Íþróttir

Sjöundi tapleikur Kormáks/Hvatar í röð kom í Árbænum

Lið Húnvetninga spilaði tuttugasta leik sinn í 3. deildinni sl. miðvikudagskvöld en lið Kormáks/Hvatar hefur átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið. Þeir mættu til leiks með nokkuð laskaðan hóp í Árbæinn þar sem lið Elliða beiða eftir þeim en Árbæingarnir voru aðeins með stigi meira en gestirnir og mátti því búast við jöfnum leik. Svo fór ekki því heimamenn náðu fljótt yfirhöndinni og unnu að lokum 4-1 sigur.
Meira

„Margir yngri flokka okkar í hópi þeirra bestu“

Feykir hafði samband við Þórólf Sveinsson (Tóta), yfirþjálfara yngri flokka Tindastóls, og fékk hann til að segja aðeins frá starfinu og gengi yngri flokka félagsins í ár. Þess má geta að Tindastóll, Hvöt og Kormákur tefla fram sameiginlegum liðum í 3. og 4. flokki drengja og stúlkna og raunar í 2. flokki líka – en 2. flokkur karla og kvenna er ekki á borði Tóta svo sagt verður frá afrekum þeirra síðar.
Meira

Hvíti riddarinn mátaði Stólana í Mosfellsbænum

Ævintýri Tindastólspilta í úrslitakeppni 4. deildar varð bæði stutt og dapurlegt en liðið féll út við fyrstu hindrun. Það var kannski óheppni að dragast á móti liði Hvíta riddarans úr Mosfellsbæ sem er öflugur andstæðingur en þegar komið er í úrslitakeppnina er ekkert gefið. Sá Hvíti vann fyrri leik liðanna sem fram fór á Króknum, 1–2, eftir jafnan leik en í kvöld voru þeir einfaldlega betri og unnu leikinn 4-1 og einvígið þar með 6-2 og sendu Stólana í frí sem er síður en svo kærkomið.
Meira

Garðbæingar gerðu fjögur mörk í síðari hálfleik á Blönduósi

Það var spilað í 3. deild karla í knattspyrnu í gær og á Blönduósvelli tók lið Kormáks/Hvatar á móti sprækum Garðbæingum í liði KFG. Gestirnir eygja enn möguleika á að næla í sæti í 2. deild og leikurinn því mikilvægur fyrir þá. Heimamenn geta tæknilega séð enn fallið í 4. deild en þá þurfa svo óvæntir hlutir að gerast að það yrði rannsóknarefni ef svo færi. Markalaust var í hálfleik en lið KFG fann mark heimamanna fjórum sinnum í síðari hálfleik og fór því heim með stigin þrjú. Lokatölur 0-4.
Meira

Hvíti riddarinn með undirtökin gegn Stólunum

Tindastóll fékk Hvíta riddarann úr Mosfellsbæ í heimsókn í dag í átta liða úrslitum í úrslitakeppni 4. deildar. Heimamenn voru töluvert öflugri í fyrri hálfleik en engu að síður 1-2 undir í hálfleik. Gestirnir voru grimmari í síðari hálfleik en heimamenn fengu færi til að jafna undir lokin en allt kom fyrir ekki. Lokatölur því 1-2 og ljóst að Tindastólsmenn þurfa að gera betur í Mosó á þriðjudaginn ef þeir ætla sér lengra í úrslitakeppninni.
Meira

Allir á völlinn!

Átta liða úrslitin í úrrslitakeppni 4. deildar hefjast í dag (laugardag) og á Sauðárkróksvelli mætast lið Tindastóls og Hvíta riddarans og hefst leikurinn kl. 14:00 í dag. Hvíti riddarinn rekur ættir sínar í Mosfellsbæinn og fór liðið í gegnum A-riðil án þess að tapa leik. Stólarnir töpuðu einum og gerði tvö jafntefli líkt og lið andstæðinganna þannig að það er fjallgrimm vissa fyrir því að það verður hart barist í einvígi liðanna. Donni þjálfari hvetur alla sem vettlingi geta valdið að mæta á völlinn og styðja við bakið á Stólunum.
Meira

Tap gegn Dalvík Reyni á Hvammstanga

Í gær tók lið Kormáks Hvatar á móti nágrönnum sínum í Dalvík Reyni, sem daðra við toppsætið í deildinni. Á stuðningsmannasíðu Húnvetninganna sagði fyrir leik að hann yrði snúinn, þar sem Kormákur Hvöt væri með marga fjarverandi, „en við gefum þeim hörkuleik engu að síður“.
Meira

Hlaðin gulli eftir MÍ 30+ um helgina

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands 30 ára og eldri á Sauðárkróksvelli. Veitt voru verðlaun fyrir besta árangurinn samkvæmt WMA prósentu og voru það Anna Sofia Rappich (UFA) og Ágúst Bergur Kárason (UFA) sem voru með hæstu prósentuna í kvenna- og karlaflokki.
Meira

Stólastúlkur með annan fótinn í Bestu deildinni eftir sigur í gær

Stelpurnar í Tindastól komu öðrum fætinum inn fyrir þröskuldinn í deild hinna bestu er þær sigruðu Fjölni í miklum markaleik í norðansvalanum á Króknum í gærkvöldi en tvö efstu liðin í Lengjudeildinni komast upp. Á sama tíma og Stólar fögnuðu 5-0 sigri tapaði HK dýrmætum stigum í toppbaráttunni gegn Víkingi en HK stelpur hafa háð harða baráttu við Stóla um annað sætið. FH tryggði sér sæti í Bestu deild að ári með 0-4 sigri á Grindavík og aðeins blautir draumar að Tindastóll nái efsta sætinu af þeim. En hver veit?
Meira

Áfram Tindastóll, alltaf, alls staðar!

Yngriflokkastarf Kkd. Tindastóls fyrir tímabilið 2022/2023 er að hefjast og eru fyrstu æfingar þegar farnar að rúlla af stað. Í vetur eigum við von á um 200 iðkendum í öllum yngri flokkum Tindastóls, allt frá leikskólahópi (4-5ára) og upp í elsta aldurshóp. Haustið einkennist af spennu og eftirvæntingu hjá krökkunum að komast aftur á æfingar, hitta þjálfarana og liðsfélagana í íþróttahúsinu og komast aftur á reglulegar æfingar og að keppa í körfubolta eftir sumarleyfi.
Meira