Handverk

„Þau kynni gengu aðallega út á að hlýja sér þegar maður kom hálf frosinn neðan úr Slipp“

Hann Björn J. Sighvatz býr á Sauðárkróki og nær því að vera einn af orginölunum á Króknum samkvæmt skilgreiningu Binna Júlla. Bjössi er giftur henni Drífu sinni og eiga þau tvö börn. Bjössi hefur unnið við kennslu í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra síðastliðin þrjátíu ár.
Meira

Handavinnan er mín allra besta núvitund ásamt gönguferðum

Jónína Gunnarsdóttir er iðjuþjálfi að mennt, býr í Syðra-Vallholti, gift strandamanninum Trausta Hólmari rafvirkjameistara sem vinnur hjá Tengli ehf. Þau eiga þrjú uppkomin börn, Gunnar, Stefaníu Sif og Eyþór Andra og tvær ömmustelpur, Theu Líf tveggja ára og Ríkey Von átta mánaða. Þessa stundina er Jónína að vinna í hlutastarfi við fimm ára deild Varmahlíðarskóla.
Meira

„Vildi alltaf vera meira með pabba úti að stússast í kringum kindurnar“

Henný Rósa Aðalsteinsdóttir býr á Blönduósi með sambýlismanni og þrem köttum. Henný á tvo drengi sem búa í Keflavík með pabba sínum. Henný er fædd og uppalin á Jökuldal fyrir austan og var í skóla í Skjöldólfsstaðaskóla. Henný vinnur við félagsstarf aldraðra og öryrkja og fer í einstaka heimsóknir fyrir félagsþjónustu til að rjúfa félagslega einangrun hjá fólki.
Meira

„Við mæðgur erum byrjaðar að grandskoða Pinterest“

María Eymundsdóttir sem býr í Huldulandi í Hegranesi ásamt eiginmanni, fimm börnum, alls konar fuglum, býflugum og öðrum gæludýrum er viðmælandi í handverksþætti Feykis að þessu sinni. María ætlaði sér alltaf að verða handavinnukennari eftir að hún setti arkitektadrauminn á hilluna, enda búin að hafa áhuga á alls konar handavinnu frá blautu barnsbeini. Eftir að María tók óvænt að sér afleysingar í smíðakennslu í nokkrar vikur áttaði hún sig allt í einu á því hvað það er skemmtilegt að kenna smíðar og fór í framhaldi í húsgagnasmíðanám í FNV og er nú smíðakennari í Árskóla.
Meira

"Finnst mjög gaman að skapa fyrir barnabörnin"

Helga Þorbjörg Hjálmarsdóttir fædd og uppalinn á Tunguhálsi ll í Tungusveit býr með Guðmundi Guðmundssyni frá Fossum í Svartárdal á Lækjarbrekku á Steinsstöðum. Þau byggðu sér hús þar árin 1994-1995 og ólu upp sín fjögur börn sem öll eru flogin úr hreiðrinu, eiga sjö barnabörn og eitt á leiðinni. Helga starfar sem stuðningsfulltrúi í Varmahlíðarskóla og við heimaþjónustu í Skagafirði.
Meira

„Þótti jafn sjálfsagt í uppvextinum að prjóna eins og að draga andann“

Jóhanna Erla Pálmadóttir býr að Akri í Húnabyggð ásamt syni sínum Pálma. Helga dóttir hennar er kennari í Reykjavík og býr þar. Gunnar maður hennar Jóhönnu lést frá þeim er mjög mjúk og þelmikil. Jóhanna er textílkennari frá Kaupmannahöfn en þar bjó fjölskyldan í sjö ár á níunda áratugnum. Jóhanna er verkefnastjóri hjá Textílmiðstöð Íslands í Kvennaskólanum á Blönduósi og sinnir tóvinnukennslu, umsjón með listamönnum sem dvelja hjá þeim og sinnir líka ýmsum öðrum tilfallandi verkefnum. Jóhanna telur sig vera stoltan atvinnuprjónara og selur prjónlesið sitt mest í Ullarselinu á Hvanneyri. Þar var Jóhanna verkefnastjóri þegar það var stofnað árið 1992 og nokkur ár til viðbótar. Frá upphafi hefur textíll verið viðloðandi í lífi Jóhönnu, enda þótti það vera jafn sjálfsagt í hennar uppvexti að prjóna eins og að draga andann.
Meira

Verndari Vatnsdalshólanna

Dóra flutti í Vatnsdalshóla 2016 og opnaði Listakot Dóru 2018 en er búin að vinna við handverk og listir í yfir 30 ár. Fyrst á Hvammstanga og svo á Hvolsvelli en þaðan kom hún aftur heim. Ættin Dóru er búin að vera í Vatnsdalshólum í um það bil 147 ár. Hún sleit sínum barnsskóm í Vatnsdalshólum og segir það hafa verið frábært að koma heim aftur. Dóra er sveitastelpa og mikið náttúrubarn og henni finnst gaman að geta unnið að list sinni.
Meira

Gallerí Ós rekið af hugsjón

Blaðamaður Feykis rúntaði yfir fjallið og hitti Henný Rósu og Guðmund sem er fólkið á bak við Gallerí Ós á Blönduósi og spjallaði við þau um handverksmarkaðinn sem opnaði þar nú í sumar.
Meira

„Skemmtilegast finnst mér að setja saman mynstur og gera eins og mér hentar“

Una Aldís býr á Hólaveginum á Króknum, er gift Stefáni Guðmundssyni og eiga þau þrjá syni. Tveir eru farnir suður í háskóla en sá yngsti enn heima. Una vinnur hjá KPMG, spilar blak með Krækjum og mætir eldsnemma í ræktina 550 með hinum morgunhönunum.
Meira

Elskar að prjóna heimferðarsett þegar von er á litlum krílum

Hulda, eins og hún er alltaf kölluð er hjúkrunarfræðingur og tanntæknir og býr á Sauðárkróki. Maki hennar er Ingimundur K. Guðjónsson tannlæknir og Hulda starfar á tannlæknastofunni með honum. Þau eiga saman fimm börn sem öll eru flutt úr hreiðrinu og tíu barnabörn.
Meira