„Í mínum augum var jafn sjálfsagt að læra að sauma föt og að elda mat“
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni, Handverk
04.10.2025
kl. 14.32
Sigurveig Dögg, kölluð Siva er frá Ökrum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Ísland sárið 1998, flutti þá á Sauðárkrók og var svo heppin að finna þar lífsförunaut sem heitir Jóhann Sigmarsson. Saman eiga þau unglingspiltinn Sigmar Þorra og heimili sem inniheldur takkaskó, bómullargarn, fótbolta, lopa, fótboltabúninga, útsaumsgarn, java, körfuboltaskó, saumavél, dómarabúninga, tvinna, keppnisbúninga, efni, fótboltasokka… og var búið að segja garn?
Meira