„Pínu skrekkur í báðum liðum en frábær barátta,“ segir Donni

Donni fagnar Gwen í leikslok en hún átti fínan leik við hlið Bryndísar fyrirliða í vörn Tindastóls. MYND: ÓAB
Donni fagnar Gwen í leikslok en hún átti fínan leik við hlið Bryndísar fyrirliða í vörn Tindastóls. MYND: ÓAB

Jafntefli var niðurstaðan í fyrsta leik Tindastóls í Bestu deildinni þetta árið. Stigi var fagnað vel í fyrsta leik í Pepsi Max sumarið 2021 en nú var niðurstaðan hálfgert svekkelsi. Svona er nú heimtufrekjan í manni en stig er stig sem er betra en ekkert stig. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Donna, þjálfara Tindastóls, að leik loknum og fyrst var hann spurðu hvað honum fannst um leikinn og úrslitin.

„Þetta var hörkuleikur frekar jafnra liða. Mér fannst við fá ívið hættulegri færi og hefðum getað tekið sigurinn en það datt því miður ekki að þessu sinni. Eðlilega var pínu skrekkur í báðum liðum en samt sáust fínir spilkaflar og þetta gaf góð fyrirheit fyrir framhaldið.“

Hvarð varstu ánægðastur með hjá þínu liði? „Ég er mjög ánægður með að við héldum hreinu og varnarleikur liðsins i heild sinni og markvarsla var í góðum málum. Við sköpuðum nokkur góð færi líka og stelpurnar munu nýta þau færi næst. Það var frábær barrátta og gríðarlega mikill vilji hjá stelpunum allan leikinn. Ég er hreinlega mjög stoltur af þeim eftir fyrsta leik.

Hvað þurfum við að gera betur? „Við munum slípast enn betur með tímanum og verða betri í okkar hlutum bæði varnarlega og sérstaklega sóknarlega. Siðan vil ég taka sérstaklega fram að ég var mjög ánægður og þakklátur fyrir góða mætingu á völlinn, vonandi er þetta það sem koma skal og jafnvel ennþá betra ef eitthvað því það er algert lykilatriði að árangri í sumar,“ sagði Donni, nokkuð sáttur að leikslokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir