haldið 30.apríl síðastliðinn og er ekki annað að sjá en að gestir og tónlistarfólk hafi verið í skýjunum með þetta glænýja tónleika fyrirkomulag sem vonandi er þetta komið til að vera. 
Meira

Kosning biskups Íslands, síðari umferð 2024

Nú á hádegi 2. maí hófst kosning biskups Íslands og stendur hún til kl. 12.00 á hádegi 7. maí 2024.
Meira

Rúmlega 200 manns hlupu fyrir Einstök börn á Sauðárkróki

Rúmlega 200 manns mættu í blíðskapar veðri í styrktarhlaup fyrir Einstök börn-Stuðningfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni. Það var hlaupahópurinn 550 Rammvilltar sem hélt hlaupið í annað sinn á Sauðárkróki þann 1. maí síðastliðinn.
Meira

Birna Ágústsdóttir sett tímabundið sem sýslumaður á Vesturlandi

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur sett Birnu Ágústsdóttur, sýslumann Norðurlands vestra, tímabundið sem sýslumann á Vesturlandi, frá 1. júní nk. til og með 31. maí 2025. Tilefni setningarinnar er beiðni Ólafs Kristófers Ólafssonar, sýslumanns, um lausn frá embætti. Birna mun gegna báðum embættunum á framangreindu tímabili.
Meira

Grillaður fiskur og tiramisu

Matgæðingar vikunnar í tbl 24 í fyrra voru Ágúst Andrésson, þá forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS, og Guðlaug Kristín Pálsdóttir, sérfræðingur á Brunavarnasviði HMS. Ágúst og Guðlaug búa saman á Sauðárkróki og er Gústi borinn og barnfæddur í Skagafirði, nánar tiltekið á Bergstöðum, en Gulla ólst upp í Reykjavík og fluttist á Sauðárkrók í miðju Covid árið 2020. Þau erum eigendur að Norðar ehf. sem m.a. flytur inn vín frá Moldóvu og Ítalíu og hafa einnig staðið í eigin veitingarekstri og hafa mjög gaman af því að ferðast og borða góðan mat.
Meira

Sterk hreyfing – sterkt samfélag

Verkalýðsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í Húnabyggð 1. maí undir yfirskriftinni Sterk hreyfing – sterkt samfélag. Kaffiveitingar verða að venju í Félagsheimilinu á Blönduósi og hefst dagskráin klukkan 15. Ræðumaður dagsins er Sigurey A. Ólafsdóttir, formaður Stéttarfélagsins Samstöðu.
Meira

Varmahlíðarskóli tryggði sér sæti í úrslitum Skólahreysti

Fjórir skólar af Norðurlandi vestra tóku í gær þátt í sjöunda riðli Skólahreysti en keppnin fór fram í Höllinni á Akureyri. Það var lið Varmahlíðarskóla sem sigraði og tryggði sér þannig sæti í úrslitunum sem fram fara í Laugardalshöll síðar í maí. Þá varð Grunnskólinn austan Vatna í öðru sæti riðilsins. Áður hafði Grunnskóli Húnaþings vestra tryggt sig inn í úrslitin og það verða því tveir skólar af Norðurlandi vestra á meðal þeirra tólf skóla sem keppa til úrslita.
Meira

Samvinnurými á Skagaströnd hlaut 15 milljón króna styrk

SSNV og sveitarfélagið Skagaströnd hafa undirritað samning vegna 15 milljón króna styrks til að skapa samvinnurými á Skagaströnd. Í frétt á vef SSNV segir að markmiðið með verkefninu sé að skapa samvinnurými á Skagaströnd með því að standsetja og markaðssetja húsnæði í eigu sveitarfélagsins, skapa forsendur fyrir léttan iðnað í hluta hússins og aðstöðu fyrir frumkvöðla og minni fyrirtæki í öðrum hluta þess.
Meira

Skagabyggð hlaut styrk vegna Verndun Kálfshamarsvíkur

Skagabyggð hlaut fyrir helgi styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða að upphæð 3.600.000 kr. vegna verkefnisins Verndun Kálfshamarsvíkur sem miðar að því að hreinsa í burtu núverandi girðingar á deiliskipulagssvæðinu og girða svæðið af upp á nýtt. Einnig á að hnitsetja og merkja um 3 km langa gönguleið og setja tréstíga yfir blautustu svæðin á þeirri leið.
Meira

Skagaströnd fékk rúmlega 41 milljón króna styrk vegna Spákonuhöfða

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, úthlutaði fyrir helgi úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2024. Tvö verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrki og annað þeirra var merkt Sveitarfélaginu Skagaströnd, styrkur að upphæð kr. 41.105.000 vegna verkefnisins Spákonufellshöfðu: Aðgengi fyrir alla.
Meira