Mosfellingar malbikuðu yfir mátaða Stóla
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
22.06.2023
kl. 09.28
Fjórðu deildar lið Tindastóls mætti þriðju deildar liði Hvíta riddarans í Fótbolta.net bikarnum í gærkvöldi en leikið var í Malbiksstöðinni að Varmá (!?). Það vantaði engin smápeð í lið Tindastóls en Dom, Domi og Konni voru fjarri góðu gamni. Eftir nokkuð trausta Sikileyjarvörn fyrstu 45 mínúturnar var markalaust að loknum fyrri hálfleik en endatafl Tindastólspilta reyndist glatað, riddarar Mosfellinga gengu á lagið og mátuðu gestina nokkuð létt. Lokatölur 4-0.
Meira