Íþróttir

Stólarnir tryggðu sér sæti í undanúrslitum með glæsibrag | UPPFÆRÐ FRÉTT

Lið Tindastóls gerði sér lítið fyrir í kvöld og tryggði sér sæti í undanúrslitum Subway-deildarinnar með öruggum sigri á bitlitlum Suðurnesjapiltum. Stólarnir höfðu betur í öllum leikhlutum leiksins og unnu átján stiga sigur að lokum en mest náðu strákarnir 24 stiga forystu. Það var aðeins í öðrum leikhluta sem gestirnir komust yfir en Stólarnir enduðu leikhlutann með glæsibrag og voru tíu stigum yfir í hálfleik. Lokatölur í leiknum voru 97-79.
Meira

Stórleikur í Síkinu korter yfir sex í dag

Það verður ekkert slen í boði í Síkinu í dag þegar Tindastóll og Keflavík mætast í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Stólana og með sigri í kvöld tryggja þeir sætið í fjögurra liða úrslitum. Keflvíkingar verða sennilega ekki á þeim buxunum að hleypa heimamönnum þangað fyrirhafnarlaust. Tindastólsmenn treysta á að stuðningsmenn fjölmenni og verði sem þeitta sjötti maður í Síkinu.
Meira

Stólarnir ekki í stuði í Keflavík

Stólarnir mættu til leiks í Keflavík í gær í 2-0 stöðu í einvíginu við Keflavík í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Þeir áttu því möguleika á að sópa Suðurnesjapiltunum í sumarfrí í Blue-höllinni en svo virðist sem þeir hafi skilið sópinn eftir heima í Síki því það var aldrei í spilunum að Keflvíkingar töpuðu leiknum. Þeir náðu yfirhöndinni undir lok fyrsta leikhluta og gestirnir náðu aldrei áhlaupi sem var líklegt til að snúa leiknum Stólunum í hag. Lokatölur 100-78.
Meira

Karl Helgi Jónsson úr Pílufélagi Reykjavíkur sigraði í Páskamóti PKS

Pílukastfélag Skagafjarðar stóð fyrir Páskamóti þar sem úrslitin voru spiluð á Kaffi Krók þar sem frábær stemming skapaðist og vel mætt. Alls hófu 32 aðilar keppni í aðstöðu PKS fyrr um daginn. Sigurvegari varð Karl Helgi Jónsson úr Pílufélagi Reykjavíkur en hann sigraði Arnar Geir Hjartarson í úrslitaleik.
Meira

Stólarnir töpuðu naumlega fyrir Dalvík/Reyni í Mjólkurbikarnum

Tindastóll spilaði ekki bara körfuboltaleik sl. laugardag því fótboltastrákarnir skruppu yfir Öxnadalsheiðina og mættu sameinuðu liði Dalvíkur/Reynis á Dalvíkurvelli. Leikurinn var liður í 2. umferð Mjólkurbikars KSÍ. Heimamenn spila tveimur deildum ofar en Stólarnir, eru semsagt í 2. deildinni, en þeir lentu í brasi með gestina. Lokatölur voru þó 2-1 fyrir Dalvík/Reyni og sigurganga Tindastóls í bikarnum reyndist því stutt.
Meira

Stólarnir sigldu með himinskautum á heimaslóðum

Lið Tindastóls og Keflavíkur mættust í gærkvöldi í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Stólarnir unnu fyrsta leikinn í framlengdum leik en að þessu sinni þurfti ekkert slíkt til því heimamenn sigldu með himinskautum í síðari hálfleik og kaffærðu Keflvíkinga sem sáu aldrei til sólar. Lokatölur 107-81 og lið Tindastóls komið í góða stöðu í einvíginu.
Meira

Stólarnir komu úr Keflavík með sigur í farteskinu

„Þetta voru bestu tímar, þetta voru verstu tímar ...“ segir í frægri bók. Sennilega var nú Kalli Dickens ekki með þandar taugar körfuboltaáhugafólks í huga þegar hann reit þennan texta á blað en það er pínu svona sem ástandið á okkur stuðningsmönnum Stólanna er þegar úrslitakeppnin hefst í körfunni og leikurinn í Keflavík í gærkvöldi var ágætt dæmi um. Eina mínútuna voru Stólarnir bestir og þá næstu verstir – með tilheyrandi tilfinningarússíbana þeirra sem á horfðu. Strákarnir okkar náðu hins vegar í sigurinn eftir framlengdan leik og hafa því náð í mikilvægan útivallarsigur og undirtökin í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Lokatölur 107-114 og liðin mætast öðru sinni í Síkinu nú á laugardagskvöld.
Meira

Pavel segir einvígið við Keflavík kalla á sterka liðsheild

Úrslitakeppnin í körfunni hófst í gærkvöldi með tveimur leikjum. Njarðvíkingar unnu nauman sigur á ólíkindatólum Grindvíkinga og Stjörnumenn komu á óvart og lögðu Valsmenn að Hlíðarenda. Í kvöld mætast síðan Haukar og Þór Þorlákshöfn og það sem mestu skiptir; Keflavík og Tindastóll. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Pavel Ermolinski, þjálfara Tindastóls.
Meira

Húnvetningar úr leik í Mjólkurbikarnum eftir fjörugan leik

Lið Kormáks/Hvatar mætti galvaskt til leiks á Ásvelli í gær en þar stigu þeir Húnvetningar kraftmikinn knattspyrnudans við geðþekka Hafnfirðinga í liði KÁ. Leikurinn var liður í fyrstu umferð Mjólkurbikars karla en var jafnframt fyrsti leikur Kormáks/Hvatar frá því síðasta haust. Óhætt er að segja að leikurinn hafi dregist nokkuð á langinn, liðin skildu jöfn, 3-3, að loknum venjulegum leiktíma og bættu við sitt hvoru markinu í framlengingu og því þurfti að grípa til vító. Þar gekk verr að skora en fór þó á endanum svo að heimamenn í KÁ skoruðu úr tveimur vítum en gestirnir að norðan úr einu og duttu því úr leik.
Meira

Létt verk hjá Tindastólsmönnum að hoppa yfir Hamrana

Þá er apríl genginn í garð og alvaran tekin við í fótboltaheimum. Í gær gerðu Tindastólspiltar góða ferð norður á Greifavöllinn á Akureyri þar sem þær mættu heimamönnum í Hömrunum. Um var að ræða leik í fyrstu umferð Mjólkurbikars KSÍ og eftir öfluga byrjun Stólanna þá reyndist litlum vandkvæðum bundið að landa sigri. Lokatölur 2-7 fyrir Tindastól og eru okkar menn því komnir í aðra umferð.
Meira