Áhrif innviðagjalds sem lagt var á skemmtiferðaskip fyrir ferðaþjónustuna eru orðin greinileg á landinu. Áhrifanna gætir með mismunandi hætti þar sem með svo skyndilegri gjaldtöku, falla áfangastaðir úr ferðaáætlun skipanna, helst þeir sem eru lengst frá suðvesturhorninu. Þetta hefur þær afleiðingar að á meðan það verður kannski 10% samdráttur heilt yfir í höfuðborginni, þá getur orðið tugprósenta samdráttur á öðrum stöðum á landinu. Í einhverjum tilfellum stefnir í að sumir áfangastaðir missi allar skipakomur.
Tryggð innlán í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.490 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) sem nemur um þriðjungi vergrar landsframleiðslu á síðasta ári. Tryggð innlán jukust um 131 milljarð króna frá því að staðan var tekin í upphafi síðasta árs. Í byrjun árs 2021 voru tryggð innlán á Íslandi um 1.000 milljarðar króna og hafa þau þannig aukizt um tæplega 50% á einungis síðustu fjórum árum.
Sl. laugardag afhenti FISK Seafood Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit nýjan björgunarbát að gjöf. Andvirði bátsins, sem hlotið hefur nafnið Aldan, er um 20 milljónir króna og boðar koma hans á Sauðárkrók byltingu í búnaði til sjóbjörgunar og sömuleiðis björgunarstörf á hinum mikilfenglegu en um leið viðsjárverðu vötnum héraðsins. Með tilkomu Öldunnar eru tveir öflugir harðbotna björgunarbátar beggja vegna í Skagafirðinum. Aldan er í vestri en að austanverðu er Skafti í eigu björgunarsveitarinnar Grettis.
Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum er fyrirsögn sem hr. Hundfull skrifaði árið 2013 þegar þriggja daga átveislan byrjaði það árið, þ.e. bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Eftir að hafa lesið þessa fínu hugleiðingu hans er við hæfi að endurbirta hana því það eru eflaust margir sammála honum í þetta skiptið!