Rakel Sif og Ómar urðu aftur norskir meistarar
Feykir sagði frá því í fyrra að Króksarinn og fyrrum leikstjórnandi Tindastóls í körfunni, Ómar Sigmarsson, hefði gert liðið sem hann þjálfar í Noregi, Kjelsås, að norskum meisturum. Ekki var það til að skemma fyrir að dóttir hans og hinnar siglfirsku Báru Pálínu, Rakel Sif, spilar með liðinu. Þau gerðu sér lítið fyrir og endurtóku leikinn nú um helgina.
„Í ár eins og í fyrra: Kjelsås gegn Ulriken Eagles í úrslitum Noregsmótsins í U16 stúlkna. Og í ár eins og í fyrra: Kjelsås sigur!“ Svona hefst frásögn af úrslitaleiknum á síðu Norska körfuknattleikssambandsins. Eftir að hafa sigrað 84-82 fyrir ári síðan var leikur liðanna enn á ný jafn og spennandi í Hønefoss Arena sl. sunnudag. Kjelsås var með 20 stiga forystu í hálfleik en lið Ulriken kom sterkt til baka og var aðeins 4 stigum undir (57-53) þegar 3:30 voru eftir. En Kjelsås hélt út, vann 61-54 og gat aftur fagnað gullinu.
Feykir óskar Ómari og Rakel Sif til hamingju með árangurinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.