Rabb-a-babb

Rabb-a-babb 233: Baldur Hrafn

Í byrjun sumars var Baldur Hrafn Björnsson ráðinn sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Hann er að sjálfsögðu fluttur á Krókinn þar sem hann býr með henni Steinunni Önnu ásamt dóttur þeirra, Hönnu Brá, sem er tveggja ára. „Fyrir á ég svo Magnús Elí, 17 ára, sem býr hjá okkur, og Söru Maríu, 19 ára, sem býr á Ísafirði,“ segir Baldur Hrafn.
Meira

Rabb-a-babb 232: Rósa

Gerður Rósa Sigurðardóttir á Hvammstanga svarar Rabb-a-babbi að þessu sinni. Hún er uppalin á Kolugili í Víðidal, undan Nínu Sig og Sigga, eins og hún segir sjálf. Rósa starfar sem skrifstofustjóri hjá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga og er stundum meðhjálpari. Hún er tamningamaður að mennt frá Hólaskóla og er gift Kristjáni Svavari en saman eiga þau þrjú börn.
Meira

Rabb-a-babb 231: Valdimar

Að þessu sinni er það Valdimar H. Gunnlaugsson sem svarar Rabb-a-babbi. Hann býr á Hvammstanga og á þrjá stráka; Viktor Kára, Róbert Sindra og Tómas Braga. „Mamma mín heitir Anna Rósa Jóhannsdóttir og pabbi minn hét Gunnlaugur Pétur Valdimarsson. Fyrstu árin mín bjó ég á Kollafossi í Miðfirði en flutti tíu ára til Dalvíkur og kláraði þar grunnskólann,“ segir Valdimar en hann er enn í grunnskólanum, kennir við Grunnskóla og Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Hann er fæddur 1985.
Meira

Rabb-a-babb 230: Hákon Þór

Það er Hákon Þór Svavarsson sem svarar Rabbinu að þessu sinni en hann var einn af fimm keppendum Íslands á Ólympíuleikunum í París en Hákon Þór keppti í haglabyssuskotfimi, svokölluðu skeet, en þar er skotið á leirdúfur. Þetta sport hefur hann æft í 25 ár. Hann endaði í 23. sæti í París 2024, Íslandsmetið hans er 122 af 125 sem hann setti í fyrra og þá varð hann Norðurlandameistari 2022.
Meira

Rabb-a-babb 229: Helga Björg kírópraktor

Helga Björg Þórólfsdóttir er fædd árið 1989 dóttir þeirra heiðurshjóna Þórólfs Péturssonar frá Hjaltastöðum og Önnu Jóhannesdóttur frá Sólvöllum. Á Hjaltastöðum sleit Helga barnsskónum og nam svo líffræði áður en hún hélt til Banda-ríkjanna að læra kírópraktík. Við það hefur hún starfað síðan hún kom aftur til Íslands árið 2016.
Meira

Rabb-a-babb 228: María Sigrún

Að þessu sinni er það María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður á RÚV, sem svarar Rabbinu. „Foreldrar mínir eru Hilmar Þór Björnsson, ættaður úr Svefneyjum, og Svanhildur Sigurðardóttir [Sigurðar varðstjóra í Varmahlíð] úr Skagafirði. Ég var alin upp í Vesturbæ Reykjavíkur,“ segir María Sigrún sem er móðir þriggja barna, stúdent frá MR, BA í hagfræði frá Háskóla Íslands og með MA í fréttamennsku frá Háskóla Íslands.
Meira

Rabb-a-babb 227: Hrund Péturs

Króksarinn Hrund Pétursdóttir er fædd á því herrans ári 1981 en það ár var Gísli Rúnar Jónsson leikstjóri Áramótaskaupsins sem kannski er helst minnisstætt fyrir þá sök að það var í fyrsta sinn sem þeir Dolli og Doddi brölluðu saman. Fyrsta Indiana Jones bíómyndin, Raiders of the Lost Ark, kom á tjaldið þetta ár sem og Bond-myndin For Your Eyes Only. Já og líka The Incredible Shrinking Woman með Lily Tomlin og Charles Grodin í aðalhlutverkum en myndin fjallaði um konu sem minnkaði og minnkaði í kjölfarið á efnaskiptum í förðunarefnunum sem hún notaði. Sennilega ekki byggð á sannri sögu.
Meira

Rabb-a-babb 226: Sara Diljá

Að þessu sinni ber Rabbið að dyrum á Skagaströnd hjá Söru Diljá Hjálmarsdóttur, skólastjóra Höfðaskóla. Hún er gift Birki Rúnari Jóhannssyni og saman eiga þau Arnar Gísla 11 ára, Fanndísi Öldu 9 ára og Bríeti Dögg 2 ára, já og hundinn Skugga. Sara er fædd árið 1989 en það ár kom þriðja myndin um Indiana Jones út (þessi með Sean Connery), sem og Glory, When Harry Met Sally og Honey, I Shrunk the Kids og auðvitað miklu fleiri myndir. Madonna gaf út Like a Prayer.
Meira

Rabb-a-babb 225: Kristrún Frosta

Það eru örugglega ekkert allir sem vita að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands, rekur ættir sínar í Lýtingsstaðahreppinn. Það var því upplagt að plata hana í að svara Rabb-a-babbi. Kristrún er fædd í maí 1988 en þá var Bítlalagið With a Little Help From My Friends í flutningi Wet Wet Wet á toppi breska vinsældalistans og Perfect með Fairground Attraction í öðru sæti.
Meira

Rabb-a-babb 224: Atli Freyr

Atli Freyr Rafnsson frá Króknum fékk það verðuga verkefni að svara Rabb-a-babbi í Feyki og var það frekar strembin fæðing en útkoman svona ljómandi góð. Atli Freyr er fæddur árið 1997 eða um það leyti sem Tiger Woods vann sitt fyrsta Master mót og fyrsti þáttur af South Park fór í loftið.
Meira