Hljómsveitin Árstíðir fagnar útgáfu nýjustu breiðskífu sinnar “VETRARSÓL” með því að halda tónleika í Blönduóskirkju sunnudaginn 6. apríl kl. 17:00. Forsala miða er á tix.is en einnig verður selt inn við hurð og er miðaverð 4.900 kr.
Stjórn Hollvinasamtaka heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduós mætti í fundarsal HSB þann 19. mars sl. Tilefni fundarins var að formaður Jólahúna 2024 hún Árný Björk Brynjólfsdóttir kom til fundar við stjórnina og færði henni að gjöf kr. 750.000 sem er afrakstur tónleika sem haldnir voru í desember sl.
Í janúar er alltaf svokallaður Veganúar og fannst mér tilvalið að koma með tvo vegan rétti í matgæðingaþætti Feykis að því tilefni. Á heimasíðunni veganistur.is er að finna fullt af girnilegum vegan réttum sem ég efast ekkert um að séu góðir. Hef ekki ennþá fengið þá löngun að verða vegan en ætti í raun að vera það miðað við allt fæðuofnæmið sem ég er með. En það væri efni í langan og leiðinlegan leiðara sem enginn myndi nenna að lesa. En við skulum vinda okkur í fyrri uppskriftina.
Fimmtudaginn 20. mars var haldin í fimmtánda sinn forvarnaráðstefna VÍS í Hörpunni og var yfirskrift ráðstefnunnar „Vinnum með öryggi alla daga“. Ráðstefnan er ein sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi þar sem sérfræðingar og stjórnendur deila reynslu sinni af öryggis- og forvarnamálum. Sex erindi voru á dagskrá ásamt veitingu Forvarnaverðlauna til þeirra sem sýna fram á framúrskarandi árangur í öryggismálum.
Hann Björn J. Sighvatz býr á Sauðárkróki og nær því að vera einn af orginölunum á Króknum samkvæmt skilgreiningu Binna Júlla. Bjössi er giftur henni Drífu sinni og eiga þau tvö börn. Bjössi hefur unnið við kennslu í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra síðastliðin þrjátíu ár.
Fyrstu matgæðingar Feykis á þessu fallega ári voru Þóra Rut Jónsdóttir og Jón Haukur Jónsson. Þóra er uppalin á Sauðárkróki og starfar sem forstöðumaður sjálfbærni og umbóta hjá Advania og Jón Haukur er úr Reykjavík og er hagfræðingur sem starfar sem gröfuverktaki. Þóra og Jón Haukur eru nú búsett í Kópavogi en foreldrar hennar eru Jón Eðvald og Linda Nína í Háuhlíðinni á Króknum.
Matgæðingur vikunnar í tbl. 47, 2024, var Fanney Ísfold Karlsdóttir en hún starfar sem sjúkraþjálfari á HSN á Króknum og hefur gert í töluvert mörg ár. Áhugi hennar á hreyfingu og hollu mataræði hefur fylgt henni lengi og er eitt af áhugamálum fjölskyldunnar að elda og borða góðan og hollan mat, helst að “elda frá grunni”, prófa nýjar uppskriftir og þróa eigin.
„Framkvæmdir við Ásgarð ganga vel, Borgarverk er langt komið með sinn verkhluta. Þeir hafa verið með 4-5 starfsmenn á Skagaströnd og stórvirkar vinnuvélar og bíla eftir þörfum síðan þeir byrjuðu fyrir alvöru í september. Þeir luku við að reka niður stálþilið, rétta það af, fylla og þjappa efni í garðinn 6. mars sl.," segir Baldur Magnússon hafnarstjóri á Skagaströnd þegar Feykir forvitnaðist um hvernig framkvæmdir gengju fyrir sig.
Bændablaðið sagði frá því í dag á fréttavefnum sínum að slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður með svipuðu sniði á þessu ári og verið hefur. Ákvörðun um að hætt yrði að slátra á Hvammstanga hafði aldrei formlega verið tekin en áform voru uppi um að slátruninni yrði hætt þar, sem liður í hagræðingu vegna kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska.
