Sigríður Soffía Þorleifsdóttir íþróttamaður USAH 2022

VIðurkenningarhafar hjá USAH fyrir árið 2022. Myndir af Facebooksíðu sambandsins en þar er hægt að skoða fleiri myndir frá athöfninni í gær.
VIðurkenningarhafar hjá USAH fyrir árið 2022. Myndir af Facebooksíðu sambandsins en þar er hægt að skoða fleiri myndir frá athöfninni í gær.

Sigríður Soffía Þorleifsdóttir var kjörin íþróttamaður USAH fyrir árið 2022 en frá því var greint á samkomu í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi í gær. Sigríður Soffía keppti fyrir Umf. Bólstaðarhlíðarhrepps í frjálsum íþróttum á árinu, bæði á Héraðsmóti USAH og Meistaramóti Íslands í öldungaflokki sem fram fór á Sauðárkróki 27. ágúst. Þar gerði hún sér lítið fyrir og setti Íslandsmet í hástökki í sínum aldursflokki 55-59 ára.

Sigríður Soffía Þorleifsdóttir íþróttamaður USAH 2022

Í fyrsta skipti voru veittar viðurkenningar fyrir Unga og efnilega íþróttamenn hjá sambandinu sem tilnefnd voru af sínum aðildarfélögunum. Þau eru:

Elías Már Víðisson Umf. Bólstaðarhlíðahrepps
Elísa Bríet Björnsdóttir Umf. Fram
Harpa Katrín Sigurðardóttir Umf. Geislum
Samúel Ingi Jónsson Skotf. Markviss
Sigurjón Bjarni Guðmundsson Hvöt-frjálsar
Sunna Margrét Ólafsdóttir Hestamf. Neisti

Sjálfboðaliði ársins var einnig ný viðurkenning hjá USAH og í ár var það ritnefnd Húnavökuritsins en hana skipa:

Jóhanna Halldórsdóttir
G. Unnar Agnarsson
Jóhanna Halldórsdóttir
Ingi Heiðmar Jónsson
Katharina Schneider
Magdalena Berglind Björnsdóttir
Magnús B Jónsson
Þórhalla Guðbjartsdóttir

Sjá nánar um tilnefningar til íþróttamanns USAH HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir