Vel spilaður leikur milli tveggja góðra liða sem lögðu allt í þetta, segir Pavel eftir leik gærkvöldsins
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
18.03.2023
kl. 17.38
Það var á erfiðan völl að sækja fyrir Tindastól í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn í gær er liðin áttust við í Subway-deildinni í körfubolta. Tvö hörku lið sem tókust á í jöfnum og spennandi leik og úrslit réðust ekki fyrr en eftir framlengingu. Þar höfðu heimamenn betur og unnu með þriggja stiga mun. Það var mikið í húfi fyrir bæði lið að landa sigri, fyrir Þór að tryggja sig í úrslitakeppnina og heimavallarétturinn mikilvægi fyrir Tindastól en fjögur efstu liðin fá þann rétt í úrslitakeppninni.
Meira