Íslandsmót golfklúbba í kvennaflokki stendur yfir þessa dagana
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
26.07.2024
kl. 09.15
Þessa vikuna stendur yfir Íslandsmót golfklúbba 2024 í 1. deild kvenna á Standavelli á Hellu. Keppni lýkur á morgun, laugardag, og á Golfklúbbur Skagafjarðar fulltrúa á þessu móti. Þetta er í 43. skiptið sem mótið er haldið en fyrst var leikið í kvennaflokki árið 1982. Í fyrra sigraði Golfklúbbur Mosfellsbæjar sem á titil að verja en GM hefur allt í allt sigrað fimm sinnum.
Meira