Aðsent efni

Þakkir á aðventu

Það var mikil og góð reynsla að fara í gegnum nýafstaðna kosningabaráttu sem oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Baráttan var snörp en á sama tíma ótrúlega skemmtileg. Fyrir mig persónulega var brekkan brött þar sem flokkurinn hefur ekki áður náð kjöri í kjördæminu. En ætlunarverkið tókst og ég er afar þakklát fyrir stuðninginn og traustið. Það skiptir miklu máli fyrir Viðreisn að eiga nú þingmenn í öllum kjördæmum. Það mun án efa þroska flokkinn og skilninginn á stöðu hvers landshluta fyrir sig. Skilaboð kjósenda voru skýr – fólkið í landinu er að kalla eftir breytingum. Nú er mikilvægt fyrir nýja ríkisstjórn að svara því kalli með afgerandi hætti.
Meira

Skagafjörður áætlar jákvæðan rekstur og miklar framkvæmdir

Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2025 til 2028 var samþykkt af sveitarstjórn 27. nóvember sl., en með henni er mörkuð stefna um fjárheimildir sviða og stofnana sveitarfélagsins til næstu fjögurra ára, ásamt getu sveitarfélagsins til framkvæmda, viðhalds og niðurgreiðslu skulda. Með fjárhagsáætluninni var einnig samþykkt áætlun um nýfjárfestingar og viðhaldsverkefni á árinu 2025, en nýfjárfestingar hafa aldrei í sögu sveitarfélagsins verið áætlaðar meiri en á komandi ári, eða í heild framkvæmdir upp á tæpan einn og hálfan milljarð.
Meira

Kæru íbúar og kjósendur í Norðvesturkjördæmi

Við frambjóðendur Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi viljum nota þetta tækifæri til að koma á framfæri okkar innilegustu þökkum fyrir þann mikla stuðning og hvatningu sem þið hafið sýnt Samfylkingunni í nýafstöðnum kosningum. Ykkar traust er dýrmætt og knýr okkur áfram í baráttunni fyrir betra samfélagi. Samfylkingin bætti verulega við sig í kosningunum og fékk einn þingmann kjörinn í kjördæminu.
Meira

Tilfinningar frá myrkri til ljóss

Dagana 25. nóvember til 1. desember komu ungmenni frá sveitum Toskana á Ítalíu, Pyhtää í Finnlandi og Húnaþingi vestra á Íslandi saman til þátttöku í Miðnæturljósi, Erasmus+ verkefni, sem miðar að því að hvetja til sköpunar og sjálfstjáningar. Íslenski hluti verkefnisins var skipulagður í samstarfi við Húnaklúbbinn, sem er félag ungs fólks í Húnaþingi vestra, og Félagsmiðstöðina Órion.
Meira

„Nei“ | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fyrir þingkosningarnar sendi Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fyrirspurn á flokkana þar sem spurt var nokkurra spurninga varðandi afstöðu þeirra til Evrópumálanna. Þar á meðal hvort þeir myndu á næsta kjörtímabili styðja það að tekin yrðu skref í áttina að inngöngu í Evrópusambandið. Til að mynda með þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sózt yrði á ný eftir því að ganga í sambandið.
Meira

Við þökkum traustið

Síðastliðinn laugardag fóru fram sögulegar kosningar til Alþingis. Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi og flokkur fyrrum forsætisráðherra datt af þingi, sem og Píratar og Sósíalistar náðu ekki inn. Flokkur fólksins er einn af sigurvegurum kosninganna og vann stóran sigur, fór úr 8.9% árið 2021 í 13,8% og bætti við sig tæplega 13 þúsund atkvæðum. Í Norðvesturkjördæmi rúmlega tvöfaldaði Flokkur fólksins fylgi sitt í atkvæðum talið, fékk 16,7% og tvo þingmenn einn flokka í kjördæminu.
Meira

Takk fyrir stuðninginn og samvinnuna

Meira

Kjósum öflugan leiðtoga | Frá stuðningsmönnum Ólafs Adolfssonar

Ólafur Adolfsson hefur allt til að bera sem þarf í hlutverk fyrsta þingmanns kjördæmisins. Djúpar rætur hans sem Snæfellings, landsþekkt forysta hans sem keppnismanns í íþróttum, farsæll, sigursæll og árangursríkur ferill sveitarstjórnarmanns á Akranesi og ekki síst óþreytandi barátta hans sem lyfsali á landsbyggðinni í baráttu við ofurefli.
Meira

Réttindabarátta sjávarbyggðanna | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Helsta forgangsmál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins berst fyrir að allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á einnig við um landsbyggðina og sjávarbyggðir.
Meira

Á ferð um Norðvestur kjördæmi | Frá efstu frambjóðendum Samfylkingarinnar

Nú styttist í kosningarnar og frambjóðendur Samfylkingarinnar hafa verið á þönum um allt kjördæmi og við höfum átt samtal við mjög marga íbúa kjördæmisins, samtal sem mun hjálpa okkur á næstu fjórum árum, því kosningarnar eru bara einn liður, það er hvernig við förum með niðurstöðurnar og sinnum kjördæminu næstu fjögur árin sem skiptir öllu máli.
Meira