Íþróttir

Valsmenn léttir

Stólarnir renndu suður á Hlíðarenda í gær og mættu þar Íslandsmeisturum Vals í síðustu umferð riðlakeppni Subway-deildarinnar. Valsmenn höfðu þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn í umferðinni á undan og virtust alls ekki vera í þeim gír að gefa gestunum alvöru leik. Það fór svo að Stólarnir gengu á lagið þegar á leið og möluðu á endanum meistarana mélinu smærra. Lokatölur 71-98.
Meira

Mjólkurbikar karla rúllar af stað um helgina

Karlafótboltinn fer af stað fyrir alvöru nú um helgina en þá fer fyrsta umferðin í Mjólkurbikarnum í gang. Bæði lið Tindastóls og Kormáks/Hvatar verða í eldlínunni en hjá liði Húnvetninga verður um að ræða fyrsta leik liðsins frá því síðasta haust en liði hefur verið safnað um nokkurt skeið og frumsýning á mannskapnum því nú um helgina. Nú síðast var bætt við markmanni og því allt að verða klárt fyrir sumarið.
Meira

Krakkaleikar Hvatar og Vilko haldnir í fyrsta sinn

Krakkaleikar Hvatar og Vilko voru haldnir í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi sunnudaginn 26.mars. Á Facebook-síðu frjálsíþróttadeildar USAH segir að Krakkarleikarnir séu fyrir krakka á aldrinum 5/6 - 9 ára. Þetta var í fyrsta skipti sem Krakkaleikar Hvatar og Vilko voru haldnir og heppnuðust vel.
Meira

Það reyndist erfitt að halda sterkum hópi í vetur

„Ekki okkar besta frammistaða og hefði mátt vera mikið betri. En svona er boltinn, maður vinnur og tapar, áfram gakk,“ segir Eva Rún Dagsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Tindastóls í körfunni, aðspurð um frammistöðu Stólastúlkna í vetur, en árangur liðsins í 1. deildinni var ekki á pari við væntingar.
Meira

Síðustu þrír leikir tímabilsins reyndust Stólastúlkum engin happaþrenna

Kvennalið Tindastóls í körfunni kláraði tímabilið í vetur með því að spila þrjá leiki á einni viku og því miður töpuðust þeir allir. Það kom kannski ekki á óvart að liðið tapaði gegn toppliði Stjörnunnar og sterku liði KR en í fyrsta leik þessarar þrennu mættu Stólastúlkur liði Ármanns í leik sem átti að vera séns á að taka. Þá var hins vegar Jayla Johnson í leikbanni og gestirnir unnu öruggan sigur.
Meira

Skrifað undir samstarfsamning ULM 2023 á ársþingi UMSS

Á 103. ársþingi UMSS, sem haldið var fyrir skömmu, var m.a. skrifað undir samstarfsamning ULM 2023 sem fram fer á Sauðárkróki daganna 3.-6. ágúst nk. Þá voru veitt Silfurmerki ÍSÍ og Gullmerki UMFÍ.
Meira

Þriðji sigurinn í röð í Lengjubikarnum

Stólastúlkur spiluðu síðasta leik sinn í Lengjubikarnum í dag þegar þær sóttu lið Keflavíkur heim í Nettóhöllina. Bæði liðin verða með í slagnum í Bestu deild kvenna í sumar og undirbúningur fyrir mótið á síðustu metrunum. Lið Tindastóls gerði sér lítið fyrir í Keflavíkinni og fór með sigur af hólmi, lokastaðan 1-3.
Meira

Vesturbæingar komu í dapurlega kveðjuferð í Síkið

Pavel leiddi í gærkvöldi sína gæðinga út í Síkið í leik gegn hans gömlu félögum í KR. Stórveldið svarthvíta má muna sinn fífil fegurri en gengi liðsins í vetur hefur verið vandræðalega lélegt og ljóst fyrir nokkru að liðið var fallið í 1. deild. Pavel brýndi fyrir sínum mönnum að mæta ekki værukærir til leiks því það kemur fyrir að fallnir drekar rísi upp á afturlappirnar fái þeir til þess tækifæri. Það fór svo að eftir nokkuð jafnan fyrsta leikhluta var mátturinn með Stólunum það sem eftir lifði leiks og vilji og varnarleikur Vesturbæinga í mýflugumynd. Lokatölur 115-63.
Meira

Tvær úr Tindastóli valdar til æfinga hjá U15 kvenna í fótbolta

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U15 kvenna í fótbolta, hefur valið hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum sem fram fara í Miðgarði í Garðabæ 27.-29. mars nk. Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir í Tindastól eru þar á meðal.
Meira

Stólastúlkur unnu Mosfellinga í snjóbolta í Lengjubikarnum í gær

Stelpurnar í Tindastól tóku á móti Aftureldingu við afar krefjandi aðstæður á gervigrasinu á Sauðárkróki í gær er þær áttust við í lokaumferð Lengjudeildar í fótbolta. Stólar eiga reyndar eftir að spila frestaðan leik gegn Keflavíkurstúlkum sem fram á að fara um næstu helgi. Ökkladjúpur snjór, hríðarveður og kuldi er helsta lýsingin á aðstæðum sem boðið var upp á á Króknum að þessu sinni en það létu liðin ekki hafa áhrif á sig og léku af krafti. Sama má segja um alhörðustu stðnigsmennina sem klæddu sig eftir aðstæðum og studdu við bakið á heimastúlkum. Það skilaði sér því Stólarnir voru mun líklegri til að setja boltann í netið í fyrri hálfleik.
Meira