Brynjar Pálsson | Minning
feykir.is
Skagafjörður, Minningargreinar
07.04.2025
kl. 13.21
Pabbi og mamma fóru að draga sig saman sumarið 1954. Hann þá 18 ára, nýkominn heim af Vellinum og nógu auðugur, eftir á annað ár þar, til að geta keypt sér gamlan Willis-jeppa af Hermanni á Lóni með númeraplötunni K217. Það var kannski ekki gott að mamma var að stinga af í húsmæðraskóla til Silkiborgar í Danmörku og skildi hann eftir á Króknum einn vetur. Ekki löngu áður en mamma dó, fyrir tíu árum, fundum við veskið sem hún hafði farið með út en inni í því var svarthvít mynd af kærastanum. Hún brosti og sagði, með blik í auga, að vinkonur hennar hefðu haldið að hann væri kvikmyndastjarna. Hún var enn skotin í honum.
Meira