Handverk

Byrjaði aftur á fullu þegar ömmustrákurinn fæddist

Hulda Björg er fædd og uppalin á Króknum og býr í Barmahlíðinni. Hulda og Konni maðurinn hennar eiga fimm börn og eitt barnabarn. Hulda starfar sem starfsmannastjóri hjá FISK Seafood.
Meira

Nýir íbúar í Litla-Skógi

Þeir sem farið hafa um Litla-Skóg á Sauðárkróki undanfarið hafa kannski tekið eftir því að alls konar fígúrur hafa litið dagsins ljós þar. Maðurinn á bak við þær er Matěj Cieslar sem kemur frá austurfjöllum Tékklands. Matěj hefur búið á Íslandi í rúm sjö ár en síðustu tvö ár á Hjalteyri.
Meira

Fær hugmyndir og innblástur á netinu og hjá prjónavinkonum

Ólöf Ásta Jónsdóttir, eða Óla eins og hún er oftast kölluð, býr í Dalatúninu á Sauðárkróki með Helga Ragnarssyni, eiginmanni sínum. Óla starfar sem matráður hjá FISK Seafood.
Meira

„Ég prjóna aldrei meira en þegar mikið er í gangi í vinnu og einkalífi“

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir er gift Pétri Helga Stefánssyni og búa þau í Skagafirði. Þau hjónin eru að flytja milli heimila þessa dagana en eru enn með lögheimili í Víðidal. Gréta Sjöfn starfar sem félagsmálastjóri í Skagafirði og ber einnig ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk í Húnavatnssýslum og Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands.
Meira

„Lítið annað að gera en að sinna hestum og prjóna“

Anna Freyja Vilhjálmsdóttir býr á Króknum með Jökli manninum sínum og börnunum, Svanbjörtu Hrund, Sæþóri Helga og Heiðbjörtu Sif. Anna Freyja vinnur í Skagfirðingabúð og sinnir fjölskyldunni milli þess sem hún prjónar.
Meira

„Saumaði tösku í grunnskóla og í minningunni gekk það nú hálf brösuglega“

Ragnheiður María Rögnvaldsdóttir býr á Sauðárkróki ásamt maka sínum, Sigmundi Birki og syni þeirra Lárusi Fannari. Þau eru svo heppin að dóttir þeirra, Kristín Lind býr rétt hjá þeim með kærastanum, Hauki Ingva og ömmusnúllunni, Kötlu Daðey. Ragnheiður María starfar sem forstöðumaður í Búsetukjarna og stundar nám í stjórnum í gegnum endurmenntun háskólans á Akureyri.
Meira

„Finnst amma alltaf vera hjá mér þegar ég er að gera handavinnu“

Helga Þórey og fjölskylda fluttu í Skagafjörðinn haustið 2018 og eru búin að koma sér vel fyrir á Hofsósi, þar líður þeim best. Helga Þórey er ættuð úr Óslandshlíðinni, afi hennar og amma, Leifur og Gunna, voru bændur á Miklabæ. Hún var svo lánsöm að fá að eyða miklum hluta æsku sinnar hjá þeim. Helga Þórey er fædd og uppalin á Akureyri, en varði sumarfríunum í sveitinni hjá ömmu og afa, sem var svo dýrmætt.
Meira

„Ég finn alltaf eitthvað fallegt þar sem mig langar til að gera“

Kristín Lind Sigmundsdóttir er 24 ára gömul og er búsett á Króknum ásamt kærastanum sínum honum Hauki Ingva og litlu stelpunni þeirra Kötlu Daðey. Kristín Lind vinnur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra og er að klára sjúkraliðanám.
Meira

„Ég held reyndar að ég hafi fæðst prjónandi“

Sigurlaug Guðmundsdóttir, oftast kölluð Silla kemur frá Keflavík, þar er hún fædd og uppalin. Eins og margir aðrir byrjaði Silla sína vinnu í fiski og starfaði líka lengi í mötuneyti hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Síðan í mötuneyti á Reyðarfirði, Þeistareykjum og á Húsavík. Silla flutti á Hofsós 2017 og býr með manni sínum, Kristjáni Jónssyni frá Óslandi. Á Hofsósi finnst þeim yndislegt að vera. Silla starfar í sundlauginni á Hofsósi og hefur einnig tekið að sér afleysingar í mötuneyti í Grunnskóla austan Vatna og Leikskólanum Tröllaborg.
Meira

,,Byrjaði að prjóna þegar vinkona mín var ófrísk af sínu fyrsta barni,,

Berglind Ösp býr á Sauðárkróki ásamt maka sínum, Fannari Loga Kolbeinssyni og syni þeirra, Erni Inga. Berglind hefur verið að prjóna í nokkur ár.
Meira