Íþróttir

Vel spilaður leikur milli tveggja góðra liða sem lögðu allt í þetta, segir Pavel eftir leik gærkvöldsins

Það var á erfiðan völl að sækja fyrir Tindastól í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn í gær er liðin áttust við í Subway-deildinni í körfubolta. Tvö hörku lið sem tókust á í jöfnum og spennandi leik og úrslit réðust ekki fyrr en eftir framlengingu. Þar höfðu heimamenn betur og unnu með þriggja stiga mun. Það var mikið í húfi fyrir bæði lið að landa sigri, fyrir Þór að tryggja sig í úrslitakeppnina og heimavallarétturinn mikilvægi fyrir Tindastól en fjögur efstu liðin fá þann rétt í úrslitakeppninni.
Meira

Tveir úr Tindastól í lokahóp landsliða KKÍ U16 og U18

Landsliðsþjálfarar KKÍ hafa valið og boðað sína leikmenn í landslið U15, U16 og U18 ára drengja og stúlkna fyrir sumarið sem framundan er. Þjálfararnir hafa valið þá leikmenn sem skipa 16 til 18 manna landsliðin en það er lokahópurinn sem tekur þátt í æfingum og verkefnum sumarsins. Tveir piltar úr Tindastól skipa hvorn sinn aldurflokkinn í landsliði Íslands 2023.
Meira

Sameiginleg lið Kormáks og Tindastóls í 7.flokki í körfubolta að stíga sín fyrstu skref á fjölliðamótum

Ofurspenntir krakkar í sameiginlegum liðum Kormáks og Tindastóls í 7. flokki brunuðu á fjölliðamót síðustu helgi, stúlknahópurinn spilaði í Borganesi í d-riðli og drengirnir í vesturbænum í f-riðli. Þarna voru á ferðinni krakkar sem voru að taka sín fyrstu skref í keppnisferð á körfuboltavellinum. Það mátti sjá framfarir eftir hvern leik því reynslan sem krakkarnir taka frá þessum mótum er gífurlega mikilvæg fyrir áframhaldandi uppbyggingu bæði hjá einstaklingunum og liðsheildinni.
Meira

Tap hjá 10. fl. drengja gegn Breiðablik b

Á sunnudaginn mættust Tindastóll og Breiðablik b í 10. flokki drengja og því miður er lítið hægt að segja um þennan leik nema að okkar strákar náðu sér aldrei á strik.
Meira

Törnering hjá 7.fl. stúlkna í Síkinu sl. helgi

Um helgina fór fram fjórða umferð Íslandsmóts 7. flokks og var B-riðill stúlkna spilaður í Síkinu á Sauðárkróki og gekk það vel fyrir sig. Stelpurnar okkar spila í sameiginlegu liði Tindastóll/Kormákur og áttu þær fjóra leiki yfir helgina.
Meira

Frjálsíþróttakrakkar USAH stóðu sig afburða vel á Akureyrarmóti UFA

Akureyrarmót UFA og Kjarnafæði Norðlenska var haldið í Boganum sl. laugardag þar sem keppt var í flokkum frá 10-11 ára upp í karla- og kvennaflokk. Auk þess var boðið upp á þrautabraut fyrir níu ára og yngri. Keppendur USAH stóðu sig afburða vel og unnu til flestra gullverðlauna á mótinu eða 17 alls. Auk þess komu ellefu silfurverðlaun í hús og og þrenn brons eða 31 verðlaun í heildina. Umf. Fram var með tvenn gullverðlaun, ein silfur- og ein bronsverðlaun og Hvöt með fimmtán gull-, tíu silfur- og tvenn bronsverðlaun.
Meira

Sterkur sigur í háspennuleik gegn Haukum

Tindastóll og Haukar mættust í Síkinu í gærkvöldi en liðin hafa eldað grátt silfur saman í vetur. Leikurinn var spennandi og skemmtilegur. Arnar átti stjörnuleik og þá ekki hvað síst í fyrri hálfleik en á æsispennandi lokamínútum var það Keyshawn sem dró Stólarútuna yfir endalínuna. Þetta var fyrsti sigurleikur Stólanna gegn einhverju liðanna í fjórum efstu sætum Subway-deildarinnar í vetur og virkar vonandi sem vítamínsprauta á hópinn fyrir úrslitakeppnina. Lokatölur 84-82.
Meira

Mikið um að vera á skíðasvæði Tindastóls

„Ert þú tilbúin í stærsta skíða- og snjóbrettaviðburð Skagafjarðar frá upphafi?“ er spurt á viðburðasíðu sem stofnuð hefur verið á Facebook og er þá átt við Tindastuð 2023 sem haldið verður í þriðja skiptið, laugardaginn 25. mars. Þar er á ferðinni einstök skíða- og snjóbretta upplifun, sem engin ætti að láta framhjá sér fara.
Meira

Norðurlandsúrvalið fór sigurferð til Danmerkur

Feykir sagði frá því í lok janúar að sex knattspyrnustúlkur af Norðurlandi vestra voru valdar í Norðurlandsúrvalið sem er skipað stúlkum fæddum 2007-08. Nú um mánaðarmótin fór hópurinn í frábæra keppnisferð til Danmerkur þar sem þær spiluðu við FC Nordsjælland og Brøndby sem eru með frábært yngri flokka starf og hafa á að skipa sterkum liðum sem talin eru með þeim bestu í þessum aldursflokki í Danmörku. Norðurlandsúrvalið gerði sér lítið fyrir og vann báða leikina.
Meira

Góður sigur hjá 11. flokki karla um helgina

Það var hart barist sl. sunnudag þegar Tindastóll mætti Njarðvík í 11.flokki karla í Síkinu og það var greinilegt að hvorugt liðið ætlaði að gefa tommu eftir í leiknum og var staðan í hálfleik 38-38. Í þriðja leikhluta hélt baráttan áfram og staðan að honum loknum 54 - 52 fyrir Stólastrákum. Í byrjun fjórða leikhluta leit út fyrir að baráttan yrði sú sama en okkar strákar komust loksins á skrið og stungu gestina af og sigruðu að lokum 82-72.
Meira