Þakkir á aðventu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
18.12.2024
kl. 12.25
Það var mikil og góð reynsla að fara í gegnum nýafstaðna kosningabaráttu sem oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Baráttan var snörp en á sama tíma ótrúlega skemmtileg. Fyrir mig persónulega var brekkan brött þar sem flokkurinn hefur ekki áður náð kjöri í kjördæminu. En ætlunarverkið tókst og ég er afar þakklát fyrir stuðninginn og traustið. Það skiptir miklu máli fyrir Viðreisn að eiga nú þingmenn í öllum kjördæmum. Það mun án efa þroska flokkinn og skilninginn á stöðu hvers landshluta fyrir sig. Skilaboð kjósenda voru skýr – fólkið í landinu er að kalla eftir breytingum. Nú er mikilvægt fyrir nýja ríkisstjórn að svara því kalli með afgerandi hætti.
Meira