Valsmenn spilltu skagfirska draumnum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
15.05.2023
kl. 21.56
Það er einhver bið á því að Tindastólsmenn lyfti Íslandsmeistaratitlinum en síðasti sénsinn þetta árið verður í Origo-höllinni á Hlíðarenda nú á fimmtudaginn. Valsmenn gerðu sér nefnilega lítið fyrir og eyðilögðu draumapartý Stólanna með seiglusigri í Síkinu í kvöld. Heimamenn áttu hreint klikkaðan fyrsta leikhluta og voru eiginlega orðnir meistarar að honum loknum en svo bara gerðist eitthvað og sllt small í baklás. Í þremur síðustu leikhlutunum skoruðu Stólarnir 31 stig en höfðu gert 38 í þeim fyrsta. Lokatölur 69-82 og oddaleikur bíður liðanna en Stólarnir geta huggað sig við að þeir eru búnir að vinna þrjá leiki í röð í garði meistaranna.
Meira