Íþróttir

Tindastólsstúlkur fóru tómhentar heim úr Þorlákshöfn

Kvennalið Tindastóls í körfunni skellti sér í Þorlákshöfn í gær og spilaði þar við sameinað lið Hamars/Þórs í 5. umferð 1. deildar kvenna. Bæði lið voru með tvö stig að loknum fjórum umferðum. Stólastúlkur fóru vel af stað og voru yfir í hálfleik en heimastúlkum tókst að snúa leiknum sér í vil í síðari hálfleik og sigruðu að lokum 94-87.
Meira

Þægilegur sigur Stólanna gegn Breiðhyltingum

Fyrsti heimaleikur Tindastóls í Subway-deildinni fór fram í gærkvöldi og óhætt að fullyrða að Króksarar hafi beðið spenntir eftir körfunni því um 600 manns skelltu sér í Síkið og sáu sína menn landa ansi öruggum tveimur stigum gegn kanalausum ÍR-ingum. Eftir jafnar upphafsmínútur náðu Stólarnir frábærum 19-2 kafla seinni part fyrsta leikhluta og það bil náðu gestirnir aldrei að vinna almennilega á. Lokatölur eftir þægilegan fjórða leikhluta voru 85-70 fyrir Stólana.
Meira

Sigur hjá 10 fl. drengja á móti Þór

Í gær, þriðjudaginn 11. okt, fór fram nágrannaslagur Tindastóls og Þórs frá Akureyri í 10. flokki drengja í Síkinu. Fyrirfram var búist við hörkuleik, en viðureign liðanna fyrr í haust í Eyjafirðinum var jöfn og spennandi og endaði með naumum sigri Skagfirðinga.
Meira

Yngri flokkar Tindastóls sigursælir um helgina

Það voru margir leikir spilaðir um helgina hjá barna og unglingastarfi Körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Tveir hópar MB10, stelpu og stráka, fóru á fjölliðamót, sameiginlegt lið Tindastóls/Kormáks í 9 fl. kvenna spilaði við Keflavík, 11. flokkur karla spilaði við Njarðvík og Ungmennaflokkur karla spilaði við Hraunamenn/Laugdæli og fóru allir leikirnir fram á laugardaginn.
Meira

Lið Snæfells lék Stólastúlkur grátt í Síkinu

Stólastúlkur fengu lið Snæfells frá Stykkishólmi í heimsókn í Síkið í kvöld í 1. deild kvenna í körfunni. Leikinn átti að spila í gær en honum var frestað um sólarhring sökum veðurs. Ekki virtist ferðalagið hafa farið illa í gestina sem tóku völdin snemma leiks og unnu öruggan sigur. Lið Snæfells var yfir í hálfleik, 19-32, og náðu síðan góðum endaspretti eftir að Stólastúlkur náðu að minnka muninn í átta stig þegar sjö mínútur voru eftir. Lokatölur 51-75.
Meira

Keflvíkingar lögðu Stólana í hörkuleik í Blue-höllinni

Það var nánast eins og framhald á úrslitakeppninni frá í vor þegar lið Keflavíkur og Tindastóls mættust í Blue-höll Reykjanesbæjar í fyrstu umferð Subway-deildarinnar í gærkvöld. Leikurinn var æsispennandi og liðin banhungruð og því ekki þumlungur gefinn eftir. Gestirnir byrjuðu betur og leiddu í hálfleik en smá rót kom á leik Stólanna þegar Drungilas var sendur úr húsi eftir að hafa rekið olnboga í höfuð Milka. Keflvíkingar komust yfir í kjölfarið og náðu með herkjum að innbyrða sigur gegn baráttuglöðum Tindastólsmönnum. Lokatölur 82-80.
Meira

Tap gegn Ármanni eftir hörkuleik

Lið Ármanns og Tindastóls mættust í hörkuleik í 1. deild kvenna í körfubolta en lið heimastúlkna var aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í efstu deild í vor, vann deildina en tapaði fyrir ÍR í fimm leikja seríu um sætið í Subway-deild kvenna. Það mátti því búast við erfiðum leik í gær en leikurinn var hnífjafn í fyrri hálfleik en í þeim síðari náði Ármann undirtökunum. Stólastúlkur gáfu þó ekkert eftir, komust yfir þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka, en endaspretturinn var Ármanns. Lokatölur 78-66.
Meira

Valin í U-15 landsliðið í fótbolta :: Íþróttagarpur Elísa Bríet Björnsdóttir Skagaströnd

Elísa Bríet Björnsdóttir er 14 ára gömul og býr á Skagaströnd. Hún hefur gert það gott í fótboltanum og á dögunum sagði Feykir frá því að hún hafi verið valin í U15 landsliðshóp Íslands. Elísa Bríet hefur æft fótbolta síðan hún var fimm ára gömul og lék með Kormáki/Hvöt/Fram þangað til í fyrra þegar hún söðlaði um og skipti yfir í Tindastól.
Meira

Tindastóli og Keflavík spáð efstu sætum Subway deildarinnar

Á kynningarfundi Subway deildar karla sem haldinn var í Laugardalshöll nú í hádeginu voru kynntar annars vegar spár formanna, þjálfara og fyrirliða í liðum Subway deildarinnar og 1. deild karla, og hins vegar spá fjölmiðla fyrir Subway deild karla. Lið Tindastóls skoraði hátt og er spáð tveimur efstu sætunum.
Meira

Þórsliðið vann öruggan sigur í nágrannaslagnum

Önnur umferð í 1. deild kvenna í körfubolta hófst í gær og skruppu þá Stólastúlkur yfir Öxnadalsheiðina og léku við lið Þórs í Höllinni á Akureyri. Bæði lið unnu góða sigra í fyrstu umferð; Tindastóll vann slakt lið Blika b á meðan Þórsarar lögðu lið Ármanns sem var hársbreidd frá því að komast í efstu deild sl. vor. Heimastúlkur náðu undirtökunum í öðrum leikhluta og eftir það náðu gestirnir aldrei að ógna Þórsliðinu. Lokatölur 74-52.
Meira