Ég og gæludýrið

Kallaður Jakmundur Gunnarsson þegar hann er óþekkur | Ég og gæludýrið mitt

Það er Ómar Þorri Gunnarsson, sjö ára gutti frá Króknum, sem ætlar að segja okkur frá gæludýrinu sínu í þessum gæludýraþætti. Ómar Þorri er sonur Gunnars Páls, sem vinnur hjá sveitarfélaginu Skagafirði, og Guðbjargar Óskars, sem vinnur hjá Byggðastofnun. Hann á einnig tvo eldri bræður, þá Óskar og Óðinn, og búa þau í Hvannahlíðinni. Þegar Jaki kom inn á heimilið var mikill gleðidagur hjá fjölskyldunni en fljótlega kom í ljós hversu mikill prakkari og óþekktarormur Jaki var og fékk hann þá viðurnefnið Jakmundur Gunnarsson.
Meira

Dverghamstur sem á inniskó og smóking | Ég og gæludýrið mitt

Í Birkihlíðinni á Króknum býr Elsa Rún Benediktsdóttir en hún er tíu ára og á dverghamsturinn Sprota. Elsa Rún er dóttir Ásbjargar Ýrar Einarsdóttur (Obbu á Wanitu) og Benedikts Rúnars Egilssonar. Elsa á einnig einn eldri bróðir, Egil Rúnar, og yngri systur, Maríu Guðrúnu.
Meira

Tindur lét vita þegar systir Orra fór ein út | Ég og gæludýrið mitt

Í Fellstúninu á Króknum býr Orri Freyr Tómasson og hundurinn Tindur. Foreldrar Orra eru Tómas Pétur Heiðarsson og Agnes Ósk Gunnarsdóttir en Orri á einnig tvær systur sem heita Klara Sjöfn og Fanney Embla. Hundurinn hans Orra, Tindur, er smáhundur af tegundinni Bichon Frise og það sem einkennir þá útlitslega er að þeir er yfirleitt mjallahvítir en geta stundum verið með ljósbrúna bletti í sér fyrir 12 mánaða aldur.
Meira

Tobbi sofnaði í öllum hávaðanum | Ég og gæludýrið mitt

Systurnar Ragna og María Valdimarsdætur sem búa á Bárustígnum á Króknum eiga einn Miniature Schnauzer sem heitir Tobbi. Þær eru dætur Valdimars Péturssonar og Evu Kuttner en þau fluttu á Krókinn sumarið 2022 en bjuggu áður í Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Móðir stelpnanna segir að það hafi víst aldrei verið planið að eignast hund en eftir að þau fluttu á Krókinn þá fór þau að langa meira og meira og létu svo verða af því.
Meira

Á náttföt, alls konar peysur og kjól | Ég og gæludýrið mitt

Í Raftahlíðinni á Króknum býr Hafdís Hrönn Bjarkadóttir tíu ára stelpuskott, ásamt móður sinni, Stefaníu Ósk, föður, Bjarka Þór, og yngri systur, Ásdísi Pálu. Hafdís Hrönn er svo heppin að eiga litla hvíta Miniture schnauzer eða dvergschnauzer tík sem heitir Hneta.
Meira

Verður eins og lítill snjóbolti | Ég og gæludýrið mitt

Í Eyrartúninu á Króknum er að finna einn lítinn Kögg en eigandi hans er Brynhildur Heiða Valgarðsdóttir sem er á tólfta ári. Brynhildur er dóttir Hrafnhildar Skaptadóttur og Valgarðs Einarssonar og á hún einnig lítinn bróður sem heitir Patrekur Valur. Köggur er af tegundinni Pomeranian eða Pommi eins og hún er stundum kölluð.
Meira

Prakkarinn og pempían | Ég og gæludýrið mitt

Í Raftahlíðinni á Króknum býr Nína Júlía Þórðardóttir og er dóttir Sylvíu Daggar Gunnarsdóttur og Þórðar Inga Pálmarssonar. Nína á tvo eldri bræður, þá Alexander Franz og Bjartmar Dag. Feykir hafði samband við Nínu og spurði hana hvort hún væri til í að svara nokkrum spurningum um gæludýrin sín því hún á tvær kisur, Emil og Lady, hún á einnig nokkra fallega og skrautlega gullfiska.
Meira

Sokkaþjófurinn á Skagaströnd | Ég og gælydýrið mitt

Á Skagaströnd er duglegur blaðburðarstrákur á fjórtánda ári sem heitir Ísak Andri Jónsson en hann á krúttlegan varðhund sem heitir Loppa. Ísak Andri er sonur Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur og Jóns Ólafs Sigurjónssonar á Ránarbrautinni. Loppa fylgist vel með öllu sem er að gerast fyrir framan heimilið þeirra og lætur þau vita ef eitthvað grunsamlegt er að gerast. Það getur blaðamaður fullyrt því þegar komið hefur fyrir að hann hefur þurft að skutlast með blöðin yfir á Skagaströnd þá lætur hún heyra í sér fyrir innan útidyrahurðina en virkar samt hið mesta gæðablóð.
Meira

Stríðnispúkinn hún Bellukrútt | Ég og gæludýrið mitt

Í gæludýraþættinum að þessu sinni fáum við að kynnast Dachshund eða langhundi sem Friðrik Henrý Árnason á. Friðrik Henrý á heima í Ásgarði Vestri í Viðvíkursveit í Skagafirði og er sonur Guðrúnar Hönnu og Árna Þórs.
Meira

Rjómi heldur að hann ráði öllu | Ég og gæludýrið mitt

Rjómi er nú ekki algengt nafn á dýri en það er einn kisi í Iðutúninu á Króknum sem ber þetta nafn enda liturinn á kettinum eins og á rjóma. Birta Karen, tíu ára snót, er eigandi Rjóma en hún er dóttir Brynju Vilhjálmsdóttur og Péturs Arnar Jóhannssonar. Rjómi er fimm ára og er blanda af norskum skógarketti en þeir eru með mikinn feld og síðan og þurfa þar af leiðandi mikla feldhirðu.
Meira