Íþróttir

Anna Karen og Arnar Geir klúbbmeistarar GSS 2022

Meistaramót GSS fór fram dagana 12.-16. júlí. Tæplega 60 þátttakendur tóku þátt í mismunandi flokkum. Keppt var í Meistaraflokki karla og kvenna, 1. flokki karla og kvenna, 2 flokki karla, háforgjafarflokki, öldungaflokki og barnaflokkum.Systkinin Anna Karen Hjartardóttir og Arnar Geir Hjartarson unnu mjög sannfærandi sigur í meistaraflokkunum.
Meira

Langaði að verða atvinnumaður í fótbolta frá unga aldri

Feykir heilsar upp á nýja liðskonu Stólastúlkna sem spila í Lengjudeildinni í sumar. Það er Hannah Jane Cade en hún er ein þriggja bandarískra stúlkna sem leik með liði Tindastóls. Hinar tvær kannast flestir við enda búnar að staldra talsvert við á Króknum en það eru þær Murielle Tiernan og Amber Michel. Hannah tekur í raun sæti Jackie Altshculd sem hafði spilað með liði Tindastóls þrjú síðustu ár en spilar nú sinn fótbolta í Bandaríkjunum.
Meira

Hafnfirðingar sáu rautt á Húnavöku

Það var leikið á Blönduósvelli síðdegis í gær en þá tóku heimamenn í Kormáki/Hvöt á móti Hafnfirðingum í liði ÍH. Gestirnir hafa ekki verið að sperra stél í 3. deildinni það sem af er sumars og það var því úrvals tækifæri fyrir lið Húnvetninga að tryggja enn betur stöðu sína í deildinni. Það reyndist ekki erfitt því gestirnir gerðu sjálfum sér lítinn greiða með því að missa tvo leikmenn af velli með rautt spjald strax í fyrri hálfleik. Lokatölur voru 4-0.
Meira

Mikilvægur sigur Tindastóls gegn Úlfunum

Tindastólsmenn fóru suður í dag og spiluðu við lið Úlfanna á Framvellinum í 4. deildinni. Leikurinn var ansi mikilvægur en nú er barist um sæti í úrslitakeppninni í haust. Lið Úlfanna var eitt tveggja liða sem Stólunum tókst ekki að leggja að velli í fyrri umferðinni en liðin gerðu þá 2-2 jafntefli í spennandi leik. Hefðu Stólarnir tapað hefðu Úlfarnir komist upp að hlið þeirra á töflunni en sú varð ekki raunin því Stólarnir náðu í flottan 2-3 sigur og styrktu stöðu sína í riðlinum.
Meira

Baldur Þór hættir með Stólana og heldur til Þýskalands

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls og Baldur Þór Ragnarsson hafa komist að samkomulagi um að slíta samningi sem nýlega var undirritaður og átti að gilda til loka tímabilsins 2022-2023,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu kkd. Tindastóls nú í kvöld. Fram kemur að slitin eru að ósk Baldurs sem heldur til Þýskalands þar sem hann mun sinna þjálfun hjá liðinu Ratiopharm í Ulm.
Meira

Frábær árangur frjálsíþróttakrakka af Norðurlandi vestra á MÍ um helgina

Meistaramót Íslands 11-14 ára fór fram á íþróttavelli UFA og Þórs á Akureyri um helgina þar sem um 200 keppendur frá tólf félögum reyndu með sér í frjálsum íþróttum. Fjölmargir keppendur af Norðurlandi vestra mættu til leiks og náðu framúrskarandi árangri. Um stigakeppni var að ræða sem fer þannig fram að sigurvegari í hverri grein fær 10 stig og koll af kolli þannig að 10. sæti fær 1 stig.
Meira

Húnvetningar höfðu sigur á Hlíðarenda

Lið Kormáks/Hvatar náði að styrkja stöðu sína í 3. deildinni nú um helgina en þá var leikin síðasta umferðin í fyrri umferð mótsins. Þá sóttu Húnvetningar heim kappana í Knattspyrnufélagi Hlíðarenda sem er einskonar B-lið Vals og var leikið á Valsvellinum. Eftir rólegheit í fyrri hálfleik létu liðin sverfa til stáls í þeim síðari. Heimamenn náðu fyrsta högginu en í kjölfarið fylgdi leiftursókn gestanna sem unnu að lokum 1-3 sigur og náðu þar með að lyfta sér upp úr mestu botnbaráttunni.
Meira

Hólmar Daði með einstaka þrennu í sigri á Afriku

Á sama tíma og landslið Íslands spretti úr spori í Manchester á Englandi í Evrópukeppni kvenna þá spilaði lið Tindastóls við Afríku í 4. deildinni hér heima. Reiknað var með auðveldum sigri Stólanna enda gestirnir gjafmildir í meira lagi þegar kemur að varnarleik og höfðu fengið á sig tíu mörk að meðaltali í þeim átta leikjum sem liðið hafði spilað. Meðaltalið breyttist ekkert í dag því Stólarnir gerðu tíu mörk en gestirnir náðu inn einu marki.
Meira

Ulf Örth ráðinn aðstoðarþjálfari hjá liðum Tindastóls

Sagt er frá því á heimasíðu Tindastóls að Ulf Örth hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokka karla og kvenna hjá Knattspyrnudeild Tindastóls út þetta tímabil.
Meira

Seiglusigur Stólastúlkna í slagveðursslag í Grindavík

Stólastúlkur sóttu sigur á Suðurnesið í kvöld þegar þeir sóttu lið Grindvíkinga heim. Lið Grindvíkinga var í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar fyrir leikinn en Tindastóll í þriðja. Staðan á toppi deildarinnar er hrikalega jöfn og spennandi og ljóst að liðin mega lítið misstíga sig. Það gerðu Stólastúlkur að sjálfsögðu ekki og gerðu tvö mörk á lokakafla leiksins og útslitin því 0-2.
Meira