Íþróttir

Ari Eyland á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, íþróttahátíð fyrir evrópsk ungmenni á aldrinum 14-18 ára, fer fram í Friuli Venezia Giulia á Ítalíu dagana 21.-28. janúar. Meðal átján keppenda frá Íslandi er Ari Eyland Gíslason, brettakappi á Sauðárkróki.
Meira

Karla- og kvennalið Tindastóls sóttu Akureyri heim

Karla- og kvennalið Tindastóls voru bæði í eldlínunni í Kjarnafæðismótinu um liðna helgi. Stelpurnar mættu Þór/KA 2 og máttu lúta í gervigras Bogans eftir 2-1 tap en strákarnir mættu í kjölfarið liði Þórs 2 og eftir að hafa lent tveimur mörkum undir náðu Stólarnir að jafna metin og lokatölur þar 2-2.
Meira

Fjórir úr Hvöt á hæfileikamótun N1 og KSÍ

Fjórir ungir knattspyrnudrengir úr Hvöt Andri Snær Björnsson, Eyjólfur Örn Þorgilsson, Gunnar Bogi Hilmarsson og Trausti Þór Þorgilsson hafa verið boðaðir til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir drengi á Norðurlandi. Æfingin fer fram miðvikudaginn 18. janúar næstkomandi í Boganum á Akureyri.
Meira

Helgi Sigurjón tekur þátt í hæfileikamótun N1 og KSÍ

Hinn þrettán ára gamli Helgi Sigurjón Gíslason fótboltakappi í Tindastól hefur verið boðaður til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir drengi á Norðurlandi en æfingin fer fram miðvikudaginn 18. janúar næstkomandi í Boganum á Akureyri.
Meira

Ísak Óli Íslandsmeistari í sjöþraut í fimmta sinn

Ísak Óli Traustason (UMSS) var um helgina krýndur Íslandsmeistari í sjöþraut karla á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum. Hann hlaut alls 5074 stig og er þetta í fimmta sinn sem Ísak verður Íslandsmeistari í greininni.
Meira

Uppskeruhátíð íþróttafólks í Skagafirði

Uppskeruhátíð íþróttafólks í Skagafirði fór fram þann 28. desember sl. þar sem veitt voru verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan árangur, ástundun og framfarir á árinu sem nú er nýlokið auk þess sem hvatningarverðlaun UMSS voru veitt fyrir tvö árin á undan, sem ekki hafði verið framkvæmt vegna Covid-takmarkana.
Meira

Pavel ráðinn þjálfari Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls gekk í dag frá samningi við Pavel Ermolinskij um að hann taki nú þegar við sem þjálfari meistaraflokks karla. Pavel er einn sigursælasti leikmaður sem íslenskur körfuknattleikur hefur nokkurn tíma átt. Hann byrjaði enda snemma og lék fyrsta leik sinn í úrvalsdeild KKÍ með ÍA árið 1998, þá aðeins ellefu ára gamall. Það er væntanlega met sem seint eða aldrei verður slegið!
Meira

Erfiðir þriðju leikhlutar hjá 10.fl.karla um helgina í Síkinu

Um helgina mættust Tindastóll og ÍR í tveim leikjum í 10.fl.karla og var fyrri leikurinn spilaður á laugardeginum og seinni á sunnudeginum. Fyrir leikinn voru ÍR-ingar í fyrsta sæti og okkar strákar í öðru sæti svo búast mátti við hörkuleikjum um helgina.
Meira

Hulda Þórey kölluð til æfinga með U16 landsliði Íslands

Hulda Þórey Halldórsdóttir úr Tindastóli hefur verið kölluð til æfinga með U-16 landsliði Íslands í knattspyrnu. Magnús Örn Helgason og Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfarar U16 kvenna, hafa nýverið tilkynnt hóp fyrir æfinglotu sem fram fer dagana 18.-20. janúar í Miðgarði í Garðabæ.
Meira

Eyfirðingar lögðu Stólana á Kjarnafæðismótinu

Karlalið Tindastóls spilaði í Kjarnafæðismótinu nú á laugardaginn og mætti sameinuðu liði Dalvíkur og Reynis Árskógsströnd. Leikið var í Boganum á Akureyri og var jafnt í hálfleik, bæði lið gerðu eitt mark. Í síðari hálfleik máttu Stólarnir sín lítils manni færri og töpuðu leiknum 4-1.
Meira