Íþróttir

Mosfellingar malbikuðu yfir mátaða Stóla

Fjórðu deildar lið Tindastóls mætti þriðju deildar liði Hvíta riddarans í Fótbolta.net bikarnum í gærkvöldi en leikið var í Malbiksstöðinni að Varmá (!?). Það vantaði engin smápeð í lið Tindastóls en Dom, Domi og Konni voru fjarri góðu gamni. Eftir nokkuð trausta Sikileyjarvörn fyrstu 45 mínúturnar var markalaust að loknum fyrri hálfleik en endatafl Tindastólspilta reyndist glatað, riddarar Mosfellinga gengu á lagið og mátuðu gestina nokkuð létt. Lokatölur 4-0.
Meira

Erfiður lokakafli á Þórsvellinum í gærkvöldi

Það var nágrannaslagur á Þórsvellinum í gærkvöldi þegar Stólastúlkur heimsóttu lið Þórs/KA í Bestu deild kvenna. Lið Akureyringa hefur löngum verið liði Tindastóls erfitt og lítið gengið að krækja í stig gegn þeim. Á því varð engin breyting í gærkvöldi en eftir markaþurrð fyrsta klukkutímann þá opnuðust flóðgáttir í vörn gestanna eftir að heimastúlkur náðu forystunni. Lokatölur 5-0.
Meira

Rúnar Birgir fyrstur Íslendinga til að verða tæknifulltrúi FIBA

Varmhlíðingurinn Rúnar Birgir Gíslason lauk nú á dögunum námskeiði til að verða tæknifulltrúi FIBA (e. FIBA Technical Delegate), en FIBA stendur fyrir Alþjóða körfuknattleikssambandið.
Meira

Blönduð sveit GSS tekur þátt í Íslandsmóti 21 ára og yngri

Liðið er skipað þeim Hildi Hebu Einarsdóttur, Önnu Karen Hjartardóttur, Tómasi Bjarka Guðmundssyni, Brynjari Má Guðmundssyni og Unu Karen Guðmundsdóttur. Þjálfari þeirra er Atli Freyr Rafnsson.
Meira

Aðalfundur Tindastóls í kvöld

Aðalfundur Ungmennafélagsins Tindastóls fer fram í kvöld, miðvikudaginn 21. júní kl. 20:00 í Húsi frítímans.
Meira

Geks áfram sinn veg hjá Tindastól

Lettneski leikmaðurinn Davis Geks hefur samið við Körfuknattleiksdeild Tindastóls um að leika áfram með liðinu á næsta tímabili.
Meira

Siggi Þorsteins kveður Stólana með enn eina meistaramedalíuna í farteskinu

Í tilkynningu á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls í síðustu viku var sagt frá því að Sigurður Gunnar Þorsteinsson og kkd. Tindastóls hafi lokið samstarfi sínu. „Tindastóll á Sigurði margt að þakka, reynsla hans og hæfni voru afar mikilvæg í baráttunni um langþráða titilinn síðastliðin tvö ár. Við erum honum ævinlega þakklát og óskum honum alls hins besta í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni.
Meira

Himininn er blár og Tindastóll sigrar á Hlíðarenda

Tindastóll hélt uppteknum hætti þegar sóttur var sigur á Hlíðarenda í gærkvöldi, í þetta skiptið þó í knattspyrnu í 4. deild karla gegn Knattspyrnufélaginu Hlíðarenda, KH. 
Meira

Kormákur Hvöt og Reynir skildu jöfn í spennandi leik

Reynir Sandgerði mætti í sólina á Blönduósi í gær og atti kappi við Kormák Hvöt í þriðju deildinni í fótbolta. Bæði lið eru að berjast um dýrmæt stig í toppbaráttunni, Reynir í öðru sætinu en norðanmenn í því fjórða. Með sigri hefði Kormákur Hvöt skotist upp fyrir sunnanmenn en allt kom fyrir ekki eins og maðurinn sagði því leikurinn endaði án marka og röðin því óbreytt.
Meira

Valur með refsivöndinn gegn Stólum í Bestu deild kvenna

Stólastúlkur fengu rassskellingu á Origo vellinum í gær er þær mættu Val, efsta liði Bestu deildarinnar. Þetta var leikur kattarins að músinni þar sem Valskonur höfðu öll völd á vellinum og lönduðu 5-0 sigri.
Meira