Íþróttir

Siggi Þorsteins kveður Stólana með enn eina meistaramedalíuna í farteskinu

Í tilkynningu á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls í síðustu viku var sagt frá því að Sigurður Gunnar Þorsteinsson og kkd. Tindastóls hafi lokið samstarfi sínu. „Tindastóll á Sigurði margt að þakka, reynsla hans og hæfni voru afar mikilvæg í baráttunni um langþráða titilinn síðastliðin tvö ár. Við erum honum ævinlega þakklát og óskum honum alls hins besta í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni.
Meira

Himininn er blár og Tindastóll sigrar á Hlíðarenda

Tindastóll hélt uppteknum hætti þegar sóttur var sigur á Hlíðarenda í gærkvöldi, í þetta skiptið þó í knattspyrnu í 4. deild karla gegn Knattspyrnufélaginu Hlíðarenda, KH. 
Meira

Kormákur Hvöt og Reynir skildu jöfn í spennandi leik

Reynir Sandgerði mætti í sólina á Blönduósi í gær og atti kappi við Kormák Hvöt í þriðju deildinni í fótbolta. Bæði lið eru að berjast um dýrmæt stig í toppbaráttunni, Reynir í öðru sætinu en norðanmenn í því fjórða. Með sigri hefði Kormákur Hvöt skotist upp fyrir sunnanmenn en allt kom fyrir ekki eins og maðurinn sagði því leikurinn endaði án marka og röðin því óbreytt.
Meira

Valur með refsivöndinn gegn Stólum í Bestu deild kvenna

Stólastúlkur fengu rassskellingu á Origo vellinum í gær er þær mættu Val, efsta liði Bestu deildarinnar. Þetta var leikur kattarins að músinni þar sem Valskonur höfðu öll völd á vellinum og lönduðu 5-0 sigri.
Meira

Tindastóll mætir Val í kvöld í Bestu deildinni

Stelpurnar í Tindastól eiga erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld er þær heimsækja Valsstúlkur á Origo völlinn á Hlíðarenda í 8. umferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Valur trónir á toppnum með 16 stig eftir fimm sigra, eitt jafntefli og einn tapleik. Stólar eru hins vegar í 7. sæti með 8 stig eftir tvo sigra og tvö jafntefli.
Meira

ATH! Aðalfundur UMF Tindastóls miðvikudaginn 21. júní

Aðalstjórn Ungmennafélagsins Tindastóls boðar til aðalfundar miðvikudaginn 21. júní kl. 20:00 í Húsi frítímans. 
Meira

Tindastóll tekur á móti Þrótti Reykjavík í kvöld

Tindastóll tekur á móti Þrótti Reykjavík í áttundu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld klukkan 19:15. Búist er við hörkuleik enda skilja aðeins tvö stig liðin að í töflunni. Þróttur situr í fjórða sætinu með tíu stig og Tindastóll er í því sjötta með átta stig. 
Meira

Pavel áfram á Sauðárkróki

Gengið hefur verið frá samkomulagi um að Pavel Ermolinskij, sem nýlega leiddi Tindastól til frækilegs sigurs í Íslandsmótinu í körfubolta, verði áfram hjá félaginu. Um það var gerður samningur til tveggja ára og mun Pavel til viðbótar við meistaraflokkinn og Subway deildina einnig aðstoða með ýmsum hætti við unglingastarf Tindastóls bæði í karla og kvennaflokkum.
Meira

„Ég er stolt af okkur!“

Lið Tindastóls bar sigurorð af ÍBV í Eyjum í gær og gerði Melissa Garcia bæði mörk Stólastúlkna í 1-2 sigri. Feykir bað Melissu að leik loknum að lýsa mörkunum sem hún gerði í Eyjum en hún sagði að þau hefðu bæði komið eftir frábærar sendingar, fyrst frá Aldísi en síðari Murr. „Ég tók hlaupin á nærstöngina í báðum mörkunum til að koma boltanum í netið. Bæði mörkin komu eftir frábæra uppbyggingu sem allt liðið átti þátt í að skapa.“
Meira

Stólastúlkur sóttu þrjú stig til Eyja

Stólastúlkur gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í dag þar sem þær mættu liði ÍBV í Bestu deildinni. Þær lentu undir eftir rúma mínútu en það er ekkert til í orðabók okkar stúlkna um uppgjöf. Tvo mörk frá Melissu Garcia í sitt hvorum hálfleik tryggðu dýrmætan sigur og þær voru því glaðbeittar hetjurnar okkar á heimleið með Herjólfi. Lokatölur 1-2 fyrir Tindastól en Vestmanneyingar geta þó huggað sig við að þeir nældu síðar í kvöld í Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.
Meira