Aðsent efni

Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi | Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar

Áhrif innviðagjalds sem lagt var á skemmtiferðaskip fyrir ferðaþjónustuna eru orðin greinileg á landinu. Áhrifanna gætir með mismunandi hætti þar sem með svo skyndilegri gjaldtöku, falla áfangastaðir úr ferðaáætlun skipanna, helst þeir sem eru lengst frá suðvesturhorninu. Þetta hefur þær afleiðingar að á meðan það verður kannski 10% samdráttur heilt yfir í höfuðborginni, þá getur orðið tugprósenta samdráttur á öðrum stöðum á landinu. Í einhverjum tilfellum stefnir í að sumir áfangastaðir missi allar skipakomur.
Meira

Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Tryggð innlán í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.490 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) sem nemur um þriðjungi vergrar landsframleiðslu á síðasta ári. Tryggð innlán jukust um 131 milljarð króna frá því að staðan var tekin í upphafi síðasta árs. Í byrjun árs 2021 voru tryggð innlán á Íslandi um 1.000 milljarðar króna og hafa þau þannig aukizt um tæplega 50% á einungis síðustu fjórum árum.
Meira

Langþráður nýr björgunarbátur í Skagafjörðinn

Sl. laugardag afhenti FISK Seafood Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit nýjan björgunarbát að gjöf. Andvirði bátsins, sem hlotið hefur nafnið Aldan, er um 20 milljónir króna og boðar koma hans á Sauðárkrók byltingu í búnaði til sjóbjörgunar og sömuleiðis björgunarstörf á hinum mikilfenglegu en um leið viðsjárverðu vötnum héraðsins. Með tilkomu Öldunnar eru tveir öflugir harðbotna björgunarbátar beggja vegna í Skagafirðinum. Aldan er í vestri en að austanverðu er Skafti í eigu björgunarsveitarinnar Grettis.
Meira

Stærsta gjöf í sögu Skagfirðingasveitar | Hafdís Einarsdóttir skrifar

Á laugardaginn fáum við í Skagfirðingasveit rausnarlegustu gjöf í sögu björgunarsveitarinnar afhenta. Flestir hér í Skagafirði þekkja væntanlega raunasöguna um það hvernig nýjum og fullkomnum björgunarbáti sem við höfðum keypt og greitt fyrir var að stórum hluta til beinlínis stolið af okkur. Báturinn var því aldrei smíðaður og hátt í tíu milljónir króna sem við höfðum safnað fóru í súginn. Færri vita e.t.v. að FISK Seafood, sem styrkt hafði kaupin með umtalsverðum hætti ákvað að bæta okkur skaðann með því að fjármagna að fullu nýjan og jafnvel enn fullkomnari björgunarbát. Andvirði bátsins, sem hlotið hefur nafnið Aldan, er um 20 milljónir króna og þarf kannski ekki að taka það fram að þessi gjöf er sú langstærsta sem Skagfirðingasveit hefur nokkru sinni veitt viðtöku.
Meira

Horfum til framtíðar | Frá fulltrúum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista

Í Skagafirði eru í dag níu félagsheimili auk Menningarhússins Miðgarðs sem var skilgreint sem félagsheimili áður en ráðist var í verulegar endurbætur á húsnæðinu með stuðningi ríkisins. Sá stuðningur kom til vegna áherslubreytinga hjá ríkinu í uppbyggingu menningarhúsa í landsbyggðunum, en honum var á þeim tíma ætlað að gera menningartengdri starfsemi hærra undir höfði en talið var að félagsheimilin hefðu almennt burði til.
Meira

Áskell Heiðar ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna á Hólum 2026

Stjórn Landsmóts hestamanna, sem fram fer að Hólum í Hjaltadal í 5.-12. júlí 2026, hefur ráðið Áskel Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóra mótsins.
Meira

Sláturhús | Guðrún Lárusdóttir bóndi skrifar

Þessa dagana er deilt um hvort eigi og megi hagræða í slátrun sauðfjár og nautgripa á Íslandi. Síðustu ár hefur verið rekin slátrun fyrir sauðfé í fimm sláturhúsum á Norðurlandi og nautgripum slátrað í fjórum sláturhúsum. Það er því augljóst að tækifæri eru fyrir hendi til að hagræða í slátrun á svæðinu, bændum og neytendum til hagsbóta.
Meira

Heilasprotar og Hugaldin | Rúnar Kristjánsson skrifar

Rúnar Kristjánsson frá Skagaströnd er flestum duglegri við að setja saman vísur og ljóð og sendir Feyki til birtingar. Reglulega smalar hann nokkrum vísum saman í skjal, kannski á mánaðarfresti eða svo, og nú hefur Feykir fengið leyfi frá honum til að birta þá þætti hér á Feykir.is eftir að þeir hafa birst í pappírsútgáfu Feykis.
Meira

Ályktun Kvenfélags Rípurhrepps til Sveitastjórnar Skagafjarðar

Kvenfélag Rípurhrepps, sem er elsta kvenfélag landsins, vill með þessari ályktun lýsa yfir þungum áhyggjum sínum og eindreginni andstöðu við áform meirihluta sveitastjórnar Skagafjarðar ásamt Byggðalista, um að setja félagsheimili Rípuhrepps í opið söluferli og selja það til einkaaðila.
Meira

Þegar Jörðin sprakk í loft upp...

Feykir óskar konum til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna sem er einmitt í dag, 8. mars. Ætli það séu einhverjir karlar sem hugsa með eftirsjá til eldri tíma þegar karlar röðuðu sér í öll helstu embætti þjóða heimsins? Vonandi eru þeir ekki margir en ekki verður annað sagt en að nú er þessu öfugt farið, í það minnsta hér á Íslandi.
Meira