Nettómótið í Reykjanesbæ
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
07.03.2023
kl. 08.17
Það komu þreyttir en sáttir krakkar heim í fjörðinn fagra á sunnudagskvöldinu, 5. mars, eftir viðburðaríka helgi í Reykjanesbæ en þar stóð yfir Nettómótið í körfubolta fyrir krakka á aldrinum sex ára (2016) upp í ellefu ára (2012). Alls voru þátttakendur á þessu móti 1080 talsins frá 23 félögum sem mynduðu samtals 221 lið og var spilað í fjórum íþróttahúsum, Blue höllinni og Heiðarskóla í Keflavík og svo Ljónagryfjunni og Akurskóla í Njarðvík.
Meira