Íslandsmót golfklúbba í kvennaflokki stendur yfir þessa dagana

Anna Karen, Hildur Heba, Halldóra, Dagbjört Sísí, Gígja Rós, Árný Lilja og Sigríður Elín. Telma Ösp er svo bak við myndavélina. Mynd aðsend
Anna Karen, Hildur Heba, Halldóra, Dagbjört Sísí, Gígja Rós, Árný Lilja og Sigríður Elín. Telma Ösp er svo bak við myndavélina. Mynd aðsend

Þessa vikuna stendur yfir Íslandsmót golfklúbba 2024 í 1. deild kvenna á Standavelli á Hellu. Keppni lýkur á morgun, laugardag, og á Golfklúbbur Skagafjarðar fulltrúa á þessu móti. Þetta er í 43. skiptið sem mótið er haldið en fyrst var leikið í kvennaflokki árið 1982. Í fyrra sigraði Golfklúbbur Mosfellsbæjar sem á titil að verja en GM hefur allt í allt sigrað fimm sinnum.

Frá árinu 1982 hafa fjórir klúbbar fagnað Íslandsmeistaratitlinum. Golfklúbbur Reykjavíkur hefur oftast sigrað eða 22 sinnum, þar á eftir kemur Golfklúbburinn Keilir með 15 titla, Golfklúbbur Mosfellsbæjar er með fimm titla þar af eru þrír titlar þegar Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ var til og svo hefur Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar tvívegis fagnað sigri. Alls eru sjö lið að taka þátt í 1. deildinni og er þeim liðunum skipt upp í tvo riðla, neðsta liðið fellur niður í 2. deildina. 

Fulltrúar GSS í ár eru þær, Árný Lilja Árnadóttir, Sigríður Elín Þórðardóttir, Halldóra Andrésdóttir Cuyler, Hildur Heba Einarsdóttir, Dagbjört Sísí Einarsdóttir, Anna Karen Hjartardóttir, Gígja Rós Bjarnadóttir og Telma Ösp Einarsdóttir. 

Tvö efstu liðin úr hvorum riðli komast í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn og mun Feykir að sjálfsögðu segja frá gangi mála þegar keppni lýkur. 

Fyrir þá sem langar að fylgjast með stöðu mála þá er það hægt hér.

A-riðill:
Golfklúbbur Mosfellsbæjar
Golfklúbburinn Keilir
Golfklúbbur Skagafjarðar

B-riðill:
Golfklúbbur Reykjavíkur
Golfklúbbur Kópavogs -og Garðabæjar
Golfklúbburinn Oddur
Golfklúbbur Selfoss

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir