Íþróttir

Emeselausar Stólastúlkur lutu í parket gegn Ármanni

Stólastúlkur léku við lið Ármanns í Kennaraháskólanum í gær í elleftu umferð 1. deildar kvenna. Þetta er í annað sinn í vetur sem liðiin mætast þar og líkt og í fyrra skiptið þá voru það heimastúlkur sem höfðu betur. Lið Tindastóls lék á Emese Vida sem er meidd og mátti liðið illa við því að vera án hennar. Líkt og oft áður í vetur byrjaði lið Tindastóls vel og leikurinn var spennandi fram í miðjan annan leikhluta en þá skildu leiðir. Lokatölur reyndust 89-61.
Meira

Leikir helgarinnar hjá yngri flokkum Tindastóls

Það voru nokkrir leikir á dagskrá hjá yngri flokkum Tindastóls um helgina ásamt því að Þór Akureyri stóð fyrir Hreinsitæknimóti sem ætlað var krökkum frá 1.bekk upp í 6.bekk.
Meira

Góður sigur á grjóthörðum Grindvíkingum

Tindastólsmenn héldu til Grindavíkur í gær þar sem hálf lemstraðir heimamenn biðu þeirra með einn erlendan leikmann í sínum röðum þar sem einn var í banni og annar ekki kominn með leikheimild. Þrátt fyrir það voru heimamenn sprækir og börðust allt til síðasta blóðdropa en á endanum voru Stólarnir of sterkir og héldu glaðbeittir heim á Krók með stigin tvö í pokahorninu. Lokatölur 83-94 og bæði lið með sex stig að loknum sex umferðum.
Meira

Stóllinn kominn á netið

Kynningarblaði körfuknattleiksdeildar Tindastóls, Stóllnum, var dreift í hús á Króknum í vikunni og hægt er að nálgast blaðið á nokkrum útvöldum stöðum í Skagafirði. Nú er búið að skella því á netið og hægt að lesa blaðið eða skoða myndirnar með því að smella á Stólinn hér á forsíðu Feykis.is.
Meira

USAH fagnaði 110 ára afmæli í gær

„Þetta gekk fínt og allir fóru út ánægðir,“ segir Snjólaug Jónsdóttir, formaður Ungmennasambands Austur-Húnvetninga (USAH) en sambandið fagnaði 110 ára afmæli með glæsilegri veislu á Blönduósi í gær. Gunnar Þór Gestsson, varaformaður UMFÍ, var á meðal gesta afmælisins ásamt þeim Andra Stefánssyni og Hafsteini Pálssyni frá ÍSÍ, fulltrúum aðildarfélaga USAH og sveitarfélaga. Þetta kemur fram á heimasíðu UMFÍ.
Meira

Lilla í æfingahópi U16 kvenna Íslands

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið 33 stúlkna hóp sem æfir dagana 23.-25. nóvember í Miðgarði í Garðabæ. Ein stúlka frá Tindastóli er í hópnum en það er Sigríður Hrafnhildur Stefánsdóttir. Sjö stúlkur í hópnum koma frá liðum á landsbyggðinni; tvær frá Þór/KA, ein frá Hetti Egilsstöðum, ein frá ÍBV í Eyjum, ein úr Keflavík, ein úr ÍA og loks Lilla Stebba úr Tindastóli.
Meira

Þórsliðið reyndist sterkara á lokakaflanum

Lið Tindastóls og Þórs Akureyri mættust í Síkinu í gær í 10. umferð 1. deildar kvenna. Þórsliðið, sem er ansi vel mannað, hafði yfirhöndina lengstum en eftir jafnan fyrri hálfleik náði lið Tindastóls forystunni fyrir hlé. Það var síðan í fjórða leikhluta sem Akureyringar, með Maddie Sutton og Marínu Lind í miklum ham, náðu að hrifsa stigin frá Stólastúlkum og unnu góðan sigur, lokatölur 66-87.
Meira

Sama stjórn hjá knattspyrnudeild Tindastóls en ekki tókst að manna barna- og unglingaráð

Á aðalfundi knattspyrnudeildar Tindastóls, sem fram fór í gærkvöldi, gáfu stjórnarmenn kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. Annað var uppi á teningnum hjá barna- og unglingaráði, sem starfað hefur með sjálfstæðan fjárhag í um tvö ár, þar sem ekki náðist að fullmanna stjórnina og flyst því rekstur þess til stjórnar deildarinnar.
Meira

Nýjasti Stóllinn kominn í dreifingu

Stóllinn, kynningarblað körfuknattleiksdeildar Tindastóls fyrir tímabilið 2022-2023, er komið út og verður dreift í öll hús á Sauðárkróki í dag. Venju samkvæmt er blaðið fullt af viðtölum og upplýsingum um körfuboltavertíðina, kynning á leikmönnum og leikjum meistaraflokka o.s.frv. Þetta er í fjórða sinn sem Stóllinn er gefinn út en þess má þó geta að sérstakur Bikar-Stóll fór á netið snemma árs 2020 þegar lið Tindastóls komst í undanúrslit bikarkeppninnar.
Meira

Tindastóll mun áfrýja niðurstöðu aganefndar KKÍ

Það hefur sennilega ekki farið framhjá mörgum körfuboltaáhugamönnum að niðurstaða fékkst í gær í kærumáli Hauka á hendur Tindastólsmönnum þar sem Stólarnir tefldu fram ólöglegum leikmanni, eða fjórða erlenda leikmanninum, í bikarleik liðanna á dögunum. Samkvæmt laganna bókstaf er refsingin við brotinu á þann veg að liðinu sem brýtur af sér er dæmt 0-20 tap og sekt upp á krónur 250 þúsund. Og það reyndist niðurstaða aganefndar KKÍ. Að sögn Dags Þórs Baldvinssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Tindastóls, mun félagið að sjálfsögðu áfrýja niðurstöðunni til áfrýjunardómstóls KKÍ.
Meira