Herra Hundfúll er viðkvæmur að eðlisfari og má ekkert aumt sjá né heyra. Í gærkvöldi settist hann í makindum niður fyrir framan imbakassann til að horfa á körfuboltaleik milli Aþenu og Tindastóls sem fram fór í Breiðholti. Eftir nokkurra mínútna áhorf gafst hann upp eftir að hafa hlustað á svívirðingar og munnsöfnuð þjálfara heimaliðsins í garð eigin leikmanna.
Herra Hundfúll rúllaði í gegnum síðu Markaðsstofu Norðurlands, northiceland.is, sem er fínasta síða. Fletti síðan spenntur í gegnum áhugaverði staði á svæðinu sem finna mátti á forsíðunni. Fékk vægt áfall þegar í ljós kom að enginn þeirra átta staða sem nefndir voru áhugaverðir voru í Eyjafirði eða Skagafirði...
Herra Hundfúlum var bent á það að næstu tveir leikir Stólastúlkna í 1. deild kvenna í körfunni væru gegn Hamri og Þór og síðan Aþenu, Leikni og UMFK. Er ekki ansi ósanngjarnt að þær þurfi að spila við fimm félög í tveimur leikjum? Hvar er jafnræðisreglan núna?
Herra Hundfúlum líst bara eiginlega ekkert á byrjun nýs árs. Það að flestir skylduáskrifendur RÚV séu bara ansi sáttir við Áramótaskaupið er auðvitað viss skellur. Um hvað á fólk nú að rífast? En Gísli Marteinn ætti að öllu jöfnu að poppa upp á skjáinn fyrr en varir og þá getum við fúlmennin tekið gleði okkar á ný. Ó, gleðilegt nýtt ár!
Herra Hundfúll las í fréttum að einhver hópur leikara við atvinnuleikhúsin væri með móral yfir því að fólk væri að klappa fyrir þeim að loknum sýningum. Þetta væri jú vinnan þeirra og alla jafna væri fólk ekki að klappa fyrir afgreiðslufólki í Bónusi eða gjaldkeranum í bankanum og þar fram eftir götunum...
Það haustar. Í morgun sýndi hitamælirinn í bíl Herra Hundfúls 0 gráður. Ekki þurfti hann þó að skafa rúðurnar sem mögulega hefði alveg farið með daginn. Þegar hann fór úr vinnu fyrir hádegi sýndi mælirinn 18 gráður en þegar hann kom heim til sín var hitinn 9 gráður. Kannski er þetta ekki hitamælir sem er í bílnum heldur lygamælir? Eða er mælirinn kannski bara fullur?
Flestir Króksarar, og Herra Hundfúll þar með talinn, hafa í gegnum tíðina glott við tönn og jafnvel gert góðlátlegt grín að heimsóknum sauðfjár inn í bæ þó ýmsir hafi haft þessar heimsóknir á hornum sér. Nöldrandi eigendur fasteigna á Nöfum hafa mætt litlum skilningi og fengið litla hjálp í viðureignum sínum við rolluvarginn sem gengur makindalega um og nagar trjágróður, tjaldvagma og annað girnilegt...
Lið Íslands hefur undanfarna daga tekið þátt í Evrópumótinu í handbolta í Ungverjalandi og Serbíu. Eftir nokkuð magurt gengi síðustu árin eftir kynslóðaskipti í liðinu voru menn nokkuð bjartsýnir á gengi liðsins þó árangurinn hafi í raun farið fram úr væntingum að þessu sinni...
Enn ganga sumir með þá martröð í maganum að vilja skera burt Blönduós og Varmahlíð frá þjóðvegi 1 enda alveg tilgangslaust að fara þar í gegn að þeirra mati – nema svona til spari. Herra Hundfúll er ekki að fíla þetta vanhugsaða sparnaðarráð. En hvað veit sá sem allt veit? Best væri auðvitað að leggja veginn milli Akureyrar og Reykjavíkur í stokk...
Kæru kjósendur og stuðningsmenn,
Við viljum senda ykkur innilegar þakkir fyrir ómetanlegan stuðning í aðdraganda kosninganna og það traust sem þið sýnduð okkur á kjördag. Markmið okkar var að verða aftur stærsti flokkurinn í kjördæminu og tryggja Ól...
Ólafur Adolfsson hefur allt til að bera sem þarf í hlutverk fyrsta þingmanns kjördæmisins. Djúpar rætur hans sem Snæfellings, landsþekkt forysta hans sem keppnismanns í íþróttum, farsæll, sigursæll og árangursríkur ferill sveitarstjórnarmanns á Akranesi og ekki síst óþreytandi barátta hans sem lyfsali á landsbyggðinni í baráttu við ofurefli.
Helsta forgangsmál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins berst fyrir að allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á einnig við um landsbyggðina og sjávarbyggðir.
Það er fátt mýkra en kanínur og ef þær eru til í knús þá er yndislegt að kúra með þessi dýr. En þær geta verið misjafnar þessar elskur en kanínan sem Telma Ýr í Kvistahlíðinni á Króknum á er mikið fyrir að vera nálægt mannfólkinu sínu og láta brasa með sig. Telma Ýr er dóttir Hildar Haraldsdóttur og Skarphéðins Stefánssonar og á hún eina systur, Ardísi Hebu.