Íþróttir

Skellur í háspennuleik fyrir austan

Ekki er byrjun Tindastóls í Subwaydeildinni þetta hausið alveg eins og stuðningsmenn höfðu gert sér vonir um. Þrjú töp í fjórum leikjum en það má svo sem segja að lukkan hafi ekki verið í liði með Stólunum. Í gær héldu strákarnir austur á Egilsstaði, Arnar enn ekki með en Pétur ónotaður bekkjarsetumaður. Ragnar var borinn af velli í fyrri hálfleik og Keyshawn kláraði leikinn með tvö stig eftir að hafa sett niður eitt af 17 skotum sínum í leiknum! Leikurinn var engu að síður jafn og spennandi en það voru heimamenn í Hetti sem reyndust sterkari á lokametrunum. Úrslitin 73-69.
Meira

Nemendur Höfðaskóla heimsóttu Crossfit 550

Á mánudaginn skelltu nemendur Höfðaskóla á Skagaströnd, sem eru þátttakendur í valgreininni íþróttir og heilsufræði,sér á Krókinn til að taka á honum stóra sínum á Crossfit æfingu hjá Crossfit 550. Krakkarnir fengu smá fræðslu um crossfit og gerðu síðan WOD dagsins eða Work Of the Day eins og það kallast á ylhýru enskunni.
Meira

Ungmennaflokkur karla með tvo sigra í Síkinu um helgina

Í Síkinu um helgina átti Ungmennaflokkur karla tvo leiki á móti Grindavík og var fyrri leikurinn spilaður á laugardaginn kl. 16:00 og seinni leikurinn á sunnudeginum kl. 12:00. Þarna voru tvö efstu lið Ungmennaflokks að mætast og var því von á mikilli baráttu.
Meira

Höfuðið vantaði á herlið Stólanna

Það mátti búast við hörkuleik í Ljónagryfju Njarðvíkinga í lokaleik 3. umferðar Subwaydeildarinnar í gærkvöldi þegar heimamenn tóku á móti liði Tindastóls. Vonir stuðningsmanna Stólanna stóðu til þess að Arnar Björns hefði náð að hrista af sér meiðslin sem hafa haldið honum fjarri parketinu í síðustu leikjum og það var því kraftmikill löðrungur þegar í ljós kom að hvork Arnar né Herra Skagafjörður, Pétur Rúnar Birgisson, væru klárir í slaginn. Það var deginum ljósara að aðrir yrðu að axla ábyrgð og stíga upp en því miður, án leikstjórnendanna frábæru, þá var liðið líkast höfuðlausum her. Njarðvíkingar gengu á lagið og lönduðu öruggum 91-68 sigri.
Meira

Stólastúlkur máttu sætta sig við enn eitt tapið

Stólastúlkur fengu sameinað lið Aþenu/Leiknis/UMFK í heimsókn í Síkið í kvöld í 1. deild kvenna. Eftir ágæta byrjun Tindastóls náðu gestirnir tökum á leiknum og um miðjan þriðja leikhluta höfðu þeir búið sér til dágott forskot sem heimastúlkur náðu aldrei að brúa þrátt fyrir nokkrar ágætar tilraunir. Lokatölur 70-77.
Meira

Verður Haukum dæmdur sigur í bikarleiknum?

Tindastóll og Haukar mættust í VÍS bikarnum sl. mánudagskvöld og unnu Stólarnir leikinn af öryggi. Á daginn hefur komið að mistök urðu við leikmannaskipti hjá Stólunum þannig að á einu andartaki leiksins voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum. Reglan er sú að á öllum tímum skuli tveir íslenskir leikmenn vera inn á í hverju liði. Brot á reglunum þýðir að brothafi tapar leiknum 20-0 og skal greiða 250 þúsund króna sekt. Einfalt – eða kannski ekki.
Meira

Úrslit Bikarleikja hjá yngri flokkum Tindastóls um helgina

Á laugardaginn, 15. október, áttu að fara fram tveir bikar leikir í Síkinu hjá yngri flokkum Tindastóls, 10.fl. drengja (Tindastóll - Snæfell) og 12.fl. karla (Tindastóll Grindavík).
Meira

Stólarnir áfram í VÍS bikarnum eftir barningsleik gegn Haukum

Tindastóll og Haukar mættust í VÍS bikarnum í Síkinu í kvöld og úr varð spennandi leikur, í það minnsta svona framan af leik. Stólarnir náðu góðum kafla um miðjan þriðja leikhluta og bjuggu sér þá til forskot sem gestunum tókst ekki að vinna niður. Leikurinn var ekki áferðarfallegur, varnir beggja liða voru ágætar en það væri synd að segja að sóknarleikurinn hafi flætt vel. Lokatölur urðu 88-71 fyrir Stólana sem eru þar með komnir í 16 liða úrslit bikarsins þar sem þeir heimsækja Njarðvíkinga.
Meira

UMFÍ verðlaunar USAH fyrir gott samstarf í héraðinu

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga (USAH) hlaut á laugardag Hvatningarverðlaun UMFÍ fyrir verkefni sem stuðlað hefur að góðu og árangursríku samstarfi á milli ungmennafélaganna Hvatar á Blönduósi og Fram á Skagaströnd.
Meira

Bikarslagur í Síkinu í kvöld

Það er körfubolti á Króknum í kvöld en þá mætast lið Tindastóls og Hauka í 32 liða úrslitum VÍS bikarsins. Reikna má með hörkuleik því Hafnfirðingar hafa unnið báða leiki sína í Subway-deildinni hingað til; lögðu lið Hattar í fyrstu umferð og endurtóku leikinn þegar Þór Þorlákshöfn kom í heimsókn. Leikurinn í Síkinu hefst kl. 19:15 en hann verður einnig sýndur í Sjónvarpinu og þá væntanlega á sparirásinni.
Meira