Skáksamband Íslands ætlar að bregða á leik í sumar í tilefni af 100 ára afmæli sínu segir á fréttavefnum huni.is. En haldið verður Icelandic Open - Opna Íslandsmótið í skák á Blönduósi dagana 15.-21. júní. Tefldar verða níu umferðir á sjö dögum í Krúttinu í gamla bænum. Skákhátíðin hefst með aðalfundi sambandsins sem fram fer laugardaginn 14. júní og lýkur með sterku hraðskákmóti, Blönduós Blitz, sem fram fer 22. júní. Búið er að opna fyrir skráningu í mótið. Góð verðlaun verða á mótinu og verða þau gerð opinber í vikunni. Alls konar skemmtilegir hliðarviðburðir fara fram mótinu samhliða en þeir verða auglýstir síðar.
Áhrif innviðagjalds sem lagt var á skemmtiferðaskip fyrir ferðaþjónustuna eru orðin greinileg á landinu. Áhrifanna gætir með mismunandi hætti þar sem með svo skyndilegri gjaldtöku, falla áfangastaðir úr ferðaáætlun skipanna, helst þeir sem eru lengst frá suðvesturhorninu. Þetta hefur þær afleiðingar að á meðan það verður kannski 10% samdráttur heilt yfir í höfuðborginni, þá getur orðið tugprósenta samdráttur á öðrum stöðum á landinu. Í einhverjum tilfellum stefnir í að sumir áfangastaðir missi allar skipakomur.
Tryggð innlán í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.490 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) sem nemur um þriðjungi vergrar landsframleiðslu á síðasta ári. Tryggð innlán jukust um 131 milljarð króna frá því að staðan var tekin í upphafi síðasta árs. Í byrjun árs 2021 voru tryggð innlán á Íslandi um 1.000 milljarðar króna og hafa þau þannig aukizt um tæplega 50% á einungis síðustu fjórum árum.
Sl. laugardag afhenti FISK Seafood Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit nýjan björgunarbát að gjöf. Andvirði bátsins, sem hlotið hefur nafnið Aldan, er um 20 milljónir króna og boðar koma hans á Sauðárkrók byltingu í búnaði til sjóbjörgunar og sömuleiðis björgunarstörf á hinum mikilfenglegu en um leið viðsjárverðu vötnum héraðsins. Með tilkomu Öldunnar eru tveir öflugir harðbotna björgunarbátar beggja vegna í Skagafirðinum. Aldan er í vestri en að austanverðu er Skafti í eigu björgunarsveitarinnar Grettis.
Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum er fyrirsögn sem hr. Hundfull skrifaði árið 2013 þegar þriggja daga átveislan byrjaði það árið, þ.e. bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Eftir að hafa lesið þessa fínu hugleiðingu hans er við hæfi að endurbirta hana því það eru eflaust margir sammála honum í þetta skiptið!
Nafn: Vivian Didriksen Ólafsdóttir. Starf / nám: Er starfandi leikkona. Hvernig nemandi varstu? Örugglega óþolandi, ætla að nota tækifærið og þakka gömlum kennurum fyrir kærleikann og þolinmæðina. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Ég er snillingur að gera heilandi mat, þá meina ég mat sem bústar meltingarveg og þar af leiðandi ónæmiskerfið. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Ég er roooosalega hvatvís, það fer að verða soldið þreytt.
Árna Þór Þorbjörnsson kannast örugglega margir við en hann plokkaði bassa um árabil með hinum rómuðu Herramönnum og nokkrum undanförum þeirra. Í Herramönnum var Árni ásamt bekkjarbræðrum sínum Kristjáni Gísla, Kalla Jóns, Svabba Helenu og Birki Guðmunds svo einhverjir séu nefndir. Árni er fæddur 1970 og alinn upp á Króknum. Hann segist ekki eiga neitt uppáhaldstímabil í tónlistinni. „Ég hlusta á tónlist frá öllum tímabilum og er þessi alræmda alæta á tónlist,“ segir Árni.