Ég og gæludýrið

Verður eins og lítill snjóbolti | Ég og gæludýrið mitt

Í Eyrartúninu á Króknum er að finna einn lítinn Kögg en eigandi hans er Brynhildur Heiða Valgarðsdóttir sem er á tólfta ári. Brynhildur er dóttir Hrafnhildar Skaptadóttur og Valgarðs Einarssonar og á hún einnig lítinn bróður sem heitir Patrekur Valur. Köggur er af tegundinni Pomeranian eða Pommi eins og hún er stundum kölluð.
Meira

Prakkarinn og pempían | Ég og gæludýrið mitt

Í Raftahlíðinni á Króknum býr Nína Júlía Þórðardóttir og er dóttir Sylvíu Daggar Gunnarsdóttur og Þórðar Inga Pálmarssonar. Nína á tvo eldri bræður, þá Alexander Franz og Bjartmar Dag. Feykir hafði samband við Nínu og spurði hana hvort hún væri til í að svara nokkrum spurningum um gæludýrin sín því hún á tvær kisur, Emil og Lady, hún á einnig nokkra fallega og skrautlega gullfiska.
Meira

Sokkaþjófurinn á Skagaströnd

Á Skagaströnd er duglegur blaðburðarstrákur á fjórtánda ári sem heitir Ísak Andri Jónsson en hann á krúttlegan varðhund sem heitir Loppa. Ísak Andri er sonur Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur og Jóns Ólafs Sigurjónssonar á Ránarbrautinni. Loppa fylgist vel með öllu sem er að gerast fyrir framan heimilið þeirra og lætur þau vita ef eitthvað grunsamlegt er að gerast. Það getur blaðamaður fullyrt því þegar komið hefur fyrir að hann hefur þurft að skutlast með blöðin yfir á Skagaströnd þá lætur hún heyra í sér fyrir innan útidyrahurðina en virkar samt hið mesta gæðablóð.
Meira

Stríðnispúkinn hún Bellukrútt | Ég og gæludýrið mitt

Í gæludýraþættinum að þessu sinni fáum við að kynnast Dachshund eða langhundi sem Friðrik Henrý Árnason á. Friðrik Henrý á heima í Ásgarði Vestri í Viðvíkursveit í Skagafirði og er sonur Guðrúnar Hönnu og Árna Þórs.
Meira

Rjómi heldur að hann ráði öllu | Ég og gæludýrið mitt

Rjómi er nú ekki algengt nafn á dýri en það er einn kisi í Iðutúninu á Króknum sem ber þetta nafn enda liturinn á kettinum eins og á rjóma. Birta Karen, tíu ára snót, er eigandi Rjóma en hún er dóttir Brynju Vilhjálmsdóttur og Péturs Arnar Jóhannssonar. Rjómi er fimm ára og er blanda af norskum skógarketti en þeir eru með mikinn feld og síðan og þurfa þar af leiðandi mikla feldhirðu.
Meira

Kappi sem kann að opna hurðir | Ég og gæludýrið mitt

Kappa þekkja allir krakkar úr teiknimyndaseríunum um Hvolpasveitina frægu en hann Kappi sem Sigurjón Elís Gestsson á er blanda af Border collie og íslenskum fjárhundi. Sigurjón kallar Kappa stundum Kappaksturs Kappa eða Lilli húndúr. Þeir búa á Skagfirðingabrautinni á Króknum ásamt foreldrum Sigurjóns, Ernu Nielsen og Gesti Sigurjóns, og þrem systrum Sigurjóns þeim Eydísi Önnu, Brynju og Freyju. Sigurjón á einnig systur og bróður sem búa í Bandaríkjunum. Feyki langaði aðeins að forvitnast um þá vini Sigurjón og Kappa.
Meira

Nagaði göt á öryggisnetið á trampólíninu

Það er fátt mýkra en kanínur og ef þær eru til í knús þá er yndislegt að kúra með þessi dýr. En þær geta verið misjafnar þessar elskur en kanínan sem Telma Ýr í Kvistahlíðinni á Króknum á er mikið fyrir að vera nálægt mannfólkinu sínu og láta brasa með sig. Telma Ýr er dóttir Hildar Haraldsdóttur og Skarphéðins Stefánssonar og á hún eina systur, Ardísi Hebu. 
Meira

Erfiðast að finna þær!

Bríet Rán Stefánsdóttir, 9 ára, býr í Stekkholti rétt fyrir utan Sauðárkrók ásamt móður sinni, Hilmu Eiðsdóttur, föður, Stefáni Inga Sigurðssyni og systur, Heiði Fanneyju. Í Stekkholti er að finna bæði hesta og kindur en Bríeti Rán langar að segja okkur aðeins frá hömstrunum Karólínu og Kex. Þær systur (Bríet og Heiður) voru svo heppnar að fá sinn hvorn hamsturinn í gjöf frá vinkonu Heiðar fyrir nokkrum árum síðan og hjálpuðust þær að við að gefa þeim og halda búrunum hreinum.
Meira

Gerir ekkert nema fá borgað fyrir það

Í Gilstúninu á Króknum býr Hekla Eir ásamt eiginmanni sínum, Óla Birni, og syni þeirra Birni Helga. Þau eru ein af mörgum hundaeigendum á Króknum og eiga tvo hreinræktaða Tíbetan Spaniel hunda sem heita Ludo (The magical gamer Ludo) og Astro (Glowing Astro, sable boy).
Meira

„Hey, sjáið þið köttinn í glugganum!?“

Kristjana Ýr Feykisdóttir (12 ára) sem býr á Víðimel í Varmahlíð á eina kisulóru sem heitir Mosi og er níu ára. Margir kannast eflaust við Mosa á Sauðárkróki frá því að Kristjana bjó þar því hann var duglegur að lenda í ævintýrum sem enduðu yfirleitt alltaf vel.
Meira