Mannlíf

Fræðandi fundir með eldri borgurum

SSNV stóð fyrir fræðsluröð um umhverfismál í góðu samstarfi við félög eldri borgara á Norðurlandi vestra en tveir stjórnarmeðlimir úr ALDINI, eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, þau Halldór Reynisson og Sigrún Björnsdóttir, hittu eldri borgara í Húnaþingi vestra, Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði dagana 13. og 14. október sl.
Meira

Vantar þig stuðning?

Ráðgjafi frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins verður á Sauðárkróki fimmtudaginn 23. október. Viðtölin verða á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Viðtölin eru í boði bæði fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein, aðstandendur og syrgjendur.
Meira

363 nemendur Árskóla sprettu úr spori

Í gær tóku nemendur Árskóla þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Á heimasíðu Árskóla segir af því að yngsta stigið hljóp 2,5 km, unglingastigið 4,5 km og miðstigið valdi á milli vegalengdanna, flest fóru 4,5 km. Hlaupið tókst vel í góðu veðri og tóku allir bekkir þátt.
Meira

Húnabyggð og Skagaströnd hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Alls fengu 90 fyrirtæki, 22 opinberir aðilar og 16 sveitarfélög viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), árið 2025. Á meðal þeirra 16 sveitarfélaga sem fengu viðurkenningu að þessu sinni voru bæði sveitarfélögin í Austur-Húnavatnssýslu; Húnabyggð og Skagaströnd.
Meira

Nemendur Varmahlíðarskóla fengu innsýn í störf þingmanna

Á vef Varmahlíðarskóla er sagt frá því að í gær hafi skólinn fengið heimsókn frá Skólaþingi en það hefur verið starfrækt í Reykjavík frá árinu 2007. Síðustu tvö ár hafa fulltrúar Skólaþings heimsótt skóla vítt og breitt um landið. Tveir starfsmenn úr fræðsluteymi skrifstofu Alþingis mættu í Varmahlíð í gær og leyfðu nemendum að spreyta sig á eins konar hlutverkaleik.
Meira

Efnt til kvennaverkfalls 24. október

RÚV segir frá því að ákveðið hefur verið að efna til kvennaverkfalls föstudaginn 24. október en þá eru nákvæmlega 50 ár liðin síðan konur lögðu niður störf árið 1975 til að krefjast sömu réttinda og launa og karlar höfðu og vekja athygli á mikilvægi launaðra jafnt sem ólaunaðra starfa sinna. Um 60 félög hafa tekið saman höndum undir heitinu Kvennaár og staðið fyrir fjölda viðburða í ár.
Meira

Ungmennaþing SSNV fór fram á Blönduósi

Árlegt Ungmennaþing SSNV var haldið þriðjudaginn 7. október undir yfirskriftinni „Ungt fólk mótar Norðurland vestra“. Fulltrúar frá öllum sjö skólum landshlutans tóku þátt í þinginu, sex grunnskólum og einum framhaldsskóla. Sagt er frá því á vef SSNV að alls voru 40 ungmenni á aldrinum 13–18 ára. Markmið dagsins var að gefa unga fólkinu rödd og tækifæri til að móta hugmyndir að aðgerðum í landshlutanum. Þau unnu í hópum og höfðu val um þrjá flokka: útivist og samgöngur, viðburðir og afþreyingarsvæði. Afrakstur vinnunnar voru tíu fjölbreyttar hugmyndir sem nú verða teknar til frekari úrvinnslu og kynntar viðeigandi aðilum.
Meira

Ríflega 200 starfsmenn tóku þátt í Stóra sýslumannadeginum

Föstudaginn 3. október sl. stóðu sýslumenn fyrir sameiginlegum vinnudegi starfsfólks embættanna. Saga sýslumanna er löng en þetta er aðeins í annað skipti sem starfsfólk allra sýslumannsembættanna kemur saman. Vinnudagurinn fór fram á Akureyri og tóku 203 starfsmenn 9 sýslumannsembætta þátt. Megináhersla var lögð á framtíðarsýn og samvinnu milli embættanna. Fulltrúar frá Háskóla Íslands stýrðu vinnustofum þar sem fjallað var um lykilþætti farsælla breytinga, forystu og mikilvægi samvinnu í umbótastarfi.
Meira

Landsmót Samfés á Blönduósi gekk framar öllum vonum

Mikið var um að vera á Blönduósi sl. helgi þegar Landsmót Samfés var haldið. Þetta var ekki fyrsta landsmót Samfés sem haldið er á Blönduósi því fyrsta landsmótið fór fram þar árið 1990. Að sögn Kristínar Ingibjargar Lárusdóttur, menningar-, Íþrótta-, og tómstundafulltrúa Húnabyggðar, var stemningin frábær og mikið líf og fjör í bænum alla helgina.
Meira

Myndir frá réttarstörfum og smalamennsku í Húnaþingi

Það styttist óðfluga í fyrsta vetrardag en við getum nú varla verið annað en þakklát fyrir að mestu yndælt sumarveður sem oftar en ekki var bæði stillt og milt. Ef veðurspár næstu daga eru skoðaðar er ekki annað að sjá en að sæmilega milt veður sé í kortunum og skríður jafnvel yfir tíu gráðurnar um helgiina. Smalamennsku er að mestu lokið og almenn réttarstörf en Feykir falaðist eftir myndum hjá Eydísi Ósk sem myndaði af lipurð smalamennsku og réttarstörf á Vatnsnesinu.
Meira