Íþróttir

Mette sigursæl á WR Hólamóti UMSS og Skagfirðings

WR Hólamót UMSS og Skagfirðings fór fram síðastliðna helgi á Hólum í Hjaltadal. Mótið var vel sótt og sáust flottar sýningar og einkunnir. Öðrum framar í meistaraflokki stóð Mette Mannseth en hún sigraði í öllum hringvallagreinum og 100 metra flugskeið þar að auki.
Meira

Titlinum fagnað í troðfullum Miðgarði - Myndasyrpa

Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Tindastóls var haldið í Miðgarði föstudaginn 19. maí að viðstöddu fjölmenni. Mikil gleði var við völd hjá þeim 330 manns sem sóttu hófið enda Tindastólsfólk í sæluvímu eftir að hafa hampað Íslandsmeistaratitlinum kvöldinu áður.
Meira

Ásdís og Guðmar verðlaunuð fyrir góðan námsárangur

Þriðja árs nemendur við Hestafræðideild Háskólans á Hólum héldu reiðsýningu síðastliðinn laugardag í tengslum við útskrift þeirra frá skólanum. Við tilefnið voru veitt tvenn verðlaun fyrir góðan árangur í náminu. Að þessu voru það tveir Skagfirðingar sem hlutu þau.
Meira

Varmahlíðarskóli gerir það enn og aftur gott í Skólahreysti

Úrslitin í Skólahreysti fóru fram á laugardaginn en einn skóli af Norðurlandi vestra náði inn í úrslit. Þarna var um að ræða Varmahlíðarskóla í Skagafirði sem hafði áður sigrað annan undanriðilinn sem fór fram á Akureyri í lok apríl. Að sjálfsögðu stóðu hreystimenni skólans sig með mikilli prýði en eftir hörkuskemmtilega og spennandi keppni endaði Varmahlíðarskóli í fimmta sæti en tólf skólar kepptu í úrslitum.
Meira

Sigtryggur Arnar áfram á Króknum

Blekið er vart þornað úr penna formanns körfuknattleiksdeildar Tindastóls því skömmu eftir að skrifað var undir samning við Drungilast mætti Sigtryggur Arnar Björnsson að samningaborðinu með Degi Þór Baldvinssyni til að rita nafn sitt undir framlengdan samning um að hann leiki með liðinu næstu tvö árin.
Meira

Vildi að sigurkvöldið tæki aldrei enda

„Það var einstaklega ljúft, gæti alveg vanist því. Eftir góðan svefn var hugurinn samt strax kominn í loka augnablik leiksins og að endurupplifa það þegar leiktíminn rann út og stíflan brast með öllu tilfinningaflóðinu sem því fylgdi,“ sagði Helgi Margeirs, annar aðstoðarþjálfari Tindastóls, þegar Feykir innti hann eftir því hvernig hefði verið að vakna sem Íslandsmeistari sl. föstudagsmorgun.
Meira

Drungilas semur til tveggja ára

Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Adomas Drungilas skrifuðu fyrir stundu undir samning þess efnis að hann haldi áfram að leika með Tindastól næstu tvö árin. Undirritunin fór fram á sviði Atvinnulífssýningarinnar, sem nú stendur yfir á Króknum, við mikinn fögnuð viðstaddra.
Meira

Húnvetningar töpuðu gegn Elliða og Aco lætur af störfum

Í síðustu viku lutu Húnvetningar í sundpollinn í Garði þegar lið Víðis hafði betur og þá var ákall frá fréttaritara heimasíðu Kormáks/Hvatar um færri víti og færri spjöld. Ekki virtust hans menn hafa lesið pistilinn því spjöld og víti voru meðal annars uppskera Kormáks/Hvatar þegar liðið tók á móti Árbæingum í Elliða í óvenju þéttri suðvestanátt með tilheyrandi rigningarslettum á Sauðárkróksvelli. Niðurstaðan 1-3 tap og áfram gakk.
Meira

Stólarnir máttu þola tap í Egilshöllinni

Önnur umferðin í 3. deildinni í knattspyrnu var spiluð í gærkvöldi og lið Tindastóls heimsótti Vængi Júpíters í Egilshöllina í Grafarvogi. Markalaust var í hálfleik en mörkin komu í síðari hálfleik og það voru heimamenn sem höfðu sigur. Lokatölur 3-1.
Meira

Tindastólsmönnum vel fagnað á Króknum

Íslandsmeistarar Tindastóls tóku nettan meistararúnt í gegnum Krókinn skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld en fánar blöktu á ljósastaurum í tilefni dagsins. Rúta Suðurleiðar stoppaði svo til móts við Síkið en þar hafði dágóður hópur fólks safnast saman þrátt fyrir lítinn fyrirvara og fagnaði vel þegar hetjurnar birtust með bikara á lofti.
Meira