Íþróttir

Stórleikur í Síkinu í dag þegar Valsarar mæta á Krókinn

Lið ársins, tveir af þjálfurum ársins og íþróttamaður ársins í Skagafirði verða í eldlínunni í dag þegar topplið séra Friðriks Friðrikssonar af Hlíðarenda, Valur, mætir á Krókinn. Valur hefur verið í bullandi sókn í vetur og situr í öðru sæti Subway-deildar, með jafnmörg stig og Keflavík, 16 stig en lakara stigahlutfall en Stólar, sem hafa átt í vandræðum vegna meiðsla og annarra kvilla leikmanna, sitja í 6. sæti með tólf stig.
Meira

Íþróttamaður USAH 2022 krýndur í dag

Í dag, 29. desember, kemur í ljós hver hlýtur nafnbótina Íþróttamaður USAH 2022 en boðað hefur verið til samkomu í Íþróttamiðstöðinni sem hefst klukkan 17:30. Sjö einstaklingar frá fjórum aðildarfélögum hafa verið tilnefndir í hinum ýmsu íþróttagreinum en einnig verða veittar viðurkenningar fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk, sem aðildarfélögin tilnefndu sjálf, og fyrir sjálfboðaliða ársins.
Meira

Pétur Rúnar íþróttamaður Skagafjarðar og UMFT

Í kvöld fór fram verðlaunahátíð UMSS og Sveitarfélagsins Skagafjarðar í Ljósheimum þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur á sviði íþrótta. Einnig var kunngjört hver hlaut titilinn íþróttamaður UMF Tindastóls.
Meira

Íþróttamaður Skagafjarðar kynntur í kvöld

Kjöri á íþróttamanni ársins í Skagafirði verður lýst á hátíðarsamkomu sem fram fer í kvöld, 28. desember, í Ljósheimum og hefst kl. 20:00. Auk íþróttamanns ársins verður ainnig upplýst hverjir hlutu kosningu sem lið ársins og þjálfari ársins.
Meira

Nýtt pílukastfélag stofnað í Skagafirði

Á dögunum var Pílukastfélag Skagafjarðar stofnað en nokkrir strákar hafa verið að hittast í haust og kasta saman pílu einu sinni til tvisvar í viku. Boðað hefur verið til jólamóts, í samstarfi við FISK Seafood, sem haldið verður þann 28. desember næstkomandi í aðstöðu félagsins að Borgarteig 7.
Meira

Acai áfram í Kormáki Hvöt

Jólin eru tími gleði og gjafa, svo það er með mikilli ánægju að segja frá því að miðvörðurinn mikilvægi Acai Nauzet Elvira Rodriguez hefur ákveðið að framlengja samning sinn við Kormák Hvöt út leiktímabilið 2023, segir í tilkynningu frá meistaraflokksráði liðsins.
Meira

Það er ekkert alltaf gaman á Akureyri

Það er alltaf sama vesenið með þessa Akureyringa. Ekki nóg með að þeir séu farnir að rukka fólk fyrir að leggja í bílastæði við verslanir í bænum heldur fóru þeir hálf illa með knattspyrnuiðkendur af Króknum um helgina – sem er svo sem kannski ekkert nýtt reyndar. Stólastúlkur lutu í gras á föstudaginn gegn Þór/KA í Kjarnafæðimótinu, 5-0, og í gær fengu strákarnir jafnvell verri útreið gegn KA, 8-0, í sama móti.
Meira

Fótboltinn byrjar á ný í dag

Feykir sagði frá því í gær að Murielle Tiernan og Hannah Cade hefðu samið við lið Tindastóls fyrir komandi tímabil. Það var því ekki úr vegi að spyrja Donna þjálfara út í næstu skref og hvort hann væri ekki ánægður með ráðahaginn. „Það er alveg stórkostlegt að Hannah og Murielle hafi skrifað undir áframhaldandi samning auk þess sem Melissa [Garcia] var með tveggja ára samning og kemur aftur,“ sagði Donni.
Meira

Stólarnir í stuði gegn stemningslitlu liði KR

Tindastólsmenn skelltu sér í Vesturbæinn í gær þar sem tveggja punkta KR-ingar biðu þeirra. Vanalega eru rimmur liðanna spennandi og skemmtilegar en því fór víðs fjarri í gær. Leikurinn var skemmtilegur fyrir stuðningsmenn Tindastóls en Vesturbæingar hefðu sjálfsagt flestir kosið að hafa haldið sig heima fyrir framan endursýningu á Barnaby. Reyndar munaði aðeins tíu stigum í hálfleik en Stólarnir bættu vörnina í síðari hálfleik og stungu stemningslitla KR-inga af. Lokatölur 77-104.
Meira

Murr og Hannah búnar að skrifa undir samning við Tindastól

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við tvo af máttarstólpum liðsins frá í sumar um að spila með Bestu deildar liði Stólastúlkna næsta sumar. Það eru þær Hannah Cade og að sjálfsögðu Muriel okkar Tiernan. Þetta hljóta að teljast hinar bestu fréttir enda eru undirbúningsmót fyrir komandi tímabil að rúlla af stað þessa dagana.
Meira