Mannlíf

Ef þú ert ekki tilbúin að vinna fyrir því sem þú vilt þá viltu það ekki nógu mikið

Félagar í Golfklúbbi Skagafjarðar þekkja vel til viðmælanda Feykis sem var í tbl 30 í fyrra en það var Karen Lilja Owolabi. Karen hefur nefnilega staðið vaktina uppi í golfskála síðastliðin fimm sumur og staðið sig frábærlega vel í að aðstoða iðkendur við allt sem viðkemur golfinu. En það eru kannski fáir sem vita hver Karen er og hvað hún hefur verið að sýsla. Feykir ákvað því að kynnast henni aðeins betur og sendi henni nokkrar spurningar.
Meira

Veðurklúbbur Dalbæjar fundaði þann 3. janúar

Feykir sá góðan Facebook-póst í gær frá góðum vinum úr veðurklúbbi Dalbæjar á Dalvík en þau funduðu þann 3. janúar 2025 og gleðja vonandi einhverja með spá sinni.
Meira

Gómsæt listaverk

Um miðjan nóvember kom út Stóra brauðtertubókin og er nokkuð ljóst á titlinum hvað innihald bókarinnar felur í sér. Þarna er á ferðinni 223 blaðsíðna uppskriftarbók með fallegum myndum af þjóðarrétti Íslendinga, brauðtertunni. Feykir hefur lengi verið mikill aðdáandi brauðtertunnar og fylgist grant með Facebook-hópnum Brauðtertufélagið Erla og Erla þar sem áhugafólk brauðtertunnar deilir myndum af listaverkunum sínum sem það hefur dundað við að gera fyrir alls konar tilefni.
Meira

Met þátttaka í Gamlárshlaupinu á Króknum

Á gamlársdag stóð hlaupahópurinn 550 Rammvilltar fyrir Gamlárshlaupinu sem haldið hefur verið á Króknum, þennan síðasta dag ársins, til fjölda ára. Aðsóknin fór fram úr björtustu vonum og þrátt fyrir 17 gráðu frostið voru hvorki meira né minna en 405 manns sem mættu til leiks þennan fallega gamlársmorgun.
Meira

Lionsklúbburinn Höfði á Hofsósi styrkir nokkur vel valin félög og verkefni í tilefni af 50 ára afmæli klúbbsins

Sunnudaginn sl., þann 15. desember, bauð Lionsklúbburinn Höfði á Hofsósi í opið hús í Höfðaborg. Tilefnið var að klúbburinn var 50 ára og var boðið upp á vöfflur, kaffi og kakó fyrir gesti og gangandi. Ekki nóg með það þá ákvaðu félagar í klúbbnum að styrka nokkur vel valin félög og verkefni á Hofsósi og í Skagafirði og voru eftirfarandi verkefni valin. 
Meira

Skagfirðingur tekur við stöðu bæjarstjóra á Ísafirði

Í alþingiskosningunum um liðna helgi kusu Norðvestlendingar bæjarstjórann á Ísafirði á þing. Ísfirðingar voru fljótir til og skipuðu Skagfirðing í embættið í stað Örnu Láru Jónsdóttur, oddvita Samfylkingarinnar. Það er Sigríður Júlía Brynleifsdóttir frá Dalsmynni í Hjaltadal sem verður næsti bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Meira

Góð mæting á Kirkjutorgið þó veðrið hafi ekki spilað með

Veðrið var kannski ekki í jólaskapi á laugardaginn þegar ljós voru tendruð á jólatré Króksara á Kirkjutorginu. En það var í það minnsta hvít jörð sem er jú alltaf jólalegra og bjartara. Sagt er frá því í frétt á vef Skagafjarðar að íbúar hafi ekki látið kuldann og vindinn á sig fá og var vel mætt – margir örugglega fullir af fjöri og krafti eftir að hafa skóflað í sig gómsætu á fjölmennu jólahlaðborði Rótarýklúbbsins.
Meira

Kiwanisfélagar standa ljósavaktina í Sauðárkrókskirkjugarði

Feykir kíkti við hjá þeim Kiwanis-félögum sem stóðu vaktina í kirkjugarðinum á Nöfum á sjálfan kosningadaginn. Líkt og undanfarin ár sér Kiwanisklúbburinn Drangey um lýsingu á leiðum í Sauðárkrókskirkjugarði.
Meira

Verndari Vatnsdalshólanna

Dóra flutti í Vatnsdalshóla 2016 og opnaði Listakot Dóru 2018 en er búin að vinna við handverk og listir í yfir 30 ár. Fyrst á Hvammstanga og svo á Hvolsvelli en þaðan kom hún aftur heim. Ættin Dóru er búin að vera í Vatnsdalshólum í um það bil 147 ár. Hún sleit sínum barnsskóm í Vatnsdalshólum og segir það hafa verið frábært að koma heim aftur. Dóra er sveitastelpa og mikið náttúrubarn og henni finnst gaman að geta unnið að list sinni.
Meira

Gallerí Ós rekið af hugsjón

Blaðamaður Feykis rúntaði yfir fjallið og hitti Henný Rósu og Guðmund sem er fólkið á bak við Gallerí Ós á Blönduósi og spjallaði við þau um handverksmarkaðinn sem opnaði þar nú í sumar.
Meira