Íþróttir

Lið Dodda málara fór með sigur af hólmi

Fyrirtækjamót meistaraflokks Kormáks Hvatar í innanhúsknattspyrnu fór fram í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi í dag. Sex lið voru skráð til leiks en það voru GN hópbílar, KS Kjarni, Doddi málari, FNV, Maggi málari og Vegagerðin. Þegar upp var staðið reyndist lið Dodda málara á Sauðárkróki sigurvegari mótsins.
Meira

Keppnisferð Jóhönnu Maríu í júdó til Hollands og Belgíu

Í janúar fór Jóhanna María Grétarsdóttir Noack, sem er iðkandi í Júdódeild Tindastóls, í heimsókn til ömmu sinnar og afa í Þýskalandi. Ferðin var einnig notuð til að freista gæfunnar í keppni í júdó á erlendri grundu í fyrsta skipti en Jóhanna María keppti á tveimur alþjóðlegum mótum, annars vegar á Trofee van de Donderslag í Belgíu og hins vegar Matsuru Dutch Open Espoir í Hollandi.
Meira

Raunveruleikatékk í Síkinu þegar Njarðvík sótti stigin

Það reyndist boðið upp á örlítið raunveruleikatékk í Síkinu í gær þegar Tindastólsmenn tóku á móti spræku liði Njarðvíkinga. Ekki vantaði eftirvæntinguna og vonarneistann í glaðværa og dugmikla stuðningsmenn Stólanna en að þessu sinni náðu þeir ekki alveg að kveikja neistann í sínum mönnum í fyrsta heimaleik liðsins undir stjórn Pavel Ermolinski. Lið Njarðvíkur, sem er eitt af þremur bestu liðum Subway-deildarinnar sem stendur, reyndist sterkari aðilinn í leiknum og gátu eiginlega ekki annað en unnið leikinn miðað við gjafirnar sem vörn Stólanna færði þeim ítrekað. Lokatölur 86-94.
Meira

Sex stúlkur úr Tindastóli í Norðurlandsúrvalinu

Tindastóll á sex fulltrúa í 18 manna lokahópi Norðurlandsúrvals stúlkna í knattspyrnu. Liðið er skipað stúlkum sem hafa fæðst árið 2007 eða 2008. Úrvalið fer til Danmerkur og spilar þar tvo leiki við FC Nordsjælland og Brøndby IF dagana 26. febrúar - 2. mars.
Meira

Arnar Geir og Ingvi Þór tóku tvímenninginn

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að gamla góða pílan hefur nú gengið aftur og fjöldi fólks stundar þetta huggulega sport, sumir í keppnisstuði en aðrir fara fínt með þetta heima í skúr. Pílukastfélag Skagafjarðar stóð fyrirtvímenningsmót sl. föstudagskvöld og tókst það frábærlega og þátttaka góð þrátt fyrir að leikur Íslands og Svíþjóðar í hand færi fram á sama tíma.
Meira

Zoran Vrkic yfirgefur Tindastól - Uppfært

Króatinn Zoran Vrkic og Körfuknattleiksdeild Tindastóls hafa komist að samkomulagi um að hann hafi lokið leik fyrir liðið. Þetta kemur fram á Facebook-síðu deildarinnar en þar er honum þakkað fyrir samstarfið og óskað alls hins besta í framtíðinni.
Meira

Magnaður árangur keppenda UMSS og USAH á Stórmóti ÍR

Stórmót ÍR fór fram í Laugardalshöll um helgina, það 26. í röðinni, og var fjölmennt líkt og áður en yfir 500 keppendur frá 28 félögum voru skráðir til keppni. Keppt var í fjölþraut barna 10 ára og yngri og í hefðbundnum greinum í öllum aldursflokkum 11 ára og eldri. Fjölmargir keppendur frá UMSS og USAH tóku þátt og tólf þeirra náðu á verðlaunapall.
Meira

Sigurkarfan hjá 11. fl. karla þegar 2,7 sek. voru eftir af leiknum - myndband

Um helgina mættust Tindastóll og Vestri í 11. flokki karla í Síkinu og var fyrri leikurinn spilaður á laugardeginum og sá seinni á sunnudeginum.
Meira

Sigur og tap hjá liðum Tindastóls

Lið Tindastóls spiluðu sitt hvorn leikinn á Kjarnafæðismótinu í gær og var leikið á Akureyri. Stelpurnar mættu FHL, sameiginlegu liði Austfirðinga, og höfðu sigur en strákarnir lutu í gervigras gegn liði Völsungs.
Meira

Stjörnustúlkur höfðu betur gegn liði Tindastóls

Stólastúlkur spiluðu í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í dag í fimmtánda leik sínum í 1. deild kvenna. Heimastúlkur í Stjörnunni hafa á að skipa sterku liði og tróna á toppi deildarinnar með þrettán sigurleiki og aðeins eitt tap. Lið Tindastóls hefur aðeins unnið tvo leiki í vetur en er að reyna að ná að koma fótunum undir sig. Leikurinn í dag var sveiflukenndur en aðeins tveimur stigum munaði í hálfleik. Heimastúlkur byggðu upp forskot í þriðja leikhluta og unnu að lokum sigur, 86-72.
Meira