Ungmennaflokkur Tindastóls varð deildarmeistari í 2. deild
Ungmennaflokkur Tindastóls varð í gær deildarmeistari í 2. deild en þá gerðu kapparnir sér lítið fyrir og unnu Grindavík í framlengdum úrslitaleik í Blue höllinni í Keflavík. Lokatölur voru 94-91. Örvar Freyr Harðarson var valinn mikilvægasti leikmaður leiksins í leikslok. Það var Kelvin Lewis sem þjálfarði liðið í vetur.
Ástæðan fyrir því að lið Tindastóls spilaði í 2. deild í ungmennaflokki er sú að liðunum er raðað eftir styrkleika í byrjun móts og lið Stólanna var sett í 2. deild. Að sögn Helga Margeirs, yfirþjálfara yngri flokka Tindastóls, þá er liðið búið að leiða deildarkeppnina í allan vetur, vann 17 leiki og tapaði aðeins tveimur. Hann segir að leikur liðsins við Hrunamenn í fjögurra liða úrslitum hafi einnig farið í framlengingu.
Í úrslitaleiknum gegn Grindavík spilaði liðið á köflum mjög vel, bæði varnarlega og soknarlega, og leiddu meirihlutann af leiknum. Grindvíkingar, leiddir af Braga Guðmundssyni (Gumma Braga) og Nökkva Nökkvasyni, leikmönnum með mikla reynslu úr meistaraflokki, voru þó aldrei langt undan. Örvar var bestur í liði Tindastóls í venjulegum leiktíma en Reynir Bjarkan Róbertsson skoraði svo fyrstu átta stig Tindastóls í framlengingunni en Einar markmaður Sigurpáls setti 3ja stiga korfu sem var mikilvægasta karfa leiksins og Tindastólsliðið fangaði sigri.
Örvar Freyr var stigahæstur með 27 stig, Reynir Bjarkan gerði 24 og tvíburarnir Veigar og Orri voru með 13 stig hvor, Eyþór Lár 11 og Atli Steinn og Einar þrjú stig hvor. Auk þeirra voru Sigurður Stefán, Axel Arnars, Hrafn Helgi, Brynjar Örn og Georgi í hópnum hjá Stólunum.
Feykir óskar strákunumm Scooter og öllu Tindastólsfólki til hamingju með árangurinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.