„Þetta byrjaði sem smá Skandall, vorum smá stressaðar og klúðruðum smá í byrjun. En eftir það náðum við okkur nú aftur á strik og finnst okkur þessi sigur alveg verðskuldaður og sanngjarn!“ segir Sóley Sif Jónsdóttir létt í samtali við Feyki en hljómsveitin Skandall, sem er skipuð fimm stúlkum, bar sigur úr býtum í Söngkeppni MA nú á miðvikudagskvöldið. Stelpurnar einhentu sér í Plug In Baby sem Muse töfruðu fram fyrir aldarfjórðungi. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Skagstrendinginn Sóleyju Sif Jónsdóttur, sem sá um trommuleik og söng ásamt Ingu Rós.
Laugardaginn 22. febrúar mun hópur hagyrðinga og vísnamanna úr Húnavatnssýslum, Skagafirði og Eyjafirði leiða saman hesta sína í Kakalaskála í Kringlumýri í Skagafirði. Farið verður með ljóð og vísur, nýjar og gamlar, og ekki ólíklegt að einhverjar verði til á staðnum. Þessu má enginn vísnavinur missa af.
Spurningakeppni framhaldsskólanna er á fullu þessa dagana og átta liða úrslit hálfnuð í Sjónvarpinu. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hafði ekki erindi sem erfiði í vetur, féll úr leik í fyrstu umferð. Það er þó í það minnsta einn fulltrúi Norðurlands vestra sem heldur heiðri norðvestlenskra ungspekinga á lofti en það er Sólveig Erla Baldvinsdóttir frá Tjörn í Húnabyggð (áður Skagabyggð) en hún er í Gettu betur-liði Menntaskólans á Akureyri.
Matgæðingur vikunnar í tbl. 40, 2024, var engin önnur en Anna Jóna Guðmundsdóttir sem flutti til Vestmannaeyja sl. haust til unnusta síns. Eftir 17 ára starf við skólastjórnun ákvað hún að fara inn á deild og starfa sem deildarstjóri inni á gólfi með börnunum. Anna Jóna segir að hún eigi margar góðar minningar úr skólastjórastarfinu, ekki síst frá þeim níu árum sem hún starfaði í Ársölum á Króknum.
Notendur dagdvalar aldraðra á Sauðárhæðum og íbúar dvalarheimilisins á Sauðárkróki fengu heldur betur góða heimsókn á dögunum. Þá mættu dömur úr Kvenfélagi Lýtingsstaðahrepps í heimsókn og buðu notendum og íbúum upp á dýrindis kaffihlaðborð ásamt söng og harmonikkuleik frá feðgunum á Hóli í Lýtingsstaðahrepp, þeim Ásgeiri og Guðmundi.
Í hádeginu 20. febrúar bauð Landbúnaðar- og innviðanefnd öllum 14 fjallskiladeildum Skagafjarðar til fundar á Hótel Varmahlíð. Fundurinn var vel sóttur og um 40 fulltrúar fjallskiladeilda sátu fundinn.
Þann 8. febrúar fór fram 19. Nýsveinahátíð IMFR á Reykjavík Natura Berjaya Iceland Hotels (áður Lofleiðahótelið) að viðstöddu forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, sem sá einnig um að afhenda viðurkenningarnar, ráðherra mennta- og barnamála, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmönnum, meisturum nýsveinanna, heiðursiðnaðarmönnum og öðrum góðum gestum.
Tindastólsstúlkurnar Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir hafa verið valdar í hóp U-17 sem tekur þátt í milliriðli sem fram fer á Spáni daganna 7. mars til 15. mars. Auk Íslands og Spánar eru Belgía og Úkraína í riðlinum.
Rótarýhreyfingin fagnar 120 ára afmæli sínu hinn 23. febrúar n.k. og af því tilefni er Rótarýdagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim. Þá gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér hvernig starf Rótarý fer fram og hvað í því felst.
Fram kemur meðal annars í bréfi sem Valérie Haye, forseti Renew Europe, þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins, hefur sent Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, að tímabært sé að sambandið verði að stórveldi (e. superpower) og komi sér enn fremur upp eigin sjálfstæðri hernaðargetu. Með öðrum orðum eigin her. Þá er kallað eftir inngöngu Íslands og Noregs í Evrópusambandið.
Stólastúlkur mættu toppliði Hauka í Bónus deildinni í gærkvöldi en þá kláraðist síðasta umferðin í hefðbundnu deildarkeppninni. Hafnfirðingar unnu nokkuð öruggan sigur þó svo að aðeins hafi munað fjórum stigum þegar lokaflautið gall. Lokatölur 90-86 en ljóst var að umferðinni lokinni að lið Tindastóls færðist úr fimmta sæti í það sjötta og tekur því í mars þátt í einfaldri umferð neðstu fimm liðanna í deildinni.
Rótarýhreyfingin fagnar 120 ára afmæli sínu hinn 23. febrúar n.k. og af því tilefni er Rótarýdagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim. Þá gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér hvernig starf Rótarý fer fram og hvað í því felst.
Fram kemur meðal annars í bréfi sem Valérie Haye, forseti Renew Europe, þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins, hefur sent Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, að tímabært sé að sambandið verði að stórveldi (e. superpower) og komi sér enn fremur upp eigin sjálfstæðri hernaðargetu. Með öðrum orðum eigin her. Þá er kallað eftir inngöngu Íslands og Noregs í Evrópusambandið.
Þann 17. febrúar sl. kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í hinu „seinna pizzaostmáli“ Danóls ehf. á hendur íslenska ríkinu.
Um þetta mál hefur verið fjallað áður fyrir dómstólum og ítrekað hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að flokka ætti vöruna í 4. kafla tollskrár. Danól krafðist þess nú enn á ný að varan skyldi flokkuð í 21. kafla tollskrárinnar en tapaði málinu og var dæmt til að greiða ríkinu 950 þús. kr. í málskostnað.
Mistök varðandi skil á utankjörstaðaatkvæðum virðast hafa verið einhver í nýlega afstöðnum kosningum. Herra Hundfúll er pínu hissa að það virðist sem þetta sé bara ekkert mál, ef marka má viðbrögð, bara svona óheppilegt og ekkert við þessu að gera samkvæmt leikreglunum.
Starf / nám: Sveitarstjóri á Skagaströnd / Lögfræðingur.
Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Mjög líklega Gullbylgjuna.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Ég er mjög óþolinmóð og óhandlagin sem fer illa saman. Enda get ég aldrei hengt neitt upp eða lagað á heimilinu nema eyðileggja eitthvað í leiðinni.
Það er Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm sem svarar lipurlega Tón-lystinni að þessu sinni. Hún er alin upp í Mosfellsdal, dóttir Huldu Jónasar sem er frá Sauðárkróki og er dóttir Erlu Gígju og Ninna. Hún er söngkona en spilar einnig á þverflautu, piccolo flautu og gítar.