Mannlíf

Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040 kynnt í Miðgarði

Opinn kynningarfundur vegna endurskoðaða aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040 verður haldinn í Menningarhúsinu Miðgarði miðvikudaginn 2. apríl nk. og stendur frá kl. 16:30-18:30. Þar verður kynning á helstu breytingum í aðalskipulagi og fulltrúar skipulagsnefndar, skipulagsfulltrúi og skipulagsráðgjafar verða á svæðinu til að svara spurningum.
Meira

Skagafjarðardeild RKÍ styrkir Hjálparlínuna 1717

Þeir eru ófáir sem hafa fengið hjálp eða stuðning eftir að hafa haft samband við Hjálparsíma Rauða krossins – 1717 – en nú vantar tugi milljóna til að standa undir rekstrinum. Stjórn Skagafjarðardeildar Rauða krossins hefur af þessu tilefnni ákveðið að afhenda Hjálparsímanum 1717 tvær milljónir króna. Fram kemur í tilkynningu frá deildinni að vonast er til að aðrar deildir, félög og fyrirtæki fylgi fordæmi þeirra og styðji við þetta mikilvæga starf.
Meira

Fésbókarsíðan Skín við sólu fimm ára

Skagfirska fésbókarsamfélagið sem kallast Skín við sólu heldur upp á fimm ára afmælið þessa dagana. Það var snillingurinn Ómar Bragi Stefánsson sem setti síðuna á flot í upphafi Covid-faraldursins í mars 2020 þegar fólk fór vart á fætur nema kyrfilega sprittað, dúðað og með andlitsgrímu og beið síðan óþreyjufullt eftir fréttum frá þríeykinu sem lagði Íslendingum línurnar næstu tvö árin.
Meira

Katrín segir upp sem framkvæmdastjóri SSNV

Í fundargerð SSNV frá 11. mars síðastliðnum kemur fram að Katrín M Guðjónsdóttir, sem verið hefur framkvæmdastjóri SSNV í um það bil tvö og hálft ár, hefur lagt fram uppsögn á starfi sínu með ósk um að láta að störfum hið fyrsta. Stjórn SSNV þakkaði Katrínu fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna og samfélagsins alls og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.
Meira

Stefnt að endurnýjun rafkerfisins í kirkjugarði Blönduóss

Húnahornið segir frá því að á aðalfundi Kirkjugarðs Blönduóss, sem fram fór 12. mars síðastliðinn, var samþykkt að á næstu þremur árum yrði unnið að endurnýjun rafmagnskerfisins í kirkjugarðinum og að sett yrði upp tenglahús fyrir jólaljósin. Þá var samþykkt að ganga frá göngustígum í nýjasta hluta garðsins og setja mottur, eins og eru á stígunum sem liggja í gegnum garðinn. Lausleg kostnaðaráætlun vegna þessara framkvæmda er um átta milljónir króna.
Meira

Kíkt í leikhús | Árshátíð Húnaskóla 2025

Fimmtudaginn 27. febrúar síðastliðinn var árshátíð Húnaskóla haldin. Eins og við mátti búast var boðið upp á mikla veislu fyrir augu, eyru og maga. Stappfullt félagsheimili sannaði það að íbúar Húnabyggðar vita að von er á góðu á þessum viðburði.
Meira

Áform um sölu félagsheimila í Skagafirði sett á ís

Sveitarstjórn Skagafjarðar fundaði í gær og meðal þess sem tekið var fyrir á fundinum var tillaga um að fallið verði frá áformum um sölu Félagsheimilis Rípurhrepps. Eins og komið hefur fram var ákvörðun um sölu þess mjög umdeild og fyrir fundinn í gær afhentu fulltrúar frá Íbúasamtökum Hegraness undirskriftalista en um 600 manns mótmæltu áætlununum. Það var niðurstaða fundarins að ákvörðun um sölu félagsheimilanna Skagasels og Félagsheimilis Rípurhrepps var frestað.
Meira

Látið reyna á tvær leiðir varðandi matarsendingar til eldri borgara utan Sauðárkróks

Á fundi félagsmála- og tómstundanefndar Skagafjarðarvar þann 6. mars var tekin fyrir tillaga um matarþjónustu við eldri borgara en í tæp tvö ár hefur verið leitað leiða til að sinna þessari þjónustu til eldri borgara sem búa utan Sauðárkróks. Minnihluti sveitarstjórnar hafði í febrúar sagt meirihlutann skorta vilja til þess að veita þjónustuna. Á fundi nefndarinnar í síðustu viku var loks ákveðið að bjóða upp á tvær leiðir fyrir eldri borgara en þó þykir ljóst að ekki geta allir nýtt þær.
Meira

Undirskriftarsöfnun til að mótmæla sölu félagsheimila í Skagafirði komin í gang

Íbúasamtök Hegraness hafa sett af stað undirskriftasöfnun fyrir Skagfirðinga sem vilja mótmæla sölu á félagsheimilum í Skagafirði. Í texta sem fylgir undirskriftasöfnuninni inni á Ísland.is segir: „Við undirritaðar íbúar Skagafjarðar mótmælum harðlega fyrirætlun meirihluta sveitastjórnar Skagafjarðar og Byggðalista að ætla að selja félagsheimili dreifbýlisins á frjálsum markaði gegn vilja íbúa. Jafnframt krefjumst við þess að sveitastjórnarfólk gangi til samninga við íbúa um tilhögun reksturs þessara húsa þar sem vilji íbúa stendur til þess.“
Meira

Sólveig Erla og félagar komin í úrslit Gettu betur

Feykir spjallaði á dögunum við Sólveigu Erlu Baldvinsdóttur, spurningakeppnisspeking frá Tjörn á Skaga. Þá voru hún og félagar hennar í liði Menntaskólans á Akureyr að undirbúa sig fyrir átta skóla úrslit í hinni sívinsælu spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Nú hefur Sólveig brillerað tvívegis í Sjónvarpssal á réttri viku og hefur ásamt félögum sínum, Kjartani Val og Árna Stefáni, tryggt MA sæti í sjálfri úrslitaviðureign Gettu betur í fyrsta sinn í 17 ár.
Meira