Íþróttir

Nettómótið í Reykjanesbæ

Það komu þreyttir en sáttir krakkar heim í fjörðinn fagra á sunnudagskvöldinu, 5. mars, eftir viðburðaríka helgi í Reykjanesbæ en þar stóð yfir Nettómótið í körfubolta fyrir krakka á aldrinum sex ára (2016) upp í ellefu ára (2012). Alls voru þátttakendur á þessu móti 1080 talsins frá 23 félögum sem mynduðu samtals 221 lið og var spilað í fjórum íþróttahúsum, Blue höllinni og Heiðarskóla í Keflavík og svo Ljónagryfjunni og Akurskóla í Njarðvík.
Meira

Stólar og Samherjar deildu stigunum

Meistaraflokkur karla hjá liði Tindastóls skeiðaði á ný fram á fótboltavöllinn í gær þegar þeir tóku á móti liði Samherja úr Eyjafirði í Lengjubikarnum. Liðið tók þátt í Kjarnafæðismótinu í janúar og spilaði því fyrsta alvöruleikinn undir stjórn Dom Furness í gær. Talsverður vorbragur var á leiknum og spil af skornum skammti samkvæmt upplýsingum Feykis. Lokatölur 1-1.
Meira

Magnaður endurkomusigur Stólanna í Smáranum

Það voru alls konar ævintýri í heimi íþróttanna þessa helgina. Í Smáranum í Kópavogi tóku Blikar á móti liði Tindastóls í Subway-deildinni í körfubolta og þar voru sviptingar. Heimamenn leiddu með 15 stigum í hálfleik og voru 21 stigi yfir þegar 16 mínútur voru til leiksloka. Þá tók Pavel leikhlé og kannski sagði hann liðinu sínu að vinna leikinn eða eitthvað annað en það var nú bara það sem gerðist. Á örskotsstundu voru Stólarnir komnir á fullu gasi inn í leikinn og fjórum mínútum síðar var nánast orðið klárt mál hvort liðið tæki stigin með sér heim. Lokatölur í hressilegum leik voru 94-100 fyrir Tindastól.
Meira

Lið Tindastóls náði í sætan sigur í Síkinu í gær

Það voru ekki bara Stólastúlkur í fótboltanum sem gerðu vel í gær því Stólastúlkur í körfunni hristu af sér vonbrigðin úr Hveragerði á dögunum með því að leggja sameinað lið Aþenu/Leiknis/UMFK í parket í Síkinu. Lið Tindastóls átti fínan leik og vann alla leikhlutana og því sanngjarnan sigur þegar upp var staðið. Lokatölur 75-62.
Meira

Stólastúlkur sýndu góðan leik í sigri á Eyjastúlkum

Lengjubikarinn fór ekki vel af stað hjá Stólastúlkum í fótboltanum. Stórir skellir litu dagsins ljós gegn liðum Stjörnunnar og Blika, sem reyndar eru með tvö af sterkustu liðum Bestu deildarinnar, og það var því ánægjulegt að sjá lið Tindastóls næla í sigur gegn ÍBV í leik liðanna sem fram fór á Akranesi í dag. Stólastúlkur sýndu góða takta og unnu sanngjarnan sigur, 3-0.
Meira

Lazar Čordašić, hokinn af reynslu og löðrandi af gæðum, til Kormáks Hvatar

Stjórn meistaraflokksráðs Kormáks Hvatar er á lokametrunum með styrkingar liðsins fyrir sumarið segir á aðdáendasíðu Kormáks en enn einn leikmaðurinn er þar kynntur til leiks. Þar er á ferðinni djúpi miðjumaðurinn Lazar Čordašić, hokinn af reynslu og löðrandi af gæðum. „Hans helstu kostir á velli eru að hann les leikinn eins og opna bók, er gjarna réttur maður á réttum stað og færir liðinu ró og öryggi á miðsvæðinu. Sannkallaður gæðastjóri hér á ferð.
Meira

Lið Hamars/Þórs með öruggan sigur á Stólastúlkum

Eftir fínan sigur á liði Snæfells á dögunum komu Stólastúlkur niður á jörðina þegar þær mættu liði Hamars/Þórs í Hveragerði í gær. Eftir fína byrjun Tindastóls náðu heimastúlkur undirtökunum í leiknum, bættu smám saman við forskotið og fór svo að lokum að þær höfðu 19 stiga sigur. Lokatölur 90-71.
Meira

Einn sigur og eitt tap hjá 11. flokki drengja um síðustu helgi

Laugardaginn 25. febrúar mættust Tindastóll og Valur í 11. flokki drengja í Origohöllinni. Stólarnir voru alltaf skrefi á undan í fyrra hálfleik, staðan 37-43 fyrir Stólunum. Í seinni hálfleik hélt baráttan áfram en okkar strákar náðu ekki að halda haus og töpuðu leiknum 79-66.
Meira

Ungmennaflokkur karla að gera góða hluti í körfunni

Í Síkinu um helgina (föstudag og laugardag) mættust, í tveim leikjum, Tindastóll og Keflavík í Ungmennaflokki karla. Hart var barist frá byrjun og var staðan 19-17 eftir fyrsta leikhluta. Tindastólsstrákarnir komu ákveðnir til leiks í öðrum leikhluta og skelltu í lás í vörninni og keyrðu yfir gestina, staðan 43-23 fyrir Tindastól. Okkar strákar slökuðu ekkert á í seinni hálfleik og unnu að lokum með 40 stiga mun, 91-51, þar sem allir náðu að skora.
Meira

Papa Diounkou Tecagne framlengir hjá Kormáki Hvöt en Acai á förum

Kormákur Hvöt heldur áfram að þétta raðirnar og mynda lið fyrir sumarið og með mikilli ánægju tilkynnti aðdáendasíða Kormáks Hvatar á Facebook-síðu sinni að hinn sókndjarfi varnarmaður Papa Diounkou Tecagne og stjórn meistaraflokksráðs hafi náð saman um að framlengja samning hans yfir leiktíðina.
Meira