Íþróttir

Liðin skiptu með sér stigunum í kuldabolanum á Króknum

Tindastóll og Keflavík mættust í kvöld í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Það var ískalt á Króknum og nokkur norðanvindur og hjálpaði það ekki liðunum við að spila góðan bolta. Bæði lið fengu færi til að skora í leiknum en í heildina var fátt um fína drætti, oftar en ekki klikkaði úrslitasendingin eða vantaði upp á hlaup í svæðin en bæði lið mega vera ánægð með varnarleik sinn. Það voru því ekki mörkin sem yljuðu áhorfendum í þetta skiptið. Lokatölur 0-0.
Meira

„Við komum reynslunni ríkari inn í deildina í ár,“ segir Bryndís Rut

Keppni í Bestu deild kvenna fer af stað í kvöld og á Króknum spilar lið Tindastóls fyrsta leikinn gegn liði Keflavíkur. Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Stólastúlkna, segist vera mjööög spennt fyrir tímabilinu þegar Feykir hafði samband. „Eiginlega of peppuð! Við komum reynslumeiri inn í deildina í ár og erum virkilega ánægðar að vera mættar aftur í efstu deild!“ Leikurinn hefst kl. 18:00 á gervigrasinu góða.
Meira

Tindastólsmenn komnir með Njarðvíkinga í gólfið

Tindastóll og Njarðvík mættust í Síkinu í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Stólarnir áttu frábæran leik í Ljónagryfjunni sl. fimmtudagskvöld og kjöldrógu heimamenn. Í kvöld spiluðu Njarðvíkingar talsvert mun betur og af meiri hörku en í leik eitt. Það dugði þeim þó ekki því Stólarnir gáfu ekkert eftir frá í fyrsta leik. Það fór því svo að Stólarnir unnu leikinn, 97-86, og hafa því náð 2-0 forystu í einvíginu.
Meira

Njarðvíkingar koma á Krókinn í kvöld

Það er leikur í kvöld í Síkinu. Tindastóll fær þá lið Njarðvíkinga í heimsókn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 19:15 en veislan byrjar klukkan 15:30. Þá verður partýtjaldið opnað sunnan Síkis en þar geta stuðningsmenn liðanna krækt sér í grillaða hammara og gos, alls konar varningur merktur Tindastóli verður til sölu og Helgi Sæmundur og gestir halda upp stuðinu.
Meira

Þetta var meira en einn sigur! – UPPFÆRT

Tindastólsmenn heimsóttu Ljónagryfju Njarðvíkinga í fyrsta leik í undanúrslitum Subway-deildarinnar í kvöld. Reiknað var með hörkuleik en sú varð ekki raunin. Stólarnir mættu til leiks með einhvern varnarleik sem var frá annarri vídd og heimamenn í Njarðvík komust aldrei inn í leikinn. Í spjalli á Stöð2Sport að leik loknum sagðist Pavel þjálfari hreinlega ekki hafa séð svona varnarleik hjá nokkru liði í langan tíma og þetta hafi í raun verið meira en einn sigur. Staðan í hálfleik var 25-50 og lokatölur 52-85.
Meira

Skemmtanastjórinn þarf að halda sér inni á vellinum

Einvígi Njarðvíkinga og Tindastóls í undanúrslitum Subway-deildarinnar hefst í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld og ekki laust við að fiðringur sé farinn að gera vart við sig hjá stuðningsmönnum Stólanna. Oft hafa væntingar verið miklar og eflaust hafa einhverjir lært það af reynslunni að spenna væntingabogann ekki of hátt. En lið Tindastóls hefur verið að spila vel, er með meistara Pavel í brúnni og sagt er að trúin flytji fjöll. Kannski er komið að Tindastóli? Feykir hafði samband við Brynjar Þór Björnsson, fyrrum leikmann Stólanna og margfaldan meistara úr Vesturbænum, og hann er bjartsýnn á gengi Tindastólsliðsins.
Meira

„Trúum mikið á okkur,“ segir Donni þjálfari

Besta deild kvenna fer í gang næstkomandi þriðjudag og þar verða Stólastúlkur í eldlínunni því lið Tindastóls fær Keflavík í heimsókn á Krókinn og hefst leikurinn kl. 18:00. Feykir tók púlsinn á Donna Sigurðssyni, þjálfara Tindastóls, og sagði hann að upphaf Bestu deildarinnar legðist frábærlega í sig.
Meira

Sofie Dall og María Dögg með Stólastúlkum

Lið Tindastóls sem spilar í Bestu deild kvenna í sumar hefur óvænt náð að styrkja hópinn en Sofie Dall Henriksen hefur gengið til liðs við Stólastúlkur. Að sögn Donna þjálfara var Sofie fyrir tilviljun að vinna á Króknum hjá Mjólkursamlaginu. „Við fengum veður af því frá yfirmanni hennar að þarna væri stelpa sem hefur áður verið að spila fótbolta.“
Meira

Njarðvík var það, heillin

Í gærkvöldi varð ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Subway-deildarinnar í körfuknattleik en þá mættust Haukar og Þór Þorlákshöfn í oddaleik. Eftir að Hafnfirðingar höfðu leitt nánast allan tímann en ekki tekist að hrista ólseiga Þórsara af sér þá fór það svo að hafnfirski mótorinn hökti á lokamínútunum meðan Þórsararnir gáfu Vincent Shahid licence to kill – eða semsagt leyfi til að klára málið – sem hann og gerði. Þar með var ljóst að Tindastóll mætir liði Njarðvíkur í undanúrslitum og Þórsarar mæta Valsmönnum.
Meira

Sjálfstraust leikmanna Tindastóls gleður Pavel hvað mest þessa dagana

Það fór ekki framhjá neinum að lið Tindastóls tryggði sér sæti í undanúrslitum Subway-deildarinn um liðna helgi. Liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Keflvíkinga í parket, vann þrjá leik meðan andstæðingarnir nældu í einn sigur. Það er gaman að fylgjast með Stólunum sem ná vel saman og stemningin í hópnum smitandi. Á bak við liðið er síðan öflugasti stuðningsmannahópur landsins og þótt víðar væri leitað. Feykir lagði örfáar spurningar fyrir þjálfara liðsins, Pavel Ermolinski.
Meira