Minningargreinar

Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir frá Mælifelli - Minning

Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir var fædd á Mælifelli 2. apríl 1958 og sleit þar barnsskónum. Hún lést 23. nóvember s.l. og fór útför hennar fram frá Neskirkju 11. desember.
Meira

Þorbjörg Eyhildur og Sæmundur Sigursveinn - Minning

Fallin eru frá þau mætu hjón Þorbjörg Eyhildur Gísladóttir og Sæmundur Sigursveinn Sigurbjörnsson frá Syðstu-Grund í Skagafirði. Þeirra er vert að minnast. Þegar dró að jarðarför þeirra fóru veðurguðirnir að ýfa sig svo mörgum varð nóg um og órótt í sinni en hvað gerist? Jú, guðirnir þeir höfðu hemil á sér daginn sem útförin fór fram þann 16. nóvember s.l. og dagurinn varð bjartur í kuldalegri fegurð sinni. Fannhvít Blönduhlíðarfjöllin með Glóðafeyki fremstan meðal jafningja, drúptu höfði af virðingu þegar þau voru jarðsett í Flugumýrarkirkjugarði, hjónin sem búið höfðu lengst af ævi sinnar undir þeirra vernd.
Meira

Karl Sigurbjörnsson, biskup - Minning

Karl Sigurbjörnsson biskup lést 12. febrúar s.l. sjötíu og sjö ára að aldri, og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 26. febrúar að viðstöddu miklu fjölmenni. Karl var biskup Þjóðkirkjunnar í 14 ár, frá 1998-2012.
Meira

Sigríður Ólafsdóttir - Minning

Við andlát Sigríðar Ólafsdóttur, fyrrum húsfreyju í Ártúnum, hvarflar hugurinn rúmlega fjörutíu ár aftur í tímann til ársins 1981, er undirritaður vígðist til starfa sem sóknarprestur í Bólstaðarhlíðarprestakalli. Ártúnsheimilið var eitt fyrsta heimili, er ég steig fæti inn á við komuna þangað. Þar réðu þá ríkjum heiðurshjónin, Sigríður og Jón Tryggvason, organisti og kórstjórnandi með meiru. Þar var aðfluttri prestsfjölskyldu strax tekið með þeirri vinsemd, sem síðan hefur staðist tímans tönn.
Meira

Jón Karl Karlsson - Minning

Góður Lionsfélagi Jón Karl Karlsson er fallinn frá á 87. aldursári. Útför hans var gerð frá Sauðárkrókskirkju þann 12. febrúar s.l. Lionskúbbur Sauðárkróks minnist hans með virðingu og þökk fyrir hans miklu Lionsstörf.
Meira

Hans Birgir Friðriksson, veiðimaður - Minning

Við sem stöndum að þessari grein vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að vera vinir og veiðifélagar Bigga Malla. Biggi Malla er nú látinn, fyrir aldur fram. Maður sem nánast aldrei kenndi sér meins, lifði meinlætalifnaði og var með eindæmum hraustur. Biggi vann Grettisbikarinn átta sinnum og átti ótal met í sundíþróttum bæði á yngri árum og síðar í öldungaflokkum, setti þar á meðal Íslandsmet í 50 m skriðsundi á Norðurlandamóti öldunga 2008 auk þess að verða Norðurlandameistari öldunga 2003. Svona snúa örlögin á okkur, koma aftan að okkur þegar við eigum þess síst von og hrifsa frá okkur þá sem okkur þykir vænt um. Eftir standa skörð sem ekki verða fyllt.
Meira

Hans Birgir Friðriksson - Minning

Með okkur Hans Birgi Friðrikssyni eða Bigga Malla tókst góð vinátta enda deildum við sameiginlegum áhugamálum og fórum við saman í ófáar sund- og veiðiferðirnar.
Meira

Stefán Pedersen - Minning

Stefán Pedersen heiðursfélagi GSS lést 9. september og var borinn til grafar í dag, 21. september.
Meira

Ólafur Sveinsson - Minning

Ólafur Sveinsson fyrrverandi yfirlæknir Sjúkrahúss Skagfirðinga á Sauðárkróki lést 10. maí s.l. á 96. aldursári. Hann var Vestfirðingur, fæddur á Góustöðum í Skutulsfirði 3. september 1927. Hann lauk læknanámi frá Háskóla Íslands og eftir sérnám í Svíþjóð flutti hann til Sauðárkróks í desember 1960 með eiginkonu sinni, Ástu Karlsdóttur og fjölskyldu, ráðinn skurðlæknir og yfirlæknir við nýbyggt sjúkrahúsið og starfaði þar í 36 ár eða þar til hann fór á eftirlaun.
Meira

Þorleifur Ingólfsson (Smilli) - Minning

Þorleifur Ingólfsson sjómaður og bóndi á Þorbjargarstöðum á Skaga, fæddist í Reykjavík 21. febrúar 1950. Hann lést á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans 17. janúar. Foreldrar hans voru Ingólfur Guðmundsson bifvélavirki, f. 19.4. 1929, d. 16.6. 1991, og Fjóla Þorleifsdóttir ljósmóðir, f. 20.8. 1928, d. 6.11. 2007. Bræður Þorleifs eru Guðmundur Örn, f. 19.10. 1952 og Jóhann Helgi f. 3.7. 1960.
Meira