Ljósmyndavefur

Myndir frá réttarstörfum og smalamennsku í Húnaþingi

Það styttist óðfluga í fyrsta vetrardag en við getum nú varla verið annað en þakklát fyrir að mestu yndælt sumarveður sem oftar en ekki var bæði stillt og milt. Ef veðurspár næstu daga eru skoðaðar er ekki annað að sjá en að sæmilega milt veður sé í kortunum og skríður jafnvel yfir tíu gráðurnar um helgiina. Smalamennsku er að mestu lokið og almenn réttarstörf en Feykir falaðist eftir myndum hjá Eydísi Ósk sem myndaði af lipurð smalamennsku og réttarstörf á Vatnsnesinu.
Meira

Ólsarar höfðu betur á Laugardalsvellinum

Tindastóll og Víkingur Ólafsvík mættust í gærkvöldi í útslitaleik Fótbolta.net bikarsins og var leikið á Laugardalsvelli. Það má kannski segja að helgin hafi verið knattspyrnufólki í Tindastóli nokkuð erfið en það fór svo að Ólsarar höfðu betur í leiknum og í dag varð það síðan ljóst að kvennalið Tindastóls fellur um deild eftir að vinir okkar í Fram unnu sinn leik gegn FHL.
Meira

Hátt í 200 Skagfirðingar mættir á EuroBasket

Íslenska landsliðið í körfubolta hefur staðið sig með ágætum á EuroBasket sem fram fer m.a. í Póllandi þessa dagana. Góðar frammistöður hafa þó ekki enn skilað langþráðum sigurleik á stórmóti. Réttlætiskennd Íslendinga var síðan stórlega misboðið á sunnudag þegar Ísland varð að lúffa fyrir vanhæfu dómaratríói sem virtist hafa það eina markmið að tryggja pólsku heimaliði sigurinn – sem þeim tókst því miður. Feykir hafði samband við Palla Friðriks sem er á staðnum auk hátt í 200 Skagfirðinga.
Meira

Hlaupið með bros á vörum í sjóðheitu sumarveðri

Þær stöllurnar í 550 rammvilltar sem stóðu fyrir Sumarkjóla- og búbbluhlaupi á Sauðárkróki nú síðastliðinn laugardag virðast vera með einhvern spes samning við veðurguðina. Þetta var í annað skiptið sem þessi sprellfjörugi og búbblandi viðburður er haldinn á Króknum og í bæði skiptin hafa sumarkjólarnir verið einmitt rétti klæðnaðurinn miðað við veður og hitastig.
Meira

Betri tíð með blóm í haga

Norðanskotið sem gekk yfir í síðustu viku varð víða töluvert meira en skot. Verstu spár virtust gera ráð fyrir að það stæði frá mánudegi til miðvikudags. Ekki var reiknað með mikilli snjókomu og ef eitthvað þá átti veðrið að vera verst austan Tröllaskaga. En eins og stundum áður þá stóðst þetta ekki alveg; skotið stóð yfir í fimm daga og í Fljótum snjóaði eins og í þokkalegum vetrarmánuði. „Ekki hefði mér dottið í hug að sjá nýfallin snjóflóð eða snjóspýjur 10. júní,“ skrifar tíðindamaður Feykis í Fljótum á Facebook.
Meira

Myndasyrpa frá brautskráningu FNV

Það var hinn merkilegasti brautskrárningardagur við Fjölbrautaskola Norðurlands vestra í gær eins og sagt var frá hér á Feykir.is í dag. Að venju var viðburðurinn myndaður í bak og fyrir, þrír ljósmyndarar mættir á svæðið og um 1800 myndir sem þarf að rúlla í gegnum. Hér má finna smá bragð af deginum í snefilmagni.
Meira

Arney og Lydía hlutu viðurkenningar á Hólum

Síðastliðinn laugardag fór fram reiðsýning brautskráningarnema til BS prófs í reiðmennsku og reiðkennslu við Háskólann á Hólum. Tíu nemendur útskrifast frá skólanum með BS próf í reiðmennsku og reiðkennslu nú í vor. Brautskráning fer fram miðvikudaginn 6.. júní í hátíðarsal skólans.
Meira

Hitabylgja og heiðskýr himinn yljar landsmönnum

Það hefur verið einmunatíð upp á síðkastið og aldrei þessu vant hafa allir landsmenn geta glaðst saman því góðviðrið hefur ekki skilið neinn útundan í þetta skiptið. Hlýjast var fyrir austan en þar var slegið hitamet í maí, ábyrgur mælir sýndi 26,8 gráðu hita nú fyrir helgi og sennilega hafa aðrir mælar sýnt miklu meiri hita.
Meira

Myndaveisla úr Síkinu í boði Sigurðar Inga

Af því að lífið er körfubolti - ekki saltfiskur (sem betur fer) – þá er rétt að bjóða lesendum Feykis upp á aðeins meira af leiknum í gær. Sigurður Ingi ljósmyndari var að sjálfsögðu í Síkinu og Feykir fékk að velja 20 frábærar myndir í góða myndamöppu til birtingar.
Meira

Líf og fjör á öskudegi

Dagarnir sem lýsa upp skammdegið eru senn á enda. Við erum að sjálfsögðu að tala um bolludag, sprengidag og öskudag. Það verður reyndar að viðurkennast að það er til fólk sem er bara alls ekki hrifið af þessum dögum. En yngstu kynslóðirnar eru nú jafnan nokkuð sáttar við öskudaginn og hann var einmitt í dag.
Meira