Handverk

„Í mínum augum var jafn sjálfsagt að læra að sauma föt og að elda mat“

Sigurveig Dögg, kölluð Siva er frá Ökrum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Ísland sárið 1998, flutti þá á Sauðárkrók og var svo heppin að finna þar lífsförunaut sem heitir Jóhann Sigmarsson. Saman eiga þau unglingspiltinn Sigmar Þorra og heimili sem inniheldur takkaskó, bómullargarn, fótbolta, lopa, fótboltabúninga, útsaumsgarn, java, körfuboltaskó, saumavél, dómarabúninga, tvinna, keppnisbúninga, efni, fótboltasokka… og var búið að segja garn?
Meira

Netanál verður saumnál

Blaðamaður Feykis fékk símtal frá Dagdvöl aldraðra á Sauðárkróki í vikunni og fékk að vita að stóra riddarateppið hans Kára Steindórssonar væri tilbúið. Ég hitti Kára síðast í Dagdvölinni í nóvember 2023 þegar hann hafði nýlokið við að sauma Litla Riddarateppið. Við Kári spjölluðum um lífið á sjónum og hvernig stóra netanálin breyttist í saumnál og hvernig gamli fléttusaumurinn hefur yfirtekið daga Kára þar sem hann vaknar alla daga og situr við og saumar út sem nemur eins og nokkurn veginn heilum vinnudegi.
Meira

Listakonan Gyða Jónsdóttir frá Sauðárkróki

Út er komin falleg bók til að heiðra minningu Gyðu Jónsdóttur. Gyða fæddist á Sauðárkróki 4. ágúst árið 1924. Foreldrar hennar voru Geirlaug Jóhannesdóttir og Jón Þorbjargarson Björnsson skólastjóri á Sauðárkróki en hann var frá Veðramótum á Skörðum, af hinni kunnu Veðramótaætt. Það er Stefán S. Guðjónsson tengdasonur Gyðu sem stendur að útgáfu bókarinnar.
Meira

„Þar sem ég er örvhent var kúnst að kenna mér“

Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir býr í Vatnsdalshólum í Húnabyggð og þar fæddist hún en hefur búið á Vatnsnesi, Hvammstanga og Hvolsvelli, flutti svo aftur heim árið 2016. Dóra eins og hún er yfirleitt kölluð er ekkja og á þrjú börn og eitt barnabarn. Dóra rekur gallerý og vinnustofu á bænum sínum þar sem hún selur list sína og handverk eins og handmáluð kerti, málverk og kort. Dóra er einnig með leiðsögugöngur á landareign sinni. Nýjasta nýtt er ,,Myrkurgæði" þar sem fer saman að horfa á himininn og hlusta á sögur.
Meira

„Það er svipuð tilfinning að halda á jólapakka og hreindýrahorni“

Guðmundur Bergmann Jóhannsson býr á Blönduósi með sambýliskonu sinni og þremur köttum. Guðmundur er fæddur og uppalinn í Holti í Svínadal og sem ungur drengur gekk hann í skóla á Húnavöllum. Síðan stundaði hann búfræðinám frá Hvanneyri, tók stóra vinnuvélanámskeiðið, meiraprófið og vann í nærri 30 ár á stórvirkum þungavélum um allt land. Guðmundur varð að hætta að vinna í lok árs 2021 sökum heilsubrests og er öryrki í dag.
Meira

„Hann skildi fá peysu í jólagjöf þó það væri ekki nema partar af henni“

Ása Björg Ingimarsdóttir er hornóttur Skagfirðingur og býr á Sauðárkróki ásamt kærasta og barnsföður sínum honum Grétari Þór Þorsteinssyni, hreinræktuðum Skagfirðingi langt aftur (ef hann væri hross fengist örugglega mikið fyrir hann, segir Ása), ásamt kærleikskraftaverkunum þeirri þremur og tíkinni Þoku. Ása er kvikmyndagerðarmaður frá Kvikmyndaskóla Íslands, ferðamálafræðingur og viðburðastjórnandi frá Háskólanum á Hólum. Þau fjölskyldan fluttu aftur heim á Sauðárkrók seint á Covid-árinu 2020, eftir margra ára búsetu í Reykjavík og Keflavík.
Meira

„Þau kynni gengu aðallega út á að hlýja sér þegar maður kom hálf frosinn neðan úr Slipp“

Hann Björn J. Sighvatz býr á Sauðárkróki og nær því að vera einn af orginölunum á Króknum samkvæmt skilgreiningu Binna Júlla. Bjössi er giftur henni Drífu sinni og eiga þau tvö börn. Bjössi hefur unnið við kennslu í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra síðastliðin þrjátíu ár.
Meira

Handavinnan er mín allra besta núvitund ásamt gönguferðum

Jónína Gunnarsdóttir er iðjuþjálfi að mennt, býr í Syðra-Vallholti, gift strandamanninum Trausta Hólmari rafvirkjameistara sem vinnur hjá Tengli ehf. Þau eiga þrjú uppkomin börn, Gunnar, Stefaníu Sif og Eyþór Andra og tvær ömmustelpur, Theu Líf tveggja ára og Ríkey Von átta mánaða. Þessa stundina er Jónína að vinna í hlutastarfi við fimm ára deild Varmahlíðarskóla.
Meira

„Vildi alltaf vera meira með pabba úti að stússast í kringum kindurnar“

Henný Rósa Aðalsteinsdóttir býr á Blönduósi með sambýlismanni og þrem köttum. Henný á tvo drengi sem búa í Keflavík með pabba sínum. Henný er fædd og uppalin á Jökuldal fyrir austan og var í skóla í Skjöldólfsstaðaskóla. Henný vinnur við félagsstarf aldraðra og öryrkja og fer í einstaka heimsóknir fyrir félagsþjónustu til að rjúfa félagslega einangrun hjá fólki.
Meira

„Við mæðgur erum byrjaðar að grandskoða Pinterest“

María Eymundsdóttir sem býr í Huldulandi í Hegranesi ásamt eiginmanni, fimm börnum, alls konar fuglum, býflugum og öðrum gæludýrum er viðmælandi í handverksþætti Feykis að þessu sinni. María ætlaði sér alltaf að verða handavinnukennari eftir að hún setti arkitektadrauminn á hilluna, enda búin að hafa áhuga á alls konar handavinnu frá blautu barnsbeini. Eftir að María tók óvænt að sér afleysingar í smíðakennslu í nokkrar vikur áttaði hún sig allt í einu á því hvað það er skemmtilegt að kenna smíðar og fór í framhaldi í húsgagnasmíðanám í FNV og er nú smíðakennari í Árskóla.
Meira