Íþróttir

Valsmenn spilltu skagfirska draumnum

Það er einhver bið á því að Tindastólsmenn lyfti Íslandsmeistaratitlinum en síðasti sénsinn þetta árið verður í Origo-höllinni á Hlíðarenda nú á fimmtudaginn. Valsmenn gerðu sér nefnilega lítið fyrir og eyðilögðu draumapartý Stólanna með seiglusigri í Síkinu í kvöld. Heimamenn áttu hreint klikkaðan fyrsta leikhluta og voru eiginlega orðnir meistarar að honum loknum en svo bara gerðist eitthvað og sllt small í baklás. Í þremur síðustu leikhlutunum skoruðu Stólarnir 31 stig en höfðu gert 38 í þeim fyrsta. Lokatölur 69-82 og oddaleikur bíður liðanna en Stólarnir geta huggað sig við að þeir eru búnir að vinna þrjá leiki í röð í garði meistaranna.
Meira

„Erum ekki búnir að vinna neitt, það er mjög mikilvægt að hausinn sé þar,“ segir Svavar Atli um rimmu kvöldsins

Eins og alþjóð er kunnugt um verður einn mikilvægasti körfuboltaleikur sem fram hefur farið á Sauðárkróki spilaður í kvöld þegar Tindastóll tekur á móti ríkjandi meisturum í Val í úrslitakeppni Subway-deildar. Með sigri hampa heimamenn bikarnum en vinni Valur fer fram oddaleikur nk. fimmtudag syðra. Svavar Atli Birgisson, einn þjálfara Stóla segir mikilvægt að spennustigið fari ekki yfir hina fínu línu.
Meira

Gamla góða dagsformið skiptir nær öllu máli

Það er mögulega meistaraverk hjá almættinu að kæla Krókinn aðeins niður í dag því nægur er hitinn í brjóstum stuðningsmanna Tindastóls og sumar og sól mundi sennilega bræða úr mannskapnum. Fjórði leikurinn í einvígi Vals og Tindastóls fer nefinlega fram í Síkinu í kvöld og með sigri verður lið Stólanna Íslandsmeistari og það í fyrsta sinn. „Við eigum ekkert ennþá. Við þurfum að sækja þetta,“ segir Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls í stuttu spjalli við Feyki.
Meira

Ungmennaflokkur Tindastóls varð deildarmeistari í 2. deild

Ungmennaflokkur Tindastóls varð í gær deildarmeistari í 2. deild en þá gerðu kapparnir sér lítið fyrir og unnu Grindavík í framlengdum úrslitaleik í Blue höllinni í Keflavík. Lokatölur voru 94-91. Örvar Freyr Harðarson var valinn mikilvægasti leikmaður leiksins í leikslok. Það var Kelvin Lewis sem þjálfarði liðið í vetur. Feykir óskar strákunum og Scooter til hamingju með árangurinn.
Meira

Það rigndi göt á Kormák/Hvöt

Húnvetningar héldu áfram keppni í 3. deildinni í knattspyrnu í gær þrátt fyrir votviðri sem var á mörkum hins leyfilega. Það var spilað í Garðinum og samkvæmt öruggum heimildum af aðdáendasíðu gestanna þá rignir öðruvísi þar en annars staðar – sennilega þá miklu meira og örugglega á ská. Vallaraðstæður voru því ekki hinar bestu en heimamenn virtust pluma sig betur við þessar erfiðu aðstæður og unnu sanngjarnan 3-0 sigur.
Meira

Góður sigur á liði Uppsveita Árnessýslu

Tindastólsmenn spiluðu fyrsta leik sinn í 4. deildini þetta sumarið í dag en þá kom lið Uppsveita í heimsókn á Krókinn. Leikurinn var ágæt skemmtun og hvorugt lið gaf þumlung eftir. Stólarnir voru lengstum betra liðið og uppskáru tvö mörk, eitt í hvorum hálfleik, en gestirnir minnkuðu muninn skömmu fyrir leikslok og sáu jöfnunarmarkið í hillingum. Það kom þó ekki og Stólarnir nældu því sanngjarnt í þrjú stig. Lokatölur 2-1.
Meira

Má leyfa sér að dreyma?

Hversu klikkað var þetta? Valur og Tindastóll mættust í þriðja leiknum í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Origo-höllinni í kvöld. Stuðningsmenn og leikmenn beggja liða bjuggu til hreint stórkostlega sýningu sem fékk líka þennan dásamlega endi. Eftir nokkuð strögl í fyrri hálfleik þar sem vörn Stólanna small ekki alveg og Valsmenn stjórnuðu ferðinni þá komu Stólarnir heldur betur klárir í slaginn í síðari hálfleik. Eftir nett þristasjó frá Drungilas þá voru það gestirnir sem sem tóku leikinn yfir og unnu hreint magnaðan endurkomusigur. Lokatölur 79-90 og nú er staðan þannig að lið Tindastóls leiðir einvígið 1-2 og á möguleika á að skrifa nýjan kafla í körfuboltasöguna.
Meira

Skagfirskir Blikar hampa Íslandsmeistaratitli

Karfan.is segir frá því að Breiðablik varð um helgina Íslandsmeistari í minnibolta 11 ára drengja eftir úrslitamót í Glerárskóla á Akureyri. Það sem vakti athygli Feykis var að í liðinu voru þrír kappar sem allir eiga foreldra frá Sauðárkróki sem er auðvitað frábært. Strákarnir sem um ræðir eru Rúnar Magni, Sölvi Hrafn og Axel Kári og óskar Feykir þeim til hamingju með árangurinn.
Meira

Miðar á leik Vals og Tindastóls tættust út

„Miðarnir hreinlega tættust út – bæði miðar gestaliðsins og okkar miðar. Þessi rimma er þannig að allir og ömmur þeirra vilja vera á svæðinu,“ sagði Valsarinn Grímur Atlason þegar Feykir spurði hvernig hefði gengið að selja miða á leikinn sem hefst í Origo-höllinni kl. 19:15 í kvöld. Raunar hafði Feykir hlerað að miðar Stólanna hefðu klárast á tveimur mínútum og því betra að gleyma sér ekki við uppvaskið eða önnur nauðsynjaverk þegar miðarnir í úrslitaeinvíginu fara í sölu.
Meira

Stólunum spáð fjórða sætinu í 4. deild

Knattspyrnutæknar í 4. deildinni hefja leik í kvöld en lið Tindastóls á heimaleik á laugardag þegar Uppsveitir mæta í heimasókn. ÍBU Uppsveitir á ættir að rekja til Árnessýslu en liðið var sett á laggirnar haustið 2019. Liðunum var spáð svipuðu gengi í spá þjálfara deildarinnar á Fótbolti.net og má því búast við hörkuleik. Leikurinn hefst kl. 15:00 og er spáð skaplegu veðri.
Meira