Íþróttir

Kormákur/Hvöt lutu í lægra haldi í Eyjum

Það var leikið í 3. deildinni í knattspyrnu í dag en Húnvetningar héldu þá til Eyja og léku við heimamenn í KFS á Týsvelli. Eyjapiltarnir komust yfir snemma leiks en það var hasar í lokin en KFS stóð uppi sem sigurvegari eftir 2-1 sigur.
Meira

Myndasyrpa frá Króksmótinu

Fyrsta Króksmótið í þrjú ár fór fram á Sauðárkróksvelli nú um helgina og tókst í alla staði vel til. Keppendur og gesti dreif að í sumarblíðunni á föstudag og þó sólargeislarnir hafi ekki verið margir laugardag og sunnudag var veðrið prýðilegt til tuðrusparks. Um 500 krakkar frá 19 félögum tóku þátt á mótinu og með þeim talsvert fylgdarlið eins og gengur.
Meira

Systurnar Hjördís Halla og Þórgunnur Íslandsmeistarar

Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum fór fram í Borgarnesi um helgina og er óhætt að segja að systurnar Hjördís Halla og Þórgunnur Þórarinsdætur á Sauðárkróki hafi staðið sig afburða vel með reiðskjóta sína.
Meira

Lewis á Krókinn

Barna- og unglingaráð KKD Tindastóls hefur samið við bandaríkjamanninn Kalvin V. Lewis um að sjá um þjálfun ásamt því að hjálpa til við uppbyggingu á starfi yngri flokka deildarinnar.
Meira

Hornfirðingar rændu Húnvetninga í blálokin

Lið Kormáks/Hvatar fékk Hornfirðingana í Sindra í heimsókn á Blönduósvöll í gærdag. Fyrir umferðina sat lið heimamanna þægilega í efri hluta 3. deildarinnar en gestirnir hafa verið að gera sig digra í toppbaráttunni og máttu illa við því að tapa stigum. Allt stefndi þó í að liðin skiptu stigunum á milli sín en skömmu fyrir leikslok tókst Sindra að koma boltanum í mark heimamanna og fóru því alsælir heim á Höfn. Lokatölur 0-1.
Meira

Stólastúlkur með góðan sigur gegn Haukum

Stólastúlkur sprettu úr spori í Reykjanesbæ í kvöld líkt og strákarnir nema þær fengu að spila utanhúss. Andstæðingarnir voru lið Hauka sem sitja á botni Lengjudeildarinnar með aðeins fjögur stig líkt og lið Fjölnis. Það mátti því gera ráð fyrir sigri Tindastóls og sú varð raunin. Lokatölur 0-5 og baráttan um sæti í Bestu deild kvenna hreint út sagt grjóthörð.
Meira

Tindastólsmenn mörðu lið RB í Nettóhöllinni

Tindastólsmenn spiluðu í kvöld í Nettóhöllinni í Reykjanesbæ fyrir framan tíu áhorfendur en andstæðingarnir voru lið RB. Heimaliðið hefur á að skipa ágætu liði en sat engu að síður í sjötta sæti B-riðils 4. deildar fyrir leikinn, já og sitja þar enn því gestirnir að norðan unnu leikinn 1-2.
Meira

Króksmótið fer fram um helgina

Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Króksmótið í knattspyrnu fari fram á Sauðárkróki um helgina. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2019 sem mótið fer fram en fresta þurfti Króksmóti 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Gert er ráð fyrir að 92 lið frá 19 félögum taki þátt í mótinu og eflaust með jákvæðnina í fyrirrúmi því það er gaman á Króksmóti.
Meira

Zoran Vrkic áfram með Stólunum

Áfram heldur körfuknattleiksdeild Tindastóls að styrkja hópinn fyrir komandi tímabil því nú hefur verið samið við Zoran Vrkic um að leika áfram með Stólunum næsta vetur. „Zoran er Tindastólsfólki vel kunnur en hann spilaði með liðinu frá síðustu áramótum við góðan orðstír. Við bjóðum Zoran velkominn aftur á Krókinn og hlökkum til að sjá hann í Síkinu á nýjan leik,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu kkd. Tindastóls.
Meira

Frábær árangur á Unglingalandsmóti UMFÍ

Fram kemur á FB síðu Frjálsíþróttadeild Tindastóls að árangur frjálsíþróttakrakka úr Skagafirði á Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi, sem fram fór um helgina, hafi verið frábær.
Meira