Ljósmyndavefur

Íslenskar göngudrottningar taka Kóngaveginn með trompi

Fyrr í sumar hélt gönguhópur sem kallar sig Föruneyti Írisar í vikuferð til Noregs, með það að markmiði að ganga hluta af gamalli póst-og þjóðleið sem kallast Kongeveien over Filefjellet á tungu þarlendra. Skemmst er frá að segja að ferðin heppnaðist vel og göngu-dagarnir þrír, ásamt dvöl í einstaklega fallegu umhverfi í Lærdal, Aasane og Bergen, heppn-uðust vel. Komu konurnar þrettán sem tóku þátt endurnærðar til síns heima viku síðar.
Meira

Fjör í bakgarðinum hjá Eika og Bergrúnu á Menningarnótt

Menningarnótt var í Reykjavík í gær og voru tónleikar og gigg um alla borg. Talið er að um 100 þúsund manns hafi mætt á Austurvöll þar sem Rás2 hélt stórtónleika. Í bakgarðinum hjá Eika Hilmis og Bergrúnu Ingimars var slegið upp tónleikum sem kölluðust Niður hlíðar héðan og segir Bergrún að um 100-130 manns hafi verið í garðinum þegar mest var.
Meira

Vatnavextir og skriðuföll á Norðurlandi vestra

Óvenju mikið vatnsveður hefur verið á Norðurlandi síðustu tvo daga og regninu hafa fylgt vatnavextir og skriðuföll. Feykir sagði frá því í gær að Siglufjarðarvegi hefði verið lokað milli Ketiláss og Siglufjarðar og er hann enn lokaður. Skriða féll í Hofsá rétt ofan göngubrúarinnar á Hofsósi og skriður hafa fallið á Reykjaströnd og í Vatnsdal.
Meira

Geggjuð Húnavaka!

Eins og sagt hefur verið frá í Feyki var dagskrá Húnavöku þéttskipuð frá miðvikudegir og fram á sunnudag og allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Að sögn Kristínar Ingibjargar Lárusdóttur viðburðastjórnanda þá tókst Húnavakan geggjað vel, þó hún hefði verið til í betra veður á laugardeginum en þá þurfti að færa einhverja viðburði undir þak.
Meira

Fjöldi íslenskra fjárhunda heimsótti Byggðasafn Skagfirðinga

Í tilefni af afmæli enska aðalsmannsins Mark Watson (1906-1979) stóð Byggðasafnið fyrir dagskrá í Glaumbæ sl. fimmtudag í miklu blíðskaparveðri. Watson var mikill Íslandsvinur og eigum við honum margt að þakka, þar með talið rausnarleg peningagjöf til viðgerða á gamla torfbænum í Glaumbæ árið 1938 sem átti sinn þátt í að bærinn hefur varðveist. Watson hefur jafnframt verið titlaður bjargvættur íslenska fjárhundsins og er afmælisdagur hans "Dagur íslenska fjárhundsins".
Meira

ÓB-mótið heppnaðist vel þó veðrið hafi strítt stúlkunum

Um liðna helgi fór fram á Sauðárkróki árlegt ÓB-mót í fótbolta á vegum knattspyrnudeildar Tindastóls. Þar komu saman stelpur í 6. flokki hvaðanæva að af landinu og voru 116 lið skráð til keppni og keppendur rúmlega 700 talsins.
Meira

Hretið virðist ekki hafa skaðað æðarvarpið að ráði

Æðarvarpið á Hrauni var gengið í vikunni um leið og fært var eftir hretið sem virtist ekki hafa skaðað að ráði. Í færslu á Facebook segir Gunnar Rögnvaldsson að fuglinn hafi verið spakur og dúnninn ekki blautur umfram venju.
Meira

Sólin brosti við landsmönnum á 17. júní

Þann 17. júní voru liðin 80 ár frá stofnun lýðveldisins og af því tilefni voru hátíðarhöld á Sauðárkróki, Blönduósi og á Hvammstanga á Norðurlandi vestra. Það vildi svo heppilega til að veðrið lék við landsmenn í tilefni dagsins og það var ekki til að skemma fyrir þátttökunni.
Meira

Vel tókst til með Hofsós heim

Bæjarhátíðin Hofsós heim fór fram um síðastliðna helgi og gekk vonum framar. Óhætt er að segja að heldur betur hafi ræst úr veðrinu – sérstaklega þegar horft er til þess að veðrið hefur ekki alveg verið að vinna með íbúum á norðvesturhorni landsins það sem af er sumri.
Meira

Bændur áhyggjufullir í óveðrinu

Veðrið er hreinlega hið leiðinlegasta í dag og svo verður áfram á morgun og væntanlega fimmtudag líka. Á samfélagsmiðlum má sjá margar myndir sem sýna ástandið. Heldur hefur færð skánað í Skagafirði nú eftir hádegið, fleiri vegir greiðfærir en víða hálkublettir eða krap. Öxnadalsheiði er nú greiðfær en krap er á Holtavörðuheiði og norðan 19 m/sek.
Meira