Íþróttir

Stór sigur á Stjörnunni í Garðabænum

Eftir tvo tapleiki í byrjun móts var pínu presssa á liði Tindastóls að krækja í stig í Garðabænum í kvöld þegar Stólastúlkur sóttu lið Stjörnunnar heim. Eins og reikna mátti með sat lið Tindastóls aftarlega á vellinum en beitti snörpum skyndisóknum þegar boltinn vannst. Þrátt fyrir að heimastúlkur hafi verið talsvert meira með boltann í kvöld þá unnu gestirnir sanngjarnan sigur, gerðu eitt mark í hvorum hálfleik og hefðu hæglega getað unnið stærra. Lokatölur 0-2.
Meira

Tvöfaldur skammtur af Stólastúlkum í kvöld

Stuðningsfólk Tindastóls gæti lent í smá veseni í kvöld þegar ákveða þarf hvar skal koma sínum Stólarassi fyrir á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er sú að Stólastúlkur verða bæði í eldlínunni í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ en í Austurbergi í Breiðholti Reykjavíkur spila körfuboltastelpurnar þriðja leikinn í einvígi sínu við lið Aþenu um sæti í Subway-deildinni.
Meira

Sigríður Fjóla skaraði fram úr

Útskriftarhelgi Reiðmannsins fór fram um liðna helgi á vegum Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Á laugardag kepptu nemendur sem höfðu náð bestum árangri í sínum hópum til úrslita. Reynisbikarinn hlýtur sá er efstur stendur úr Reiðmanninum II og í ár var það Sigríður Fjóla Viktorsdóttir á Prins frá Syðra-Skörðugili, sem reyndist hlutskörpust.
Meira

Grunnskólinn austan Vatna komst bara víst í úrslit í Skólahreysti

Eitthvað klikkuðu reikningskúnstir Feykis í nótt þegar birtar voru niðurstöður í Skólahreysti. Þá var nánast fullyrt að Grunnskólinn austan Vatna í Skagafirði hefði naumlega orðið af sæti í úrslitum keppninnar skemmtilegu – en viti menn; í hádeginu í dag var tilkynnt á Facebook-síðu Skólahreysti að Grunnskólinn austan Vatna hefði sannarlega tryggt sér sæti í úrslitunum. Norðurland vestra er því með þrjá skóla af tólf í úrslitum Skólahreysti og ef það var snilld að eiga tvo skóla af tólf miðað við höfðatölu í nótt hversu geggjað er þá að eiga þrjá skóla í úrslitunum!?
Meira

Varmahlíðarskóli tryggði sér sæti í úrslitum Skólahreysti

Fjórir skólar af Norðurlandi vestra tóku í gær þátt í sjöunda riðli Skólahreysti en keppnin fór fram í Höllinni á Akureyri. Það var lið Varmahlíðarskóla sem sigraði og tryggði sér þannig sæti í úrslitunum sem fram fara í Laugardalshöll síðar í maí. Þá varð Grunnskólinn austan Vatna í öðru sæti riðilsins. Áður hafði Grunnskóli Húnaþings vestra tryggt sig inn í úrslitin og það verða því tveir skólar af Norðurlandi vestra á meðal þeirra tólf skóla sem keppa til úrslita.
Meira

Skemmdir á um 1500 fermetrum vallarins

Feykir.is birti í síðustu viku viðtal við Adam Smára Hermannsson, formann knattspyrnudeildar Tindastóls, sem sagði frá talsverðu tjóni sem varð á gervigrasvellinum glæsilega á Sauðárkróki í leysingum þann 20. apríl en þá fór völlurinn undir vatn. Í gær birtist frétt á vef Skagafjarðar þar sem greint var frá því að eftir athugun í liðinni viku liggi fyrir að skemmdir urðu á vellinum á um 1.500 fermetrum, þar af eru um 1.000 fermetrar illa farnir.
Meira

Karl Lúðvíks sæmdur Gullmerki UMFÍ

Það var ekki nóg með að Gunnar Þór Gestsson væri sæmdur Gullmerki ÍSÍ á ársþingi UMSS um liðna helgi því auk hans var íþróttakempan og kennarinn Karl Lúðvíksson sæmdur Gullmerki UMFÍ. Í frétt á vef Ungmennafélags Íslands segir að Karl sé þekktur fyrir störf sín og er fastagestur á Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið er ár hvert.
Meira

Lið Tindastóls jafnaði metin með sigri liðsheildarinnar

Lið Tindastóls og Aþenu mættust í annað sinn í einvígi sínu um sæti í Subway-deildinni í Síkinu í kvöld. Lið Aþenu fór illa með haltrandi Stólastúlkur í fyrsta leik sem var aðeins spennandi fyrstu mínúturnar. Það var annað uppi á teningnum í kvöld því leikurinn var æsispennandi en að þessu sinni var það lið Tindastóls sem leiddi lungann af leiknum. Gestirnir voru aðeins yfir í 20 sekúndur en voru annars í stöðugum eltingaleik við baráttuglatt lið Tindastóls. Það fór svo að taugar heimastúlkna héldu og sigur hafðist, lokatölur 67-64 og staðan í einvíginu 1-1.
Meira

Gunnari Þór afhent Gullmerki ÍSÍ fyrir mikil og góð störf

Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) hélt ársþing sitt í félagsheimilinu Tjarnarbæ laugardaginn 27. apríl síðastliðinn. Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson en hann notaði tækifærið og veitti Gunnari Þór Gestssyni, formanni UMSS, Gullmerki ÍSÍ á þinginu fyrir mikil og góð störf í þágu íþrótta en Gunnar Þór hefur m.a. setið í fjölmörgum nefndum og starfshópum ÍSÍ.
Meira

Ágæt frammistaða en engin stig til Stólastúlkna

Breiðablik og Tindastóll mættust í dag á Kópavogsvelli í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Blikar unnu góðan sigur í fyrstu umferð á meðan Stólastúlkur máttu sætta sig við svekkjandi tap fyrir FH í leik þar sem þær áttu meira skilið. Eins og reikna mátti með í dag voru heimastúlkur talsvert sterkari í leiknum, fengu mörg færi til að skora en lið Tindastóls fékk sömuleiðis góð færi en fór illa að ráði sínu. Lokatölur urðu 3-0 fyrir Breiðablik og lið Tindastóls því án stiga og marka að loknum tveimur leikjum.
Meira