Íþróttir

Keyshawn Woods til liðs við Stólana

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við bandaríska leikmanninn Keyshawn Woods um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Í tilkynningu frá Stólunum segir að Keyshawn sé fjölhæfur leikmaður, ungur en reynslumikill og hefur spilað í efstu deildum í Hollandi, Póllandi og á Grikklandi þar sem hann var síðustu leiktíð.
Meira

Stólarnir mæta Hvíta riddaranum í úrslitakeppninni

Síðustu leikirnir í B-riðli 4. deildar fóru fram í dag og fékk Tindastóll þunnkskipað lið Stokkseyrar í heimsókn á Krókinn. Leikurinn fór nánast eingöngu fram á vallarhelmingi gestanna og það má undrum sæta að Stólarnir hafi ekki skorað tíu fimmtán mörk. Þeir létu fimm duga en maður leiksins var án efa hinn 39 ára gamli Hlynur Kárason í marki gestanna sem varði flest sem á markið kom og var alveg búinn á því í leikslok.
Meira

Húnvetningar verða að fara að rífa sig í gang

Það var leikið í 3. deildinni á Blönduósvelli í dag þar sem Kormákur/Hvöt fékk Garðyrkjumenn úr Víði í heimsókn á lífræna grasið. Heldur hefur blásið á móti Húnvetningum að undanförnu og ekki minnkaði ágjöfin í dag, í norðanstrekkingnum, því tveir leikmenn heimaliðsins fengu að líta rauða spjaldið og einn til viðbótar í liðsstjórn. Víðismenn fóru sigurreifir með öll þrjú stigin heim í Garð eftir 1-3 sigur.
Meira

Geggjaður endurkomusigur Stólastúlkna fyrir austan

Stólastúlkur skruppu austur á Reyðarfjörð í dag þar sem þær mættu sameinuðu liði Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis í 15. umferð Lengjudeildarinnar. Ekkert annað en sigur kom til greina í leiknum til að koma liði Tindastóls upp fyrir HK á töflunni og í annað sætið. Heimastúlkur náðu forystunni í fyrri hálfleik en dramatíkin var algjör síðustu 20 mínútur leiksins og fór svo á endanum að stelpurnar okkar nældu í dýrmætan 2-3 sigur.
Meira

1604 holur farnar í golfmaraþoninu á Hlíðarendavelli

Það var líf og fjör á golfvellinum í gær þegar Golfmaraþon Barna- og unglingastarfs Golfklúbbs Skagafjarðar fór fram í frábæru veðri í gær. Markmið hópsins var að ná að fara 1000 holur á einum degi og var stór hluti af þeim krökkum sem hafa verið á æfingum í sumar þátttakendur en einnig máttu foreldrar, ömmur, afar, systkini, frændur, frænkur og auðvitað meðlimir Golfklúbbs Skagafjarðar leggja hönd á plóg og hjálpa krökkunum að ná settu marki.
Meira

Níutíu skagfirskir kylfingar fóru örugglega á kostum í Borgarnesi

Það voru örugglega ekki slegin mörg vindhögg í Borgarnesi um liðna helgi þegar skagfirska sveiflan var tekin til kostanna á Skagfirðingamóti – golfmóti burtfluttra Skagfirðinga, sem þar fór fram á Hamarsvellinum góðal. Níutíu keppendur nutu sín í sól og blíðu en auk þeirra fékk á annan tug innfluttra danskra golfara að taka þátt í þessu eðalmóti.
Meira

Karlasveit Golfklúbbs Skagafjarðar tryggði sér sæti í 2. deild að ári

Karlasveit Golfklúbbs Skagafjarðar, GSS, gerði gott mót er hún stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmóti golfklúbba 2022 í 3. deild karla sem fram fór á Ísafirði dagana 12.-14. ágúst.
Meira

Skytturnar áfram í hlutverkum aðstoðarþjálfara

Það er alltaf fjör hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls og áhugamenn um undirskriftir gleðjast jafnan þegar tilkynningar berast af þeim bæ. Nú fyrir helgi dró Dagur Þór Baldvinsson, formaður deildarinnar, sparipennann úr brjóstvasanum og rétti þeim Svavari Atla Birgissyni og Helga Frey Margeirssyni sem skrifuðu umsvifalaust undir samning og verða því aðstoðarþjálfarar meistaraflokks karla hjá Tindastóli í vetur.
Meira

Stólastúlkur tóku stigin í níu marka trylli

Það var heldur betur markaveisla á Sauðárkróksvelli í dag því 19 mörk voru skoruð í þeim tveimur leikjum sem fram fóru. Strákarnir unnu öruggan 9-1 sigur en það var meiri spenna þegar Stólastúlkur tóku á móti spræku liði Víkings í mikilvægum leik liðanna í Lengjudeildinni. Reykjavíkurstúlkurnar þurftu sigur til að halda sér í toppbaráttunni og Stólastúlkur sömuleiðis. Eftir átta marka óhóf í fyrri hálfleik var heimaliðið með tveggja marka forystu í hálfleik en gestirnir náðu aðeins að klóra í bakkann í uppbótartíma í síðari hálfleik og Stólastúlkur fögnuðu innilega 5-4 sigri.
Meira

Létt verk og löðurmannlegt í logninu á Króknum

Tindastóll hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppni 4. deildar og nú er bara spurning hvort liðið sleppur við að fara í umspil. Allir leikir skipta því enn máli. Næst síðasti leikur liðsins í riðlakeppninni fór fram á Sauðárkróksvelli í dag þegar Skautafélag Reykjavíkur mætti til leiks. Stólarnir unnu fyrri leik liðanna 3-5 en gestirnir reyndust lítil fyrirstaða í dag þó þeir hafi minnt á sig framan af leik. Lokatölur voru 9-1.
Meira