Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Adomas Drungilas um að leika með Tindastól næsta tímabil. Drungilas þekkja allir en hann varð Íslandsmeistari með Þór Þorlákshöfn vorið 2021.
Lið Tindastóls lék fjórða leik sinni í B-riðli 4. deildar í gær en þá mættu strákarnir liði KÁ á Ásvöllum í Hafnarfirði en þeir KÁ-menn eru b-lið Hauka. Stólarnir náðu yfirhöndinni um miðjan fyrri hálfleik og unnu að lokum öruggan 0-5 sigur og komu sér betur fyrir í toppbaráttu riðilsins sem er bísna sterkur.
Fyrsti leikurinn á Blönduósvelli þetta sumarið fór fram í gær þegar lið Kormáks/Hvatar tók á móti KFS úr Vestmannaeyjum. Lið Eyjapilta reyndist Tindastólsmönnum erfitt viðureignar í 3. deildinni í fyrra og það fór svo að Húnvetningar lentu sömuleiðis í basli með vel spilandi gestina og máttu þola tap, lokatölur 1-2.
Lið Tindastóls í Lengjudeild kvenna hélt suður í höfuðborgina í dag en þar beið þeirra sterkt lið Víkingsstúlkna sem spáð var einu af tveimur efstu sætum deildarinnar fyrir tímabilið. Úr varð hörkuleikur þar sem bæði lið sóttu til sigurs og það reyndust Stólastúlkur sem kláruðu dæmið, sýndu góðan karakter eftir að hafa lent undir snemma leiks og fögnuðu öflugum 1-2 sigri.
Í dag, á Gránu, skrifaði körfuknattleiksdeild Tindastóls undir samninga við nokkra leikmenn. Allt eru þetta kunnugleg andlit og sagði Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, að stefnan væri að vera með sama lið og var, eða svona því sem næst.
Þann 21. maí síðastliðinn fór Íslandsmeistaramót yngri flokka í júdó fram hjá júdódeild Ármanns í Reykjavík. Þar var keppt í aldursflokkunum U13, U15, U18 og U21. Þátttakendur voru alls 57 talsins eða 49 drengir en aðeins átta stúlkur.
Lið Tindastóls tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins með sigri gegn HK í fyrstu umferð og síðan ÍR. Það var því bæði jákvætt og neikvætt þegar ljóst varð að andstæðingur liðsins í 16 liða yrðu Íslandsmeistararnir í Val. Slæmt því reikna mátti með afar erfiðum leik en ánægjulegt að fá meistarana í heimsókn á Krókinn og heiður að mæta þeim. Það fór svo að Valskonur reyndust of stór biti að kyngja og þrátt fyrir góðan síðari hálfleik hjá heimastúlkum þá var sigur Vals aldrei í hættu. Lokatölur 1-4.
Ferðaþjónustan hefur verið ein af leiðandi ástæðum fyrir vaxtaþrótti íslensks samfélags undanfarin ár og eftirspurn eftir íslenskri ferðaþjónustu hefur vaxið af miklum krafti þótt jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafi leitt til ákveðinnar hnignunar. Þrátt fyrir allt hefur fjöldi erlendra ferðamanna á fyrstu níu mánuðum ársins verið lítillega yfir fjölda síðasta árs en fjöldi gistinátta hefur hins vegar dregist saman. Eins og kemur fram í þjóðhagsspá Hagstofunnar í nóvember er búist við því að fjöldi erlendra ferðamanna haldist stöðugur á næsta ári í 2,3 milljónum.
Okkar minnstu bræður sem að ekki ná að hugsa um sig sjálf sökum fötlunar og munu þurfa einhverskonar aðstoð allt sitt líf eru mér ofarlega í huga. Fyrst og fremst vegna þess að í mínu nærumhverfi eru einstaklingar og ömmubörn sem að munu þurfa á slíkri þjónustu að halda. Ég hef unnið mikið með fötluðum bæði hér heima og þegar að ég bjó í Svíþjóð í 8 ár en þar vann ég á heimili fyrir fjölfatlaða.
Ég trúi því að Samfylkingin sé með gott plan og ætli að fylgja því eftir komist hún í ríkisstjórn. Samfylkingin sem slík gerir þó ekki marga hluti, heldur fólkið sem hefur ákveðið að starfa undir hennar hatti. Þessi hópur, undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, hefur sett sér markmið um ýmsa málaflokka sem sjá má á heimasíðu flokksins. Skoðum örfá alvöru dæmi.
Það er fátt mýkra en kanínur og ef þær eru til í knús þá er yndislegt að kúra með þessi dýr. En þær geta verið misjafnar þessar elskur en kanínan sem Telma Ýr í Kvistahlíðinni á Króknum á er mikið fyrir að vera nálægt mannfólkinu sínu og láta brasa með sig. Telma Ýr er dóttir Hildar Haraldsdóttur og Skarphéðins Stefánssonar og á hún eina systur, Ardísi Hebu.