Rabb-a-babb

Rabb-a-babb: Karen Helga

Karen Helga R Steinsdóttir er fædd 1995 gift Jóni Helga Sigurgeirssyni og saman eiga þau þrjá drengi þá Sigurstein Finn sex ára, Þorstein Helga fimm ára og Jóhann Liljar eins árs. Fjölskyldan býr í Víkum á Skaga. Karen er fædd og uppalin á Hrauni á Skaga, dóttir Merete Rabølle og Steins Leós Rögnvaldssonar og bjó þar að mestu þangað til fjölskylda flutti í Víkur 2017. Þar reka þau sauðfjárbú og svo hefur hún unnið á Hjallastefnuleikskólanum Bjarnabóli á Skagaströnd síðan 2020 sem hún segir algjöran draum í dós.
Meira

Rabb-a-babb 233: Baldur Hrafn

Í byrjun sumars var Baldur Hrafn Björnsson ráðinn sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Hann er að sjálfsögðu fluttur á Krókinn þar sem hann býr með henni Steinunni Önnu ásamt dóttur þeirra, Hönnu Brá, sem er tveggja ára. „Fyrir á ég svo Magnús Elí, 17 ára, sem býr hjá okkur, og Söru Maríu, 19 ára, sem býr á Ísafirði,“ segir Baldur Hrafn.
Meira

Rabb-a-babb 232: Rósa

Gerður Rósa Sigurðardóttir á Hvammstanga svarar Rabb-a-babbi að þessu sinni. Hún er uppalin á Kolugili í Víðidal, undan Nínu Sig og Sigga, eins og hún segir sjálf. Rósa starfar sem skrifstofustjóri hjá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga og er stundum meðhjálpari. Hún er tamningamaður að mennt frá Hólaskóla og er gift Kristjáni Svavari en saman eiga þau þrjú börn.
Meira

Rabb-a-babb 231: Valdimar

Að þessu sinni er það Valdimar H. Gunnlaugsson sem svarar Rabb-a-babbi. Hann býr á Hvammstanga og á þrjá stráka; Viktor Kára, Róbert Sindra og Tómas Braga. „Mamma mín heitir Anna Rósa Jóhannsdóttir og pabbi minn hét Gunnlaugur Pétur Valdimarsson. Fyrstu árin mín bjó ég á Kollafossi í Miðfirði en flutti tíu ára til Dalvíkur og kláraði þar grunnskólann,“ segir Valdimar en hann er enn í grunnskólanum, kennir við Grunnskóla og Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Hann er fæddur 1985.
Meira

Rabb-a-babb 230: Hákon Þór

Það er Hákon Þór Svavarsson sem svarar Rabbinu að þessu sinni en hann var einn af fimm keppendum Íslands á Ólympíuleikunum í París en Hákon Þór keppti í haglabyssuskotfimi, svokölluðu skeet, en þar er skotið á leirdúfur. Þetta sport hefur hann æft í 25 ár. Hann endaði í 23. sæti í París 2024, Íslandsmetið hans er 122 af 125 sem hann setti í fyrra og þá varð hann Norðurlandameistari 2022.
Meira

Rabb-a-babb 229: Helga Björg kírópraktor

Helga Björg Þórólfsdóttir er fædd árið 1989 dóttir þeirra heiðurshjóna Þórólfs Péturssonar frá Hjaltastöðum og Önnu Jóhannesdóttur frá Sólvöllum. Á Hjaltastöðum sleit Helga barnsskónum og nam svo líffræði áður en hún hélt til Banda-ríkjanna að læra kírópraktík. Við það hefur hún starfað síðan hún kom aftur til Íslands árið 2016.
Meira

Rabb-a-babb 228: María Sigrún

Að þessu sinni er það María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður á RÚV, sem svarar Rabbinu. „Foreldrar mínir eru Hilmar Þór Björnsson, ættaður úr Svefneyjum, og Svanhildur Sigurðardóttir [Sigurðar varðstjóra í Varmahlíð] úr Skagafirði. Ég var alin upp í Vesturbæ Reykjavíkur,“ segir María Sigrún sem er móðir þriggja barna, stúdent frá MR, BA í hagfræði frá Háskóla Íslands og með MA í fréttamennsku frá Háskóla Íslands.
Meira

Rabb-a-babb 227: Hrund Péturs

Króksarinn Hrund Pétursdóttir er fædd á því herrans ári 1981 en það ár var Gísli Rúnar Jónsson leikstjóri Áramótaskaupsins sem kannski er helst minnisstætt fyrir þá sök að það var í fyrsta sinn sem þeir Dolli og Doddi brölluðu saman. Fyrsta Indiana Jones bíómyndin, Raiders of the Lost Ark, kom á tjaldið þetta ár sem og Bond-myndin For Your Eyes Only. Já og líka The Incredible Shrinking Woman með Lily Tomlin og Charles Grodin í aðalhlutverkum en myndin fjallaði um konu sem minnkaði og minnkaði í kjölfarið á efnaskiptum í förðunarefnunum sem hún notaði. Sennilega ekki byggð á sannri sögu.
Meira

Rabb-a-babb 226: Sara Diljá

Að þessu sinni ber Rabbið að dyrum á Skagaströnd hjá Söru Diljá Hjálmarsdóttur, skólastjóra Höfðaskóla. Hún er gift Birki Rúnari Jóhannssyni og saman eiga þau Arnar Gísla 11 ára, Fanndísi Öldu 9 ára og Bríeti Dögg 2 ára, já og hundinn Skugga. Sara er fædd árið 1989 en það ár kom þriðja myndin um Indiana Jones út (þessi með Sean Connery), sem og Glory, When Harry Met Sally og Honey, I Shrunk the Kids og auðvitað miklu fleiri myndir. Madonna gaf út Like a Prayer.
Meira

Rabb-a-babb 225: Kristrún Frosta

Það eru örugglega ekkert allir sem vita að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands, rekur ættir sínar í Lýtingsstaðahreppinn. Það var því upplagt að plata hana í að svara Rabb-a-babbi. Kristrún er fædd í maí 1988 en þá var Bítlalagið With a Little Help From My Friends í flutningi Wet Wet Wet á toppi breska vinsældalistans og Perfect með Fairground Attraction í öðru sæti.
Meira