Íþróttir

Tólf leikir hjá flokkum unglingaráðs um helgina

Um helgina fór fram fjölliðamót hjá MB10 stúlkna og drengja ásamt því að bæði 10 fl. drengja, 12. fl. karla og Ungmennaflokkur karla spiluðu einn leik hver.
Meira

Stórsigur Stólastúlkna í Smáranum

Stólastúlkur sóttu b-lið Breiðablik heim í Smárann í dag en í fyrstu umferð Íslandsmótsins þá var það eina liðið sem Tindastóll náði að leggja í parket. Sá leikur 95-26 heima í Síkinu og það voru því væntingar um að bæta mætti tveimur stigum á töfluna í dag. Þrátt fyrir að heimastúlkur hafi bætt leik sinn frá því í haust þá áttu þær ekki roð í lið Tindastóls sem vann öruggan sigur, 61-113.
Meira

Arnar með landsliðinu í undankeppni HM

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik leikur tvo landsleiki í landsliðsglugganum sem nú er hafinn í undankeppni HM 2023. Liðið hefur æft saman síðustu daga og í kvöld, 11. nóvember, mæta strákarnir landsliði Georgíu í Laugardalshöllina. Leikurinn hefst kl. 19:30 og verður í beinni á RÚV en uppselt er á leikinn. Einn leikmaður Tindastóls, Arnar Björnsson, var valinn í landsliðshóp Íslands og fær vonandi að láta ljós sitt skína.
Meira

Úrslit leikja sl. helgi hjá yngri flokkum Tindastóls í körfubolta

Um síðustu helgi spiluðu nokkrir flokkar Unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Tindastóls leiki eða 16 talsins og voru þrettán þeirra spilaðir í Síkinu.
Meira

Stólarnir náðu að hrista Stjörnumenn af sér

Síðari leikur tvíhöfðans gegn liðum Stjörnunnar í Garðabæ fór fram í Síkinu í gær og hófst klukkan 20. Stólarnir höfðu endurheimt flesta piltana sem stríddu við meiðsli í undanförnum leikjum og var allt annar bragur á liðinu fyrir vikið en Vlad þjálfari benti einmitt á það að leik loknum að þegar það vantaði bæði Pétur og Arnar þá væri það líkast því að taka hjartað úr liðinu. Leikurinn var ágæt skemmtun og vel spilaður en það voru heimamenn sem komust á sigurbraut á ný, reyndust sterkari aðilinn í síðari hálfleik og fögnuðu kærkomnum sigri gegn góðu Stjörnuliði. Lokatölur 98-89.
Meira

Topplið Stjörnunnar aðeins of stór biti fyrir Stólastúlkur

Fyrri leikur í tvíhöfða einvígi Tindastóls og Stjörnunnar hófst kl. 17:15 í Síkinu í dag fyrir framan um hundrað áhorfendur. Lið Tindastóls hefur átt undir högg að sækja allt frá því í annarri umferð móts á meðan lið Garðbæinga hefur blómstrað og unnið alla leiki sína. Þrátt fyrir fína byrjun heimastúlkna þá reyndust gæðin meiri hjá gestunum og þær unnu sannfærandi sigur, 71-92.
Meira

Syndum – landsátaks í sundi hefst í dag

Í dag, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 10:00, verður landsátakið Syndum sett með formlegum hætti í Laugardalslauginni. Að átakinu stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sem er heilsu- og hvatningarátak í sundi og stendur frá 1.- 30. nóvember.
Meira

Leikir helgarinnar hjá 8.fl. drengja og stúlkna

Það voru tveir flokkar sem kepptu um helgina hjá yngri flokkum Tindastóls en það voru 8.fl. drengja og stúlkna. 10.fl. drengja átti einnig að spila tvo leiki við KR í Síkinu en óskað var eftir frestun á þeim leikjum þar sem KR-ingar eru í þjálfaravandræðum. Þeir verða því spilaðir helgina 18. og 19. nóvember í Síkinu og hvetjum við alla til að mæta á þá leiki. Ungmennaflokkur karla var með einn leik á dagskrá á móti Keflavík en þar sem þrír úr hópnum voru meiddir, þeir Eyþór Lár, Orri og Veigar, var óskað eftir frestun og var það samþykkt, sá leikur var færður til 12. nóvember.
Meira

Haukarnir kærðu bikarleikinn

Karlalið Tindastóls í körfunni fékk frí um helgina en liðið átti að spila við Njarðvíkinga fyrir sunnan í gær í 16 liða úrslitum VÍS. bikarsins. Ástæðan, eins og öllum ætti að vera kunnugt, er svindl (!) Tindastólsmanna þegar óvart fjórir erlendir leikmenn voru inni á vellinum þegar víti voru tekin. Það var brot á reglum. Í framhaldinu var talað um að Haukar mundu kæra atvikið og verða dæmdur sigur í leiknum en síðan var hald manna að KKÍ hefði tekið málið yfir og sett það í farveg. Í frétt Vísis í dag kemur hins vegar fram að það voru Haukar sem á endanum kærðu.
Meira

Meistaraefnin úr Keflavík stöðvuðu bikardrauma Stólastúlkna

Það verður ekki sagt að Stólastúlkur hafi haft heppnina með sér þegar dregið var í VÍS bikarnum nú í haust því ekki var nóg með að lið Tindastóls þyrfti að spila á útivelli heldur dróst liðið á móti liði Keflavíkur sem enn hefur ekki tapað leik í Subway-deild kvenna. Það er skemmst frá því að segja að heimastúlkur reyndust sterkari aðilinn í leiknum og unnu hann af öryggi. Lokatölur 88-52 og lið Tindastóls því úr leik í VÍS bikarnum.
Meira