Rakel Sif og Ómar urðu aftur norskir meistarar
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
03.05.2023
kl. 16.27
Feykir sagði frá því í fyrra að Króksarinn og fyrrum leikstjórnandi Tindastóls í körfunni, Ómar Sigmarsson, hefði gert liðið sem hann þjálfar í Noregi, Kjelsås, að norskum meisturum. Ekki var það til að skemma fyrir að dóttir hans og hinnar siglfirsku Báru Pálínu, Rakel Sif, spilar með liðinu. Þau gerðu sér lítið fyrir og endurtóku leikinn nú um helgina.
Meira