Íþróttir

Skyttur í fyrri, skussar í seinni

Tindastólsmenn sóttu lið Stjörnunnar heim í Umhyggjuhöllina í Garðabæ í gær í töluvert mikilvægum leik um sæti í úrslitakeppninni í vor, enda liðin verið í svipuðu ströggli í vetur. Stólarnir voru stórfínir í fyrri hálfleik, þá sér í lagi síðustu fimm mínúturnar, og leiddu með 15 stigum en þeir mættu eiginlega aldrei til leiks í síðari hálfleik. Ertu ekki að grínast hvað liðið var dapurt? 20 stig í heilum hálfleik og Garðbæingar gengu á lagið. Lokatölur 79-68 og Stjarnan með betri innbyrðis stöðu.
Meira

Þórsstúlkur með létta þrennu í leikjunum gegn Tindastóli

Það var engin miskunn í Höllinni á Akureyri þegar Þórsstúlkur fengu stöllur sínar í liði Tindastóls í heimsókn. Oft hefur verið mjótt á mununum og hart barist þegar þessi grannalið hafa mæst en það er einfaldlega staðreynd að í vetur hefur lið Þórs verið langtum betra og það sannaðist í þriðja skiptið á tímabilinu þegar liðin áttust við sl. miðvikudagskvöld. Eftir allsherjar rassskellingu í fyrri hálfleik var staðan 57-23 og lauk leiknum 102-56.
Meira

Spánskur Mateo Climent til Kormáks Hvatar

Á aðdáendasíðu Kormáks á Fésbókinni er kynntur til sögunnar nýr leikmaður Kormáks Hvatar í 3. deildinni í karlafótbolta en stjórn hefur gengið frá samningum við vinstri bakvörðinn Mateo Climent frá Spáni.
Meira

Fjögur úr Tindastól valin í æfingahópa yngri landsliða KKÍ

Þjálfarar yngri landsliða Íslands í körfubolta hafa valið næstu æfingahópa sína fyrir áframhaldandi úrtaksæfingar sem framundan eru í febrúar. Það eru yngri landslið U15, U16 og U18 drengja og stúlkna fyrir sumarið 2023 sem um ræðir og hefur leikmönnum og forráðamönnum þeirra verið tilkynnt um valið. Fjögur valin úr Tindastól.
Meira

Fann að eitthvað var ekki eins og það átti að vera

Lið Tindastóls, sem spilar í Bestu deild kvenna í sumar, varð fyrir áfalli á dögunum þegar varnarmaskínan Kristrún María Magnúsdóttir varð fyrir slæmum meiðslum sem gætu mögulega sett hana á hliðarlínuna í eitt og hálft ár. Hún er reyndar ákveðin í að stytta þann biðtíma eitthvað. Kristrún er leikmaður sem fer ekki mikið fyrir á vellinum en vinnur sína vinnu möglunarlaust og hefur vart stigið feilspor við hlið Bryndísar fyrirliða í vörninni síðustu tvö sumur.
Meira

Monica og Gwen bætast í hópinn hjá Bestu deildar liði Tindastóls

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur fengið til liðs við sig tvo feikisterka leikmenn til að styrkja Bestu deildar lið Stólastúlkna fyrir sumarið. Um er að ræða markmanninn Monicu Wilhelm sem er bandarísk og varnarmanninn Gwen Mummert sem er þýsk en hefur spilað í bandaríska háskólaboltanum. Þær eru báðar væntanlegar á Krókinn á næstu dögum samkvæmt upplýsingum Feykis.
Meira

Arnar Geir hafði betur í úrslitum gegn Þórði Inga

Í gærkvöldi stóð Pílukastfélag Skagafjarðar fyrir vel heppnuðu móti en 16 keppendur mættu til leiks í aðstöðu félagsins við Borgarteig á Sauðárkróki. Eftir spennandi keppni þá sigraði Arnar Geir Hjartarson að loknum spennandi úrslitaleik við Þórð Inga Pálmarsson en úrslitaviðureignin endaði 3-2. Í þriðja sæti varð síðan Ingvi Þór Óskarsson eftir að hafa borið sigurorð af Orra Arasyni.
Meira

Pat segir þróunina í leik Stólastúlkna vera jákvæða

Veturinn hefur verið erfiður hjá liði Tindastóls í 1. deild kvenna í körfunni og aðeins tveir sigurleikir í 16 leikjum. Feykir sendi Pat Ryan, þjálfara liðsins, nokkrar spurningar „Við erum lið með fullt af ungum leikmönnum sem þurfa tíma til að þroskast. Stelpurnar vinna hörðum höndum á hverjum degi,“ sagði Pat þegar Feykir byrjaði á að spyrja um hvað væri það helsta sem upp á vantar hjá liðinu.
Meira

Stólastúlkur börðust allt til loka en KR vann

Það var spilað í 1. deild kvenna í körfunni í gærkvöldi en þá fengu Stólastúlkur lið KR í heimsókn í Síkið. Vesturbæingar eru með eitt af betri liðum deildarinnar í vetur þó liðið virðist ekki ná að berjast um eitt af tveimur efstu sætum deildarinnar þar sem Stjarnan er í sérflokki og lið Snæfells og Þórs Akureyri berjast um annað sætið. Leikurinn í gær varð kannski aldrei verulega spennandi því gestirnir voru sterkari en heimastúlkur voru þó aldrei langt undan og veittu liði KR harða keppni. Lokatölur 64-72.
Meira

Davis Geks nýr leikmaður Tindastóls - Uppfært: Leik Tindastóls og Hattar frestað

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við lettneska leikmanninn Davis Geks um að leika með karlaliðinu út tímabilið. Í tilkynningu deildarinnar kemur fram að Geks sé skotbakvörður og komi til liðsins úr eistnesku deildinni þar sem hann spilaði með BK Liepja.
Meira