Stólastúlkur mæta liði Selfoss í Mjólkinni
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
10.05.2023
kl. 12.41
Dregið var í 16 liða úrslit í Mjólkurbikar kvenna fyrr í vikunni. Það voru þær Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, og Ásta B. Gunnlaugadóttir sem höfðu veg og vanda að því að draga rétt og það tókst með ágætum því lið Tindastóls fékk heimaleik. Andstæðingurinn reyndar annað lið úr Bestu deildinni en Stólastúlkur taka á móti liði Selfoss laugardaginn 28. maí á Sauðárkróksvelli. Þá dróst lið Fram, sem Óskar Smári þjálfar, gegn liði Breiðabliks.
Meira